Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. desember 1983
Ferðarispur
Matthíasar
Almenna bókafélagið hefur sent
frá sér ferðabók eftir Matthías Jo-
hannessen. Nefnist hún Ferðarisp-
ur og hefur að geyma ferðaþætti og
ferðaijóð. Bókin er kynnt þannig á
bókarkápu:
„Matthías Johannessen hefur
víða farið og einatt skrifað hjá sér
jafnharðan frásagnir af því sem
fyrir hefur borið og kryddað þær
með margs konar skemmtilegum
hugdettum sem út frá því hafa
spunnist. Margt af þessu hefur
hann síðan birt í blöðum.
Ferðarispur eru úrval úr ferða-
sögum hans, innlendum og er-
lendum. Hér eru ferðaþættir úr
Skaftafellssýslu, Dölum og Djúpi,
Austfjörðum og Ódáðahrauni,
Bandaríkjunum, Mið- og Suður-
Evrópu auk langra þátta frá Ól-
ympíuleikunum í Munchen 1972 og
frá Kaupmannahöfn 1973. Auk
Matthías Johannessen.
þess eru í bókinni mörg ljóð sem
orðið hafa til í þessum ferðum. En
hvort heldur ferðarispurnar eru í
lausu máli eða ljóðum, þá er
frjálsræði stílsins, léttleiki og gam-
ansemi þeirra sameiginlega ein-
kenni.
Ferðarispur eru með myndum
bæði frá íslandi og útlöndum. Bók-
in er í stóru broti 235 blaðsíður með
nafnaskrá.
SÉRLEYFISBÍLAR
SELFOSS HF.
Sími 1599 - 2215
Jólaáætlun
VIRKA DAGA:
Frá Reykjavik til Hveragerðis og Selfoss
kl. 09.00, 13.00, 15.00, 18.00, 20.00
Laugardaga kl. 09.00, 13.00, 15.00, 18.00
Frá Reykjavík til Eyrarbakka og Stokkseyrar
kl. 09.00, 15.00, 18.00
Frá Stokkseyri til Reykjavíkur
kl. 09.00, 12.30, 18.00
Frá Eyrarbakka til Reykjavíkur
kl. 09.10, 12.40, 18.10
Frá Selfossi til Reykjavíkur
kl. 06.50, 09.30, 13.00, 16.00, 18.30
Frá Hveragerði til Reykjavíkur
kl. 07.05, 10.00, 13.30, 16.30, 19.00
KVÖLDFERÐ Á SUNNUDÖGUM TIL REYKJAVÍKUR:
Frá Stokkseyri kl. 20.30
Frá Eyrarbakka kl. 20.40
Frá Selfossi kl. 21.00
Frá Hveragerði kl. 21.30
Til baka frá Reykjavík til Hveragerðis og Selfoss kl. 23.00
Á AÐFANGADAG OG GAMLARSDAG:
Frá Reykjavík til Hveragerðis, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar:
kl. 09.00 - 13.00 - 15.00
Frá Stokkseyri til Reykjavíkur:
kl. 09.00 - 12.30
Frá Eyrarbakka til Reykjavíkur:
kl. 09.10 - 12.40
Frá Selfossi til Reykjavíkur:
kl. 09.30 - 13.00
Frá Hveragerði til Reykjavíkur:
kl. 10.00 - 13.30
Engar ferðir á joladag
ANNARí JÓLUM:
Sunnudagsáætlun.
NÝÁRSDAGUR:
Frá Reykjavíktil Hveragerðis, Selfoss, Eyrarbakkaog Stokkseyrar:
kl. 20.00
Frá Stokkseyri til Reykjavíkur:
kl. 18.00
Frá Eyrarbakka til Reykjavíkur:
kl. 18.10
Frá Hveragerði til Reykjavíkur:
kl. 19.00
Biskupstungur:
Síðustu ferðir fyrir
jól og áramót:
Frá Reykjavík: 23. des. kl. 18.00 og 24. des. kl. 09.00
Frá Reykjavík: 30. des. kl. 18.00 og 31. des. kl. 09.00
Úr Biskupstungum á annan í jólum og nýársdag samkvæmt sunnu-
dagsáætlun.
Gleðileg jól!
Dr. Eysteinn Sigurðsson ritstjóri
„9563-3005“
Penni að nafni 9563-3005 sendir
mér kveðju út af Spegilsmálinu hér
íblaðinu 13./14. des. Ef þjóðskráin
lýgur ekki er hér á ferðinni vel
þekktur rithöfundur, og hann ekki
aflakari sortinni. í huga mérvekur
þetta nafnnúmer ýmsar þægilegar
minningar. Ein er að sem ung-
lingur las ég þýdda sögu, ég held
endilega í Birtingi sáluga. Þetta var
fyrir svo margt löngu að ég hef
steingleymt nafni, efni og höfundi
- þó mun hann hafa verið pólskur.
