Þjóðviljinn - 16.09.1983, Síða 15

Þjóðviljinn - 16.09.1983, Síða 15
f'tistudagur 16. september 1983 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15 RUV0 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Tónleikar. Þulur velur og kynnir.. 7.25 Ueikfimi. Tónleikar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Erl- ings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Anna Guðmundsdóttir tal- ar 8.30 Ungir pennar Stjórnandi: Dómhildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 8.40 Tónbilið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sagan af Frans litla fiskastrák" effir Guðjón Sveinsson Andrés Sigurvinsson les (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.) 10.35 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.05 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjónarmaður: Hermann Ragn- ar Stefánsson. 11.35 Úr ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Ég var njósnari" eftir Mörthu Mckenna Hersteinn Pálsson þýddi. Kristin Sveinbjörnsdóttir les (9) 14.30 Á frívaktinni Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tillkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Michalda Petri og St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leika Blokkflautukonsert nr. 3 i D-dúr eftir Antonío Vivaldi. lona Brown stj. / Maurice André og Maurice Bougue leika Konsert í Es-dúr fyrir trompet, óbó og strengja- sveit með Kammersveitinni i Wurttemb- er. Jörg Faerber stj. / Felicja Blumental og Sinfóniuhljómsveitin í Salzburg leika Pianókonsert nr. 1 í G-dúr eftir Giovanni Benedetto Platti. Theodore Guschlbauer stj. 17.05 Af stað i fylgd með Tryggva Jakobssyni. 17.15 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- . son. Tillkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Guðrún Asmundsdóttir heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn 20.00 Lögungafólkisns. 20.40 Sumarið mitt Elisabet Indra Ragn- arsdóttir segir frá. 21.20 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. Hans Ploder Franzson stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Gullkrukkan" eftir James Step- hens Magnús Rafnsson les þýðingu sina (6). 23.00 Náttfari Þáttur i umsjá Gests Einars Jónassonar (Rúvak). 00.05 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Ásgeir Tómas- son. 03.00 Dagskrárlok Ruve 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Á döfinni Umsjónarmaður Sigurður Grímsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.45 Skonrokk Edda Andrésdóttir kynnir ný dægurlög. 21.15 Málmar til hernaðarnota Bandarísk heimildarmynd. Ýmsir bandarískir sér- fraeðingar kviða skorti á fágætum málmum, sem mikilvægir eru til her- gagnaframleiðslu og einkum koma frá Afríku, vegna aukinna áhrifa Sovét- manna i álfunni. I myndinni er gerð grein fyrir þessum viðhorfum og þeim ráðstöf- unum sem til varnar mættu verða. Þýð- andi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.15 Brot (Smithereens) Bandarisk bíó- mynd frá 1982 sem sýnd var á Kvik- myndahátið hér það ár. Leikstjóri Susan Seidelman. Aðalhlutverk: Susan Berman, Brad Rinn og Richard Hell. Myndin gefur raunsæja lýsingu á rótlausu lífi ungs utangarðsfólks í skuggahverfum New-York-borgar og því framandi um- hverfi og fjölskrúðuga mannlífi sem þar eraðfinna. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.50 Dagskrárlok Sjónvarp kl. 22.15: / 7 .............* Ur skugga- hverfum í kvöld sýnirSjónvarpið banda- ríska kvikmynd frá sl. ári. Munu einhverjir hérlandsmenn eflaust við hana kannast því hún var sýnd hér á Kvikmyndahátíðinni í fyrra. - Stórborgir hafa ýmsar hliðar.sumar bjartar.aðrar dimm- ar. Þar er New-York síður en svo undantekning. í skugga- hverfunum þar þróast marghátt- að mannlíf, sem flestum íslend- ingum er framandi og við þurfum vonandi aldrei að kynnast í eigin landi. - mhg frá lesendum -«---------- Ekki skal það fullyrt að þetta sé kýrin sem hún Guðbjörg var að fást við, en kýr er það engu að síður. Kvenkyns dýralœknir! Kristín María Ingimarsdóttir skrifar: í Þjóðviljanum 1. sept. sl. var grein, sem bar heitið „Heimsókn á Suðurland“. Fjallaði hún um heimsókn eins blaðamanns Þjóð- viljans til nokkurra bænda á Suð- urlandi og var rætt um óþurrka- tíðina og