Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. desember 1983 Hákon Bjarnason Pingyöllur og umhverfi hans Athugsemdir í sambandi við við- tai blaðamanns við formann Nátt- úruverndarráðs 30. október. í lok fyrri mánaðar voru mörg viðtöl í Þjóðviljanum um Þingvöll og umhverfi hans. Spunnust þau út af fundi Landverndar, sem þá var nýlokið. Allt gott má segja um við- tölin og álit þeirra, sem spurðir voru um friðun umhverfisins og framtíð þess, nema tvennt eða þrennt. Formaður Náttúruverndarráðs fer með staðlausa stafi í viðtali, semblaðamaður á við hann. Kemst Eyþór Einarsson svo að orði: „Ég hef löngum gagnrýnt barr- trjáræktina á Þingvöllum en hún er enn í gangi annaðhvort í trássi eða með þegjandi samþykki Þingvall- anefndar. Skógræktarfélag Arnes- sýslu hefur verið og er að gróður- setja barrtré í brekkunni norður af Vatnsvíkinni og ég sé ekki betur en það sé brot á Þingvallalögunum. Ég tel að það eigi að fjarlægja allan barrvið af Þingvöllum, nema þá kanske gamla furulundinn, en á seinni árum hefur verið plantað töluvert af sitkatrjám í hann og ef þau verða ekki höggvin fljótlega þá munu þau kaffæra furuna þar“. { þessum orðum er aðeins eitt atriði rétt. Það er að grasafræðing- urinn Eyþór Einarsson hefur verið að agnúast út í plöntun barrtrjáa á nokkrum stöðum hér á landi nær öll þau ár, sem hann hefur setið í Náttúruverndarráði. í fyrsta lagi er það ósatt, að barrtrjárækt á Þing- völlum sé enn í gangi. Hvorki Skógrækt ríkisins né Skógræktarfé- lag lslands hafa plantað á nýjum stöðum eftir 1960. Það hefur verið hyglað að plöntum og stöku sinn- um borið að sumum þeirra. í öðru lagi er það ósatt að Skógræktarfé- lag Árnesinga hafi verið og sé enn að planta trjám á Þingvöllum. Annað mál er, að Árnesingafé- lagið í Reykjavík fékk útmælda spildu við Böðvarshól til að gróð- ursetja í með leyfi og velþóknun þáverandi Þingvallanefndar fyrir nokkrum tugum ára. Þar var plant- að einhverjum smámunum fáein ár, en síðan féll öll plöntun niður. Svo var það að nokkrir úr félaginu brugðu sér austur á ári trésins 1980. Fóru þeir aðallega til að skoða landið og höfðu með sér fáeinar plöntur, aðallega selju. Síðan hef- ur ekkert gerst þar, segir ritari fé- lagsins. Þess má geta í sambandi við þetta, að 1949 eða 1950 fengu ætt- ingjar Jóns Jóhannssonar frá Skógarkoti leyfi Þingvallanefndar til þess að gróðursetja dálítinn minningarlund að honum látnum nokkru ofan við reit Árnesinga. Þar er vaxinn upp fallegur trjá- lundur bæði barr- og lauftrjáa, sem að flestra dómi er mjög til prýði. En hér hefur ekki neinum plöntum verið bætt við í nokkur ár sakir þess að sauðfé er fundvíst á allan ný- græðing. Þá er það ekki rétt hjá Eyþóri, að sitkagreni hafi verið plantað í gamla furulundinn á seinni árum. Grenin voru sett niður árin 1952 og 1953, eða fyrir 30 árum. í grein, sem ég skrifaði í Morg- unblaðið 26. okt. sl. rakti égí stuttu máli hvernig plöntun barrtrjáa er til komin á Þingvöllum. Leitt er að Eyþór hefur ekki lesið hana. Þá hefðu staðhæfingar hans varla ver- ið á þann veg, sem þær urðu. Þó er annað og verra í sambandi við þetta viðtal. Eyþór er kynntur í blaðinu sem formaður Náttúru- verndarráðs og því liggur beint við að ætla, að margur maðurinn telji að hér sé um álit ráðsins að ræða. Eyþóri Einarssyni er heimilt að hafa hvaða skoðun sem hann vill á plöntun barrtrjáa og láta álit sitt í ljós hvar sem er, en þá verður hann að gæta þess að blanda því ekki saman við stöðu sína í ráðinu. Slíkt er forkastanlegt. Ég man ekki betur en að fyrir nær 20 árum hafi farið fram um- ræður milli Náttúruverndarráðs og stjórnar Skógræktarfélags íslands um það, hvar ráðið teldi miður að gróðursettar væru barrplöntur. Og ég veit ekki betur en að skógrækt- armenn hafi farið eftir óskum þá- verandi Náttúruverndarráðs og þess vegna skil ég ekki hversvegna Eyþór þarf enn að japla á þessu gamla ágreiningsmáli, og gera sig beran að svipuðum afturhalds- skoðunum á náttúruvernd og uppi voru fyrir mannsaldri. En þeim er best lýst í kvæði Þorsteins Valdi- marssonar, sem birtist í bókinni Heiðnuvötn: Ég kom þar á veg.... Verndum íslenska uppblásturs- menningu. Eflum sandfokið niður með kenningu barrskógagrœningja og grjótníð- inga. Isaldarflóran fyrir Islendinga. Hákon Bjarnason. Lílli jóla- pakkinn STAFA- SPILIÐ Þroskandi Spennandi ódýrt ÍL‘S/1iu5iG Sími91-73411 BókBjöms Th. Bjömssonar um Þorvald Skúlason: uni óuindeilanlegan brai ísíenskrar samtínialistar Saga Þorvalds Skúlasonar í máli og myndum. Björn Th. Björnsson rekur söguna á sinn Ijósa og læsilega hátt. Fjöldi teikninga Þorvalds og 85 stórar litprentanir af málverkum hans auk Ijósmynda. Marktækari og glæsilegri listaverkabók hefur vart verið gefin út hér á landi. Eigulegur gripur — góð gjöf. Jjóööaga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.