Þjóðviljinn - 16.09.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. september 1983
Fyrir um það bil ári síðan voru
áberandi í fréttum innrás ísra-
els í Líbanon og hetjuleg vörn
Palestínumanna í Vestur-
Beirút. Eftiraðfrelsissamtök
Palestínu PLO urðu að láta
undansígafyrirofurefli ísrael-
sku Síonistanna, sem hafa
bandarísku heimsvaldastefn-
una sem bakhjarl, frömdu líb-
anskirfasistar undir verndar-
væng ísraelska hersins einhver
dýrslegustu fjöldamorð, sem
sagan kann frá að greina.
Öllu þessu virðast borgaralegir
fjölmiðlar hafa gleymt. Nú
hlakka þeir fyrst og fremst.yfir
þeirri sundrungu, sem Sýrlend-
ingar reyna að skapa í röðum
PLO fyrir tilstilli sovésku sósíal-
heimsvaldastefnunnar. En bar-
átta palestínsku þjóðarinnar
heldur áfram og þúsundir af
pólitískum föngum þjást undir
gerræðislegu ofbeldi og mis-
þyrmingum.
Til að varpa Ijósi á þetta hef ég
þýtt úr danska dagblaðinu Ar-
bejderen þá grein, sem hér fer
á eftir.
Palestínumenn verja Beirút í fyrra.
vegna þess að þeir höfðu beðið um
vatn eða talað saman.
Hermaður einn sagði við Möller:
„Þú ert morðingi“. „Hversvegna",
spurði ég hann „er ég morðingi?"
„Vegna þess“, sagði hann „að þú
vinnur með þessi fötluðu börn“.
„Hversvegna gerir það mig að
morðingja?“ „Þau eru öll sömul
verðandi morðingjar“, var svar
hans.
0ivind Möller minnist ísraelsks
hermanns, „ungur drengur á að
giska 22 ára. Hann hefði fíngerða
og reglulega andlitsdrætti. Hann
var mikið á ferðinni. Einn daginn
sagði hann við Steinar og mig: „Ég
ætla að sýna ykkur, hvernig maður
drepur palestínumann." Hann
skipaði 14 ára dreng úr hóp fanga
þar rétt hjá að koma. „Gerðu það
ekki“ sagði ég.Svosýndi litlidreng-
urinn líbanska vegabréfið sitt, og
hermaðurinn varð ráðvilltur og lét
nægja að slá hann nokkrum þung-
um höggum.“
Aðrir voru ekki svo „heppnir".
Chris Giannou varð vitni að,
hvernig 4 fangar voru barðir í hel.
Liggjandi á jörðinni voru þeir
sparkaðir og barðir af hópum her-
manna lengi eftir að þeir voru hætt-
ir að hreyfa sig.' Svo voru þeir
Kúgun
í flóttamannabúðum í Suður-
Líbanon, sem voru jafnaðar við
jörðu, skýrði vestrænn stjórnarer-
indreki svo frá: „ísraelska leiftur-
stríðið hefur breytt yfirbragði
svæðisins. Það virðast engir Palest-
ínskirkarlmenn áaldrinum 16 til 60
ára ganga frjálsir í Suður-Líbanon.
Við sáum aðeins fjölda af heimilis-
lausum konum og börnum. Hver
einn og einasti ungur maður yfir 14
ára var færður burt. Aðeins fáir út-
slitnir gamlir menn voru skildir
eftir og reyndu þeir að laga það
sem eftir var af heimilum þeirra."
Fyrír utan fjöldamorð ísraelska
heraflans á óbreyttu palestínsku og
líbönsku fólki, þá er ætlað að hann
hafi tekið til fanga 35.000 mann-
eskjur, og að ennþá séu minnst
9.000 á bak við lás og slá. Bara í
Al-Ansarfangabúðunum eru nú
5.500 til 6.500 fangar, en langt er
frá því að vitað sé um allar einangr-
unarbúðir og fangelsi. Síonistarnir
neita að gefa upplýsingar um það
og um fjölda fanganna.
Það eru ekki bara þúsundir af
palestínumönnum og líbönum sem
hafa verið fangelsaðir á gerræðis-
legan hátt sem „hryðjuverka-
menn“, heldureru líka næstum all-
ir útlendingar sem eru í tengslum
við eitthvert af hinum mörgu sam-
tökum sem mynda PLO í fangelsi.
