Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgiii 17.-18. desember 1983 fréttaskýring Kjötsmyglið Hvað dvelur rannsóknina? í apríl árið 1982 fór þáverandi landbúnaðarráðherra Pálmi Jónsson þess á leit við Rannsóknarlögreglu ríkisins að hún kannaði hvað hæft væri í þeim þráláta orðrómi að stórfeli- du magni af erlendu kjöti væri smyglað til landsins. Hafi einhver rannsókn verið framkvæmd, þá hefur að minnsta kosti ekkert gerst í henni einsog atburðarás síðustu daga gefur til kynna. Reyndar bendir flest til þess að Rannsóknarlögreglan hafi alls ekkert gert í máiinu fyrr en hún hefur „frumrannsókn“ síðustu daga. Stéttarsamband bænda ályktar á fundi sl. haust að máiið verði tekið föstum tökum. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins bregð- ur hart við og sendir landbúnað- arráðherra, sem jafnframt er dómsmálaráðherra bréf, þarsem farið er fram á að hann beiti sér fyrir rannsókn málsins. Bréfið var sent í septembermánuði. Hins vegar bregður svo við nú um miðjan desember, að Jón Helga- son dómsmálaráðherra og land- búnaðarráðherra, kannast ekki við neitt bréf frá Framleiðsluráði landbúnaðarins! Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda segir í viðtali við Þjóðvilj- ann á fimmtudag að Framleiðslu- ráðið „óskaði eftir því £ septemb- er með bréfi til landbúnaðarráð- herra sem jafnframt er dóms- málaráðherra að kannað yrði hvort orðrómur um smygl ætti við rök að styðjast“. Móttakandi bréfsins Jón Helgason segir í við- tali við blaðið sama dag: „Ég hef ekkert fengið um þetta mál frá Framleiðsluráði“. Þetta segir ráðherrann ítrekað. Enn hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að ráðherrann hafi ekki fengið bréfið. Þetta er nú einung- is ein mótsögn af ótalmörgum í þessu máli, sem þó er vert að vekja athygii á. Eftir að Framleiðsluráðið hafði sent dómsmálaráðherra bréfið í september gerðist ekkert af þess hálfu fyrr en 29. nóvem- ber í fyrra mánuði. Þá er Rannsóknarlögreglu ríkisins af- hent kæra frá Framleiðsluráði landbúnaðarins með rökstuðn- ingi. Lögfræðingurinn sem gekk frá kærunni fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins og er lögfræðing- ur bændasamtakanna, segir ekk- ert fara á milli mála, hér sé um kæru að ræða. Þá bregður svo við að Ingi Tryggvason formaður Stéttasambands bænda reynir að gera lítið úr málinu „ekki kærur heldur þrálátur orðrómur", segir hann í viðtali við Tímann. Og við Þjóðviljann sagði hann: „Þið eigið ekki að dylgja svona í dag- blaði“. Og sjálf Rannsóknarlögregla ríkisins, sem nú hafði fengið óvenju rúman tíma til að kanna málið - eða allt frá því Páimi Jónsson sendi henni beiðnina í apríl á síðasta ári, sagði í viðtali við Þjóðviljann á fimmtudag að hún hefði hafið byrjunarkönnun á málinu! Þegar embættismenn sem ættu að vita um þessi mál eru spurðir nú, eftir að málið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum nokkra daga, hvort þeir þekki til þess, koma þeir af fjöllum. Páll A. Pálsson yfirdýrlæknir hafði ekki heyrt um málið á fimmtudag, þó það hefði þá verið nokkra daga til umfjöllunar. Rannsóknarlög- reglan hefur semsagt ekki leitað til yfirdýralæknis til að fá faglegt mat á þessu smygli. Yfirkjöt- matsmaður ríkisins, Andrés Jó- hannesson sagði í viðtali í gær að Rannsóknarlögregla ríkisins hefði aldrei leitað álits hans. Við hverja hefur þá Rannsóknarlög- regla ríkisins talað til að fá upp- lýsingar um kjötsmygl frá því hún fékk bréfið frá Pálma Jónssyni landbúnaðarráðherra í apríl í fyrra? Alla vega ekki við áðurn- efnda fagmenn. Rannsóknariögreglunni hefur ekki dottið í hug að ræða við áð- urnefnda fagmenn um málið. Og afþví rannsókn málsins er aðeins á „byrjunarstigi“ eftir allan þenn- an tíma, þá væri hægt að leyfa sér í allri hógværð að benda embætt- inu á að rabba við þá sem þekkja til f eldhúsunum á stórum veitingastöðum og skipunum. En hugmyndaflugið hleypur víst áreiðanlega ekki með það emb- ætti frekar en önnur viðkomandi í gönur. Víst er að nógu margir hafa orðið til að hafa samband við Þjóðviijann