Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 7
Næg þekking höfuðatriði - Nú er loðdýraræktin tiltölu- lega ný búgrein hér á landi og við- kvæm, ef svo má að orði kveða, búa loðdýrabændur yfirleitt yfir nægri þekkingu til þess að fást við þessa atvinnugrein? - Ég er hræddur um að svo sé nú ekki. Eg var að heyra það í gær að frá einni verkunarstöð hafi komið skinn, sem voru skakkt flegin og skorin. Svona mistök geta þýtt að skinn, sem er 1000-1200 kr. virði, sé ónýtt. Jafnvel lítilfjörlegasta skemmd getur ráðið úrslitum. Hér er það vitanlega fræðslan, sem er ábótavant. Á þessu er alltaf hætta þegar ný og vandasöm atvinnugrein byggist hratt upp. Til fræðslunnar þarf að verja meiri fjármunum en nú er gert því hana má síst vanrækja, og verður hún þó aldrei nema brot af fjárfestingunni. En á þekkingunni getur það alger- lega oltið hvernig til tekst. Og þarna er það, sem bænda- skólarnir koma til skjalanna. Kennslubúið á Hólum fékk mink frá Danmörku sl. vor. Það fær einnig í sinn hlut 55 refi, sem vænt- anlegir eru frá Noregi. Eru það blá- refir og Shadov-dýr, afbrigði af bláref, sem geta orðið algerlega hvít á feldinn og þeim mun ljósari því betri. Álfheiður Marinósdóttir er yfir Hólabúinu en ásamt henni sinnir Björn Halldórsson þar kennslu. Kennsla í loðdýrarækt fer einnig fram á Hvanneyri. Þannig taka bændaskólarnir mikinn og mjög þýðingarmikinn þátt í fræðslunni. Þá er og að því stefnt að koma á námskeiðum fyrir bænd- ur og leiðbeinendur í loðdýrarækt. Þarf bæði samkeppnis- og samvinnuhugarfar - Jæja, Jón, ef við lítum nú til framtíðarinnar, burtséð frá þeim duttlungafullu markaðsmálum? - Ég held að megin starfið á næstu árum, - fyrir utan fræðsluna, - verði að auka loðdýraræktina á þeim svæðum þar sem hún er kom- in vel af stað. Fóðurstöðvarnar bera sig nefnilega ekki nema þar sem nægur markaður er fyrir fóðr- ið, þannig að afkastageta stöðv- anna nýtist að fullu. Loðdýraræktin er það frábrugð- in hinum hefðbundnu búgreinum, krefst svo mikillar nákvæmni og reglusemi, að það má næstum segj a að hún kalli á hugarfarsbreytingu hjá þeim, sem hverfa að henni. Hún krefst eiginlega bæði samkeppnis- og samvinnuhugar- fars. Samkeppnin er fólgin í því að menn reyni að standa sig sem best gagnvart öðrum framleiðendum í greininni, beri sig saman við þá og Ragnhildur Valgerður Johnsdótt- ir, húsfrú að Ingólfshvoli í Ölfusi, eiginkona Sigurjóns Bláfelds, loð- dýraræktarráðunauts. leitist við að standa þeim í engu að baki. Það er mikið upp úr því lagt hjá sölusamtökunum, að bóndinn viti hvernig hann stenst saman- burðinn við aðra framleiðendur, og geri sér ljóst hverju er áfátt, fari hann halloka. Þessvegna fær hann jafnan yfirlit yfir sín skinn þar sem þau eru borin saman við önnur skinn, sem á uppboðið koma. Samvinnuþátturinn er aftur á móti sá, að til þess að loðdýra- ræktin taki framförum þarf hið fé- lagslega starf að vera öflugt, menn þurfa að hittast, tala saman, segja hver öðrum frá eigin reynslu þann- ig að hver læri af öðrum, standi saman um fóðurstöðvar og skinna- verkun en séu ekki að pukrast með nein leyndarmál út af fyrir sig. Ég held að ef við stöndum vel að öllum þeim þáttum, sem við höfum á okkar valdi að móta, þá geti loð; dýraræktin orðið okkur mikil efna-. hagsleg lyftistöng. - mhg. Sigurður Helgason loðdýrabóndi á Grund í Höfðahverfi má vera ánægð- ur með þennan feld. Rás 2 orðin að veruleika K* vJ.’