Á palestínsku sjúkrahúsi í Sidon,
Rauða hálfmánanum, voru teknir
til fanga næstum allir karlkyns
læknar, hjúkrunarfræðingar og
sjúkrabílstjórar. Aðeins einn belg-
ískur læknir var skilinn eftir til að
vinna aleinn, nótt og dag við vitfirr-
ingsleg skilyrði. Aðeins þremur af
þeim fangelsuðu, tveimur Norð-
mönnum og einum Kanadamanni,
var síðan sleppt.
Á götunum í Sidon og öðrunt
bæjum flyktust konur og börn um
alla ókunnuga til að sýna þeim
myndir af mönnum sínum, sonum
og bræðrum í örvæntingarfullri von
um að þeir bæru kennsl á þá og
gætu hjálpað. En örvæntingin cg
sorgin breytist líka í hatur, þegar
konur og börn í þúsundatali safnast
saman og kasta steinum á eftir ísra-
elsku hermönnunum og krefjast
frelsis fyrir menn sína.
Einn talsmaður ísraelska hersins
sagði svo frá í franska blaðinu „Li-
beration", að „hryðjuverkamenn-
irnir“ þekkist á útlitinu. „Við höf-
um fengið nokkra reynslu í þá átt,
en þar fyrir utan höfum við líka
lista og uppljóstrara." Falangistar
og aðrir njósnarar hafa ljóstrað
upp um marga PLO-menn og borið
grímur við handtökur þeirra. Sér-
hver tengsl við einhver PLO-
samtök, þó aðeins væri um að ræða
veitta aðstoð, eða orðróm um
tengsl, var og er ástæða til hand-
töku. Þeir handteknu voru reknir
og barðir eftir götunum, að geð-
þótta ísraelsku setuliðsforingj-
síonista á Palestínumönmim
anna, með hendurnar bundnar aft-
ur fyrir bak og bundið fyrir augun.
Fangabúdimar
„Al-Ansar“
Stuttu eftir innrásina var þessum
fangabúðum komið upp í hasti í
nánd við bæinn Nabatiyeh í Suður-
Líbanon. Þær liggja á 5 ha. lands-
svæði sem gert var upptækt og eru
afgirtar með gaddavír og sprengju-
svæðum og með 50 metra millibili
standa varðturnar með Ijósköstur-
um og vélbyssuhreiðrum. í búðirn-
ar hefur verið troðið saman upp
undir 9000 mönnum í tjöld sem
bera merki amerísks framleiðanda,
25 fangar í hvert tjald.
Starfsmaður hjá Rauða krossin-
um lýsti ástandinu svo fyrir „Sun-
day Times“ að það væri „ægilegt“
og að búðirnar væru „yfirfullar, án
viðunandi skólpræsakerfis og
heilbrigðisástands". Þetta er væg
iýsjng...
Israelskir fangaverðir hafa
skotið inn í varnarlausa fanga-
mergðina, beitt er pyndingum og
hrottalegum aðferðum við yfir-
heyrslur, matur og lyf eru af
skornum skammti og er hvort
tveggja notað í smá skömmtum
sem þvingunar- ogógnartæki. Einn
fangi, sem slapp út, hefur sagt, að
undir 4 daga yfirheyrslu fékk hann
aðeins tvær litlar máltíðir.
Yfirmaður herbúðanna heitir
Rosenfeld. Hann er 55 ára og er
yfirmaður allra ísraelskra herfang-
elsa. Þessi nasista-manngerð út-
nefndi í október s.l. sjálfan sig sem
stjórnanda fangabúðanna. Síðan
þá hefur ofbeldið aukist ennþá
meira. Nýlega fann líbanskur
bóndi nýyfirmokaða fjöldagröf á
akri sínum í nágrenni búðanna.
Fleiri limlest lík hafa fundist nálægt
búðunum.
