Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN! Föstudagur 2. desember 1983 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. • Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Samkeppni um bestan afla Fiskiþing stendur nú yfir í Reykjavík og er það einn mikil- vægasti fundur sem haldinn hefur verið lengi. Sjávarútvegs- ráðherra hefur haft við orð að hann muni fara að tillögum hagsmunaaðila í sjávarútvegi ef þeir komi sér saman um fiskveiðistefnu fyrir næsta ár. Það er greinilegt á fiskiþingi að hagsmunir eru mjög ólíkir og allsendis óvíst að saman náist um ákveðnar tillögur. Pað er þó auðsætt að æ meira fylgi er að verða við hug- myndir um kvótastýringu fiskveiða báta og togara. Sunn- lendingar, Austfirðingar og Vestlendingar eru með ein- hverskonar kvótafyrirkomulagi, en Vestfirðingar harðastir á móti. Deilt er um það hvort kvóta eigi að setja á skip eða landshluta, hvort skipta eigi þorskafla jafnt milli báta og togara eða ekki, og hvaða viðmiðun í veiðum eigi að nota þegar aflahámark landshluta eða skipa er ákveðið. Utvegsmenn standa frammi fyrir því vali hvort leggja eigi stórum hluta báta- eða togaraflotans, eða taka upp aflastýr- ingu sem deili takmörkuðum gæðum milli allra þeirra út- gerðaraðila sem fyrir eru í landinu. Enda þótt kvótastýring sé viðamikið og flókið stjórntæki þá hefur hún skilað veru- legum árangri í landbúnaði, temprað landbúnaðarfram- leiðsluna og ekki valdið stórátökum að því er virðist. Pá hafa ekki risið úfar út af kvótafyrirkomulagi á síldveiðum og skelfiskveiðum. Það má leiða rök að því að kvótafyrirkomu- lag sé einna líklegast til þess að lina hagsmunaárekstra þar sem takmarka þarf offramleiðslu eða ofsókn. Menn hafa orðið nokkra reynslu af kvótastýringu og hræðast ekki eins það sem þeir þekkja og ýmsar aðrar hugmyndir eins og sölu veiðileyfa. Aflaskipstjórinn kunni Magni Kristjánsson hefur ritað greinar í Þjóðviljann og rennt stoðum undir þá skoðun, að kvótaskipting muni snúa kapphlaupi um mestan afla upp í samkeppni um bestan afla. Slík stefnu- og viðhorfsbreyting gæti fært þjóðarbúinu veruleg verðmæti. í fiskveiðistefnu næsta árs hlýtur þó einnig að verða leitast við að finna veiðiskipum okkar verkefni við veiðar á vannýttum stofnum og á fjarlægum miðum. Um það er heldur ekki deilt að „trimma“ megi fiskveiðiflotann eitthvað niður, þó að menn greini á um það hversu langt eigi að ganga í þeim efnum. Á því sviði vantar sárlega skynsamlegar tillögur um það hvern- ig að fækkun skipa skuli standa án þess að landshlutar eða einstöku staðir verði lagðir í rúst, og án þess að vandræða- rekstur fái forgang fram yfir vel rekin og gróin útgerðarfyrir- tæki. I ^ I Rás 2 fagnað Það er ástæða til þess að fagna því og óska ríkisútvarpinu j og landsmönnum til hamingju með það að rás 2 skuli vera i tekin til starfa og það á sjálfan fullveldisdaginn. Sá stóri ; skuggi hvílir þó yfir þessu nýjabrumi í rekstri útvarpsins, að einungis hluti þjóðarinnar getur enn náð útsendingum rásar tvö. Ekki má þó láta hann skyggja á þá staðreynd að einmitt ; á suðvesturhorni landsins hefur bandaríski herinn haft hlust- j endamarkað fyrir létta tónlist allan sólarhringinn. Rás tvö j skapar þarna mótvægi og á sama hátt og íslenska sjónvarpið ! varð endanlega til þess að loka kanasjónvarpinu á íslandi, j