Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.12.1983, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 21. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Sigríöur Þórðardóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Bráðum koma blessuö jólin“ Umsjónarmenn: Guðlaug Maria Bjarnadóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). íslenskir einsongvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 íslenskt mál Endurtekinn þáttur Guðrúnar Kvaran frá laugard. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum bókum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar. Yehudi Menuhin, Rudolf Barshai og Hátíðarhljómsveitin í Bath leika Sinfóníu concertante í Es-dúr, fyrir fiðlu, víólu og hljómsveit, K. 364 eftir Wolfgang Amadeus Mozartl Yehudi Menuhin stj. 17.10 Sfðdegisvakan 17.50 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 20.10 Lestur úr nýjum barna- og ungl- ingabókum. Umsjónarmaður: Gunnvör Braga. Kynnir: Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. 20.40 Kvöldvaka a. Kristin fræði forn Stefán Karlsson handritafræðingur flettir gömlum guðsorðabókum. b. „Þrjú á palli“ syngja jólalög. c. „Kátt er um jólin" Áskell Þórisson les jólafrásagnir úr Jólavöku Jóhannesar úr Kötlum. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.20 Fiðlusónata í G-dúr op. 30 nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven Guðný Guð- mundsdóttir og Philip Jenkins leika sam- an á tónleikum í Norræna húsinu. 21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir hreppstjórans" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les (10). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 í útlöndum Þáttur í umsjá Emils Bóassonar, Ragnars Baldurssonar og Þorsteins Helgasonar. 23.15 íslensk tónlist: Sinfóníuhljómsveit íslands leikur Stjórnendur: Bohdan Wodiczko og Páll P. Pálsson. Einsöngv- ari: Simon Vaughan. a. Þríþætt hljóm- kviða op. 1 eftir Jón Leifs. b. „Of Love and Death” eftir Jón Þórarinsson. c. Lítil svita eftir Árna Björnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9 mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og 14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er á tilraunastigi verður hún ekkL.gefin út fyrirfram. RUV 18.00 Söguhornið Jólasaga eftir Selmu Lagerlöf Sögumaður Ólafur H. Jóhanns- son. Umsjónarmaður Hrafnhildur Hreins- dóttir. 18.05 Bolla Finnskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Trausti Júlíusson. Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 18.15 Börnin í þorpinu 3. Boltinn - Loka- þáttur.Danskur myndaflokkur um græn- lensk böm. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Birna Hrólfsdóttir. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 18.35 Eggið og unginn Bresk náttúrulifs- mynd sem lýsir því hvernig uppeldinu er hagað hjá fuglum af ýmsum tegundum. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 19.00 Fólk á förnum vegi 7. Ferðalag - Endursýning. Enskunámskeið i 26. þáttum. 19.15 Áskorendaeinvigin Gunnar Gunn- arsson flytur skákskýringar. 19.30 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Jenny Kynningarþáttur um norsku skáldkonuna Sigrid Undset og nýjan sjónvarpsmyndaflokk eftir bók hennar, Jenny, sem sýningar hefjast á í sjónvarp- inu að kvöldi jóladags. