Þjóðviljinn - 16.09.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. septémber 1983
Frá Þjóðfundinum. Þá var þungt í mönnum.
Gætum
tungunnar
Sagt var: Hann er að selja
eitthvað ónýtt rusl.
Rétt væri:... selja eitthvert ónýtt
rusl.
Vér mótmœlum allir
Þjóðfundurinn var settur í Reykjavík 5. júlí 1851. Páll Melsted var sér það sjálf. En er Trampe pessi orð hefðu íslendingar
forseti fundarins. Fundinum lauk með óvæntari hætti en vænst hafði heyrði hljóðið í fundarmönnum allir sem einn stundum mátt
verið. Stjórnlagafrumvarpið, sem danska stjórnin lagði fyrir fundinn, sleit hann fundinum án frekari Segja síðan En það hefur nú far
gerði ráð fyrir fullkominni innlimun Isiands í Danmörku. umræðna. Þá voru þau orð sögð, ist fyrir.
Að sjálfsögðu voru íslensku ast á þá lausn og finnst manni nú sem síðan hafa lifað með þjóð- - mhg.
fulltrúarnir ófáanlegir til að fall- að stjórnin hefði átt að geta sagt inni: „Vér mótmælum allir“.
Nýtt
sólkerfi
að
myndast?
Stjörnufræðingar hafa lengi velt
því fyrir sér hvort sólkerfið, sem
við búum í, sé cinstætt fyrirbæri,
eða hvort búast megi við því að al-
gengt séað reikistjörnur hringsólist
í kringum sólir. Ekki hefur verið
hægt að skera úr um þetta, því að
engir sjónaukar eða mælitæki gætu
greint reikistjörnur við aðrar sólir,
jafnvel ekki þær sem nálægastar
eru okkar sólkerfi.
Nýlega hafa vísindamenn þó
uppgötvað fyrirbæri, sem gæti
stuðlað að lausn þessa vandamáls.
Mælitæki í gerfihnetti, sem breskir,
hollenskir og bandarískir stjörnu-
fræðingar settu á braut umhverfis
jörðina í janúar til stjörnurann-
sókna, hafa greint ský af smá-
ögnum umhverfis stjörnuna Vega.
Er talið hugsanlegt að þetta ský sé
sólkerfi á fyrsta myndunarskeiði.
Vega, sem er tvisvar sinnum
stærri en sólin og tiltölulega nálægt
okkur, því aö hún er aðeins í tutt-
ugu og sex ljósára fjarlægð (næsta
fastastjarnan er í 4,3 Ijósára fjar-
lægð), er ung stjarna. Er aldur
hennar talinn vera niinna en einn
miljarður ára, en það er ekki nema
fjórðungur af aldri sólarinnar.
Hvernig var okkar sólkerfi, þegar
sólin var á sama aldri? Flestir
stjörnufræðingar telja, að í upphafi
hafi sólkerfið verið risastórt ský úr
lofttegundum og föstum smá-
ögnum, sem snúist hafi um sjálft
sig. Síðan hafi það þést og þannig
hafi fyrst myndast úr því sólin og
síðan reikistjörnurnar og tungl
þeirra.
Sú tilgáta hefur því komið fram
að samskonar þróun eigi sér nú
stað umhverfis stjörnuna Vega. En
stjörnufræðingar eru varkárir og
leggja áherslu á að of lítið sé vitað
um myndun sólkerfis til að hægt sé
að fullyrða nokkuð um þetta ný-
fundna ský. Verður sennilega að
bíða eftir því að gerfitungl verði
sett á braut með enn fulikomnari
stjörnurannsóknartækjum til þess
að úr þessu fáist skorist. Slík tæki
gætu ef til vill einnig gefið svör við
því hvort truflanir þær á göngu
stjörnu Barnards, sem uppgötvuð-
ust 1916, stafi af því að henni fylgi
sólkerfi.
(„Le Monde“).
Þeir sem bættust í sveinahópinn. Einn vantar á myndina.
Mynd: mm.
Guðjón Brynjólfsson afhendir Sigurði Valgeiri Jósefssyni próf-
skírteinið. Til hliðar eru Sigurður Kristjánsson og Sveinn
Sæmundsson. Mynd: mm.
Blikksmiðasveinum afhent prófskírteini
Til hamingju drengir
og stefnið hærra!“
- Segja má að blikksmiðir séu
ekki fjölmenn stétt, enda tiltölu-
lega ung þar sem stéttarfélög
þeirra eru enn innan við 50 ára.
