Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983 FRA ÞORBERGl ÞORÐARSYNI SKRIFUÐ 1922 - 1931 Þessi bréf eru ástarbréf og eiga engan sinn líka í íslenskum bókmenntum. Enda eru þau varðveitt fyrir undarlega tilviljun, eins og glöggt kemur fram í inngangi Indriða G. Þorsteinssonar fyrir bókinni. Og þessi bréf segja ástarsögu sem er bæði falleg og fagurlega skráð. Og sú saga á vafalaust eftir að valda lesendum ýmsum heilabrotum. Sóla og Þórbergur unnust hugástum, það sjáum við glöggt af bréfunum. En hvers vegna auðnaðist þeim ekki að njótast? „Bagga mín. Þetta er svo löng saga“, sagði Sóla við Guðbjörgu dóttur sína, þegar hún gekk á hana um sambandsslitin. Að öðru leyti er málið hulið þögn af hennar hálfu. Guðbjörg er dóttir Sólrúnar og Þórbergs og hafa báðir foreldrar hennar skilið eftir yfirlýsingar því til staðfestingar. En hún hefur ekki fengið það viðurkennt af dómstólum. Eru þau undarlegu mál skýrð hér og rakin í inngangi fyrir bréfunum og málsskjöl og dómsniðurstöður birtar í bókarlok. Dreifing: AB Skemmuvegi 36, Kópavogi. Sími 73055. QT 12 Sharp Létt og meðfæranlegt feröatæki. Fæst í rauöu. FM steríó, SW/MW/LW. 220V AC — 6V DC. Verd kr. 7.740.- SHARP góðir ferðafélagar sem taka Rás 2 GF5454 Sharp ferðatæki, 2x4,8W. FM steríó, SW/MW/LW. Meö sjáifvirkum lagaleitara. 220V AC—9V DC. Verö kr. 8.560.- QT-37HD QT-37HG QT 37 Sharp feröatæki m. lausum hátölurum. 2x6W. FM steríó, SW/MW/LW. 220V AC — 12V DC. Meö sjálfvirkum laga- leitara „Dolby Metair o.fl. Verð kr. 10.940.- GF4747 Sharp Steríó ferðatæki 2x3,4W. FM steríó, SW/MW/LW. 220V AC — 9V DC. Verð kr. 6.250.- HLJÖMBÆR ^®SiííÉ« HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI R,Y^R,fJnnnÖTU 103 oiMi yyy HELSTU UMBOÐSMENN: Portiö. Akranesi Kaupf. Borgfirðinga Sería, ísafirði Álfhóll, Siglufirði Skrifstofuval, Akureyri Kaupf. Skagf. Sauðárkróki Radíóver, Húsavík Ennco. Neskaupstað Eyjabær, Vestm.eyjum M.M., Selfossi Fataval, Keflavík Kaupf. Héraðsb. Egilsstöðum Endurminningar Thors Jensens Almenna bókarfélagið hefur sent frá sér Minningar Thors Jensens í tveimur bindum skrásettar af Valtý Stefánssyni ritstjóra. Þetta er 2. prentun Minninganna, en fyrrí prentunin kom út 1954 og 1955. Thor Jensen var sá einstaklingur sem lagt hefur einna drýgst af mörkum til atvinnumála Islend- inga á þessari öld. Hann var kunn- astur fyrir útgerðarfélagið Kveld- úlf sem hann stofnaði með sonum sínum 1912 og rak, þannig að Kveldúlfur var um áratugi stærsta og glæsilegasta útgerðarfélag landsins. Thor Jensen rak einnig lengi bú- skap og var bú hans á Korpúlfs- stöðum hið stærsta hér á landi á seinni öldum. Fyrri hluti minninganna nefnist Reynsluár og síðari hlutinn Fram- kvæmdaár. Bækurnar eru með fjölda mynda bæði af mannvirkjum, tækjum og þó eink- um af fjölskyldumeðlimum og samstarfsmönnum Thors Jensen. Fyrra bindið, Reynsluár er 246 bls. að stærð og síðara bindið, Framkvæmdaár 264 bls. Kindakjöts- framleiðslan 823 tonnum minni en í fyrra í haust nam slátrun hjá Sam- bandskaupfélögunum 632 þús. fjár. Kjötið 9.451 tonn. Áætlað er að þessi tala sé um 73% af allri slátruninni. Hjá öðrum slátur- leyfishöfum hafi þá verið slátrað 234 þús. fjár og kjötið 3.496 tonn. Alls var því slátrað 866 þús. fjár, dilkum og fullorðnu og nemur kjötframleiðsan 12.947 tonnum. - Þetta er nokkru minna en í fyrra. Þá var slátrað 942 þús. kindum og kjötið var 13.770 tonn. Kindakjöts- framleiðslan í ár er því 823 tonn- um minni en í fyrra. -mhg Feðrabók af kennurum Út er komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, bókin Faðir minn - Kennarinn, sem Auðunn Bragi Sveinsson skólastjóri hefur safnað efni í. í bókinni eru fjórtán þættir um landskunna kennara, sem allir hafa haft mikil áhrif í uppeldis- og fræðslur lálum þjóðar- I innar. Þættirnir eru skráðir af [ börnum þeirra og er þessa þætti að fínna í bókinni: Gísli R. Bjarnason eftir Kristin Gíslason; Kristján Júlíus Jóhann- esson eftir Andrés Kristjánsson; Sigurjón Jóhannsson eftir Katrínu Bryndísi Sigurjónsdóttur; Steinþór Jóhannsson eftir Bryndísi Steinþórsdóttur; Magnús Péturs- son eftir Ingibjörgu R. Magnús- dóttur; Friðrik Hansen eftir Emmu Hansen; Ingimar Hallgrímur Jó- hannesson eftir Sigríði Ingimars- dóttur; Jóhannes Guðmundsson eftir Sigurjón Jóhannesson; Hall- dór Sölvason eftir Þórhildi Hall- dórsdóttur; Jóhann Þorsteinsson eftir Kjartan Jóhannsson; Helgi Ólafsson eftir Gizur í Helgason; Guðmundur Þorláksson eftir Stellu Guðmundsdóttur; Benedikt Guðjónsson eftir Brynju Kristjönu Benediktsdóttur; Ólafur Hansson eftir Gunnar Ólafsson. Skuggsjá hefur áður gefið út fimm hliðstæðar bækur um lækna, bændur, skipstjóra, presta og skólastjóra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.