Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 12
— ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. desember 1983 12 SÍÐA Þegar Þjóðviljinn hefur skýrt frá því að undanförnu, að til stæði að taka gjald af þeim, sem verða svo veikir, að þeir þurfa á sjúkrahús- svist að halda, og þannig megi „spara“ það sem til vantar í rekstr- arfé á sjúkrastofnunum, hefur kannski fleirum farið eins og mér. Ég trúði þessu hreint ekki, hélt bara að Blaðið Mitt væri farið að rugla í takt við blað allra lands- manna. Ég trúi því ekki enn, þrátt fyrir umræður á Alþingi, að þetta sé í raun og veru ætlunin. Það er reyndar löngu ljóst, að sú ríkis- stjórn, sem nú situr hagar sér í mörgum málum eins og þeir, sem í henni sitja, hafi verið geymdir í gleri allt sitt líf og aldrei komið út í þá veröld, sem er vettvangur okkar hinna. Þrátt fyrir þá staðreynd trúi ég ekki, fyrr en ég tek á, að í meiri- hluta í ríkisstjórn séu svo siðlausir menn, að þeim sé í raun og veru alvara með að hrinda þessum greiðslum í framkvæmd. Ef svo er nú samt, hvernig væri þá að leyfa okkur, sem heilbrigð erum og fær um að borga ríflega okkar skerf til samfélagsins, að segja okkar álit á þessum málum, áður en lengra er haldið inn á þessa óheillabraut. Þetta mál var nefnilega ekki til um- ræðu hjá neinum stjórnmálaflokki fyrir kosningar, kæra ríkisstjórn. Þegar jafnvel gallharðir and- stæðingar ykkar trúa ekki sínum eigin eyrum, hvað mun þá um at- kvæðin, sem kusu ykkur til að fara með sín mál. Þetta er ekki ykkar einkamál, einræðisherrar góðir, heldur alvarlegt mál fyrir allt það samfélag, sem við búum í, hvern einasta mann, hvar í flokki sem hann stendur. Ríkissjóður, sem þið ráðskist með núna er ekki ykkar einkafyrirtæki, heldur sameign allra landsmanna, sem við höfum fyrir löngu samþykkt að greiða í eftir efnum og ástæðum hvers og „Ég neita að trúa því, að sú pólitík, sem virðistnú eiga að reka hér gagnvartsjúk- lingum og öryrkj- um, sé vilji meiri- hluta kjósenda í þessu landi og þeirra, sem borga hér skatta, “ segir Margrét Guðna- dóttirm.a. ígrein sinni. „Stöndum vörð um samhjálpina öll, sem einn maður, hvar í flokki sem við erum. Látum heyra í okkur sem allra fyrst, áður en niðurrifið hefst. Sýnum ríkisstjórninni, að þetta er ekki við hæfi“. Er þeim virkilega alvara? eins. Sú samþykkt hefur ekki enn verið numin úr gildi og ykkur ber að fara eftir henni. Ef of lítið er til í samneysliina af peningum, leggið þið þá bara meira á okkur, sem erum heilbrigð, höfum öruggar tekjur og eigum þak yfir höfuðið. Það er hægt að leggja á sérstakt sjúkragjald, ef með þarf, en ekki á þá sem eru veikir, heldur á okkur hin, sem erum heilbrigð og höfum betri ástæður. Eins og úr öörum heimi Auðvitað er dýrt að reka sjúkra- stofnanir, stóra og sérhæfða vinn- ustaði, sem eru opnir allan sólar- hringinn alla daga ársins. Aðrir vinnustaðir eru kannski aðeins starfandi þriðjunginn af þeim tíma og þykja þó nógu dýrir í rekstri. Allir, sem vinna í sjúkraþjónust- unni vita, að fjárveitingar til stærstu sjúkrahúsanna hafa verið of naumar allan síðasta áratug og þar hafa margir góðir starfsmenn sett stolt sitt í að reyna að vinna sem mest og best fyrir sem minnsta peninga. Fyrsta kveðjan frá nýjum