Þjóðviljinn - 27.08.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 27.08.1983, Blaðsíða 27
Heljj'in 27. - 28. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Fundinum bárust ijölmörg stuðningsskeyti, m.a. frá íslensku konunum tveim, sem tóku þátt í Friðargöng- unni til Washington. Ljósm. Leifur. Mikið f jölmenni á friðarfundi í gær lauk Friðargöngu evr- ópskra kvenna til Washington. í til- efni af því héldu íslenskar konur útifund á Lækjartorgi, sem bar heitið Friðarfundur kvenna. Að fundinum stóðu konur úr öllum Fundur fulltrúaráðs og samn- inganefndar Kennarasambands Is- lands 25. þ.m. mótmælir afnámi samningsréttar og þeirri hrikalegu kjaraskerðingu er launþeg r verða nú að þola. Bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar fela meðal annars í sér lögbindingu launa til 1. febrúar 1984 og afnám verðbóta á laun í tvö ár. Síðan hefur framfærsluvísitalan hækkað 1. júní um 23.38% og aftur 1. ágúst um 21.45%. Upp í þetta hefur launafólk fengið 8% 1. júní og fær síðan 4% 1. október. Það sem vantar upp á kaupið miðað við umsamda kaupgjaldsvísitölu í sept- stjórnmálaflokkum og hreyflngum, nema Sjálfstæðisflokknum, og Fóstrufélag íslands. Mikið fjöl- menni var á fundinum. í upphafi sungu konur úr Sam- tökum um kvennalista tvö lög og ember er 33 til 36%. Lánskjaravís- italan hefur hinsvegar óskert fylgt verðlagi. Tekjur þorra launafólks nægja ekki lengur fyrir nauðþurft- um og sífellt fleiri standa frammi fyrir óviðráðanlegum afborgunum lána, og sjá fram á gjaldþrot. Fund- urinn krefst þess að ríkisstjórn og Alþingi virði þau sjálfsögðu mann- réttindi sem felast í samningsrétti verkalýðsfélaga og hverfi nú þegar frá hinni miskunnarlausu kjara- skerðingarstefnu. í>á skorar fund- urinn á stjórnvöld að taka upp kjarasamninga við BSRB og aðild- arfélög þess þar sem samið verði um kaup og kjör eins og lög um samningsrétt gera ráð fyrir. síðan setti Kristín Kvaran fundar- stjóri fundinn. Ræðumenn voru Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Dalla Þórðardóttir, Sigrún Sturlu- dóttir, Guðrún Helgadóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Auður Eir Vilhjálmsdóttir las yfirlýsingu frá Friðarhreyfingu kvenna. í ræðum sínum viku konurnar að því hve skelfileg kjarnorkuógnin er jarðarbúum og hve geðveikisleg sú kenning sé að vopnin tryggi friðinn. Ef búið er að framleiða vopn, munu þau verða notuð. Þær minntu á hve samstaða kvenna um allan heim geti komið af stað sterkri hreyfingu því konum sé eiginlegra að fæða af sér líf en tor-- tíma því. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum.: Friðarfundur kvenna haldinn 26. | ágúst 1983 ályktar að skora á ríkis- ; stjórn íslands að gera nú þegar allt ' sem í hennar valdi stendur til að stuðla að því, að kjarnorkuvopn verði afnumin í austri og vestri, að ný kjarnorkuvopn verði ekki stáð- sett í Evrópu, að Norðurlönd verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, að nú þegar verði stöðvaðar allar til- raunir, framleiðsla og dreifing allra gerða kjarnorkuvopna o'g að því gífurlega fjármagni sem nú rennur til vopnasmíða verði varið til að tryggja fæðu og atvinnu í heiminum. EÞ Kennarasamband íslands:_ Horfið verði frá miskunnarlausri kjaraskerðingu Pósttækni fleygir fram Myndefni milli heimshorna á þremur mínútum Nú má senda ritað mál, teikning- ar og annað myndefni hvert á land sem vill á svipstundu. Þetta er hægt hjá þeim félögum Pósti og síma sem nú hafa tekið upp svokallaða póst- faxþjónustu. Einsog kunnugt er var hesturinn lengstum þarfastur þjónn póstmanna og fer vel á því að kenna þessa nýju tækni við lík- amshiuta hans á þennan veg. Send- ing efnis með þessum hætti gengur einsog faxi væri veifað og tekur aðeins þrjár mínútur. „Gæði myndflutningsins eru sambærileg við ljósrit“ segir í frétt- atilkynningu um þetta mál frá Pósti og síma, „og hámarksstærð hennar miðast við A-4, þ.e. 297x210 mm. Fyrst um sinn verða sendingar til útlanda háðar því að viðtakandi hafi eigin telefaxtæki" en svo nefn- ist apparatið sem póstfaxpóstur er sendur gegnum, „en síðar á árinu verður tekin í notkun póstfaxþjón- usta við pósthús á Norðurlönd- um.“ í fyrstu verður hægt að senda efni gegnum faxtæki á ísafirði, Ak- ureyri, Egilsstöðum og í aðalpóst- húsinu í Reykjavík. Sendingarkostnaður innanlands frá pósthúsi til pósthúss er 90 krón- ur á fyrstu síðuna og 6 fyrir hverja viðbótarsíðu. Til útlanda má senda efni frá pósthúsi til einkatækis fyrir 75 krónur á fyrstu síðu og 50 á hverja viðbótarsíðu. Ekki er að efa að þessi nýja tækni á eftir að koma sér vel fyrir stofnanir, fyrirtæki og almenning. Með faxtækinu er hægt að koma vottorðum, vinnuteikningum, verklýsingum og nánast hverju sem er á milli staða hratt og traustlega. -m PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA til starfa við póst- og símstöðina í Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri pósts og síma Kópavogi. 'Jh. Auglýsing IfflB um rækjuveiðar innfjarða á komandi hausti. Umsóknarfrestur til rækjuveiða á Arnarfirði, Ísafjarðardjúpi og Húnaflóa á rækjuvertíðinni 1983 til 1984, er til 5. september nk. í umsókn skal greina nafn skipstjóra og heimilisfang, ennfremur nafn báts, umdæmisnúmer og skipaskrárnúmer. Umsóknir, sem berast eftir 5. september nk., verða ekki teknar til greina. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 n jó * KOMDU MEÐ SKODANIM ÞINNOG PRÚTTAÐU um milligjöfina. Nú kostar nýr Skodi aðeins frá kr. 128.900.- og við tökum gamla bílinn þinn upp í. Um milligjöfina prúttarðu við Halla og þú kemst lengra en þú heldur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.