Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 11
10 SÍÐA — Bókablað Þjóðviljans Bókablað Þjóðviljans — SÍÐA 11 Gledjum aðra með góðum bókum ÁRBÓK ÍSLANDS 1982. Hvað gerðist á íslandi 1982, eftir Steinar J. Lúðvíksson. Árbækur íslands geyma ítarlega og skipulega fram- setta samtímasögu íslenskra við- burða í máli og myndum. Vandað- ar og fallegar bækur sem vaxa að heimildargildi með árunum. SÓL ÉG SÁ. Síðara bindi hinna opinskáu endurminninga Stein- dórs Steindórssonar frá Hlöðum. Þessi bók verður örugglega jafn- umtöluð og hin fyrri því Steindór fjallar af sama hispursleysi um menn og málefni og dregur ekkert undan þegar hann segir skoðun sína. ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNA- STUND. 15. bindi björgunar- og sjóslysasögu íslands, eftir Steinar J. Lúðvíksson. Þetta bindi fjallar um árin 1962 og ’63. M.a. er sagt frá því er togarinn Elliði fórst, frá strandi Skjaldbreiðar, mannskaða- veðrinu í apríl ’63 og hrakningum þýska togarans Trave við Vest- mannaeyjar. LANDIÐ ÞITT ÍSLAND, S-T, fjórða bindi, eftir Þorstein Jóseps- son og Steindór Steindórsson. Þetta bindi hefst á orðinu Safamýri og lýkur á Tyrðilmýri. Margir merkustu sögustaðir landsins eru einmitt í þessu bindi sem er prýtt hátt á þriðja hundrað litmyndum. FERÐABÓK SVEINS PÁLSSON- AR 1791—’97. Dagbækur og rit- gerðir ásamt litprentuðum upp- drætti Sveins af Skaftáreldahraun- inu og Eldsveitunum. Það voru þeir Jón Eyþórsson, Pálmi Hannes- son og Steindór Steindórsson sem þýddu Ferðabókina, en Tryggvi Magnússon myndskreytti. LEIÐ TIL BÆTTRAR HEILSU. Matreiðslubók með mörghundruð lúffengum og trefjaríkum réttum. Jónína Benediktsdóttir, leikfimi- kennari Útvarpsins segir: „Þetta er frábær bók fyrir alla þá sem vilja styrkjast og grennast um leið á heilsusamlegan hátt.“ HEIMSSTYRJALDARÁRIN Á ÍSLANDI 1939-1945, eftir Tómas Þór Tómasson. Heimsstyrjaldarárin síðari mörkuðu á margan hátt tímamót í íslenskri þjóðarsögu. Á skömmum tíma sogaðist ísland inn í hringiðu, ekki aðeins styrjaldarátaka, heldur einnig inn í nýtt tímabil sem hafði djúpstæð áhrif á menningu, atvinnu, efnahagslíf og stjómarfar í landinu. í bókinni er rakinn gangur mála allt frá byrjun til enda styrjaldarinnar og m.a. fjallað um atvinnubyltingu í kjölfar hemámsins og sagt frá sambýlinu við her- námsliðið og vandamálum sem því fylgdu. í bókinni er fjöldi ljósmynda og hefur stór hluti þeirra hvergi birst áður. Skýra þær vel efni bókarinnar og veita innsýn í þá þjóðlífsbyltingu sem varð á þessum ámm. Viltu kynnast íslandi stríðsáranna, fá að vita hvað í raun gerðist á bak við tjöldin fýrir og eftir hemám? Þá er þetta bókin. ÁFRAM SKRÖLTIR HANN ÞÓ. Lífsævintýri Páls Arasonar fjalla- bílstjóra í byggðum og óbyggðum. Páll er löngu landsþekktur ævin- týramaður og frumherji í fjallaferð- um. Hann var í hópi þeirra sem fyrstir lögðu á öræfin á bifreiðum. Bókin er sneisafull af sögulegum myndum. TOGARASAGA MAGNÚSAR RUNÓLFSSONAR, skráð af Guð- jóni Friðrikssyni. Þetta er saga ís- lensks afreks- og aflamanns og jafriframt saga gömlu síðutogar- anna. „Það er saltlykt og tjöruang- an af þessari togarasögu," segir Erlendur Jónsson í ritdómi í Mbl. Bílar á íslandi í myndum og máli 1904-1922 KKISTJXN SNI-I ANO BÍLAR Á ÍSLANDI1904-1922 í MYNDUM OG MÁLI, eftir Kristinn Snæ- land, en hann er kunnur áhugamaður um gamla bíla og sögu þeirra. Krist- inn tók bókina saman að frumkvæði Fombílaklúbbs íslands. í bókinni er greint frá innreið bílanna í landið og hvemig þeir festu sig hér í sessi og hvemig bylting varð í samgöngumálum þjóðarinnar með tilkomu þeirra. í bókinni er mikill fjöldi gamalla ljósmynda sem margar hverjar hafa hvergi birst áður, en sérstætt samspil mynda og meginmáls varpa