Þjóðviljinn - 16.09.1983, Page 5

Þjóðviljinn - 16.09.1983, Page 5
Föstudagur 16. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Sunnudags- blað Þjóðviljans kemur í fyrramálið! Meðal efnis má neína: Sunnudagsblað Þjóðviljans Áskriftarsími: 81333 Hrafn Bragason borgardómari í opnu- viðtali um vandamál húsbyggjenda, gjaldþrotamál fyrir borgardómi, Amn- esty International og Viðtal við dr. Jakob Benediktsson um nýtt uppflettirit um bók- menntir, bók- menntastefnur og rannsóknir Rabbað við starfsfólk eldhúss Landspítalans Atviiuiuleysi blasir við sögðu starfs menn og var þungt niðri fyrir Við sjáum ekki fram á annað en atvinnu- leysi enda voru engar vonir gefnar um ann- að á fundi með fulltrúa ríkisvaldsins þegar okkur var tjáð að það ætti að bjóða rekstur- inn út. - Þannig var hljóðið í þeim starfs- mönnum sem blaðamenn Þjóðviljans hittu fyrir í eldhúsi Landspítalans í gær til að inna þá álits á þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að bjóða reksturinn út og segja starfsfólkinu upp störfum ef tilboðum yrði tekið. Við heimsóttum eldhús og matsal starfs- manna og ræddum við nokkrar konur sem þar vinna. Ættfrœðiþœttir eru nú fastur liður í Sunnu- dagsblaðinu á nýjan leik „Ómannúðlegar aðfarir” „Óvissa fram til jóla” sagði Þórdís Þorbergsdóttir sem hefur unnið í eldhúsinu í 25 ár „Ég er nú búin að vinna hérna í bráðum 25 ár og ætli maður megi ekki búast við að fá uppsagnar- bréfið éftir aldarfjórðungs störf í eldhúsi spítalans“, sagði Þórdís Þorbergsdóttir verkstjóri í eld- húsi Landspítalans í sjalli. „Þeir sögðu í fundinum í gær að ákvörðun um það hvort við misst- um vinnuna eða ekki yrði ekki tekin fyrr en eftir um það bil tvo mánuði. Við megum því vera í þessari óvissu allan þann tíma og vitum raunar ekki fyrr en um jól hvort við verðum hér áfram eða ekki“. „Jú, hér er unnið mikið starf og það verður að vera leyst fljótt og vel af hendi. Hérna vinna líka samhæfðar konur sem er mjög þýðingarmikið þegar hlutirnir þurfa að ganga fljótt og vel fyrir sig. Manni finnst það einkenni- legt að þessi samæfing okkar er lítils metin í allri umræðu stjórn- enda spítalans um þessi mál. Svo er annað mikilvægt atriði og kannski það mikilvægasta, að hérna vinnur mikið af fullorðnum konum og það vita allir að þær fá ekki atvinnu úti í þjóðfélaginu á nyjan leik. Þessi atriði virðast ekki vera tekin með í reikninginn þegar þessir háu herrar eru að meta hvað sé dýrt í heilbrigðis- þjónustunni og hvað ekki“, sagði Þórdís Þorbergsdóttir að lokum. -v. „Fráleit ákvörðun” segir Soffía Jónsdóttir trúnaðarmaður Sóknar „Auðvitað er þetta fjarstæða og hér á þessum vinnustað er hver og einn einasti þeirrar skoðunar að hugmyndir ríkisins um að selja eldhúsið og mötuneytið til aðila úti í bæ sé fráleit“, sagði Soffía Jónsdóttir trúnaðarmaður Starfsmannafélagsins Sóknar í eldhúsi Landspítalans er blaða- menn litu þvar við í gær. „Allir sem vilja vita gera sér grein fyrir því að það er útilokað að reka eldhús af þessari stærð án tengsla við spítalana. Við eldum ofan í alla sjúklinga og starfs- menn Landspítalans en auk þess fyrir fólk á nokkrum útibúum spítalanna utan þessa svæðis. Ætli þeir munnar sem við mett- um á dag séu ekki talsvert á ann- að þúsund talsins, ég býst við því“, sagði Soffía ennfremur. „Það sem fólki svíður mest er að þegar þetta útboð var ákveðið var ekkert hugsað um stöðu þessa fólks sem hér vinnur. Þetta er að langmestu leyti láglaunafólk og það er ekkert hlaupið að því að fá atvinnu annars staðar. Við Sókn- arkonur hér sjáum því ekki fram á annað en atvinnuleysi enda var okkur ekki gefnar neinar vonir um annað á fundinum með fulltúa ráðuneytisins í gær“, sagði Soffía Jónsdóttir trúnaðarmaður Sóknar í eldhúsi Landspítalans í gær- Soffía Jónsdóttir: ekkert annað en atvinnuleysi blasir við Sóknarkon- unum hér ef eldhúsið verður boðið út. Ljósm. Magnús. segir formaður Sóknar, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir „Eitt er víst að við hér hjá Sókn erum ekki búin að segja okkar síðasta orð í þessu máli“, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir for- maður Starfsmannafélagsins Sóknar í samtali við Þjóðviljann í gær. „Hér sannast það sem oft hefur sannast áður að það er alltaf ráð- ist á þá sem lægst hafa launin. Allar aðgerðir sem eiga að miða að sparnaði í rekstri ganga út á að skera kaupið eða hreint og beint að taka það af fólki eins og hér er að gerast“, sagði Aðalheiður. „Fólk á sitt ævistarf, margt hvert, á þessum vinnustöðum eins og þvottahúsi, ræstingu og eldhúsi spítalanna og ég verð að segja að mér finnst það hreint og Þórdís Þorbergsdóttir: ætli maður fái ekki uppsagnarbréfið þegar 25 ára starf hér í eldhúsinu er að baki. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir: fráleitt að ætla að reka eldhús án tengsla við sjúkradeildir spítalanna. beint ómannúðlegt að reka það heim eftir áralanga dygga þjón- ustu“, sagði Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir formaður Sóknar. -v. Steinun Haraldsdóttir: „Fáránlegl” sagði Steinunn Haraldsdóttir „Fáranleg ákvörðun“, sagði Stcinunn Haraldsdóttir mat- reiðslukona í eldhúsi Landspítal- ans í stuttu spjalli. „Hér hefur fólk á liðnum árum verið að reyna að byggja upp hag- kvæmt og gott eldhús og með einu pennastriki á að kasta öliu á glæ. Við starfsmenn hér skiljum ekki svona ákvarðanir og trúum því ekki að þeir sem þessu stjórna viti hvað þeir eru að gera“, sagði Steinunn Haraldsdóttir að lok-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.