Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. september 1983 Kökugerðin Vilberg Nýjung í kex- framleiðslu Kökugerðin Vilberg í Vestmannaeyjum var stofnuð 4. júní sl. Eigendur hennar eru Vil- borg Gísiadóttir og Bergur M. Sigmundsson bakarameistari. Fyrirtækið hefur nú byrjað framleiðslu á kextegundum, sem eru nýjar á markaði hérlendis. Eru þær ýmist fylltar gráfíkjum eða döðlum og hjúpaðar súkkul- aði. Gráfíkjukex mun að vísu hafa verið til hér á markaði en innflutt. Hér er hinsvegar boðin íslensk framleiðsla en ekki er vit- að til þess að áður hafi verið framleitt fyllt döðlukex. Þessi nýja, íslenska framleiðsla kemur á markaðinn í næstu viku og verður dreift um allt land. Dreifingu annast Óskar Axels- son, Laugavegi 11, Reykjavík, sími 21675. Kexið er fyllilega samkeppnis- fært við innflutta vöru um verð og gæði, er í mjög smekklegum um- búðum og gera þær unnt að geyma það meira en 90 daga. Verðið á kexpakkanum mun verða í kringum 50 kr. Væntan- legar eru tvær aðrar kextegundir frá Vilberg, hafrakex og rúgkex og koma þær á markaðinn í októ- ber. Fyrirtækið hefur nú fest kaup á nýju 400 ferm. húsi að Vest- mannabraut 36 og er vélakostur nýr að mestu. Starfsmenn hjá Vilberg eru fimm. -mhg. Vinnur að hönnun og þróun húsgagna Ekki alls fyrir löngu hljóp af stokkunum í Reykjavík fyrirtæki, sem nefnist IMCO Design. Til- gangur þess er að vinna með sem markvissustum hætti að skipu- lagðri hönnun og þróun hús- gagna, með hliðsjón af óskum fólks almennt. Með þetta fyrir augum mun fyrirtækið bjóða viðskiptavinum sínum að markaðsprófa vöruna svo þeir geti sjálfir gengið úr skugga um söluhæfni hennar. IMCO Design, sem hefur að- setur að Laugavegi 29 í Reykja- vík, áformar, í samvinnu við Fé- lag húsgagna- og innréttingaarki- tekta, að þjóna íslenskum hús- gagnaframleiðendum á sviði frumsmíði, markaðsráðgjafar og upplýsingaöflunar. - mhg. Endurmenntunarnámskeið „Mikilvæg í tæknibreyt- ingaþjóðfélagi" „Viðbótar- og endurmenntun er mjög mikilvæg öllu fólki í Ijósi þeirra öru breytinga, sem eru að verða á tækni og þekkingu. Með endurmenntunarnefndinni er einnig verið að tengja Háskóla ís- lands og Tækniskólann atvinnu- lífinu, þannig að þetta ætti ekki síst að vera styrkur fyrir skólana sem þarna fá mikilvægt jarðsam- band," sagði Margrét S. Björns- dóttir, sem vinnur að skipulagn- ingu á námskeiðum á háskólastigi í þágu þeirra sem vilja kynnast nýjungum eða rifja upp náms- efni. Margrét er starfskona endur- menntunarnefndar, er starfar skv. samningi, sem Háskóli fs- lands, Tækniskóli íslands, "Bandalag háskólamanna, Tækni- fræðingafélag fslands, Verkfræð- ingafélag fslands og Hið íslenska kennarafélag gerðu með sér þann 20. desember á síðasta ári. í endurmenntunarnefnd eiga sæti fulltrúar allra samningsaðila og skal hún hafa á hendi val á nám- skeiðum, m.a. eftir beiðnum frá félögum Bandalags háskóla- manna og auk þess umsjón með endurmenntunarstarfseminni. í nefndinni eiga sæti Guðmundur Magnússon, háskólarektor, Guðbrandur Steinþórsson, deildarstjóri frá Tækniskóla ís- lands, Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, Löftur Þorsteins- son, tæknifræðingur, og Þor- steinn Helgason, kennari. Nú er búið að skipuleggja námskeiðahald á vegum endur- menntunarnefndarinnar fram til áramóta. Fyrsta námskeiðið hefst 26. september og fjallar um tölvur og gagnavinnslu. Það mun standa í rúmar 2 vikur og verða 20 klst. alls. Þetta er byrjendanám- skeið, þar sem kynnt verða helstu hugtök, aðferðir og tæki, sem notuð eru við sjálfvirka gagna- vinnslu. Auk þess verður tölvu- kostur Háskólans kynntur og framhaldsmenntunarmöguleikar þar. f október verður m.a. nám- skeið um tölvur og notkun þeirra í iðnaði og sagði Margrét Björns- dóttir að það væri einkum hugsað fyrir tæknimenntað fólk, sem starfar í iðnaði. Þá verður nám- skeið í nóvember, sem ber heitið „Ijósleiðaralækni", - en það er ný tækni í