stjórnvöldum til slíkra starfsmanna eru margfræg útboð, sem verkuðu eíns og úr öðrum heimi þá, sem þekkja til þeirrar vinnu og þjón- ustu, semþar var um fjallað. Kann- ski hafa niðurstöður þeirra orðið stjórnvöldum einhver lærdómur. Þó eru einstöku þættir í rekstri sjúkrahúsanna, þar sem auðveld- lega mætti „spara“, ef sparnað skyldi kalla. Veit almenningur í landinu, að mörg sjúkragögn til daglegra nota, rannsóknavörur og rannsóknatæki hækka um meira en innkaupsverð sitt í meðförum ríkis- valdsins? Sjúkrastofnanir þurfa ekki bara fjárveitingar til gjald- eyriskaupa vegna innfluttrar vöru til lækninga og lækningarann- sókna. Það fer yfirleitt fjárhæð heldur stærri en innkaupsverðið úr ríkissjóði í ríkissjóð aftur í formi tolla, vörugjalds, sem ætti nú að vera óþarfi, og söluskatts, sem er um fjórðungur endanlegs vöru- verðs. Þarna væri nú hægt að spara meira en helming vöruverðs með einu pennastriki frá Albert, sem engan mundi skaða. Er leitt til þess að vita, að vörusendingar, sem bráðvantar, liggja oft vikum saman óafgreiddar á hafnarbakkanum, vegna þess að ekki eru til peningar í ríkissjóði fyrir tollum og aðflutn- ingsgjöldum, sem renna beint í rík- issjóð aftur. Óþolandi atlögur Eftir því, sem ég best veit, hafa Norðurlönd lengi þótt öðrum þjóð- um til fyrirmyndar um heilbrigðis- þjónustu handa öllum og samhjálp við þá, sem minnst mega sín. Líka við. Maður hrekkur því illa við og spyr: Hvers lags þjóðfélag er eigin- lega að verða hér þessa síðustu mánuði án nokkurra samþykkta eða opinberrar umræðu? Hvaða verkefni eru það, sem eiga að hafa hér forgang að almannafé, þegar þrengist .í búi? Hver eru þau verð- mæti, sem við íslendingar nú, virð- um og metum? Er það samhjálp við þá sjúku og sæmileg menntun handa öllum, sem við viljum láta telja okkur til gildis meðal þjóða, eða er það fín flugstöð byggð í 600 miljóna skuld að okkar parti og að hluta fyrir betlifé frá erlendu ríki? Það er virkilega kominn tími til að við, sem viljum búa í siðuðu samfélagi, látum myndarlega til okkar heyra um þessi mál. Ef nógu margir rísa upp og segja sína skoðun, hörfa stjórnvöld kannske í bili að minnsta kosti. Það er orðið óþolandi, hvernig ríkisstjórnin ræðst nú aftur og aftur á garðinn, þar sem hann er lægstur, hvort sem hún gerir það nú vísvitandi eða ekki. Það er virkilega erfitt að ætla nokkrum manni svo illt og einfald- Margrét Guðnadóttir: Viðhöfum fyrir löngu samþykkt að greiða í ríkissjóð eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Margrét Guðnadóttir prófessor skrifar lega að halda því fram, að þeir viti raunverulega ekki, hvað þeir eru að gera. Hvernig haldið þið, ráð- herrar góðir, að það sé að vera ein fjölskyldufyrirvinna með 15 þús- und krónur á mánuði og útgjöld af íbúð, húshaldi og barnauppeldi í þessari dýrtíð? Hvernig haldið þið að það sé fyrir þessa sömu fyrir- vinnu að lenda einhverntíma á hálkunni í vetur í svo sem 6 vikna beinbroti? Jú, sjúkralegan kostar væntanlega 3000-6000 kr., ef svo fer sem horfir, eða nærri alla mat- arpeninga fjölskyldunnar þann mánuðinn, og ef þið fáið að ráða er meiningin að kroppa í veikinda- greiðslurnar á vinnustaðnum, svo að væntanlega verða tekjurnar ekki óskertar, ef um einhverja töf verður