Þjóðviljinn - 27.08.1983, Side 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27. - 28. ágúst 1983
um helgina
konsert og
stórmikiö bai/
I I 11,111 SII^^N
Baraflokkurinn
Grænlandssýningum lýkur
Á sunnudag lýkur Grænlands- að sögn verið mjög góð en sýningin
sýningunum í Norræna húsinu um verður eigi að síður að víkja fyrir
norrænt landnám og norræna nýrri. Sýningin verður opin til kl.
byggð á Grænlandi. Aðsókn hefur 22.00 á sunnudagskvöld.
Laugardagur kl. 16.00.
Fimm manns
sýna á Akureyri
ídagkl. 16.00 verður opnuð sýn-
ing í Nýja íþróttahúsinu á Akureyri
sem fimm ungir myndlistarmenn úr
Reykjavík og frá Akureyri standa
að. Það eru Kristján Steingrímur
Jónsson og Guðmundur Oddur
Magnússon frá Akureyri og sunn-
anmennirnir Ómar Stefánsson og
bræðurnir Tumi og Pétur Magnús-
synir. Aðstandendur segjast vera
boðberar „nýja málverksins" og
lofa hressilegri sýningu. Sýningin
verður opin daglega frá kl. 16.00-
22.00 fram til sunnudagsins 4. sept-
ember.
Bókasafnið ísafirði
Daði Guðbjörnsson sýnir
Á ísafirði sýnir nú um þessar sýningarsal bókasafnsins. Sýning
mundir Daði Guðbjörnsson mál- Daða er opin á opnunartímum
verk og grafíkmyndir og er það í safnsins til 3. sept ember.
Laugardagur kl. 15.00
Aðalsteinn Vestmann
í Gallerí Lækj ar torgi
Aðalsteinn Vestmann opnar í
dag kl. 15.00 sýningu í Gallerí
Lækjartorgi þar sem sýnd verða 38
verk unnin á tímabilinu ’81-’83 og
verða flest þeirra til sölu. Meiri
hlutinn eru vatnslitamyndir og er
viðfangið íslensk náttúra.
Aðalsteinn er nú búsettur á Ak-
ureyri og hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga vítt og breitt um land.
Sýningin stendur yfir dagana 27.
ágúst til 4. september og verður
opin daglega frá kl. 14.00-22.00.
NVSV með laugardagsferð:
Tónleikar mánudag og þriðjudag
Nýja strengj asveitin með
tékkneskan stjórnanda
Nýja strengjasveitin ætlar að
halda tvenna tónleika eftir helgi: á
mánudag í Ytri-Njarðvíkurkirkju
og á þriðjudag í Bústaðakirkju, og
þar spilar hún verk eftir Purcell,
Britten, Mozart og Janacek.
Með aðstoð Flugleiða hefur
sveitinni tekist að fá til liðs við sig á
ný tékkneska fiðluleikarann og
stjórnandann Josef Vlach. Hann
lék um árabil í kvartett sem við
hann var kenndur og hefur stjórn-
að víða um lönd. Hann er nú
stjórnandi tékknesku kammer-
sveitarinnar.
Orgeltónleikar
Austur-
þýskur
orgelleikari
Austurþýski orgelleikarinn
Christoph Krummacher heldur í
kvöld, laugardagskvöld, tónleika í
Dómkirkjunni í Reykjavík og eru á
efnjsskrá verk eftir Buxtehude,
Hanff, Bach, Messiaen, Boely og
Mendelssohn.
Krummacher er háskólaorgan-
isti í Rostock, kennir þar á orgel og
leggur stund á fræðimennsku
tengda orgeltónlist. Hann er fyrsti
austurþýski orgelleikarinn sem
heldur tónleika á íslandi en hefur
áður leikið víðsvegar í Austur-
Evrópu, í Vestur-Þýskalandi og
Svftijóð.
A sunnudagskvöld heldur
Krummacher tónleika í Háteigs-
kirkju og leikur þar verk eftir
Scheidemann, Pachelbel, Kellner
og Bach. Hvorirtveggja tónleik-
arnir hefjast kl. 20.30.
tónlist
Félagsstofnun stúdenta:
Tónleikar Baraflokksins í kvöld.
Ball líka.
Ytry-Njarðvíkur
Nýja strengjasveitin leikur á
mánudagskvöld klukkan 20.30
undir stjórn Josef Vlach, sem er
víðfrægur tékkneskur stjórn-
andi. Verk eftir Purcell, Mozart,
Janacek og Britten.
Bústaðakirkja:
Sama fólk og sama próamm á
þriðjudagskvöld kl. 20.30.