ætti rás tvö að loka kanaútvarpinu. Þá kröfu verður nú að bera fram af fullum þrótti að rás tvö I nái til allra landsmanna á sem allra skemmstum tíma. Menn { geta haft ýmislegt á móti músík- og auglýsingaútvarpi, og sumir telja það sjálfsagt horfa til lítilla bóta í íslenskri menn- ingu. En þetta er okkar útvarp og við getum með ýmsu móti í lýðræðisþjóðfélagi haft áhrif á dagskrárstefnu þess. Og eftir. því sem dagskrá þess lengist skapast rými hjá Ríkisútvarpinu til þess að sinna þörfum fleiri en áður, fitja upp á tilraunum, hefja útsendingar frá fleiri landshlutum o.s.frv. En við því skal varað hér að rás 2 verði eingöngu bundin við létta tónlist. Við teljum okkur trú um, og höfum þar svolítið fyrir okkur, að íslensk menning sé heilli og óskiptari en gerist með flestum öðrum þjóðum. Ríkisútvarpið á ekki lítinn þátt í því með einni blandaðri dagskrá fyrir alla þjóðina í hálfa öld. Höfum því samspil og samkeppni milli útvarpsrása fremur en verkaskiptingu og einhæfni hjá hvorri rás. - ekh ttl ■touMeetJTO MEPICM, STUENIS tm-m The Reagan Administration [S5323 Wexcnj LFJBANON■ fxi vnt*« a Ixxk cr swac ? TheBattie fbr Grenada . Edrted kn Natjoual Saainty ctmm. AMERKA■■ |QUR OPINIONS WW.’sit.toyauP Gut the Freedom or MormuHonAct _FW«i»no» >4«i'«xr Act rJnricvlN Baaía Noble Principles - And Spheres of Influence By Dan Morgan klippt Réttlœting innrásar í grein sem nefnist „Göfugar meginreglur - og áhrifasvæði“ og birtist nýverið í bandaríska stór- blaðinu Washington Post skrifar Dan Morgan um mismunandi túlkanir bandarískra lögvitringa á innrásinni á Grenada - ekki síst í ljósi þess, að réttlæting hennar vekur upp margar spurningar um réttlætingu annarra innrása eða íhlutunar. Dan Morgan segir m.a.: „Ef það var rétt af okkur (Bandaríkin) að ráðast inn í Grenada, væri það rétt að Rússar gerðu það við svipaðar aðstæður?- Ef ein ástæðan fyrir íhlutun var sú að „vernda mannréttindi" (haft eftir einum aðstoðarutan- ríkisráðherranum bandaríska) hvers vegna hlutast Bandaríkin þá ekki til um mál Filippseyja, Chile og annarra landa, þar sem safnað hefur verið ítarlegum gögnum um mannréttindabrot? Ef innrásin var sumpart rétt- lætanleg með tilvísun til þess sem Schultz utanrfkisráðherra kallaði „andrúmsloft ofbeldis og óvissu“ hefðu þá Kremlverjar ekki haft sömu ástæðu til að ráðast inn í Pólland 1981 þegar verkalýðs- hreyfingin Solidarnosc tókst á um pólitískt vald við stjórnvöld mitt í verkföllum og stórum kröfu- göngum?“ (Aður en lengra er haldið: greinin í því virta bandaríska blaði Washington Post, eins og þessar spurningar sýna, er gott dæmi um þá „samanburðarfræði“ sem Morgunblaðsmenn hér- lendis telja versta laumukomm- únisma og þjónustu við Sovét- menn). Lítil liðsemd Þegar Dan Morgan hefur lokið sér af með spurningar segir hann svo , að ekki skuli menn búast við mikilli hjálp frá lögfræðingum í málum sem þessum. Á þessu sviði laga og réttar, segir hann, eru túlkanir jafnmargar og við- skiptavinir sem heimta sína þjón- ustu. Ekkert samkomulag er t.d. meðal lagameistara bandarískra um það hvort innrásin á Gren- ada var „lögmæt“. Einn leggur áherslu á upplausn og hættuá- stand og afsakar innrás á Gren- ada með því, að menn hafi verið fégnir því þegar Tanzaníumenn tóku að sér að steypa Idi Amin í Uganda, Frakkar steyptu keisar- anum