Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 3. deildar- lið í und- anúrslit! Það er ljóst að 3. deildarlið kemst í undanúrslit enska mjólkur- bikarsins í knattspyrnu. Dregið var til 8-liða úrslita í gær og þar leika saman þau tvö 3. deildarlið sem eftir eru, Rotherham og Walsall. Bæði hafa komið mjög á óvart, Rotherham með því að vinna 1. deildarlið Luton og Southampton og Walsall með því að vinna Arse- nal á Highbury. Norwich mætir Aston Villa í 8- liða úrslitunum en vegna jafnteflis- leikja eru aðrar viðureignir ekki ljósar. Liverpool, Birmingham eða Notts County á heimaleik gegn Sheffield Wednesday og sigurveg- arinn úr leik Manchester United og Oxford fær heimaleik gegn Evert- on eða West Ham. Leikirnir í 8- liða úrslitunum fara fram 17.-18. janúar. - VS Þrjú stíg samþykkt? Fjöldi tillagna liggur fyrir árs- þingi KSÍ að vanda en það verður haldið á Húsavík um helgina. í gær sögðum við frá videóvæðingunni varðandi sönnunargögn og þær helstu til viðbótar eru: Þrjú stig fyrir sigur til reynslu í 1. deild karla; Fjögur lið færist milli deilda í íslandsmótinu innanhúss, þ.e. sig- urvegarar og neðstu lið riðla; Leikið verði til þrautar í leikjum í bikarkeppnum, nema í úrslitaleik, og að hætt verði að lcika úrslitaleiki um meistaratitla 3. og 4. deildar - VS Helgar- sportið Körfubolti Keppni í úrvalsdeildinni hefst á ný eftir hálfs mánaðar hlé og 8. um- ferðin byrjar í kvöld. Þá mætast Keflavík og Haukar kl. 20 í Kefla- vík. Valur og ÍR leika í Seljaskólan- um kl. 14 á morgun og efstu liðin, KR og Njarðvík, eigast við í Haga- skóla kl. 14 á sunnudag. Snæfell úr Stykkishólmi kemur í kaupstaðarferð og leikur tvo leiki í 1. deild kvenna. Á morgun gegn ÍR í Seljaskóla kl. 15.30 og á sunnudag gegn Haukum í Hafnarfirði kl. 14. Þá mætast á morgun KR og ÍS í Hagaskóla kl. 15.30. Handbolti Samkvæmt hinni nýju og þykku mótaskrá eru þrír leikir í 1. deild karla um helgina. Stjarnan og Þróttur leika í Kópavogi kl. 20 í kvöld, Valur og Víkingur í Laugar- dalshöll kl. 14 á morgun, og á sama tíma slást Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Heil umferð fer fram í 1. deild kvenna. Tveir leikir verða kl. 16.15 á morgun, FH-IR í Hafnarfirði og Valur-Víkingur í Laugardalshöll. A sunnudgskvöld verða svo tveir leikir í Höllinni, Fram-Akranes kl. 19 og KR-Fylkir kl. 20.15. Blak Spútniklið Völsungs í 1. deild kvenna verður á ferðinni um helg- ina. Húsavíkurstúlkurnar mæta ÍS í íþróttahúsi Háskólans kl. 20 í kvöld og Breiðabliki í Kópavogi kl. 18.30 á morgun. Einn leikur fer fram í 1. deild karla, HK og ÍS mætast í Kóp- avogi kl. 15.50 á morgun. Hlaup Víðavangshlaup verður haldið í Kópavogi á morgun, laugardag, og hefst kl. 13.30. Karlar hlaupa 7 km og konur 3,5 km. Hlaupið er liður í víðavangshlaupakeðju FRÍ. Skrán- ing er á staðnum og öllum heimil þátttaka. Trimmarar eru sérstak- lega boðnir velkomnir. Allar nánari upplýsingar veita Lúðvík Björg- vinsson (41662) og Gunnar Snorra- son (45417/75395). Séð yflr íþróttasalinn í Gerpluhúsinu. Eins og sjá má er aðstaðan fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar orðin rpjög góð - en verður Gerplu gert kleift að eignast salinn? Mynd: - eik. Samþykkir fjárveitinganefnd beiðni Gerplu eða.... Lenda átta hundruð ung- menni á götuna um áramót? Hin geysiöfluga starfsemi hjá iþróttafélaginu Gerplu í Kópa- vogi er í mikilli hættu. Félagið hýsir starfsemi sína í leiguhús- næði að Skemmuvegi 6 í Kópa- vogi og hefur verið þar í 5 ár. Fjárhagslega gekk dæmið upp meðan hægt var að koma við samnýtingu milli félagsins og skólanna í Kópavogi. Með til- komu nýja íþróttahússins við Skálaheiði féll þessi samnýting niður, a.m.k. í bili, og við það er fjárhagslegur grund völlur fyrir rekstri hússins brostinn. Gerpla leggur áherslu á að eignast húseign þessa og hefur ósk- að eftir því við bæjaryfirvöld í Kóp- avogi og íþróttasjóð að þessir aðil- ar styrki kaupin í samræmi við íþróttalög. Samkvæmt þeim leggur félagið sjálft fram 20 prósent af kaupverði, bæjaryfirvöld 40 prós- ent og ríkið 40 prósent. Bæjar- stjórn Kópavogs hefur fyrir sitt leyti samþykkt kaupin en erindi Gerplu til íþróttasjóðs liggur nú fyrir til lokaafgreiðslu hjá Fjárveit- inganefnd Alþingis. Undirtektir nefndarinnar voru