AIIs munu um 240 menn hafa lok-
ið sveinsprófi. Um miðjan 4. ára-
tuginn voru starfandi 5 blikk-
smiðjur og starfsmenn innan við
30. Nú eru smiðjurnar 34 og
starfsmenn um eða yfir 300. Þetta
segir þó ekki alla sögu þvi með
tækniþróuninni hafa afköst
aukist stórlega en hreint hand-
verk minnkað að sama skapi.
Þannig mæltist Sveini Sæ-
mundssyni, forstjóra Blikksmiðj-
unnar Vogs í Kópavogi á dálítilli
hátíð, sem haldin var í húsakynn-
um smiðjunnar er blikksmiða-
sveinum, sem útskrifuðust í vor,
voru afhent prófskírteini nú fyrir
nokkru, en þeir voru 13 að tölu.
Að hófinu stóðu sameiginlega fé-
lög blikksmiða og sveina.
- f blikksmiðjunum hafa að
jafnaði unnið allmargir aðstoðar-
menn, sagði Sveinn, - en nú er
stefnt að því markvisst að minnka
það hlutfall, ýmist með því að
láta þá, sem lengi hafa unnið í
faginu, gangast undir sveinspróf,
samkvæmt lagaheimild, eða þeir
fara á námssamning. Líklega fara
25-30 menn í sveinspróf í ár.
Samstarf sveina og meistara
hefur verið mikið á undanförnum
árum. Þar má benda á samvinnu
um útgáfu Blikksmiðatalsins og
baráttuna fyrir réttindum fagsins
í byggingareglugerð, þar sem
mikið hefur áunnist þótt enn sé
stórt átak eftir, m.a. að fá fjöl-
mörg byggðarlög utan höfuð-
borgarsvæðisins til að fara að
lögum hvað viðvíkur blikksmíði.
Það má segja að samstaða sé um
öll réttindamál fagsins þótt deilt
sé um launamál, eins og í öllum
öðrum greinum. Ég vona að sá
háttur, sem nú er upp tekinn við
afhendingu prófskírteina, megi
haldast eftirleiðis, sagði Sveinn
að lokum.
Guðjón Brynjólfsson, formað-
Allt ígarni
Föstudaginn 9. september s.l.
hóf verslunin Allt í garni starf-
semi sína í glæsilegum húsakynn-
um í J.L.-húsinu (Eiðsgranda-
megin). { versluninni sem er sú
fyrsta sinnar tegundar í Vestur-
bænum, verða á boðstólum inn-
lent jafnt sem erlent prjónagarn,
auk áhalda viðkomandi prjóna-
skapnum. Þá má einnig geta þess
að í versluninni er ákjósanleg að-
staða til að kynna sér hinar ýmsu
prjónauppskriftir.
Allt í Garni mun hafa opið á
eftirtöldum tímum:
Mánud.-Miðvikud. 9—18
Fimmtudaga 9-20
Föstudaga 9-22
ur prófnefndar, afhenti síðan
prófskírteini. Sérstaka viður-
kenningu fyrir góðan árangur
fengu Skúli Guðmundsson,
Gunnar Valdimarsson og Björg-
vin Ingvar Ólafsson.
Kristján Ottósson, formaður
fræðslunefndar, afhenti inn-
gönguskírteini í Sveinafélagið og
sagði m.a.: „Þetta próf er þýð-
ingarmeira en stúdentspróf. Það
er handverkið, sem þarf að efla.
Ef það væri ekki fyrir hendi þá
vantaði einnig allt annað og því er
það að þakka að þetta land
byggðist og er byggt.
Sigurður Kristjánsson, for-
maður Iðnfræðsluráðs, óskaði
sveinum til hamingju og minnti
um leið á að prófið væri aðeins
áfangi. Hvað er menntun? Því
hefur verið svarað svo að
menntun sé það, sem stendur
eftir þegar allt það er gleymt, sem
hefur verið Iært. Þá stendur
kjarninn einn eftir. Til hamingju,
drengir, og stefnið hærra>
Að lokum þakkaði Skúli Guð-
mundsson fyrir hönd sveina.
- mhg.
Laugardaga 9—J.2 Stefanía Hrólfsdóttir og Kristín
Eigendur verslunarinnar eru Kristleifsdóttir.
Eigendur prjónavöruverslunarinnar Allt í garni, þær Stefanía Hrólfs
dóttir og Kristín Kristleifsdóttir. Ljósm.: Gissur.