frá vinnu. Þetta dæmi er þó tekið um eina af minni uppákom- um, sem leiða til sjúkrahúsvistar, og ekki af þeim allra verst settu heldur. Og hvað um börnin? Eins og alþjóð er kunnugt er nefnilega æði mörgum launþegum ætlað að selja fullan vinnudag á næsta ári fyrir minna en 15 þúsund króna mánaðarlaun, ef svo fer sem horfir. Tvær fyrirvinnur, sem leggja lágar upphæðir saman, eru oft lítið betur settar vegna útgjalda við barnagæslu, sem önnur launin fara kannski í að mestu. Hvað svo um þá, sem hafa þannig heilsu, að þeir þurfa inn á sjúkrahús við og við í skamman tíma í senn og eru í raun aldrei fullvinnufærir, þó að þeir reyni sitt ýtrasta til að vinna eins og fullhraustar manneskjur? Á þetta fólk,sem fæst liggur inni í 10 daga í einu, að greiða fyrir alla sína legudaga á sjúkrastofnunum sjálft - eða taka þátt í kostnaðin- um, eins og það heitir víst á fínu máli? Og hvað um börnin, sérstak- lega börn með langvarandi sjúk- dóma, sem reynt er að hafa heima eins mikið og hægt er, en þurfa þó stöðugt eftirlit á sjúkrahúsi og oft aðgerðir? Og allir þeir, sem skyndilega er kippt undan grund- vellinum á besta aldri í miðri lífs- baráttunni og eiga ekki afturkvæmt nema að litlu leyti út í atvinnulífið? Það er ekkert glæsilegt að fá á sig erfiðan sjúkdóm og í ofanálag að flosna upp af heimili sínu vegna verðtryggðra skulda,- sem vaxa í 180° horn við greiðslugetuna, enda síðan með að þurfa að lifa á guðs náð og örorkubótum, sem eru nú okkur öllum til skammar og annað hneykslið til. Það er verulega slæmt til þess að vita, að meirihluti núverandi ríkisstjórnar veit ekki, eða vill ekki vita, að flestir lands- búar hafa ekki annað að lifa á en eigin vinnu, sem þeir reyna að selja, en er nú varla talin til verð- mæta lengur, ef dæma má eftir því, sem greitt er fyrir fulla dagvinnu alls þorra launþega þessa síðustu mánuði. Framfærsluskylda hættir ekki og skuldir lækka ekki, þó að einhver verði veikur og lendi á spít- ala. Stöndum vörð um samhjálpina Fyrir alla lifandis muni, finnið þið heldur heilbrigt og sæmilega efnað fólk til að standa undir sjúkraþjónustunni og hættið að hella meiri útgjöldum tillitslaust yfir þá sem þegar bera meira en þeir geta. Ég neita að trúa því, að sú pólitík, sem virðist nú eiga að reka hér gagnvart sjúklingum og öryrkjum, sé vilji meirihluta kjós- enda í þessu landi og þeirra, sem borga hér skatta. Við höfum valið fyrir löngu að búa hér í samfélagi, þar sem samhjálp ríkir og ákvarð- anatakan er á valdi fólksins, en ekki fámennisstjórnar. Um þetta hélt ég að við værum sammála, íhaldið og ég, þó að annars beri margt í milli. Hvað sá umskipting- ur meinar, sem þykist eiga upptök sín í samvinnuhreyfingunni er kannski öllu óljósara. Þessi pólitík á að minnsta kosti ekkert skylt við hugsjónir þeirra samvinnumanna og ungmennafélaga, sem áttu gift- udrjúgan þátt í að byggja upp það samfélag, sem enginn sæmilegur íslendingur vill missa. Stöndum vörð um samhjálpina öll, sem einn maður, hvar í flokki sem við erum. Látum í okkur heyra sem allrafyrst, áður en niðurrifið hefst. Sýnum ríkisstjórninni, að þetta er ekki við hæfi. Reykjavík 15. desember 1983. Margrét Guðnadóttir, prófessor.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.