Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 27
Helgin 17.-18. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Fjölmörg samtök sameinast um áskorun: Gefið ekki stríðsleikfong Reykvikingar, sem leggja leið sína í miðbæinn í dag, geta vænst þess að fá í hendur dreifimiða með áskorun um að kaupa ekki stríðs- leikföng til jólagjafa. Fjölmörg samtök hafa tekið sig saman um þessa áskorun og er kjörorð þeirra Stríð er ekki leikur. Á dreifimiðan- um er m.a. bent á að á síðastliðnu ári hafi 18 miljónir barna soltið í hel og á síðastliðnum 20 árum hafa 11 miljónir farist í styrjöldum. Ef hægt væri að stöðva hergagna- framieiðsiu heimsins í 6 daga hefðu allir jarðarbúar nægilegan mat og drykk og 200 miijónir barna gætu gengið í skóia. Áskorun sem þessari hefur áður verið beint til foreidra og forráða- manna barna, en að þessu sinni hef- ur tekist mjög víðtæk samstaða um þessi mál. Þeir sem starfað hafa að undirbúningsvinnu vegna þessarar aðgerðar eru eftirtaidir aðilar: Kennarasamband ísiands, Kvenfé- lagasamband íslands, Friðarhópur einstæðra foreldra, Friðarhópur fóstra, Friðarhópur kvenna innan Samtaka herstöðvaandstæðinga, Friðarhópur þjóðkirkjunnar, Friðarhreyfing ísienskra kvenna, Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá og Samtök ís- lenskra eðlisfræðinga gegn kjarn- orkuvá. - hól Helgi Olafsson skrifar um einvígin Kasparov sigraði í • / • emviginu Garrí Kasparov vann í na>r- Garrí Kasparov vann í gaer- kvöldi auðveldan sigur í 11. skák einvígislns við Viktor Kortsnoj. Með því tryggði hann sér sigur í einvíginu og teflir að öllum líkindum við Vasily Smyslov í síðasta hluta áskor- endakeppninnar. Viktor Korts- noj hugðist greinilega ná fram flækjum í skákinni við Kasparov í gær. Hann lenti þó snemma í miklum þrengingum og varð að leggja niður vopnin eftir hnit- miðaða taflmennsku Kaspar- ovs. Þegar Kortsnoj rétti fram höndina í 32. leik til merkis um uppgjör brutust út mikil fagnað- arlæti í skáksalnum í London. Skákin fer hér á eftir. Vegna mikilla þrengsla í blaðinu er at- hugasemdum sleppt: 13. Rx6 Dc7 14. Be3 Bb7 15. Bd4 Hfe8 16. a4 bxa4 17. Bxc5 dxc5 18. Dxa4 Rd7 19. Db3 Bxc6 20. dxc6 Rb6 21. Hab1 Hab8 22. Da3! c4 23. Hfc1 Bxc3 24. Dxc3 Hxe2 25. Dd4! a5 26. Hb5 a4 27. Bf3! Hee8 28. Dc5 De7 29. c7 Dxc5 30. Hxc5 Hbc8 31. Bb7 Rd7 32. H5xc4 - og hér gafst Kortsnoj upp. 11. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Viktor Kortsnoj Benoní-byrjun 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 b5!? 6. Bg2 d6 7. b4! Ra6 8. bxc5 Rxc5 9. Rf3 g6 10. 0-0 Bg7 11. Rd4 0-0 12. Rc3 a6 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh Lokastaðan: Garrí Kasparov - Vlktor Kortsnoj 7-4. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þorvalda Hulda Sveinsdóttir Hellisgötu 21, Hafnarfiröi, lést á Sólvangi Hafnarfirði aðfaranótt 16. des- ember. Baldur Guðmundsson Gylfi Guðmundsson Helgi Guðmundsson Kristín Guðmundsdóttir og barnabörn. Alda Vilhjálmsdóttir Guðrún Jónsdóttir Ragnheiður Benediktsdóttir Bjarni Hauksson ........] æfingagattar ( Val ólympíuleikanna íLosAnge/es V ; Minjagrípir ) ensku j fé/aganna Verð frá kr. 559. Margir litir peysur buxur sokkar Verð frá 545.- Verð frá 245.- Stærðir frá 25 Margar gerðir Gerið verðsamanburð Póstsendum Ath. Við höfum ppnað nýja verslun að Laugavegi 69 - sími 11783 Klapparstíg 44 Reykjavík Sími 10330 Laugavegi 69 Reykjavík sími 11783 Ath. Mjög gott verð V PI’Tifl' æfingaskór æfingatöskur j ■ . * I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.