síðustu daga til að staðfesta þennan þráláta orðróm. Tveir matreiðslumenn segja á fimmtudaginn, en þeir unnu báð- ir á Hótel Sögu, að allan þann tíma sem þeir unnu þar hafi arg- entínskt nautakjöt verið á boð- stólum, og dönsk skinka. Og fleiri hafa sagt frá stórfelldu kjötsmygli í dagblöðunum þessa dagana. A meðan undirritaður er að hamra þessa fréttaskýringu, er hringt. Maður sem var birgða- vörður á Hótel Sögu fyrir rúmum áratug. í birgðageymslunni, segir hann, var nær einungis nautakjöt vel pakkað og merkt framleiðslu- landinu, Argentínu. Ég sá aldrei annað en danska skinku meðan ég vann þarna, segir sami maður. Og svona verða margir til að segja gerrfrá en viðkomandi yfir- völd og embætti virðast fær um. Bændasamtökin, þe. Stéttar-' samband bænda og Búnaðarfél- agið ráku veitingareksturinn á Hótel Sögu þartil fyrir rúmu ári. Hótelstjórinn og núverandi fram- kvæmdastjóri Bændahallarinnar var þá einnig veitingastjóri. Er hér komin skýringin á sluxi og sinnuleysi ýmissa yfirvaida vegna þessarar ákæru um smygl á kjöti sem nær til margra ára aftur í tím- ann? Þeir sem hafa haft samband við dagblöðin til að staðfesta orð- róminn um smyglið, segjast ekki geta gert það undir nafni. Hér er yfirleitt um fagmenn að ræða og þeir segja að nær alls staðar sem kjöt er haft um hendur í einhverj- um mæli, sé einnig smyglað kjöt. Ef þeir kæmu fram undir nafni í blöðunum ættu þeir á hættu að fá ekki vinnu. En rannsóknaraðilj- um ætti að vera jafn vel í lófa lagið að fá lýsingar á smyglinu einsog fjölmiðlum, - eða er svo komið að lögreglunni sé ekki treyst fyrir nafnlausum upplýs- ingum? Jón Þórarinsson lögfræð- ingur Framleiðsluráðs landbún- aðarins segist hafa rekið á eftir því við Rannsóknarlögregluna að rannsókn yrði hafin. Og vert er að benda á ummæli matreiðslu- mannsins sem segir í viðtali við Þjóðviljann sl. fimmtudag, að hann hafi á tilfinningunni eftir að hafa rætt við Rannsóknarlögregl- una, að viðkomandi yfirvöld ætli sér ekki að gera neitt í þessu máli. Er ekkert skipu- lag? Kjötsmyglið varpar ljósi á Óskar Gu&mundsson skrifar furðulegt skipulag kjötmála í þjóðfélaginu. Þannig kemur í ljós að hvergi eru tii upplýsingar um það hvað verður um nautakjötið sem framleitt er í landinu. Það fer í þrjá staði; í verslanir, veitinga- hús og í kjötvinnslu. Hvergi liggur fyrir hvað fer tii hvers. Hins vegar liggja fyrir upplýsing- ar um það hve mikið magn er framleitt af nautakjöti í landinu og hve mikið selt, þ.e. af inn- lendu nautakjöti. í ljós kemur að salan hefur dregist saman á und- anförnum árum, þrátt fyrir að- veitingastöðum hafi fjölgað Veitingahúsin telja vart annað kjöt brúklegt til matreiðslu en bestu hluta nautakjöts úr Stjörnuflokki og svonefndum UN 1. flokki. Með Ifkinda- reikningi er talið að um 20 tonn af þessu kjöti sé framleitt í landinu. í fréttatilkynningu Loftleiðahótelanna sl. fimmtudag segir að hótelin hafi keypt 47 tonn af unnu íslensku nautakjöti. í gær hafði hótelið samband við blaðið og bað um leiðréttingu á fréttatilkynningu sinni, þess efnis að hótélin hefðu keypt 47 tonn af „óunnu“ nautakjöti en ekki unnu. Margir segja að yfirvöld hafi séð í gegnum fingur sér við meint kjötsmygl vegna þess að fram- leiðslan innanlands hafi ekki ver- ið £ neinu samræmi við eftirspurn og markaðsþarfir. Veitingahúsin og verslanir hafi m.a. þess vegna brugðið á það ráð að kaupa smyglaða kjötið og halda þvf fyrir utan opinberu pappiranna. Neð- anjarðarhagkerfið blómstri £ þessum viðskiptum. Og margir verða til þess að segja að kjöt hafi tekið við af brennivininu sem vinsælasti smyglvarningurinn. Hér hefur verið drepið á nokkra þætti kjötsmyglsins en öðrum sleppt. Alvarlegast er máske, að hér er verið að bjóða hættum heim af sýktu kjöti. „Þetta er mestan part þriðja flokks argentískt nautakjöt keypt á mörkuðum £ Amsterdam og á meginlandi Evrópu“, sagði einn sem þekkir til og vildi ekki láta nafns sins getið. Jón Helgason dómsmálaráðherra er sem slikur æðsti yfirmaður lögreglu og dómsrannsókna f landinu. Sami