Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983 Áhœttulaus leikur að ástum er léleg dægradvöl. Priscilla Craven „Hœg er leið til helvítis“ Hjálmar Jónsson frá Bólu verð- ur ávallt talinn með Höfuðsnill- ingum hins bundna orðs. Ævi hans var samt ekki dans á rósum eins og vel kemur fram í-vísum hans og kvæðum. Hér eru nokkur dæmi: Sálarskipið Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við andviðri freistinganna. Sérhverjum undan sjó ég slœ, svo að hann ekki fylli, en á hléborðið illa rœ, áttina tœpast grilli. Ónýtan knörrinn upp á snýst, aldan þá kynnung skellir, örvœntingar því ólgan víst inn sér um miðskip hellir. Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskœr og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. Um sjálfan sig Fyrr var stóra furan keik, fjörg við ergjar harðar. I baki hokin barrlaus eik beygjist nú til jarðar. Hjálmar datt Oft hefur heimsins gálaust glys gert mér ama úr kœti. Hœg er leið til helvítis, hallar undir fæti. Bréf Þórbergs Þórðarsonar til Sólu komin út á bók: Ást í meinum í 14 ár Dóttir þeirra gefur bókina út Guðbjörg Steindórsdóttir, tæplega sextug ekkja í Kópavogi, hefur nú gefið út 51 ástarbréf Þórbergs Þórðarsonar tilSólrúnar Jónsdóttur, móðurhennar, er hann skrifaði á árunum 1922-1931. Þeim var meinað að eigast en Þórberg- ur vissi alla tíð að Guðbjörg var dóttir hans og liggur fyrir yfirlýsing frá báðum foreldrum því til staðfestingar. Bókin heitir Bréf til Sólu og er gefin út til að undirstrika rétt Guðbjargar til að fá skráð sitt rétta faðerni en dómstólar hafa ekki fengist til að viðurkenna það. Formála fyrir bókinni skrifað Indriði G. Þorsteinsson og lýsir hann þar þessari furðu- legu sögu og þeim tilviljunum sem urðu til þess að bréfin glötuðust ekki. Þar segir m.a.: Kynni Sólrúnar og Þórbergs hófust á ár- inu 1918, og stóðu þá í ár eða svo. Sumarið 1919 giftist Sólrún Steindóri Pálssyni úr Sel- vogi. Hann var sjómaður og vann á togur- um og var oft langdvölum að heiman. Virð- ist sem skjótt hafi skipast um mál Þorbergs og Sólrúnar að þessu sinni. Þeir eru ekki orðnir margir, sem þekktu til þessara atburða, og ástarsambandsins sérstaklega, enda fór það alltaf mjög leynt. Vitneskjan um það tengdist aðeins nánum vinum og fjölskyldum þeirra. Þrátt fyrir að Sólrún virðist hafa horfið með öllu úr lífi Þórbergs við giftinguna, tóku þau upp kynni sín að nýju þremur árum síðar. Stóðu þau kynni með litlum uppihöldum allt fram að árinu 1932. Steindór Pálsson andaðist úr óðatæringu 24. mars 1924. Nokkru áður, 29. febrúar 1924, eignaðist Sólrún'dóttur, sem látin var heita Guðbjörg. Þórbergur vissi að Guðbjörg var dóttir hans allt frá því að Sólrún gekk með hana, enda lagði hann fé með henni til þess tíma að hann gifti sig á haustmánuðum 1932“. Indriði sagði. á blaðamannafundi á fimmtudag að þessi bréf upplýstu meira um höfundinn en flest annað sem hann hefur skrifað. Mörg af kvæðum hans.