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir (Nordvision - Norska sjón- varpið) 21.10 Skógur á hafsbotni Heimildarmynd frá breska sjónvarpinu um þangskógana á hafsbotni undan vesturströnd Norður- Ameríku, nytsemi þeirra og dýralífið sem þrífst í skjóli risaþörunganna. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.15 Dallas Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 23.10 Dagskrárlok. ,í jólaskapV Athugasemdir við athugasemdir í síðasta helgarblaði Þjóðvilj- ans fjailaði ég lítillega um bókina „í jólaskapi“ eftir Arna Björns- son og Hring Jóhannesson listmálara, sem hefur prýtt bók- ina með ágætum og skemmti- legum hugmyndum. Arni hefur nú gert athugasemdir við þessa umfjöllun mina. Ekki er unnt að láta þær með öllu sem vind um eyru þjóta. En vegna þrengsla annarsstaðar í blaðinu bið ég les- endasíðuna fyrir þessar línur. Athugasemdir Arna eru sum- part réttmætar. sumpart hæpnar. Það kom hvergi fram í handriti mínu að ég hafi spjallað við Árna, enda gerði ég það ekki. Hinsvegar er þessi athugasemd Árna eðlileg vegna yfirfyrirsagn- arinnar. En sú fyrirsögn er hvergi til í mínu handriti. Þykist ég raun- ar vita hvernig hún er til orðin og get sagt Árna það undir fjögur augu, öðru vísi ekki. Það er rétt að ég hlustaði á Árna tala um bókina og lesa upp úr henni í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar. Hann flutti þar alllangt mál og að sjálf- sögðu miklu lengra en hægt er að koma fyrir í stuttu greinarkorni. Ég hripaði niður hrafl af því, sem Árni sagði, birti sumt orðrétt, annað efnislega, eins og óhjá- kvæmilegt er ef gerður er stuttur útdráttur úr löngu máli. Sannast að segja leit ég nú þannig á, að meira skipti að efnislega væri rétt farið með en að orðalag væri þrætt nákvæmlega, þótt tilkomu- mikið kunni að vera. Árni Björnsson: Ekki mín orð, Mér þykir leiðinlegt að þurfa að Í:era athugasemd við vel mcinta jöllun mhg. I sfðasta hclgarblaði um bdk okkar Hrings Jóhanncs- sonar í jóiaskapi. Mcginhluti pist- ilsins er settur upp eins og ég tali f /yrstu pcrsónu við blaðamanninn, 'cinkum iheð þessari setningu: „En nú gefum viö Ama orðið". Slfkt samtal átti sér aldrei stað, ekki einu sinni f sfma, enda er orða- lagið allt mjög fribrugðið mfnu milfatri, hvað þí ríthctti. Míliðer þannig vaxið, aðS. des- ember var bók þessi kynnt i dag- | skrá f Kcnnslumiðstðð Nimsgagn- ‘ astofnunar. Þar rakti ég nokkuð til- I drög bókarinnar, las kafla úr henni I og svaraði fyrírspumum. Gfslason blaðamaður og púnktr auðvitað niður sér til minnis. ' þessum minnispúnktum hann saman „spjall við Björnsson", en gerir mér auk þess upp þakkarivarp til bókaútgifunn- ar BJöilunnar, sem starfsmaður Kennslumiðstöðvar, lngvar Sig- urgeirsson, flutti. Magnús niði ekki að bera þetta „viðtal" undir mig, enda hefði þi 4 sumt orðið ððmvfsi. T.d. er al-4 rangt, að ég hafi klykkt út með þvf að segja, að þetta sé „ekki barna- bók". Þetta i cinmitt að vera bók fyrir alla, sem orðnir eru satmilega ixsir, bæði böm og fullorðna. Bölvanlegast er mér þó við * fffilbrekkustfl, -" *- 5 við þann :r lagður I Það er rétt, að það var ekki Árni, sem þakkaði Bjöllunni, heldur Ingvar Sigurgeirsson. Á þessum mistökum bið ég Ingvar afsökunar. Mér kom það á óvart þegar ég hljóp yfir grein mína og sá þar haft eftir Árna að „í jólaskapi" væri „ekki barnabók". Þetta kannaðist ég ekki við. Raunar held ég að erfitt sé að skrifa þann- ig bók um jólin, að hún sé ekki barnabók, öðrum þræði a.m.k. Jólin hafa nú einu sinni verið