Segiö ekki „ Við
vissum þaö ekki“
Einn einasti ísraelskur hermaður
fékk samviskubit og gerði eftirfar-
andi játningu:
„Við vorum vanir að sitja í fjóra
ömurlega tíma í varðturnum okkar
hvílandi fram á byssur okkar og
virða fyrir okkur mennina 7000
fyrir neðan... og þessi hræðilega
lykt! Lyktin af 7000 sveittum
kroppum, af úrgangi þeirra í köm-
runum, af efni því sem hellt er í
kamrana til að koma í veg fyrir far-
sóttir... „Þeir eru kallaðir „þeir“
sem færðir eru inn“, en ekki ó-
frjálsir, ekki fangar..." „þeir“ sem
færðir eru inn“. Hversvegna?
Vegna þess að einhver færði þá
inn. Þetta eru þeir kallaðir í fsra-
el... Þegar tungumál manns hrekk-
ur ekki til að nefna alla þess hrylli-
legu hluti, sem gerðir voru, á mað-
ur að hugsa sig um.
Sjö þúsund manns „færðir inn“
og lokaðir inni á svæði sem er á
stærð við fótboltavöll. „Við gátum
horft niður á þá frá varðturnun-
Anna
skrifar
um... og þeir störðu til baka.“ Frí:
Það var gott að komast burt frá
búðunum, frá mannmergðinni af
„þeim“ sem færðir eru inn“, að
heyra ekki sársaukaóp mannanna
sem verið var að yfirheyra... Að
fara frá Nabatiyeh til Sidon...
Maður mætti alltaf grátandi konu,
sem rétti fram mynd af ungum
manni með yfirskegg og í snyrti-
legum fötum, og hún spurði tár-
stokkin, hvort maður hefði séð
hann í búðunum... Við gátum ekki
útskýrtfyrirhenni, að viðsæjum þá
aðeins álengdar... að fyrir okkur
væru þeir ekki mannlegar verur
með yfirskegg og í snyrtilegum
jakkafötum, og ættu jafnvel börn,
heldur 7.999 smá maurar klæddir
bláum búningum á daginn og nær-
buxum á nóttunni...
Einhver lét konurnar nálgast
girðinguna. Það kvað við óp og
„þeir“ sem færðir eru inn“ nálg-
uðust girðinguna. Hermennirnir í
varðturnunum og allt umkring
beygðu fingurna um gikkinn.
Hljóð bærðist frá mönnunum fyrir
neðan; einhver tók upp stein.
Hann kastaði honum í átt að her-
mönnunum og það rigndi steinum.
Hermennirnir beindu byssum sín-
um að mannfjöldanum sem nálg-
aðist girðinguna. Svo skaut einn út
í loftið, og öskur braust út. Kon-
urnar við girðinguna byrjuðu að
gráta, og „þeir“ sem færðir eru
inn“ öskruðu og hlupu að girðing-
unni.
... Þessi liðsforingi stóð upp,
miðaði og hóf skothríð á menn-
ina... Við sáum blóðið renna og lita
bláu einkennisbúningana þeirra;
við sáum þá særðu falla til jarðar,
heyrðum öskrin af sársauka.
Einn virtist dauður, líkami ann-
ars ryktist til í krámpakendum
flogum; einn maður engdist sundur
og saman af sársauka. Vinir mann-
anna æptu, það kváðu við fleiri
skot út í loftið, og svo skipaði rödd í
hátölurunum öllum að fara inn í
tjöldin. Þeir hlýddu allir, skildu
eftir sig þá særðu liggjandi á
jörðinni kveinandi af sársauka, og
það varð þögn. Aðeins hvísl
heyrðist, þegar brynvarin fara-
tækin keyrðu inn á afgirt svæðið til
að fjarlægja þá særðu."
Þrátt fyrir þessar ómannlegu að-
stæður eru palestínsku frelsis-
liðarnir vel skipulagðir og vinna
markvisst og undir góðum aga. í
eitt skipti, af fáum, þegar amerísk-
ur fréttaritari kom í heimsókn bar
PLO leiðtoginn í búðunum fram
áfrýjun sína:
„Eg segi öllum heiminum, segið
ekki í framtíðinni: „Við vissum það
ekki“, og skírskotaði þar með til
hinn seku eða ekki seku, sem eftir
heimsstyrjöldina síðari fullyrtu að
þeir hefðu ekkert vitað um útrým-
ingar nasista á 6 milljónum gyð-
inga. „Við erum ekki hlutir. Við
erum manneskjur. Neyðið okkur
ekki út í örvilnun." „Að loka fólk
hér inni er skipulögð útrýming."
