Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Miðvikudagur 14. september 1983 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná ( blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prenl hefur simá 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 ustu en nú væri í boði hjá Þvotta- húsi ríkisspítalanna. Hann taldi þessa tilkynningu um útboð á fyrirtækinu hreina móðgun við starfsfólk þess og að ef af sölu yrði væri þar um að ræða pólitískt glappaskot. Einar Ólafsson formaður SFR tók einnig til máls. Hann benti á að ef þetta fyrirtæki eða önnur ríkisfyrirtæki í heilbrigðisþjón- ustunni yrði selt væri það áfellis- dómur yfir þeim sem hefðu skipulagt eina fullkomnustu líknarþjónustu í heimi hér á landi. Með slíkri ákvörðun væri brotið blað í sögu íslensk þjóðfé- lags því allar götur frá landnámi hefði samhjálpin verið hinn rauði þráður í samfélaginu. Hún gæti ekki og ætti ekki að ganga kaupum og sölum. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar taldi einsýnt að markmiðið með sölu fyrirtækja eins og Þvottahúss ríkisspítal- anna væri að pressa út meiri vinnu frá starfsfólkinu fyrir minna kaup. „Við skulum stilla saman krafta okkar og koma í veg fyrir að þessi fyrirætlun nái fram að ganga“, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir í ávarpi sínu til starfsmanna þvottahússins í gær. í Þvottahúsi ríkisspítalanna vinna á milli 80 og 90 manns og taldi framkvæmdastjóri tækni- deildar Landspítalans, sem var fulltrúi ríkisvaldsins á fundinum, að ef af sölu fyrirtækisins yrði, þyrfti að segja starfsfólki þess upp störfum. _v. Útboð og uppsagnir á Pvottahúsi ríkisspítalanna Móðgun við verkafólk segja talsmenn verkalýðs- félaganna Síðdegis í gær var starfs- fólki Þvottahúss ríkisspítal- anna að Tunguhálsi í Reykja- vík tilkynnt að ákveðið hefði verið að bjóða út rekstur fyrirtækisins um næstu helgi. Er þar um að ræða alla þjón- ustu fyrirtækisins nema birgðastöð og sótthreinsun. Talsmenn verkalýðsfélaganna Sóknar og Starfsmannafélags ríkisins mótmæltu þessari á- kvörðun harðlega á fundi með starfsfólki og töldu að hér væri verið að stíga fyrsta skrefið í átt til þess þjóðfélags að líknarstörf yrðu í höndum peningamanna. Gunnar Gunnarsson hjá SFR rifjaði upp sögu sem hann kvað Friðfinn heitinn Ólafsson hafa sagt sér að öll hagræðing í rekstri byrjaði á sendlinum og endaði á ræstingafólkinu. Aldrei væri Starfsmenn Þvottahúss ríkisspítalanna lýstu megnri andstöðu við þá fyrirætlan hins opinbcra að selja vinnustaðinn. A myndinni er fulltrúi ráðuneytisins til vinstri, en standandi til hægri Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri S.F.R. og fyrir miðju er formaðurinn Einar Ólafsson. Ljósm. Magnús. tekið á þeim þáttum sem mestu skiptu í rekstri fyrirtækja þegar ætti að endurskipuleggja þau. Hann kvaðst enda viss um að einkafyrirtæki úti í bæ gætu með engu móti boðið ódýrari þjón-. Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins um næstu helgi „Það þarf að hnekkja ólögum ríkis- valdsins“ „Á þessum fundi mun hin afleita staða í kjaramálum verða til um- ræðu og menn munu bera saman bækur sínar um hvað beri að gera á næstu vikum og mánuðum til að hnekkja ólögum ríkisstjórnarinn- ar“, sagði Ólafur Jóhannesson varaformaður Starfsmannafélags ríkisstofnana í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en hann verður einn frummælenda á aðalfundi Verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins um næstu helgi. „Við í SFR munum eínmitt halda fund í dag þar sem ætlunin er að ræða næstu skref. Framundan eru vinnustaðafundir þar sem við munum skýra út fyrir fólki stöðuna í kjaramálunum og auk þess munu verða fundir á vegum BSRB víða um land.nú með haústinu“, sagði Ólafur Jóhannesson einn frum- mælenda á aðalfundi verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalagsins um næstu helgi. Á fundinum, sem haldinn verður í húsakynnum flokksins að Hverf- isgötu 105, munu Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ og Ólafur Jó- hannesson ræða um kjaramálin og baráttuna framundan. Þá munu þau Hansína Stefánsdóttir starfs- maður Verslunarmannafélags Árnessýslu og Snorri Konráðsson starfsmaður MFA halda framsögu um innra starf verkalýðsfélaganna. Fundurinneropinnöllumstuðn- i ingsmönnum Alþýðubandalagsins j í verkalýðshreyfingunni. -v. I Alþýðubandalagið í borgarráði um Skúlagötumálið