Þjóðviljinn - 16.09.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 16.09.1983, Side 16
DJODVIUINN Föstudagur 16. september 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Byggisigareitir í fyrsta áfanga Grafarvogshverfis. Svörtu rcitirnir sýna j lóðir og 10 raðhúsalóðir.Auðu reitirnir sýna þær lóðir sem ekki gengu út, þær lóðir, scm úthlutað hefur verið til einstaklinga, samtals 64 einbýlis- j samtals 183 lóðir á móti 99 sem byggt verður á. í miðju hverfinu má sjá liúsalóðir og 12 raðhúsalóðir. Skástrikuðu reitirnir sýna lóðir sem út- j byggingarreiti fyrir skóla, verslun og þjónustu. hlutað hefur vcrið til byggingarsamvinnufélaga, samtals 13 einbýlishúsa- I Skipulagsmistökin í Grafarvogi voru til um- ræðu á borgarstjórnar- fundi í gærkvöidi en þar vakti Sigurjón Pétursson athygli á því að í fyrsta áfanga Grafarvogshverfis- ins eru tvær af hverjum þremur lóðum auðar! Að- eins hefur verið úthlutað 99 lóðum í þessum fyrsta byggingaráfanga en 183 gengu ekki út. Sigurjón gerði að umtalsefni það óhagræði sem væntanlegir húsbyggjendur verða fyrir í þessari dreifðu byggð, þar sem fyrirsjáanlegt er að hverfið verður í byggingu um mörg ó- komin ár, og til lítils fyrir þá sem fyrstir byggja að ganga frá lóðum sínum eða húsum utan- húss þar sem kannski er eitt raðhús byggt inni í miðri lengju. Pá er augljóst að fólk verður að sækja þjónustu og verslun langar leiðir þar sem hverfið verður mjög lengi að byggjast. Kostnaður borgar- innar af svo dreifðri byggð er gífurlegur, sem sést best á því að við 10 götur í þessum fyrsta áfanga verða 1-3 hús í bygg- ingu. A borgarstjórnarfundinum fluttu fulltrúar Alþýðubanda- lagsins tillögu um að rætt yrði við lóðarhafa í Grafarvogi með það fyrir augum að þjappa byggingarreitum saman, en til- lögunni var vísað til borgar- ráðs. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði á fundinum að haldið yrði áfram með byggðina í Grafar- vogi eins og ekkert hefði i skor- ist. -ÁI Húsnæðismálin í ríkisstjórn: „Ekkert gerlst” Alexander Stefánsson fél- agsmálaráðherra sagði í gær að engin ákvörðun um úrbætur í húsnæðismálum hefði verið tekin á ríkisstjórnarfundinum í gær. „Þetta verður áfram til umræðu og skoðunar um helgina og verður tekið fyrir á ríkisstjórnarfundum á mánudag og þriðjudag.” Alexander sagði að margt væri til athugunar og úr vöndu að ráða ef bæði þyrfti að leysa vandann í fortíð og framtíð. Eins og menn muna hefur félagsmálaráðherra og forsætisráðherra látið í það skína að húsnæðismálin yrði afgreidd í þessari viku, en það verður sem- sagt ekki fyrr en í næstu viku sam- kvæmt síðustu fréttum. Formæl- endur Áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum vildu ekkert láta hafa eftir sér um gang mála í gær, en kváðust enn bíða átekta. -ekh Skoðanakönnun Vikunnar: Stefna Sjálfstæðis- flokks nýtur ekki fylgis meðal vor Utanríkisstefnu Sjálfstæðis- flokksins er algerlega hafnað af þjóðinni samkvæmt skoðanakönn- un Vikunnar í gær. Einungis 24% eru hlynntir Nató-ákvörðuninni um staðsetningu kjarnorkuflauga í Vestur-Evrópu og 32% vilja ekki hlutleysi V-Evrópu. Morgunblaðið, DV og aðrir borgaralegir fjölmiðlar hér á landi hafa dyggilega stutt stefnu Nató og Bandaríkjanna í öllum þessum málaflokkum, og virðist þeirri stefnu gjörsamlega vera hafnað af meirihluta þjóðarinnar. Þannig hafa t.d. DV í leiðurum, Haraldur Blöndal og Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins lýst því yfir að þeir væru algerlega ósammála stöðvun kjarn- orkuvígbúnaðar. í könnuninni kemur í ljós að einungis 2% eru sammála þessum aðiljum. -óg í gær var haldinn fundur í húsnæði ríkisspítalanna um áframhaldandi uppsagnir á starfsfólki. í þetta sinn átti að fjalla um uppsagnir ræstingarfólks. Blaðamanni Þjóðviljans var bönnuð innganga á fundinn og stóð fulltrúi Alberts Guðmundssonar og Matthíasar Bjarnasonar í dyrunum til að varna blaðamanninum inngöngu. Viðtöl við starfsfólk mötuneytanna eru á bls. 5. Sjáeinnig leiðara. Bæjarstjórnin í Neskaupstað: Mótmællr harðlega hernaðar- bröltinu Skorar á þingmenn sína að koma í veg fyrir hernaðar- umsvifin „Bæjarstjórn Neskaupstaðar mótmælir harðlega öllum hug- myndum um byggingu hernaðar- mannvirkja á Austur- og Norð- Austurlandi”, segir í ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar 6. september sl. Síð- an segir: „Bæjarstjórnin skorar á þingmenn og ráðherra Austurlands að koma í veg fyrir allar ráðagerðir í þessa átt og skorar á aðrar sveitastjórnir í ijórungnum að álykta um málið í þeim tilgangi að hindra aukin hernaðarumsvif á þessu svæði“. Ályktunin var samþykkt sam- hljóða af fulltrúum Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við hana. Ályktanir og áskor- anir í svipuðum dúr hafa heyrst frá öðrum héruðum þarsem heima- menn óttast hernaðarbrölt á veg- um ríkisstjórnarinnar á næstunni. -óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.