En hinu hefur mér ekki tekist að
gleyma að íslenskur búningur sög-
unnar var frábær. Þetta voru fyrstu
kynni mín af handbrögðum 9563-
3005s.
Fyrir fáum árum las ég skáldsögu
með góð fagmannshandbragði.
Hún skipar verðugan sess meðal
þeirra verka sem við bókmennta-
fræðingar nefnum gjarnan antí-
rómana. Líka má nefna snilldar-
góðar þýðingar á verkum höfuð-
skálds einnar nágrannaþjóðar okk-
ar. Þær eru þarfaverk og hafa
auðgað bókmenntalífið hérna. Ný-
skeð las ég einnig með athygli
blaðagrein um eitt helsta hitamál
fjölmiðlanna nú um stundir. Og er
þá fátt talið af miklu.
Þegar verk snjallra rithöfunda
eiga í hlut verður að lesa þau af
vandvirkni. Þar leynist oft meira en
sést við fljótan yfirlestur. Þannig
háttar til um Þjóðviljagreinina. 1
henni felast vísanir í ýmsar áttir,
líkt og gerist til dæmis í módernísk-
um ljóðum. Þar verða aðferðir
bókmenntarýninnar að koma til.
Vænlegast virðist mér hér að beita
því sem í nýrýni er nefnt nærlestur
(close reading á ensku).
Ein vísunin felst í notkun 9563-
3005s á orðunum ballstýfa, ball-
henging, skaufastýfing, ballstýfing
og skaufahenging. Sé vel eftir litið
sjá athugulir lesendur strax að í
notkun 9563-3005s á þessum orð-
um má greina ótvírætt misræmi.
Slíkt misræmi leyfa vel menntir rit-
höfundar sér ekki nema að vel yfir-
veguðu ráði. Þeir nota það þá sem
stílbragð til að túlka einstök atriði í
boðskap sínum, og svo er bersýni-
lega hér. 9563-3005 er hér augljós-
lega að beita þessu til að láta í ljós
einhvers konar andlegt ójafnvægi.
Önnur vísun er fólgin í saman-
burði 9563-3005s á þjóðsagna-
mótívum og baksíðu Spegilsins.
Hann ber þar saman einangruð
dæmi einhvers staðar innan úr hver
má vita hvað mörg þúsundum
þjóðsagna okkar og stóra og lit-
prentaða mynd á baksíðu tímarits
sem dreift er í sérhverja sjoppu
landsins. Það liggur hverjum
manni í augum uppi að áhrifamátt-
urinn í þessu tvennu er svo geipi-
lega mismikill að samanburðurinn
er út í hött. Svona lagað veit hver
alvöruhöfundur. Því er augljóst að
þetta atriði verður aftur að skil-
greina sem listræna túlkun 9563-
3005s á einhvers konar andlegu
ójafnvægi.
Þá er að leita svars við spurning-
unni um nánara eðli þessa andlega
ójafnvægis. Vísun varðandi það
atriði gefur 9563-3005 okkur með
vali sínu á þjóðsagnamótívinu sem
hann beitir í texta sínum. Það fer
ekki á milli mála að það andlega
ójafnvægi, sem texta hans er ætlað
að túlka, er ótti. Og sé þjóðsagna-
mótívið skoðað ívið nánar verður
þegar í stað augljóst að þar er ber-
sýnilega á ferðinni túlkun 9563-
3005s á ótta við að verða að þola
ótímabærar limlestingar. Ég tel
hins vegar ekki Ijóst af textanum
hvort þetta sé ótti hans fyrir hönd
sín sjálfs eða þjóðfélagsins, og kýs
að tjá mig ekki frekar um það hér.
En lokaniðurstaða þessarar texta-
rannsóknar verður því sú að í raun
sé 9563-3005 með sínum listrænu
handbrögðum að þakka mér
frammistöðuna í Spegilsmálinu.
Og svar mitt verður þá vitaskuld:
Njóttu heill, góði.
Eysteinn Sigirðsson
Ég hef orðið þess var í persónu-
legum kunningjahópi mínum að
allmörgum hefur tekist töluvert
miður en skyldi að ná hinni raun-
verulegu merkingu þessa texta.