ským og skemmtilegu ljósi á þessi bemskuár bílanna á íslandi. Ef nútímamál úr heimi bílanna væri notað um þessa bók, þá mætti segja að það sé SPYRNA SPJALDANNA Á MILLI í þessari bók. GUÐLAUGS SAGA GÍSLASON- AR - ENDURMINNINGAR FRÁ EYJUM OG ALÞINGI. Guðlaugur segir frá uppvexti og afskiptum af bæjarmálum í Eyjum, kynnum sín- um af Ólafi Thors, Bjama Bene- diktssyni og fleiri stjómmála- mönnum og fjallar opinskátt um andrúmsloftið í þingflokki sjálf- stæðismanna 1959—1978. HORNSTRENDINGABÓK - hið sígilda þriggja binda ritverk Þór- leifs Bjamasonar. Nú með fjölda nýrra litmynda, auk hinna sögu- legu mynda frá síðustu ámm byggðar á Homströndum. Hér seg- ir frá mannlífi og harðri lífsbaráttu, sérstæðri menningu og einkenni- legum háttum. FJALLAMENNSKA, eftir Ara Trausta Guðmundsson og Magnús Guðmundsson. Þetta er ekki bara bók fyrir þá sem vilja klífa hæstu tinda og jökla, heldur einnig fyrir hina sem hyggja á venjulegar gönguferðir. Bent er á hvemig eigi að vaða ár, forðast snjóflóð o.fI. Fjöldi skýringarmynda. LÆRIÐ AÐ KAFA er alhliða kennslubók í köfún sem Gunnar Karl Guðjónsson hefur þýtt úr sænsku, en bókin er gefin út að frumkvæði Slysavamafélags ís- lands. Efrii bókarinnar er mjög skipulega uppsett og fjöldi frá- bærra mynda eykur skilning les- andans. -------- _ i-m £-410 £-ioo HJÓMMNÖA MARGRETAR ÞORBJARGAR OG THORSJENSEN *Xabóka kvnning Arnarog ör/yg ELLEFU LÍF — endurminningabók Brynhildar Georgíu Bjömsson skráð af Steingrími Sigurðssyni. Hér er um að ræða bók sem teljast verður ein- stök meðal æviminningabóka, fyrst og fremst vegna þess að sú er segir frá, Brynhildur Georgía Bjömsson, bamabam fyrsta forseta íslands, hefur lifað stórbrotnara og ævintýraríkara lífi en flestir aðrir. Hún hefur lifað af tvær morðárásir, tvisvar orðið skipreika og á að baki fjögur hjónabönd. Sem unglingur kynntist hún miskunnarleysi og grimmd seinni heimsstyrjaldar- innar eins og hún var verst. Að lokinni hverri orrustu hennar hefúr ný tekið við og spumingunni um sigur eða tap getur hún best svarað sjálf og gerir raunar í bókinni. VARSTU AÐ FÁ HANN? Sautján kunnir laxveiðimenn segja Guð- mundi Guðjónssyni blaðamanni frá ævintýrum sínum og hafa af mörgu að taka. Glímurnar við stórlaxana eru oft strangar og veiðisögur lygilegar þótt þær séu sannar. TÖLVUR — lýsing á tölvum og tölvutækjum í litum fyrir byrjend- ur á öllum aldri, eftir Brian Reffin Smith í þýðingu Páls Theódórs- sonar eðlisfræðings. Útskýrt er á einfaldan hátt hvernig tölvur vinna. Innri gerð tölvanna er út- skýrð og notkun þeirra, allt frá tækni og vísindum til leikja og listhönnunar. BLYANTA-, BLAÐA- OG ORÐA- LEIKIR, eftir Svend Novmp í bókaflokknum SPILABÆKUR ARNAR OG ÖRLYGS. Kenndir em leikir sem veitt geta bæði yngri og eldri mikla ánægju og dægradvöl. Allt sem þarf er blað, blýantur, hugmynda- flug og keppnisskap. NIÐJATAL HJÓNANNA MARGRÉTAR ÞORBJARGAR OG THORS JENSEN. Tómas Hall- grímsson skráði. í ritinu er getið 250 afkomenda hjónanna og maka þeirra og er þar að finna ítarlegar upplýsingar um hvern og einn. Thor var mikill athafna- og fram- kvæmdamaður og böm þeirra hjóna flest þjóðkunn. ÖRN&ÖRLYGUR Síðumúla 11, simi 84866 ÍSLANDSMETABÓK ARNAR OG ÖRLYGS, eftir Steinar J. Lúðvíksson fjallar um margskonar atriði sem telja má sérstæð íslandsmet og snerta landið, mannlífið og náttúruna. Hér kennir margra grasa og fást svör við ýmsum spurningum um ÍSLAND og ÍSLENDINGA. Hvað var fyrst — síðast, stærst — minnst, hæst — lægst, breiðast — mjóst, yngst — elst, best — verst, grynnst — dýpst, lengst — styst o-s.frv. BLYáNTk BLAÐKOG ORÐMSlKm Spll8b»K»« Arnar og örfyg* SteÍnarlLúóvfksson íslands vww?°í ogOrtygs Arnav

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.