„ Við megum
engu gleyma“
Tveir norskir læknar, 0ivind
Möller og Steinar Berge og einn
kanadískur læknir Chris Giannou
eru meðal þeirra sjónarvotta, sem
hafa lyft einu horni hulunnar, en
aðeins einu smá horni hennar af
misþyrmingunum, pyndingunum
og morðunum í búðum og fangel-
sum Síonistanna. Þeir voru sjálfir
teknir til fanga, bundnir með hend-
urnar aftur fyrir bak og barðir. í
skólagarði undir steikjandi sól
ásamt 500 - 1000 öðrum heyrðu
þeir í fleiri daga, með bindi fyrir
augunum, tilbúnar - og í nokkrum
tilfellum mögulega raunverulegar
- aftökur ásamt ópum fanga sem
voru barðir án ástæðu eða aðeins
skildir eftir í sólinni, dauðir. Hann
sá starfsbróður sinn, íranskan
skurðlækni, Mohammad Ibrahim
barinn til daúða af 15 til 20 her-
mönnum í 15 til 20 mínútur stans-
laust í sandkassa í skólagarði.
„Hann var barinn með prikum,
stöfum, stólfótum og plast-
slöngum. Þeir börðu hann um allan
kroppinn: brjóstið, kviöinn, höf-
uðið og útlimi.“ Giannou tók eftir
því að „dökkleitir arabar, þeir fáu
afríkumenn sem voru á staðnum,
menn frá Asíu og Indverjar voru
þeir, sem hrottalegast var mis-
þyrmt“ og að allt fór fram undir
umsjón háttsettra ísraelskra
liðsforingja, meðal annarra hern-
aðarlandstjórans yfir Sidon, Arn-
on Mozer ofursta. Örfáir hermenn
reyndu að stöðva misþyrmingarn-
ar: „Það var augljóst að það voru
ekki hinar ábyrgðarminni einingar
í ísraelska hernum, sem stóðu að
barsmíðunum. Þvert á móti voru
hinar ábyrgðarminni einingar sem
reyndu að stöðva þær!
„Muna, muna, festa sér allt í
minni, við megum engu gleyma, ef
við lifum af“, endurtóku 0ivind
Möller og Steinar Berge stöðugt
fyrir hvor öðrum.
Þeir sáu mann um 60 ára gamlan
staulast á lappir örvæntingarfullan
af þorsta eftir vatni grípa í her-
mann. Honum var kastað í jörðina
og 4 - 5 hermenn börðu hann og
spörkuðu í hann þangað til hann
missti meðvitund og virtist líflaus.
Því næst var reipi vafið um hæla
hans og háls, hann spenntur í boga
liggjandi á magnum. Seinna sáu
þeir stirnaðan líkama hans liggja
endilangan í hrúgu með þremur
öðrum líflausum kroppum. Þeir
sáu fangana skríða á fjórum fótum
með varirnar bólgnar af þorsta,
biðjandi um vatnssopa. Þeir sáu
nokkra hermenn koma með
nokkra bolla af vatni, gefa nokkr-
um föngum nokkra dropa til að
skvetta því sem eftir var framan í
þá.
Nei! Ekkert af þessu mun
gleymast. Og heldur ekki hver er
tilgangurinn með að þegja þessi af-
brot í hel. En saga palestínsku
þjóðarinnar er ekki eingöngu saga
um endalausar þjáningar, heldur
líka um stöðuga baráttu gegn kúg-
urunum, Síonistunum og
heimsvaldastefnunni að baki þeim
fyrir sínu heimalandi, frjálsri og
lýðræðislegri Palestínu. Þessi bar-
átta mun ekki taka enda fyrr en
sigurinn er unninn, og allsstaðar
fer hún fram af sama stolti og snar-
ræði meðal hinna vopnuðu föður-
landsvina, sem og meðal fanganna,
sem gera verkföll, neita að hlýða
skipunum og grýta verði sína í hatri
og meðal þeirra þúsunda kvenna,
sem standa við hlið manna sinna
hvar og hvenær sem er.
Anna Ingólfsdóttir.