Öf miklu hrúgað á of lítið svæði \ ' J§| Ólafur Jóhannesson, einn frum- j mælenda á aðalfundi Verkalýðs- j málaráðs Alþýðubandalagsins. Á fundi sem haldinn var sl. mánu- dagskvöld stofnuðu læknar mcð sér samtök sem þeir nefna „Félag ís- lcnskra lækna gegn kjarnorkuvá“. Fjölmenni var á fundinum og þar kom fram að læknar líta það alvar- legum augum að ckki skuli hafa tekist að ná samkomulagi um af- vopnun og heftingu á frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna. Stjórn var kjörin á fundinum cn hana skipa Guðjón Magnússon að- stoðarlandlæknir, Skúli Johnsen borgarlæknir, Ásmundur Brekkan yfirlæknir á Landspítalanum, Högni Óskarsson læknir á geðdeild Landspítalans og Guðrún Agnars- dóttir læknir og alþingismaður. í varastjórn sitja læknarnir Ólafur í borgarstjórn verður á morgun, fimmtudag, tekin ákvörðun um hve þétt, hátt og mikið verður leyft að byggja við Skúlagötu. í borgarráði í gær kynnti Alþýðubandalagið þá afstöðu sína að það væri hlynnt því að landnotkun við Skúlagötu yrði breytt með þcim hætti að þar rísi íbúðabyggð, en algjörlega andvígt hugmyndum Sjálfstæðismanna um að hrúga svo mörgum íbúðum á svæði að óbúandi verði þar fyrir barnafólk. Mixa, Atli Árnason og Katrín Fjeldsted og krabbameinssérfræð- ingarnir Sigurður Árnason og Sig- urður Björnsson. Endurskoðendur voru kjörnir Daníel Daníelsson yfirlæknir og Sveinn Magnússon læknir í Heilsugæslustöð miðbæj- ar. „Eins og nafn samtakanna ber með sér þá stendur læknum mikill stuggur af því ofurkappi sem þjóðir heims leggja á að koma upp kjarn- orkuvopnum og við teljum að læknar eigi fullt erindi í umræðu um þessi mál“, sagði Skúli Johnsen borgarlæknir þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær. „Brýnt er að mönnum verði það ijóst að til þess að árangur náist í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum Sigurjón Pétursson borgarráðs- maður sagði í gær að hugmyndir Sjálfstæðismanna væru óhafandi. Þær gerðu ráð fyrir að byggðin yrði helmingi þéttari en í reitnum Grettisgötu, Snorrabraut, Njálsgötu og Barónsstíg, þar sem væri randbyggður hringur upp á nokkrar hæðir. Þar er nýtingar- hlutfallið svokallað 1 en við Skúlagötu á það að vera nærri 2 miðað við fyrirliggjandi tillögur. 1 verða allir af leggja sitt að mörk- um. Hvað þessi samtök varðar þá er það regla númer eitt, tvö og þrjú að þau eru óháð öllum stjórnmála- flokkum. Það hefur verið hlutverk lækna að bjarga mannslífum en einnig að fræða og upplýsa. Við munum reyna eftir fremsta megni að fræða fólk um þessi mál, ekki aðeins þá sem starfa við heilbrigð- ismál, heldur einnig allan almenn- ing“, sagði Skúli. Stjórn „Félags íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá" mun halda sinn fyrsta fund á morgun, fimmtudag, skipta með sér verkum jafnframt því sem gengið verður frá yfirlýs- ingu samtakanna til fjölmiðla. -hól. þýðir í þessu tilfelli að byggja má 100 gólffermetra á 100 fermetra lóð og 2 að 200 gólffermetra má hafa á sömu Ióð. Þetta þýðir að byggja verður margar hæðir ef 2 er ákveð- ið sem nýtingarhlutfall. Sigurjón benti á slæma reynslu af háum byggingum sem standa þétt eins og í austurhluta Kópavogs þar sem bílar og annað hefði fokið til eins og hráviður í veðrum sem ekki hefðu valdið skaða annarsstaðar. Hugmynd borgarskipulags í bókun Alþýðubandalagsins í borgarráði kemur fram að byggðin við Skúlagötu verði of þétt, skuggamyndanir of miklar, hætta á sviptivindum og hverfið verði ekki aðlaðandi, amk. ekki fyrir barna- fólk. „Reynsla skipulagsmanna er sú, að erfitt sé að gera góð íbúðar- hverfi ef nýtingarhlutfall fer telj- andi yfir 1.0. Hinu ber ekki að neita að gróði lóðareigenda verður mestur ef sem flestum íbúðum er hrúgað saman á sem minnstu svæði, og eru það einu sjáanlegu rökin fyrir nýtingarhlutfallinu 2.0, sem Sjálfstæðismenn eru að gera tillögu um. Borgarskipulag hefur kynnt skipulagshugmynd þar sem gert er ráð fyrir nýtingunni 1.2 í Skugga- hverfi. Þó að þessi nýting sé hærri en það sem æskilegast er talið, ger- ir Álþýðubandalagið það að tillögu sinni, að hún verði samþykkt á þessu svæði í trausti þess, að með vandaðri deiliskipulagsvinnu og leiðsögn við uppbyggingu megi gera þarna borgarhverfi, sem gott verði að búa í bæði fyrir börn og fulIorðna“, segir orðrétt í bókun- inni. -ekh Stofnfundur í fyrrakvöld: Félag íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.