Skálholtskirkja:
Manuela Wiesler með ein-
leikstónleika á laugardag og
sunnudag kl. 15.00. Síðasta
tónleikahelgi. Frumflutningur á
verki eftir Magnús Blöndal og
verk eftir Marais og S.E. Báck.
myndlist
Myndlistarskólinn á Akureyri:
Bragi Ásgeirsson opnar sýningu
í dag á grafík.
Bókasafn ísafjarðar:
Málverk og grafík eftir Daða
Guðjónsson.
Nýja íþróttahúsið á Akureyri:
I dag kl. 16.00 opnuð sýning
fimm manna úr Reykjavík og Ak-
ureyri. Nýja málverkið.
Listmunahúsið:
Eyjólfur Einarsson opnar í dag
kl. 14.00 sýningu (Listmunahús-
inu. Allt til sölu. Opið virka daga
10.00-18.00 og um helgar frá
tvö til tíu.
Ásmundarsafn:
Yfirlitssýningu á verkum Ás-
mundar lýkur 31. ágúst. Opin
alla daga frá 14.00-17.00.
Listasafn Alþýðu:
Sigurður Þórir og Ingibergur
Magnússon opna í dag.
Nýlistasafnið:
Samsýning fimm ungra hættir á
sunnudag.
Norræna húsið:
Grænlandssýningum lýkur á
sunnudag. Opið til tíu þá.
Gallerí Langbrók:
Kristján Kristjánsson með póst-
kort. Lýkur á mánudag.
Gallerí Lækjartorg:
Aðalsteinn Vestmann opnar í
dag. Vatnslitamyndir. Náttúran.
ýmislegt________________
Árbæjarsafn er opið frá 13.30-
18.00. Kaffi í Eimreiðarvagni.
Einar Einarsson spilar á gítar kl.
16.00 á sunnudag. Síðasta
helgin.
Félagsstofnun stúdenta:
Konsert og stór-
mikið ballíkvöld
Stúdentaleikhúsið ætlar að setja með spuna í bland. Eftir hann byrj-
punktinn yfir i-ið í sumarstarfsemi ar ballið og þá mega allir dansa.
sinni með því að halda tónleika og Enginn skyldi halda að Stúdenta-
stórmikið ball með Baraflokknum í leikhúsið sé að leggja upp laupana
Félagsstofnun stúdenta kl. 21.30 í með þessu því þar eru allir í óða
kvöld. Konsertinn verður að sögn önn að skipuleggja vetrardag-
blanda af nýjum og gömlum lögum skrána.
Sýning fimmmenningana í Nýló
Hættirá sunnudag
Á sunnudag lýkur samsýningu
fimm ungra málara í Nýlistasafninu
við Vatnsstíg. Sýningin verður
báða dagana opin frá kl. 14.00-
22.00 og eru öll verkin til sölu. Þeir
sem sýna eru Einar Garibaldi
Eiríksson, Georg Guðni Hauks-
son, Óskar Jónasson, Sigurlaugur
Elíasson og Stefán Axel Valdi-
marsson.
Við kíktum við hjá þeim um dag-
inn en illa gekk að ná þeim öllum
saman. Ekki vildu þeir sem við töl-
uðum við meina að eitthvert eitt
framar öðru tengdi þá saman -
nema kannski svipaður aldur og
kunningsskapur. Og það ein-
kenndi einmitt sýninguna framar
öðru hve fjölbreytileg hún er og
einstaklingarnir ólíkir: þarna má
sjá málverk í anda svokallaðs „nýs
málverks", önnur verk eru dekór-
atíf eins og hjá Matisse og enn önn-
ur afstrakt. Þeir vildu enda lítt tjá
sig um hvort þeir aðhylltust ein-
hverjar stefnur öðrum fremur -
„við erum bara að mála, aðrir geta
talað“, sögðu þeir. En nú á sunnu-
dag er sýningin sem sé að hætta og
spekúlantar og aðrir áhugamenn
ættu að fjölmenna í Nýlistasafnið
til að skoða nýgræðinginn í ís-
lensku málverki.
-gat
/ Félagsstofnun stúdenta
/augardaginn 26.08. frá 22 til 03
Jarðmyndanir skoðaðar
Enn kynnir Náttúruverndarfélag
Suðvesturlands fyrirhugað Náttúr-
ugripasafn og í þetta sinn
jarðfræðisalinn. Skoðaðar verða
helstu jarðmyndanir Reykjavíkur
og nágrennis og reynt að segja frá
þeirri kynningu og fræðslu sem
fyrirhugað náttúrugripasafn gæti
veitt. Lagt af stað frá Norræna
húsinu kl. 13.30 en áður verður
haldinn stuttur fyrirlestur um jarð-
sögu Reykjavíkur. f ferðinni verð-
ur stansað á átta stöðum og farinn
ein létt ganga. Leiðsögumaður
verður Sveinn Jakobsson.