í Hvítum hröfnum eru ort beint í tilefni af ástarsam- bandi hans við Sólu og Elskan hans í íslensk- urri aðli er inspíreruð af henni þó að önnur stúlka, sem bjó um tíma í Bergshúsi hafi hingað til verið álitin elskan hans. En hvers vegna fengu þau Sólrún ekki að eigast? Guðbjörg Einarsdóttir, móðir Sól- rúnar, var aðventisti og hafði lent í miklum raunum í sínu einkalífi. Og Indriði segir í formálanum: „Henni var ákaflega umhugað um að dætur hennar lentu ekki í hrakningum og ættu trygga framtíð. Af þeim ástæðum er ljóst að Þórbergur var næsta óráðinn elsk- hugi í hennar áugum, kunni enga iðn og gekk um bæinn sem skáld og spekingur. Það hefur aldrei þótt stórt búsílag á ís- landi“. Strax og kynni Sólrúnar og Þórbergs hófust snemma árs 1918 sýndi Guðbjörg Þórbergi fulla hörku. Það var verið að brjóta á móti framtíðarvon dótturinnar. Hins vegar kunni skáldið manna best að lýsa þrengingum sínum í ljóði, sem birtist í Hvítum hröfnum árið 1922. Til skýringar á þessu ljóði skal þess getið, að Guðbjörg var í söfnuði aðventista. Það var Steindór Páls- son einnig. Sólrún hafði sótt samkomur með móður sinni, en hún mun aldrei hafa verið virk í söfnuðinum. Um úrslit ástamála sinna sumarið 1919, þegar hann horfði á eftir elskunni sinni inn í hjónabandið, orti hann í þriðja kafla Munarljóða: Ég elskaði forðum yngismey, svo undraföla’á kinn, og hún kvaðst œtla’að eiga mig, eina geislann sinn. En þá kom trúfífl sunnanmeð sjó og sagði: Gœttu þín, því höggormar og fjandafans þig fífla, góða mín. Hún fann það brátt hin föla mœr, að fjandinn bjó í mér. Með heimskum leirhaus lagðist hún og lifði guð og sér. Hér ber á nokkrum sársauka út af þeim slitum, sem urðu á milli Sólrúnar og hans eftir fyrstu kynni þeirra.“ Bréf til Sólu eru kynnt þannig aftan á kápu bókarinnar: „Þessi bréf eru ástarbréf og eiga engan sinn líka í íslenskum bókmenntum. Enda eru þau varðveitt fyrir undarlega tilviljun, eins og glöggt kemur fram í inngangi Ind- riða G. Þorsteinssonar fyrir bókinni. Og þessi bréf segja ástarsögu sem er bæði falleg •og fagurlega skráð. Og sú saga á vafalaust eftir að valda lesendum ýmsum heilabrot- um. Sóla og Þórbergur unnust hugástum, það sjáum við glöggt af bréfunum. En hvers vegna auðnaðist þeim ekki að njótast? „Bagga mín. Þetta er svo löng saga,“ sagði Sóla við Guðbjörgu dóttur sína, þegar hún gekk á hana um sambandsslitin. Að öðru leyti er máli hulið þögn af hennar hálfu. Guðbjörg er dóttir Sólrúnar og Þórbergs og hafa báðir foreldrar hennar skilið eftir yfir- lýsingu því til staðfestingar. En hún hefur ekki fengið það viðurkennt af dómstólum. Eru þau undarlegu mál skýrð hér og rakin í inngangi fyrir bréfunum og málsskjöl og dómsniðurstöður birtar í bókarlok.“ -GFr Rcykjavikurhöfn. Uttí Slgf Kyraundsaon, HeyUjavik. Póstkortið að þessu sinni sýnir útsýn frá Landakoti eða Geirs- túni yfir Reykjavíkur- höfn og eru mörg segl- skip í höfninni. Húsið fremst fyrir miðju er svokallað Doktorshús sem lengi stóð síðar við Ránargötu en hefur nú verið rifið fyrir allmörgum árum. Gömlu bæirnir í Grjótaþorpi til hægri. Sigfús Eymundsson tók my ndina og gaf kortið út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.