Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 7
Bókablað Þjóðviljans — SÍÐA 7
Langafi
drullumallar
Sigrún Eldjárntíi r á ð s m e 11 i n
mynda- og sögubók. Hér segir frá
Önnu litlu, fjögurra ára telpu, og
honum Jakobi, hundinum hennar.
Langafi er mikill vinur hennar, en
skemmtilegast af öllu er þegar
hann fer að hjálpa henni að drull-
umalla.
Verð kr. 296.40.
Iðunn.
Barna og unglingabækur
Frú Pigalopp og
jólapósturinn
eftir iBjern Renningen.
Guöni Kolbeinsson þýddi.
Litsk.rú ðug ífjölskyldulb ó k
um hina hjálpsömu Frú
Pigalopp og skoplega fé-
laga hennar. 173 bls. Verð
kr. 371.50.
segja frá
Skráð af Boris Ersson og
Birgittu Híedin. Ólafur
Haukur Árnason íslensk-
aði. Falleg og fróðleg lit-
myndabók um Sama -
Lappa - sem hafa frá örófi
alda lifað á veiðum og
hreindýrarækt.48bls.(stórt
brot). Verð kr. 321.10.
Kári litli og
Lappi
eftir Stefán Júlíusson,
myndskreytt af Halldóri
Péturssyni. Þessi sígilda
barnabók er nú í vandaðri
sjöundu útgáfu. 92. bls.
Verð kr. 185.20.
Sara
eftir Kerstin Thorvall. Þor-
gerður Sigurðardóttir ís-
lenskaði. Hlýleg, fyndin og
litskrúðug bók um hina
skopvísu 5 ára Söru. 36
bls. (stórt brot). Verð kr.
148.20.
Margs konar dagar
Jesú frá Nasaret
Æskan Laugavegi 56 Sími 17336
eftir norska verðlauna-
skáldið Rune Belsvik.
Guðni Kolbeinsson þýddi
og segir í viðtali við Æsk-
una: „Ég varð alveg
heillaður af þessari sögu
og get sagt með sanni að
það er langt síðan ég hefi
lesið jafn góða bók“. 160
bls. Verð kr. 296.40.
eftir verðlaunahöfundinn
Paul Leer Salvesen. Rúna
Gísladóttir þýddi. Sagan
um Jesú er hér sögð á ann-
an hátt en áður. Frásögnin
heldur lesanda föngnum
frá fyrstu blaðsíðu. Þetta er
fyrsta bókin í ævisagna-
flokki. Næst verður haldið
til fundar við Chaplin, Bít-
lana, Martin Luther King
o.fl. 106 bls. Verð kr.
296.40.
QÓÚJÓH SVCIWSSON
LOKÓINS KOM
UTLIBB0ÐIR
Loksins kom
litli bróðir
eftir Guðjón Sveinsson.
Sagan gerist í sjávarþorpi, og segir
frá lífi fjölskyldunnar í Höll. Þar
búa fjórar systur og eru Ösp og
Alda aðalsöguhetjurnar, afi og
amma í sveitinni koma einnig við
sögu, sem og margir fleiri. Loksins
kemur svo litli bróðir. Sigrún Eld-
járn myndskreytti.
Verð kr. 371.-
Skjaldborg.
Úli og Geirí
eftir Indriða Úlfsson.
Þessi bók er ætiuð börnum sem eru
að byrja að lesa. Hún er algjörlega
sjálfstæð bók. Aðalsöguhetjurnar
eru Óli og Geiri, en Óli ræðst í
sumarvinnu til Áka kaupmanns, og
lendir í ýmsum ævintýrum. Bókin
er ríkulega myndskreytt með skýru
og fallegu letri. Stórgóð barnabók.
Verð kr. 371. -
Skjaldborg.
Depill á afmæli
Ný lyftiflipabók í vinspelum flokki
eftir Eric Hill.
Depill sameinar nám og leik fyrir 2
- 5 ára börn. Lyftiflipabækurnar
eru í hörðum spjöldum, fallega lit-
prentaðar. 20 bís.
Verðkr. 179.-
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Sumaríð 69
Ástarsaga fyrir unglinga eftir Ind-
riða Úlfsson,
einn vinsælasta höfund ungu kyn-
slóðarinnar. Þetta er 17. bók hans,
en sú fyrsta sem er skrifuð ein-
göngu fyrir unglinga. 120 bls.
Verð kr. 494.-
HEIÐDÍS NOROFJÖRO
ÆVINTÝRIN
OKKAR
Skjaldborg.
■m
IÆVINTYRUM
Keli köttur
Ævintýrin okkar
í ævintýrum
eftir Heiðdísi Horðfjörð.
Þetta er skemmtileg og góð bók,
tilvalin til að hafa ofan af fyrir litl-
um börnum. Hún er líka bráð-
skemmtileg fyrir fullorðna fólkið.
Bókin er samin með það fyrir
augum að hún sé lesin upphátt.
Sonur höfundar 11 ára gamall
myndskreytti, með bráðskemmti-
legum myndum.
Keli köttur er aðalpersónan í þess-
ari alíslensku barnasögu. Guðni
Kolbeinsson og Pétur Halldórsson
hafa samið hana í máli og myndum.
Keli er heimilisköttur úr Reykjavík
sem lendir í ýmsum spennandi og
skemmtilegum ævintýrum á Þing-
völlum. Þetta er ljúf og lifandi
saga. Bókin er í stóru broti og öll í
litum.
Verð kr. 296.-
Verð kr. 330.-
ath....
Vaka.
Lína og Lalli
geta ekki sofnað
Lína og Lalli fara i afmæli
Nýr bókaflokkur um Línu og Lalla
eftir sænsku listakonuna Gunillu
Hansson,
sem þekkt er um allan heim fyrir
barnabækur sínar. Tilvalin bók
fyrir byrjendur í lestri. Fjöldi
gullfallegra litmynda.
Verðkr. 161.-
Skjaldborg.
Kvöldstund
með pabba
eftir Guðjón Sveinsson.
Teikningar eftir Árna Ingólfsson.
Nýjasta barnabók þessa vinsæla
höfundar sem sigraði fyrir nokkr-
um árum í barnasagnakeppni móð-
urmálskennara. 40 bls.
Verð kr. 370.50
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Norðfjörður
Saga utgerðar
og fiskvinnslu
eftir Smára Geirsson
Bókin fjallar um helstu þætti norð-
firskrar atvinnusögu allt frá þeim
tíma þegar útgerð og fiskvinnsla
varð sjálfstæður atvinnuvegur í
byggðarlaginu. Bókin er gefin út af
Samvinnufélagi útgerðarmanna og
Sfldarvinnslunni hf. í Neskaupstað
í tilefni þess að í fyrra voru fimmtíu
ár liðin frá stofnun fyrrnefnda fé-
lagsins og 25 ár frá stofnun hins
síðarnefnda. Auk Norðfirðinga og
annarra sem til þekkja á Norðfírði
ætti enginn áhugamaður um sögu
sjávarútvegs að láta þessa bók fram
hjá sér fara.