Þjóðviljinn - 16.09.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.09.1983, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttjr. Ftitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. (þróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir. Jóhannes Harftamnn. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Margrét Guömundsd. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. Stríð við starfsfólkið Frétt Pjóðviljans um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ! bjóða einkaaðilum að taka við veigamiklum þáttum í ! rekstri heilbrigðisþjónustunnar og segja upp hundruð- | um starfsmanna hefur vakið athygli alþjóðar. íslendingar eru nú að kynnast nýjum þætti í stríði \ ráðherranna við fólkið í landinu. Fyrst eru kjörin skert j um þriðjung til að geta fært fyrirtækjunum stórfelldan j gróða. Síðan á að bæta um betur og efla enn einkakapit- i alið á kostnað starfsfólks á sjúkrahúsunum. Ráðherr- i arnir Albert Guðmundsson og Matthías Bjarnason i gefa fyrirskipun um fjöldauppsagnir. Dag eftir dag eru I haldnir fundir með starfsfólki á hinum ýmsu sviðum j heilbrigðisþjónustunnar og því tilkynnt að ríkisstjórnin j hafi ákveðið að reka það úr vinnunni. Forystumenn samtaka launafólks hafa hvatt til i öflugrar andstöðu gegn uppsagnarstefnu ráðherranna. í „Takið þessu ekki þegjandi, talið við vinnufélagana, j rísið upp og verjið starf ykkar og þjóðfélag samhjálpar i ogsamneyslu. Ef ríkisfyrirtæki í heilbrigðisþjónustunni j verða seld, er það áfellisdómur yfir þeim sem skipulagt j hafa hér á landi eina fullkomnustu líknarþjónustu í j heimi. Með slíkri ákvörðun væri brotið blað í sögu • íslensks þjóðfélags, því allar götur frá landnámi hefur j samhjálpin verið hinn rauði þráður í samfélaginu. Hún j getur ekki og á ekki að ganga kaupum og sölum.“ j Fannig hljóðaði yfirlýsing Einars Ólafssonar, formanns j Starfsmannafélags ríkisstofnana, á fundum með starfs- ' fólki Landspítalans. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, var j einnig ómyrk í máli: „Markmiðið með sölu fyrirtækja ; eins og Evottahúss ríkisspítalanna er að pressa út meiri ' vinnu frá starfsfólkinu fyrir minna kaup. Við skulum stilla saman krafta okkar og koma í veg fyrir að þessi j fyrirætlun nái fram að ganga.“ Kristján Thorlacius, formaður BSRB, hefur ásamt i öðrum forystumönnum samtakanna, bent á að hér væri : á ferðinni tilraun ríkisstjórnarinnar til að uppræta sam- : neyslu og færa gróðasjónarmið til vegs. Ekki væri ætl- , unin að spara, því að einkaaðilar myndu eingöngu leggja útí starfsemina vegna gróðans. Forystumenn samtaka launafólks eru ekki einir um að fordæma þessa uppsagnastefnu ríkisstjórnarinnar. í viðtölum Ejóðviljans í gær við starfsfólkið, sem í hlut á, \ kemur fram uggur og ótti við þá framtíð sem aðgerðir ráðherranna hafa nú markað. ; „Mér líst illa á þessa sölu. Allir starfsmenn hér eru ; sömu skoðunar“, voru ummæli starfsmanna. Forstöðu- I konur þvottahússins, Fórhildur Salómonsdóttir og Sig- ! ríður Friðriksdóttir, vöktu athygli á alvarlegustu hlið j þessa makalausa máls: „Þegar við höfum ráðið hér í störf gegnum árin I höfum við reynt að útvega þeim vinnu sem standa j höllum færi í þjóðfélaginu. Hér vinna því margir með j skerta starfsorku og það er því miður mikil hætta á því i að sami skilningur á kjörum þessa fólks verði ekki uppi þegar reksturinn verður kominn í hendur einkaaðila.