í Mið-Afríkulýðveldinu - og kannski má flokka íhlutun Víetnama gegn Pol Pot á sama veg. Annar telur að innrásin sé réttlætanleg sem ráðstöfun til „að vernda frið á tilteknu svæði“ - bæði samkvæmt stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna og Bandalags Amríkuríkja - en fær hörð svör frá virtum kollegum um að bandaríska stjórnin hafi sjálf for- dæmt aðgerðir sem réttlættar voru með „vernd friðar á tilteknu svæði“ ef Varsjárbandalagið átti hlut að máli og Sovétríkin sjálf. Enn aðrir vísa þessu öllu á bug með því að lögleysi innrásarinnar sé ótvírætt. Áhrifasvœðin gilda Dan Morgan kemst svo að svo- felldum niðurstöðum, heldur dapurlegum: „Raunin er sú, að lagabálkar skera ekki úr um hegðun risa- veldanna nú um stundir heldur kenningin um skiptingu áhrifa- svæða. Lög í víðtækum skilningi byg- gjast á viðteknum skilningi á því hvað sé þolanleg hegðun. Og það hefði ekki verið þolað að Sovétr- íkin sendu fallhlífarhermenn til Grenada, vegna þess að Grenada er ekki á áhrifasvæði Kremlverja. Þetta er nokkuð sem bæði Was- hington og Kremlverjar sam- þykkja í verki“. Ahrifasvæðakenningin, segir greinarhöfundur, er vitanlega í hróplegri andstöðu við alþjóða- rétt og stofnskrá Sameinaðra þjóða - og þeir sem oftast brjóta gegn þeim bálkum öllum eru öfl- ug rfki - hann tekur dæmi af Ind- landi, Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum. Síðan yppir hann öxl- um: svona er heimurinn. En lætur þess þó getið um leið með , dæmum, hvernig Sovétmenn komast að því, að sú „verndun áhrifasvæða" sem þau hafa rekið með hervaldi sínu býður ekki upp á neinar lausnir sem duga, og hvernig Bandaríkjamenn hafa einnig hvað eftir annað jarðað eigin vígorð um sjálfsákvörðun- arrétt og mannréttindi með íhlut- un sinni - í Chile og víðar. og skorið Flokkshátíð á fullveldisdag Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands, eins- og það er kallað, sá um 1. des- ember hátíðarhöld í gær. Vaka hefur lengi þóst vera eitthvað allt annað en á vegum Sjálfstæðis- flokksins og náð að blekkja nokkra stúdenta til fylgis við sig á þeim forsendum. í rauninni hefur félagsskapur þessi verið uppeld- isstöð fyrir íhaldsmöppudýr í kerfinu og Flokknum. Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins óskaði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra Vöku sérstaklega til ham- ingju með kosningasigurinn í 1. desember kosningunum í Há- skóla íslands. Og hátíðin í gær bar þess glöggt vitni að verið var að halda uppá árangur Sjálfstæð- isflokksins í háskólanum. Ræðu- menn á hátíðinni voru þannig valdir úr innsta hring fésýslu- flokksins: Guðmundur Magnús- son rektor, Davíð Oddsson borg- arstjóri og Matthías Johannessen Morgunblaðsritstjóri, sem hefur reyndar allt fram yfir venjulegan valdabrasara sem hlotið hefur uppeldi í Vöku. Stjórnarandstaðan í útvarpsbanni? Fréttamaður sjónvarps hafði orð á því í fréttum í fyrrakvöld að lítið hefði farið fyrir stjórnarand- stöðunni á þingi. Og vissulega má , taka undir með fréttamanninum að í hljóðvarpi og sjónvarpi hefur ótrúlega lítið farið fyrir stjórnar- andstöðunni. Hins vegar er öðru að heilsa á þinginu, þarsem stjórnarandstaðan stendur fyrir sínu. Getur verið að stjórnarand- staðan sé í einhverju banni á ríkisfjölmiðlunum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.