heyskapinn. Ekki er nema gott eitt um það að segja og gott að minna borgarbúa og aðra á þá erfiðleika, sem bændur á rigningasvæðunum eiga við að stríða. En á einum stað varð mér star- sýnt á orðalag blaðamanns þar sem hann segir orðrétt: „Þcgar okkur bar að garði var dýra- læknir sveitarinnar staddur á bænum vegna veikrar kýr. Dýra- læknirinn er kvenkyns og heitir Guðbjörg, en er reyndar bara í afleysingum. Hún er útlærður dýralæknir“. Hvernig í ósköpunum á að skilja svona orðalag? Þarf að taka það fram, að Guðbjörg sé kven- kyns?Kannski þekkir blaðamaður einhvern sem er karlkyns og heitir Guðbjörg? Hver veit? Eða var blaðamaðurinn kannski svona undrandi yfir því að dýra- læknirinn skuli vera kvenkyns? Maður skyldi ætla það þar sem hann tekur það fram að hún sé reyndar bara í afleysingum og að hún sé útlærður dýralæknir. Já, margt er skrýtið í kýr- hausnum og vissara er að taka það vel fram hvort mannfólkiö sé karlkyns eða kvenkyns svo að enginn ntisskilningur eigi sér stað. En þá hefði blaðamaður al- veg eins átt að taka það frant að bræðurnir Jón og Þorgeir á Efri- Brúnavöllum á Skeiðum í Árnes- sýslu væru báðir karlkyns, eða hvað? Hvað finnst blaðamanni svona merkilegt við það að útlærður dýralæknir skuli geta verið kona? Ég hefði haldiö að blaðamaöur Þjóðviljans ætti ekki að kippa sér upp við það. Mér hefur skilist að Þjóðviljinn vilji vera boðberi jafnréttis á Islandi bæði í orði og á borði. Kannski skjátlast mér? Hvað er ípokanum ? S. S.-dóttir skrifar: Til mun vera hérlendis svoköll- uð Erfðafræðinefnd og hefur hún til skamms tíma haft aðsetur að Ingólfsstræti 5 í Reykjavík. Starfsfólk nefndarinnar hefur nokkuð gert að því að hringja til Péturs og Páls og spyrja í þaula um ættfólk þeirra. Éf spyrjendur hafa verið spurðir um tilganginn með spurningunum, hefur verið fátt um svör, en helst látið í það skína, að þarna lægi eingöngu ættfræðiáhugi að baki. Nú hefur tvennt komið í Ijós varðandi nefnd þessa: í fyrsta lagi hefur nefndin fært sig um set, og virðist nú hafa aðsetur á Geð- deild Landspítalans. í öðru lagi það, að störf og athafnir nefndar þessarar ntunu vera kostaðar af Ameríkönum, að mestu eða öllu leyti. Hér hljóta því spurningar að vakna: 1. Hvers vegna segir starfsfólk nefndarinnar rangt til um tilgang fyrirspurnanna? 2. Hversvegna skyldu Amerík- anar verja fé til persónufyrir- spurna (njósna?) hérlendis? Undirrituð hefur reynt að grennslast fyrir um nefndar- menn Sagt er að formaður nefnd- arinnar sé Sturla „ríki“ Friðriks- son. Sagt er og að þarna kunni að koma við sögu Esra Seraja (?) (Læknatal) Pétursson, en að rit- smíðum hans, er birst hafa í heimilisblaði lians (Tímanum), hefur Þjóðviljinn oft hent gaman, enda margar þeirrra furðulegar. Skora á ykkur að athuga þetta mál nánar og taka síðan til með- ferðar í olaði ykkar. Tikkanen: Auðvitað sigrar réttlætið alltaf að lokum. Sigurvegarinn er jú alltaf útnefndur sem hinn réttláti. Skák Karpov að tafli - 200 Þegar Kortsnoj náði að kreista fram vinning í 29. einvígisskák- inni og koma stöðunni niður í 4:5 fór um marga aðdáendur heirhsmeistarans, ekki síst þá so- vésku sendifulltrúa sem komnir voru til Baguio til að verða vitni að glæsilegum og öruggúm sigri Karpovs. 29. skákin var geysi- löng og erfið og taflmennska Kortsnoj í endataflinu sem upp kom var frábær. Niðurlagið varð á þessa leið: 57. .. Rc8?! (Með því að leika 57. - Rxc4 58. bxc4 Hf4+ og 59. - Hxc4 gat Karpov gert sér miklar vonir um jafntefli. En hann þorði ekki að taka áhættuna og því fór sem fór.) 58. Bd8 Hf4+ 59. Kg3 Hf5 60. a4! Kf7 61. Hd3 He5 »2. Kg4 Kg6 63. a5 He4+ 64. Kf3 Hf4+ 65. Ke3 Hh4 66. Hd5 Hh3+ 67. Kd2 Hxb3 68. Hxc5 Hb8 69. Hc6+ Kf5 70. Hxa6 (Að sögn kunnugra var það fyrst í þessari stöðu sem Karpov gerði sér grein fyrir erfiðleikum stöðu sinnar.) 70. ... g4 71. Hf6+ Ke4 72. Bc7 Hb2+ 73. Kc3 Hb7 74. Bh2 Hh7 75. Bb8 Hb7 76. Bg3 Hbl 77. Hf4+! Ke3 78. Hf8 Re7 79. a6 - í þessari stöðu lagði Karpov niður vopnin, rauður og sveittur í andliti. Kortsnoj fór hinsvegar og fékk sér einn gráan í tilefni sigurs- ins. Gætum tungunnar Sagt var: Fólkið í dalnum talaði vel um hvert annað. Rétt væri: Fólkið... talaði vel hvað um annað.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.