“ Það er eftir öðru á stuttum ferli þessarar ríkisstjórnar að í glímunni við sparnað í ríkisrekstrinum skuli Albert Guðmundsson og Matthías Bjarnason fyrst ráðast á þá sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu og eru með skerta starfsorku. Stríð ráðherranna við þetta fólk sýnir betur en allt annað á hvaða brautum ríkisstjórnin er. Það er þjóð- arnauðsyn að ráðherrarnir tapi þessu stríði sínu við fólkið sem stendur höllum fæti í þjóðfélaginu. klippt íslandsvinasamningar íslendingum hefur verið lagn- ara að kaupa en selja gegnum tíð- ina. Oft á tíðum er engu líkara en sú skoðun sé ríkjandi að útiend- ingar kaupi vöru af íslendingum vegna sérstakrar greiðasemi og af ást á landi og þjóð. Það þurfi sér- staka íslandsvini til þess að eiga viðskipti við okkur. Nýverið hefur verið gerður slíkur íslandsvinasamningur til bráðabirgða við Svisslendinga þá sem stýra hinum alþjóðlega auðhring Alusuisse. Markmið samningsins var samkvæmt sam- eiginlegri fréttatilkynningu ríkis- stjórnar íslands og Swiss Alumin- ium Ltd. að „fínna leið til vinsam- legrar lausnar á skoðanaá- greiningi‘% „koma af'tur á hinni góðu sambúð sem ríkt hafði milli aðilanna á liðnum árum“, og að leggja „grundvöll að gagn- kvæmum og hagfelldum sam- skiptum í framtíðinni“. Orða- leppar af þessu tagi sjást oft í samningum milli þjóðríkja þar sem hátíðlegt orðalag þykir við hæfi, en hér eiga í hlut bissnessfyrirtæki annarsvegar og ríkisstjórn hinsvegar. Jafnvel þó að ráðherrar kunni að vera illa heima í rússneskum málsháttum þá má þykja næsta víst að Sviss- lendingar kunni þetta spakmæli: „Vinátta mín er eitt, peninga- pungurinn minn allt annað“. Selja áróður Alusuisse Verkefni ríkisstjórnarinnar og samningamanna Islands er að selja raforku sem framleidd er af Landsvirkjun. Sölumennskan hefur síðustu mánuði verið fólgin í því að kaupa sér vináttu Sviss- lendinga með ýmsum ráðum. Peningapunga sína hefur þeim í Sviss að sjálfsögðu ekki dottið í hug að opna nema að tryggingar væru settar fyrir því að vináttunni yrði ekki spillt og meira kæmi í punga þeirra en út úr þeim rynni. Enda þótt hinir íslensku samn- ingamenn hafi lagt meiri áherslu á að kaupa sér vináttu í Sviss heldur en að selja þangað orku á viðunandi verði snúa þeir við blaðinu þegar að því kemur að selja íslendingum þá skoðun að raforku sé ekki hægt að selja nema á útsöluprís. Þá koma skyndilega í Ijós að töluverðir sölumennskuhæfileikar leynast með þeim. Með kynningu á bráðabirgðasamkomulaginu til fjölmiðla fylgir langur listi þar sem sagt er fráhörmungumí raf- orkusölu til áliðnaðar. Þar kem- ur í ljós að raunverulegt meðal- orkuverð í Noregi er líklegt ná- lægt 8 mills, Frakkar hafa nýlega ákveðið að lækka orkuverð til ál- vera sinna um helming eða rúm- lega það, niður í 10 mills. Franskt álver í byggingu í Kanada fær allt að 60% afslátt frá taxta fyrstu 5 árin, og meðalverð raforku til ái- vera í heiminum fer nú hraðlækk- andi. í ljósi þessa er náttúrlega augljóst að vináttu Svisslendinga héfur verið stofnað í stórkostlega hættu með því að fá út úr þeim tímabundið álag á raforkuverðið til álversins í Straumsvík, og ekki nema von að menn skuli hafa haft vaðið fyrir neðan sig, og geti lækkað verðið aftur hið bráðasta ef vináttan færi að trosna. En hvernig skyldi standa á því að hlutabréf í Alcan og Alcova, ál- hringunum stóru, hafa tvöfaldast í verði? Það er háttur samningamanna að miklast