maður er landbúnaðarráðherra og sem slfkur er hann æðsti yfir- maður kjötmála og heilbrigðis- mála landbúnaðarvöru £ landinu. Þess er vænst að hann haldi áfram að veita undirmönnum sinum snaggaralegt aðhald £ framhaldi stærsta kjötsmyglsmáls sem vitað er um hér á landi. p itst jjornargreí n Geir lcetur Island skerast úr leik Það er ekki tíska á okkar dögum að agnúast út í friðinn. Allir telja sig friðarsinna og frið- flytjendur. Lika Morgunblaðið og oddvitar Sjálfstæðisflokksins. En orð eru eitt og gerðir ann- að, eins og sannast enn og aftur siðustu daga. Frysting Það var verið að fjalla um til- lögu Mexikó og Sviþjóðar um frystingu kjarnorkuvopna á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Þessi tillaga nýtur mikils fylgis, eins og fram hefur komið. Meir að segja tvö Natórfki, Dan- mörk og Grikkland, hafa lýst yfir stuðingi við hana. En Islendingar, sem eru oft að stæra sig af þvf að vera vopnlaus þjóð, þeir eru ekki með. Sam- kvæmt vilja Geirs Hallgrímsson- ar utanrikisráðherra er ákveðið að ísland sitji hjá við þessa at- kvæðagreiðslu. Þingmenn stjórn- arandstöðunnar hafa að vonum gagnrýnt þessa málsmeðferð harðlega á þingi nú í vikunni: al- þingi er ekki gefinn kostur á að láta álit sitt í ljós og móta stefnu sem borin væri fram í nafni ís- lensku þjóðarinnar. Geir og Sjálfstæðisflokkurinn segja nei. Natóvináttan gildir. Eldflaugar Ekki stóð Geir Hallgrímsson sig betur þegar utanríkisráðherr- ar Natóríkja komu saman á fund í síðustu viku. Hann greiddi at- kvæði með tafarlausri uppsetn- ingu meðaldrægra kjarnorku- flauga í Vestur-Evrópu. íslend- ingarnir voru, eins og bent var á í umræðunni, þar með komnir í sveit með þeim sem treysta á að leysa megi svonefnd öryggismál með því að bæta enn við kjarn- orkuvopnaforðann. Geir Hall- grímsson treystir sér ekki til að taka afstöðu með fulltrúum þeirra Natóríkja sem eru efins um visku slíkrar þróunar - eins og utanríkisráðherra Danmerkur, Grikklands og Spánar. Ekki frek- ar en hann áræðir ekki að taka afstöðu með meira en 120 ríkjum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem samþykktu fyrr- nefnda tillögu Svíþjóðar og Mex- íkó gegn 13 mótatkvæðum. Vond sérstaða Þetta mál er allt hið furðuleg- asta. Ekki síst þegar til þess er tekið hve einangruð stjórn Reag- ans er i raun og veru í þeirri stefnu sinni að treysta á kjarnorkuvönd- inn sem ráð til að skáka Sovét- mönnum í pólitísku tafli. Eins og ýmsir sérfræðingar, ekki síst bandarískir, hafa margsinnis bent á, þá hefur það aldrei tekist - ekki heldur á þeim dögum þeg- ar Bandaríkin höfðu mikla yfir- burði yfir Sovétmenn í kjarnork- uvígbúnaði. Á hinn bóginn er enginn skortur á hugmyndum og greinargerðum eftir fyrrverandi bandaríska hermálaráðherra, sendiherra og CIA-stjóra, sem lýsa því yfir, að kjarnorkuvígbún- aður sé löngu kominn í ógöngur, að kjarnorkuvopn séu „gagnslaus í hernaði“ eins og Robert McNamara orðar það, og að best iVæri að reyna að snúa þróuninni við með róttækum hætti - t.d. með því að fækka umsvifalaust kjarnorkuvopnum í Evrópu um helming. En eins og oft er hér tekið fram í blaðinu: Morgunblaðið og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa undarlega sérstöðu í friðarmálum. í þeim Árni______ Bergmann skrifar herbúðum eru það friðarhreyf- ingarnar sem eru tortryggilegar og háskalegar - hvort sem hlut eiga að máli konur, kirkjunnar menn, vísindamenn, listamenn eða aðrir. Öll þau umsvif hafa einkennilega æsandi og neikvæð áhrif á hinn íslenska hægriflokk. Og í stað þess að taka þátt í þrýst- ingi á risaveldin til að þau snúi aftur að samningaborði trúir þessi flokkur á þéttari sprengju- skóg í hinni þéttsetnu Evrópu. Kannski fáum við að heyra fleiri raddir úr þeim flokki manna sem eru jafnvel reiðubúnir til að taka undir við þingmanninn og rit- stjórann sem taldi það fyrir skömmu hugleysi í íslenskum Natóvinum að mæla með nýjum kjarnorkueldflaugum annars- staðar en vilja ekki sjá slíkt góss hér heima? ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.