fjarskiptum. í undirbún- ingi eru svo námskeið eftir ára- mót fyrir ýmis félög innan Banda- Iags háskólamanna. „Þetta er fyrst og fremst hugs- Margrét S. Björnsdóttir að fyrir félaga innan Bandalags háskólamanna," sagði Margrét um námskeiðin. „En þar sem þátttakendur verða að greiða þátttökugjald til að standa straum af kostnaði eru náms- keiðin í raun^ opin öllum, sem áhuga hafa." Margrét sagði, að umfangs- mikil endurmenntunarstarfsemi færi nú þegar fram í Kennarahá- skóla íslands fyrir grunnskóla- kennára. Fram að þessu hefði eng- in slík starfsemi verið á vegum Háskóla íslands eða Tækni- skólans, en víða erlendis væri hún hluti af starfi háskólanna. Su.ms staðar eru jafnvel sérstakar sjálfs- eignarstofnanir, sem sinna endurmenntun ákveðinna starfs- stétta, svo sem verkfræðinga og tæknifræðinga. Eitt af hlutverk- um Margrétar er að afla upplýs- inga um endurmenntunarstarf er- lendis, einkum á Norðurlöndum. „Mér finnst mikilvægt að leggja áherslu á samvinnu milli stéttarfélaganna og skólanna," sagði Margrét að lokum, og það er ætlast til, að aðildarfélög BHM komi á framfæri óskum sínum við endurmenntunarnefndina og ekki síður en deildir H.í. og Tækniskólans." Margrét Björnsdóttir hefur að- setur í húsnæði Háskóla íslands í Nóatúni 17, sími 23712, og þar má fá upplýsingar um nám- skeiðin, sem fyrirhuguð eru. Einnig má fá upplýsingar á skrif- stofum Háskóla íslands og Tækniskóla íslands. Námskeiðin verða einig kynnt í blaði BHM og fréttabréfum verkfræðinga og tæknifræðinga, sem öll koma út nú um miðjan september. ast Jean-Yves Blotfornleifafrœðingur, leiðangursstjóri Pourquoi Pas?-leiðangursins, er nú hér á landi: Flakið kannað næsta sumar „Fyrir um 20 árum var kafað niður í flakið og þá kom upp bronshlutur með áletruninni Pas?. Nú ætium við að leita að hinum hluta nafnsins: Pourquoi". Það er franski fornleifafræðin- gurinn Jean-Yves Blot sem mælir þessi orð en hann verður leiðang- ursstjóri næsta sumar er kafað verður niður í flak seglskipsins Pourquoi Pas? sem fórst úti af Mýrum í ofviðri í september 1936 og með því 38 menn. Hann er nú staddur hér á landi til að kanna aðstæður og komast í samband við fólk sem man og getur frætt hann um þetta mikla sjóslys. Jean-Yves Blot hefur sérhæft sig í gömlum skipsflökum innan fornleifafræðinnar og stjórnaði m.a. fyrir þremur árum köfun niður í flak franska herskipsins La Méduse sem sökk undan ströndum Afríku 1816. Hann sagði í samtali við Þjóðviljann nú í vikunni að ýmsar ástæður lægju fyrir áhuga sínum á Pourguoi Pas? Skipið hefði verið smíðað skv. hefð seglskipanna á 19. öld og væri þess vegna áhugavert og þar að auki hefði saga hins heimsfræga vísindamanns dr. Charcot, sem fórst með skipinu, heillað sig. Hann hefði jafnvel í huga að skrifa bók um hann og Pourquoi Pas? Upphaflega var áætlað að leið- angurinn kæmi hér í sumar en honum var frestað um eitt ár af ýmsum ástæðum. Nú er ætlunin að leggja af stað á lítilli skútu til íslands 1. júní n.k. og verður áhöfnin að mestu leyti portúgölsk en Jean-Yves Blot býr í Portúgal. Leiðangurinn verður þó alþjóð- Jean-Yves Blot hefur sérhæft sig í skipsflökum innan fornleifafræðinnar. Hann hefur jafnvel í hyggju að skrifa bók um dr. Charcot og Pourquoi Pas? legur og m.a. verður með í för bandarískur kafari sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Blot sagði að erfitt væri að fjármagna svona könnunarleiðangur en franskur banki hefði ákveðið að leggja fram fé til að borga ýmsan fastan kostnað og þá fyrst og fremstíminningudr. Charcot Þá hefur Blot lagt kvikmyndahand- nt fynr franska sjónvarpið og hefur það ákveðið að leggja leiðangrinum lið. Hann sagðist buast við að peningar fyrir kostn- aði næðust inn á 10-15 árum. Jean-Yves Blot var á Akranesi í gær en þaðan fór bátur á sínum tíma með björgunarmenn vestur á Mýrar og eru nokkrir þeirra á lífi enn. - GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.