ekki af afrekum sín- um, sérstaklega ef þeir hafa snuð- að viðskiptamann sinn, og þurfa áfram að eiga við hann ábatasöm viðskipti. „Stórkostlegt afrek“, segir hinsvegar iðnaðarráðherra og vísar Svisslendingum þar með á það, að óþarfi sé að láta plata sig næsta vor úr því að Sverrir plataði þá svona „stórkostlega" í haust. Japanir þakka fyrir sig Forsætisráðherra vill svo ekki vera eftirbátur Sverris og Jó- hannesar í sölumennskunni. Til þess að koma hlutabréfum í Járnblendiverksmiðjunni út til nýrra eignaraðila upplýsti hann það í Tímanum að Járnblendi- verksmiðjan væri gjörsamlega vonlaust fyrirtæki og mest upp úr því að hafa að loka henni. Þá væri samstarfsaðili ríkisins Elkem svo ómerkilegur að aldrei væri neitt að marka sem hann léti frá sér fara um framvindu mála. Japan- irnir sem hér voru til að gera hlutabréfakaup þökkuðu kær- lega fyrir sig! „Frá okkar sjónarmiði er fyrir- tækið á barmi gjaldþrots. Það hefur tapað miklu og er á heljar- þröm“, segja Japanirnir í Mogg- anum. Ekki er að efa að Steingrímur á vináttu Japananna vísa, en á myndinni í Mogganum má sjá að þeir halda fast um pen- ingapung sinn: „Vinátta mín er eitt, peningapungurinn minn allt annað“. En ef allt um þrýtur hljóta sölumenn íslenska ríkisins að geta náð vináttusamningi við Japanina með því að senda reikninginn til íslenskra orku- kaupenda. „Sú byrði er ætíð létt sem hvílir á herðum annarra“. - ekh. Einhliða afvopnun Þeir menn sem staðið hafa í ál- samningum eru margir hverjir litlir áhugamenn um einhliða af- vopnun í vígbúnaðarmálum. Þeg- ar hinsvegar kemur að því að þeir sjálfir ætla út að stríða kasta þeir frá sér vopnunum og afvopnast einhliða. Þeir fá að láni vopn úr vopnabúri Alusuisse og snúa þeim gegn sjálfum sér og almenn- ingi á íslandi, þeir hirða ekki um að lesa nýjustu endurskoðunar- skýrsluna frá breska endurskoð- unarfyrirtækinu Coopers og Lyb- rand, því Alusuisse finnst óbragð af henni, og Guðmundur G. Þór- arinsson hefur það helst til mála að leggja að álfyrirtæki í heimin- um séu svo skuldum vafin að ekki sé gustukaverk að leggja á þau raforkuverð sem stæði undir kostnaði við að framleiða og selja rafmagn. Afstaða flokkanna Formælendur þriggja þing- flokka hafa lýst andstöðu við bráðabirgðasamkomulagið. Fyrir utan Alþýðubandalagið eru það Samtök um kvennalista og Bandalag jafnaðarmanna. Þá hefur Alþýðublaðið einnig birt rökstudda gagnrýni á samkomu- lagið frá Zúrich og sömuleiðis DV. Morgunblaðið og Tíminn reyna að láta líta svo út að það sé einungis Alþýðubandalagið sem sé með sérvisku í málinu, en eng- ar aðrar raddir heyrist. Málið er ekki svo einfalt þó þingflokkur Alþýðuflokksins sé enn svo bundinn eigin fortíð að hann gelti með stjórninni. Ulfurinn og sjakalarnir Helstu röksemdir stjórnar- blaðanna fyrir álpappírnum frá Zúrich eru að hægt hefði verið að gera slíkan samning fyrir tveimur til þremur árum en það hafi strandað á þvermóðsku Hjörleifs Guttormssonar. Um leið er stað- hæft að Hjörleifur hafi boðið Svisslendingum upp á nákvæm- lega samskonar samning og nú hafi verið gerður. Þessi áróður er sjálfum sér ósammála og gengur ekki upp. Áróðursmeistarar stjórnarinnar verða að velja aðra hvora línuna ef þeir ætla að fá einhvern til að trúa sér. Annars fer fyrir þeim eins og hirðunum ■sem jusu formælingum yfir úlfinn meðan sjakalarnir átu hjörð þeirra. - ekh. ór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.