Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 7
SPENNUSAGA sem hefur ákveðna sérstöðu. Hún fjallar um margt er máli skiptir í tilverunni (§) Skjaldborg Nú hefur frést að áformað sé af hálfu stjórnar Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins að leggja nið- ur vísindabúið á Reykhólum. Þar með væri stefnt í hættu árangrinum af 22ja ára linnulausu og markvissu brautryðjendastarfi nokkurra fær- ustu erfðavísinda- og búfjárræktar- manna okkar, doktors Stefáns Aðalsteinssonar og nánustu sam- verkamanna hans. Eins og alþjóð mætti vita, hefur verið ræktaður á Reykhólum hreinhvítur sauðfjár- stofn. Árið 1959 lenti sauðfjárbú tilraunastöðvarinnar á Reykhólum í niðurskurði vegna mæðiveiki, en frá 1961 hefur náðst að rækta fjár- stofn með hreinhvíta ull og hreinhvíta gæru, dýrar og eftirsótt- ar afurðir, æskilegt hráefni í ein- hvern dýrasta og eftirsóttasta iðn- varning sinnar gerðar, dýrmæta útflutnings- og gjaldeyrisvöru. Árangur erfðavísindamannanna liggur ekki aðeins í því að fá lang- tum betri ull en áður og betri en almennt gerist, þeir fá líka drjúg- um meiri ull af hverri kind en þekk- ist almennt. Árið 1982 gáfu 100 Reykhólaær af sér ull sem nam 8 dilksverðum framyfir það sem 100 ám á vísitölubúi er ætlað að gefa af sér í ull. Illa væri þessi góði árang- ur launaður ef vísindabú þetta yrði lagt niður og þessi þáttur sauðfjárræktarinnar gerður að engu, elju og erfiði áratugum sam- an kastað á glæ. Iðnfólkið í landinu, allur sá fjöldi sem vinnur við ull og gærur og á afkomu sína undir því að vel takist til ætti að gefa málinu gaum og biðja þessari vísindagrein griða, að ekki sé nú talað um fjárbændurna í landinu, framtíð þeirra og hagsmuni. Áform af þessu tagi, að stöðva og afmá vísindastöð, geta ekki komið til af öðru en svæsnum þrýstingi af hálfi einhverra misviturra í her- búðum fjárveitingavaldsins. Þeim hinum sömu væri hollt að hugsa sig um og átta sig á að þessi vísinda- grein verður ekki stunduð í tilraun- astofu við borgarstræti. Það verður tekið eftir því í kjör- dæmi forsætisráðherrans, Vest- fjarðakjördæmi, hvort skildi verð- ur brugðið fyrir þessa einu land- búnaðarvísindastofnun sem fyrir- finnst í kjördæminu. Svipuðu máli gegnir um landbúnaðarráðuneytið á landsmælikvarða hvorki það né bændasamtökin í landinu geta ver- ið þekkt fyrir að vanþakka, forsmá og afmá einhver hagnýtustu vísind- astörf sem unnin hafa verið í þágu íslensks landbúnaðar. Játvarður Jökull Júlíusson, Miðjanesi, Reykhólasveit. Játvarður Jökull skrifar um Til- raunastöðina á Reykhólum. Eiríkur Jóhannesson skátaforingi Fœddur 9. sept. 1900. Dáinn 12. des. 1983. BARRY REED læknarmr heldu þvt fram að hér hefðu óviðráðan- leg ofl verid ad verki, en harftskeyttur lög- fræftingur sannaði á þá handvömm. Helgin 17.-18. desember 1983 1 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Játvarður Jökull Júlíusson: Hreinhvíta fjárstofninum á Reykhólum stefnt í voða Panasonic gœði Varanleg gœði Fást í öllum bókabúðum Verð 839.80 kr. hvert bindi BÓKAÚTGÁFAN tJelgaftU Veghúsastíg 5 Sími 16837 Ritsafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi Hraunbúar, Eiríkur, hamingju bœði og gleði hafa margsinnis sótt til þín, daga sem kveld. Á vormótum okkar svo fjölmargt skemmtilegt skeði, er skátar sér léku og sungu við snarkandi eld. Já, þar varst þú Eiríkur löngum lífið og sálin, leikandi á gítar og yrkjandi skátasöng. Með kímni í augum þú kastaðir sprekum á bálin, og kvöldin þau urðu okkur hvorki dimm eða löng. Hlýr í athöfn, hugsjónamaður í verki, heillar og mótar unga viðkvœma sál. Hraunbúar bera yngri sem eldri þess merki við eldinn að hafa numið þitt tungumál. Við þökkum þér Eiríkur þúsund brosin þín hlýju, þökkum vináttu, samfylgd um dali og fjöll. En einhvern tíma aftur við hittumst að nýju við eldinn og heyrum þar söngva, hlátur og köll. Á hugans lendur myndir margar skrifa minningar sem óralengi lifa. Vertu svo œtíð sæll og blessaður bróðir. Blessun þér fylgi um ókunnar, nýjar slóðir. Með skátakveðju, Hörður Zóphaníasson Ný heildarútgáfa í 9 bindum Ljóðabækur Að norðan I I þessu bindi eru Ijóðabækurnar: Svartar fjaðrir - Kvæði Kveðjur og Ný kvæði Að norðan II Ljóðabækurnar ( byggðum - Að norðan og Ný kvæðabók Að norðan III Idögun - Ljóð frá liðnu sumri Að norðan IV Síðustu Ijóð Ræður og ritgerðir Mælt mál Skáldsaga Sólon Islandus l-ll Heimildarskáldsaga um uppvöxt og œvi hagleiksmannsins og heim- spekingsins Sölva Helgasonar. Leikrit Leikrit I Munkarnir á Möðruvöllum - Gullna hliðið Leikrit II Vopn guðanna - Landið gleymda Hinsta kveðja frá Hraunbúum og Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði Komin er stundin að kveðja þig vinur og bróðir, kvikna svo lifandi ótal myndir af þér. Við fetum í huganum fornar og nýjar slóðir, ég finn að þú gengur ennþá þær leiðir með mér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.