.wj!) -rrrcrrf* ’-'/ilii'M4-''V* --*■»0 Fostudagur 2. desember 1983 þjÖÐVILJINN r- SÍÐA 7 Forráðamenn Ríkisútvarpsins voru ekkert síður spenntir en aðrir þegar Rás 2 byrjaði útsendingar. Hér safnast þeir við stúdíógluggann, Markús Á. Einarsson varaformaður Útvarpsráðs, Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri, Guðmundur Jónsson framkvæmdastjóri og Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Ljósm Magnús. stór áfangi Afcir sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri Það var spenna i lofti, þrungin eftirvæntingu í húsakynnum Rásar 2, skömmu áður en útsending hófst í gærmorgun. Blaðasnápar og aðr- ir óboðnir gestir þyrptust að stúdí- óglugganum þar sem dagskrár- gerðarmennirnir sátu umhverfis útsendingarborðið og biðu þess að stóra stundin rynni upp. Einn þeirra, Páll Þorsteinsson skynjaði dýragarðstilfinninguna og rétti að okkur spjald sem á stóð: „Bannað að gefa dýrunum banana“! „Þetta er afar stór áfangi og mikið fyrirtæki sem við erum að leggja út í. Með útsendingu Ríkisútvarpsins á Rás 2 er loksins orðið við langvar- andi kröfum um breytt efnisval og aukið valfrelsi hlustenda", sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri er blaðamaður spjallaði við hann eftir að hin nýja rás hafði tekið til starfa. „Það munu vera um 73% þjóðar- innar sem ná útsendingu Rásar 2 í dag og hefur verið komið upp 6 FM sendum á Suður og Vesturlandi. Á þaki Útvarpshússins er 100 kíló- wattasendir, 10 kílówattasendir er á Skálafelli, 3.5 kílówattasendir við Stykkishólm, og annar sömu stærð- ar í Vestmannaeyjum. Þá eru tveir 100 watta sendar við Þjóðólfsholt á Mýrum og að Langholti við Rauða- vatn. Hugmyndin var að innan tveggja ára næði Rás 2 um allt land en efnahagsástand og pólitískar á- kvarðanir kynnu að breyta þar eitthvað um“, sagði Andrés enn- fremur. Páll Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Arnþrúður Karlsdóttir og Þorgeir Ástvaldsson forstöðumaður Rásar 2. Öll ánægð eftir vel heppnaða útsendingu í fyrsta skipti. Byrjunin tokst vel sagði Þorgeir Ástvaldsson forstöðumaður Rásar 2 „Byrjunin gekk vel og ég er ánægður hvernig til tókst því við þurftum að yfirvinna ákveðna sál- ræna spennu sem alltaf myndast þegar verið er að stíga svona stór skreP1, sagði Þorgeir Ástvaldsson forstöðumaður Rásar 2 er við kró- uðum hann af eftir að stóra stundin hafði runnið upp. „Við verðum að gæta að því að í dag erum við að opna nýja útvarps- stöð t fyrsta skipti í hálfa öld og því eðlilegt að hér verði fyrst og fremst leikin létt tónlist og rekið einfalt dagskrárform. Morgunútvarpið sem hefst kl. 10 á morgnana verður nokkurs konar sökkull dagskrár- innar, miðdegisútvarpið frá 14-17 verður svipað Syrpunum sem voru í fyrra og síðan verður meira talmál og fjölbreyttara efni á tímabilinu 17-19“. Hvað með fréttir? „Meiningin er að fréttastofa hljóðvarps útbúi fyrir okkur sér- matreiddar fréttir sem útvarpað verður á klukkutímafresti, nema á föstudögum verður fréttaannáll, magasín fyrir vikuna sem er að líða. Slíkur þáttur er á dagskránni hjá okkur í dag en einhver bið verður á fréttaútsendingum á klukkutímafresti. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ég tel að fréttaútsendingar gefi Rás 2 afar mikið gildi og við ætlum að gefa þeim viðamikinn sess í okkar dag- skrá“. Fastir starfsmen'n Rásar 2 auk Þorgeirs eru þau Guðlaugur Guð- jónsson tæknimaður, sem ásamt Ólafi Guðmundssyni deildarverk- fræðingi Útvarpsins bar hita og þunga af tæknilegum undirbún- ingi, Helga M. Einarsdóttir og Ragnheiður Þórðardóttir. Auk þess er ráðinn fjöldi laustengdra starfsmanna. Fyrsta lagið sem sent var út á Rás 2 í gærmorgun var „Ég labbaði í bæinn“, sungið af Vilhjálmi Vil- hjálmssyni. Við óskum Rás 2 og starfsmönnum hennar og hlustend- um til lukku með áfangann. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.