Slíkt er eðlilegt því að dagsdaglega
eru margræðir og flóknir bók-
menntatextar fátíðir hér í blöðun-
um. Um það má segja slíkt og um
manninn í sögu Guðmundar góða,
að hann var óvanur að sjá heilagan
anda. Þetta dæmi sýnir hins vegar
ljóslega að í mörgum tilvikum
erum vér bókmenntafræðingar
nauðsynlegir milliliðir til þess að
túlka texta skáldhöfunda fyrir les-
endum, hjálpa þeim til að kafa nið-
ur fyrir yfirborð textanna og kom-
ast að hinum raunverulega kjarna
þeirra.
Nú er það vitað að 9563-3005
hefur þvílíkt vald á textasköpun og
íslensku máli yfirleitt að líkja má
við stóra kanónu. Hann veit örugg-
lega að stuttir textar kalla á marg-
falt meiri tíma og vinnu en fljót-
skrifaðir langhundar. Þennan texta
hefði auðveldlega mátt geyma eins
og yfir eina nótt og safna meira
púðri. Þá hefði hann vafalaust
pundað soldið almennilegar á mig.
En það virðist sem sagt ekki hafa
verið ætlunin. 9563-3005Í og fjöl-
skyldu hans sendi ég síðan bestu
óskir um friðsæla jólahátíð.
Ysjur og
austræna
Bókaforlagið sendir nú frá sér
annað bindi af „Ysjum og
austrænu“ eftir Jón Gísla Högna-
son frá Læk. I bókinni eru frásagn-
ir mjólkurbílstjóra á Suðurlandi.
Þessar bækur lýsa því ævintýri
tækni og samvinnu sem opnaði
sveitirnar fyrir nýjum tíma. Frá-
sagnarmenn eru 30 talsins.
I nafnaskrá 2. bindis eru yfir
1000 manna- og bæjarnöfn og 140
ljósmyndir. Það má því sjá af öllu,
að hér eru á ferðinni yfir-
gripsmiklar bækur um nýtt svið í
þjóðlegum fróðleik okkar. í rit-
dómi eftir Björn Þorsteinsson pró-
fessor segir m.a.:
„Um þau stórtíðindi hefur Gísli
skrifað mjög athyglisverða bók...
Þegar þar að kemur er hlutur erfið-
ismannsins oft gleymdur, og til-
tækar heimildir fjalla jafnan um
höfðingjana en ekki fólkið sem
þeir unnu fyrir eða fjötruðu, þegar
grannt er skoðað."
Ingólfs saga
Hellujarls
Síðara bindi endurminninga Ingólfs
Jónssonar, „Ingólfur á Hellu - um-
hverfi og ævistarf“, sem Páll Líndal hef-
ur skráð eftir Ingólfi og búið í bókar-
form, segir frá einum mesta umbóta- og
framfaratímí íslensku þjóðarinnar á
þessari öld. Bókin hefst þar sem Ingólf-
ur er um það bil að verða ráðherra öðru
sinni, í ráðuneyti Ólafs Thors, Við-
reisnarstjórninni. Ingólfur var síðan
landbúnaðar- og samgönguráðherra
stjórnarinnar allt til þess er hún fór frá
völdum árið 1971, fyrst undir forsæti
Ólafs Thors, þá Bjarna Benediktssonar
og loks Jóhanns Hafstein.
Ingólfur Jónsson var um áratuga-
skeið alþingismaður og nær allan
stjórnmálaferil sinn helsti pólitískur
forystumaður á Suðurlandi.
Ingólfur lét af þingmennsku vorið
1978, en enn eru áhrif hans mikil innan
Sjálfstæðisflokksins. Þetta síðara bindi
endurminninga Ingólfs á Hellu er ekki
síst merkilegt fyrir þá sök, að hér segir
frá sá maður, sem viðstaddur var allar
helstu ákvarðanir í íslenskum
stjórnmálum allan sjöunda áratuginn.
Bókin er á þriðja hundrað blaðsíður.
Þar sem
vonin grær
Bókaforlag Odds Björnssonar á Ak-
ureyri gefur nú út nýjustu skáldsögu
Ingibjargar Sigurðardóttur, „Þar sem
vonin grær“. Eftir Ingibjörgu liggja um
20 skáldsögur, sem notið hafa vinsælda,
enda fjallar hún um sígild viðfangsefni,
gleðina og sorgina, í gamaikunnu um-
hverfi íslenskra lesenda.
I þessari nýju skáldsögu er það Logi
Snær, efnismaðurinn ungi, sem bitur
æskureynsla og síðar eiturlyfin virðast
ætla að leggja í rúst. í sveitinni er hann
særður dýpst, en þar á líka upptök sín
hamingjulind þessa hrjáða borgar-
barns. Bókin er 197 blaðsíður.
lonlist
á hveriii heimili
umjólin