Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983 f ram 09 sHed lit Apar í Reykjavík „Frá mörgu er að segja“ heitir gömul bók. Móðursystir mín fékk hana í af- mælisgjöf árið 1948, en ég veit ekki hvenær hún kom út. Hún inniheldur ritgerðir skólabarna í Reykjavík og er skreytt með teikningum þeirra. Ég fletti bókinni og fann þá þessa frásögn. Aparnir í Örfírisey Nú í sumar vann ég við dýrasýning- una í Örfirisey og hafði mjög gaman af dýrunum þar. Sérstaklega er mér minnisstætt, þegar öpunum var hleypt út í það búr, er þeir áttu að vera í um sumarið. Ég var þá staddur inni í búr- inuásamtöðrumstarfsmönnum sýning- arinnar. Aparnir höfðu verið í tveim búrum. Voru það tvær fjölskyldur sín af hvorri tegund, og voru þeir grænir og dökk- leitir á litinn. Þeir grænu voru miklu hyggnari og grimmari. Fyrst í stað voru mikil áflog milli fjölskyldnanna, og höfðum við gaman af. Én allt í einu hættir einn apanna áflogunum og ein- blínir á mig, og áður en ég áttaði mig á þessu, var hann rokinn í mig og ætlaði augsýnilega ekki að láta í minni pok- ann. Hinir aparnir voru strax komnir til hjálpar og ætluðu alveg að rífa utan af mér fötin. Að lokum varð ég að láta undan síga og flýja út ásamt öðrum dreng, er með mér var, en aparnir voru svo æstir, að einn þeirra stökk út á eftir okkur, en við gátum stöðvað hann og komið honum inn fyrir. í hvert skipti eftir þetta ruku aparnir í mig, eftir að ég hafði verið hjá þeim nokkra stund, og eins var með alla aðra drengi, sem komu þarna inn. 13 ára drengur. Pélst i * út, (vel klædd auðvitað) og finna dá- lítið dimman stað. í gamla daga sáu menn myndir út úr stjörnunum og þannig er bæði skemmtilegra og auðveldara að þekkja þær. Eigum við að byrja á Karlsvagninum, uppáhalds- stjörnumerki Jóns Odds og Jóns Bjarna? Hann er hátt uppi á himnin-. um, fimm stjörnur í boga og tvær í beinni línu við hliðina á þeim. Hann er. yfirleitt mjög skýr, ef það sést til stjarna á annað borð. Hugsið ykkur síðan að við tengjum þessar tvær saman og drögum svo strikið beint áfram eins og punktalínan á myndinni. Þá rek- umst við á Pólstjörnuna, en hún er sem næst beint yfir Norðurpólnum. Aður Dœgradvöl í skammdeginu Mörgum finnst skammdegið leiðin- legasti tími ársins. Þá er dimmt stóran hluta dagsins. Við þurfum að vakna í myrkri og ekki er fyrr farið að birta, en myrkrið skellur á aftur. En eitt er það, sem best er að gera í skammdeginu, að skoða stjörnurnar. Ef það er heiðskírt eitthvert kvöldið ættuð þið að skokka en sjómenn fóru að nota áttavita, leituðu þeir að Pólstjörnunni á himnin- um til að vita hvert þeir ættu að stefna. íslendingar og arabar áttu það sam- eiginlegt í eldgamla daga að kunna vel á stjörnurnar, íslendingar notuðu þær til að rata yfir sjóinn og arabar til að rata yfir eyðimörkina. HÆ! Lausnin á gátunni í síðasta blaði er auðvitað að skurðlæknirinn var móðir drengsins sem lenti í slysinu. Munið þið eftir brandarabókinni hans Páls Vilhjálmssonar, Palla. Hann átti litla bók, sem hann skrifaði í alia nýja brandara sem hann lærði. Svo- leiðis bók má líka nota undir ýmislegt annað: Góðar hugmyndir, heimilis- föng vina úti á landi, og í útlöndum, uppskriftir og fleira. Sumir fullorðnir eiga svona bók, sem hefur fylgt þeim frá því þau voru lítil og nota hana mikið. Ég hef verið á flakki fvrir austan á Eskifirði og Hornafirði. Ég fékk frétta ritara á þessum tveimur stöðum. Þau ætla að senda mér fréttir af krökkunum þar. Mig vantar fleiri fréttaritara, bæði á íslandi og jafnvel í útlöndum. Nú er tilvalið að byrja á að senda fréttir af jólaundirbúningi bæði í skólanum og utan hans. Ekki sakar að það fylgi ljós- myndir, ef þið hafið aðstöðu til þess. Eða teikningar. Þjóðviljamenn voru að segja mér frá því að teikningar prentast best ef þær eru gerðar með svörtu tússi: Munum Það! Arnlín Óladóttir Attí. Bakka 510 Hólmavík. Dýrleif scndi okkur þessa mynd af meiriháttar leikveHi. Ég er ekki frá því að þetta sé dagheimilið Laufásborg. Takk, Dýrleif fyrir fallega mynd! S", .1/’’ " .' ■ ! '£ íVL'! ;• / .. i it ? ¥ %A ? ' É " ' ’ : ' ' ' l ■: WM . . ■ 'N.i -! >■.:>*■■< í <■ 1 'x ■ x If kj % \ Þetta er mynd af honum Óla Alexander eftir Jón Yngva. R úncistafaþ raut NMrn^rwMhrmnh *<h^h iswnrihv Hér kemur aftur þraut með rúnastöf- um. í þetta sinn er það ekki vísa, heldur ein setning frá mér. Ég birti lykilinn aftur til öryggis hér til hægri, ég veit ekki hvað þið eruð dugleg að halda slíku til haga. $ feMfirXNIKMII A,‘A 6 d E F Q H K L M N X r k s r /) rur qó p R S T u,ú,v z. f> /€" b réttumérpúða ÍC Þekkirðu lestrarhest? Eða bara al- mennan letingja? Svoleiðis fólki er til- valið að gefa púða í jólagjöf. Gamanlaust, þá er seint hægt að fá of mikið af púðum, stórum púðum, fal- legum púðum, púðum til að þvælast með. (Sumir púðar eru jú svo fínir að það má helst ekki nota þá). Best er auðvitað að fá efnisafganga heima fyrir, en annars er oftast hægt að kaupa efmsbúta í vershwmm fyrir lítmn pening. Klipptu tvo eins helminga, en gættu þín á því að púðarnir minnka þegar troðið er í þá. Þeir geta verið hvernig sem er í laginu, ferkantaðir, kringlótt- ir, hjartalaga og svo framvegis. Svo er að sauma saman, á röngunni, aðeins skilið eftir smáop til þess að troða fyllingunni inn í. Snúðu nú gripnum við, fylltu með til dæmis svamprifrildi, saumuðu fyrir opið, vandlega, og þá er púðinn tilbú- in«. Einfalt og ódýrt. Svo má auðvitað skreyta þá með myndum, teiknuðum eða saumuðum, dúskum, böndum eða hverju sem ykkur dettur í hug.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.