jákvæðar á sl. vetri og verða það vonandi áfram. Eins og málum er háttað í dag, hrannast skuldir félagsins upp og óttast menn mjög að starfsemi þess stöðvist alfarið um áramót ef ekki tekst að kaupa húsið. Það yrði gífurlegt áfall fyrir íþróttalífið í Kópavogi, um 800 manns stunda æfingar á vegum félagsins, stærstur hlutinn er börn og unglingar, flest á aldrinum 7-12 ára. Félagið starfar í 5 deildum, badminton, borðtennis, fimleika, júdó- og karatedeild. Fimleikadeildin er lang öflugust, og er í fararbroddi á sínu sviði hér á landi. Gerpla hefur á þessu ári átt keppendur á Norðurlandamótum í fimleikum, júdó og karate og úr röðum Kópavogsfélagsins tók ís- lendingur í fyrsta skipti þátt í Evrópumeistaramóti í fimleikum fyrr á árinu. Á þessum 5 árum sem Gerpla hefur haft samastað að Skemmu- vegi 6 hefur félagið staðið fyrir miklum breytingum á húseigninni. Iðnaðarhúsnæði hefur verið breytt í íþróttasal með góðu gólfi, riml- um, mörkum, körfum og öllu sem því fylgir, böð og búningsaðstaða er einnig orðin mjög góð. Þetta hefur félagið sjálft unnið og kost að, að miklu leyti með sjálfboða- vinnu. Ekkert er því til fyrirstöðu að Gerpla geti keypt húsið og tekið alfarið við því þann 1. janúar, svo framarlega sem fjárveitinganefnd samþykkir beiðnina. Kaupsamn- ingur við eigendur liggur fyrir og nú bíður fólk um gervallan Kópa- vog með öndina í hálsinum - verð- ur fjárveitinganefndin Gerplu hlið- holl eða lenda 800 ungmenni götunni þann 1. janúar? -VS íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Skoruðu ekkií korter! HK vann þýðingarmikinn sigur á ÍR, 18-13, í 2. deild karla í Kópa- vogi í fyrrakvöld. fR-ingar höfðu undirtökin lengi vel, leiddu 10-8 í hálfleik og voru yfir 13-12 þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. En á þeim fimmtán mínútum sem eftir voru skoruðu þeir ekki eitt einasta mark, Magnús markvörður HK lokaði marki sínu gersamlega, Kópavogsliðið skoraði sex síðustu mörkin og tryggði sér bæði stigin! Staðan er nú þessi í 2. deild: Þór Ve 6 6 0 0 129-94 12 Fram 6 5 0 1 134-112 10 Grótta 6 4 0 2 134-116 8 Breiðablik 6 4 0 2 123-105 8 HK 3 0 4 121-133 6 ÍR 7 2 0 5 104-131 4 Fylkir 6 1 0 5 103-126 2 Reynir S 6 0 0 6 121-152 0 -VS Aberdeen mætir Celtic Það verða hörkuleikir í undan- úrslitum skoska deildarbikarsins í knattspyrnu ef að líkum lætur. Eftir síðustu leiki riðlakeppninnar sem fram fóru í fyrrakvöld var Ijóst hvaða lið kæmust í 4-liða úrslitin og þar leika saman annars vegar tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Aber- deen og Celtic, og hinsvegar Skot- landsmeistarar Dundee United og hið gamalfræga félag Glasgow Rangers. Þessi fjögur hafa verið bestu lið Skotlands undanfarin ár og eru öll í fremstu röð í vetur nema Rangers sem hefur til skamms tíma verið í hópi neðstu liða úrvals- deildarinnar. - VS Hess vann sannfærandi Erika Hess, heimsmeistari kvenna í svigi, vann sannfærandi sigur í svigkeppni heimsbikarsins á skíðum í Júgóslavíu í gær. Hún hlaut besta tímann í báðum ferðum og fékk samanlagt 1.62 sek. betri tíma en handhafi heimsbikarsins, Tamara McKinney frá Bandríkj- unum. Brautin sem keppt var í er þakin gervisnjó og það gerði ýms- um keppendum gramt í geði, t.d. varð Hanny Wenzel frá Liechten- stein að hætta keppni af völdum hennar. - VS Ajax sigraði Ajax sigraði Dordrecht 2:1 á úti- velli í 1. deiid hollensku knatt- spyrnunnar í fyrrakvöld. Ajax er því á hælum toppliðanna, Feyeno- ord hefur 24 stig en PSV Eindhoven og Ajax 23. Feyenoord á leik til góða. - VS ÍME efst fyrir austan ÍME, íþróttafélag Mennta- skólans á Egilsstöðum, hefur for- ystu að lokinni fyrri umferð A- riðils 2. deildarinnar í körfuknatt- leik. Hún var leikin á Höfn í Horna- firði um síðustu heigi og vann ÍME alla sína leiki, SE (Samvirkjafélag Eiðaþingár) 72-60, Hörð frá Pat- reksflrði 89-62 og Sindra 73-70. ÍME hefur því 6 stig en SE hefur 4, vann Sindra 93-89 eftir fram- lengingu og Hörð 73-59. Sindri hef- ur 2 stig, vann Hörð 72-69. Ólafur Ármannsson, miðherjinn hávaxni (2,04 m) frá Vopnafirði sem leikur með Einherjum í 2. deildinni í knattspyrnu, var liði ÍME afar drjúgur. Hann skoraði 39 stig gegn Herði, þar af 14 í röð, og 31 gegn Sindra. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.