nefnd hátíð barnanna og er rétt- nefni. Nú hef ég þá reglu, að geyma riss af handritum mínum í hálfan mánuð a.m.k. Það er í sjálfsvarn- arskyni gert og hefur stundum komið sér vel. Það getur ýmislegt farið úrskeiðis á leiðinni frá ritvél blaðamannsins og á síður blaðs- ins, og kann þar margt að koma til. Og þegar ég leit á handrit mitt þá stóð í því: „ekki einungis barnabók". Þarf ekki að skýra hvað þarna hefur gerst. Auðvitað er bókin barnabók og meira að segja mjög góð, en hinir eldri hafa þangað einnig margt að sækja. Ég er því vanur að lesa fyrir menn það sem ég hef eftir þeim, ef tök eru á að ná til þeirra. Ég gerði ítrekaðar tilraunir til þess að ná í Árna en tókst ekki. Ef það hefði lánast væri nokkru bjargað, en engan veginn öllu, eins og Ijóst má vera af framansögðu. Mér finnst það nokkurri furðu gegna, að Árna virðist ekki skipta það mestu máli, að rétt sé farið með, heldur hitt, að „mál- far“ hans, „ritháttur" hans, kom- ist til skila. Ég játa fúslega að sá missir er mikill. Árni talar í því sambandi um „fífilbrekkustiT'. Ég veit nú ekki almennilega hvað átt er við með því orði. Kannski það sé úr þjóðháttafræðinni? En þegar ég sá þetta orð þá kom mér í hug kvæðið góðkunna: „Fífil- brekka, gróin grund“. Ef átt er við stíl þess skálds, sem orti Fífil- brekkukvæðið, þá hefði ég ekk- ert á móti því að geta tileinkað mér hann. Én ég býst við að það sé nú borin von. Árni vill hins^ vegar hafa sinn stíl og er það ekki nema eðlilegt. Ég hef að vísu hvorki heyrt hann né séð. En það er auðvitað ekki að marka. Það er svo margt til í veröldinni sem hvorki verður numið með eyra né auga. - mhg. Liv Ullmann leikur aðalhlutverkið í ,Jenny“ Sjónvarp kl. 20.40 Kynning á , Jenny U í kvöld kynnir Sjónvarpið skáldsöguna ,JENNY“ eftir Sig- rid Undset. Sagan kom út árið 1911. Hún vakti þá nokkra hneykslun vegna lýsinga á kynlífi aðalpersónunnar. En „þá var öldin önnur er Gaukur bjó á Stöng“. Nútímamaðurinn kippir sér nú ekki upp við það, -sem meira er. En bókin vakti einnig athygli vegna þeirra þátta í til- finningalífi kvenna, sem Undset fjallaði um og ekki voru mikið á orði hafðir á þeim árum. Jenny fjallar um unga konu, sem fer til Rómarborgar til að vinna að list sinni. Þar kynnist hún hópi norrænna listamanna, sem hafa mikil áhrif á líf hennar. Ást hennar og öryggisleysi koma í veg fyrir að hún nái því tak- marki, sem hún stefndi að. Sagan hefur verið kvikmynduð og verður sýnd í Sjónvarpinu á næstunni. Myndataka og öll vinna við seríuna er mjög falleg. Þótt atburðarásin sé hæg skilar sagan sér vel og leikur og leik- stjórn er mjög til fyrirmyndar. - mhg. skák Karpov að tafli - 254 Jan Timman náöi sigri á IBM-mótinu í Hollandi eftir mikla keppni viö Portisch og Karpov. I tíundu og næstsíöustu um- ferð átti Karpov möguleika á aö komast heilum vinning upp fyrir Timman, því þeir mættust í þessari umferð og haföi Karp- ov hvítt. Skákin varö æsispennandi: Karpov - Timman Þessi athyglisverða staöa kom upp eftir mannsfórn Karpov. Karpov er ekki vanur aö gefa lið nema augljósar bætur fylgi i kjölfariö en upp úr 1981 fóru menn aö taka eftir þvi aö hann virtist gera sér far um aö skerpa stil sinn, óljósar fórnir uröu næsta tiðar i skákum hans. Er þaö hald manna aö þá þegar hafi hann byrj- aö aö undirbúa sig fyrir einvígi við ung- stirnið Kasparov. 19. ... b5! (Karpov haföi aöeins búist viö 19. - Dc7 sem svara má meö 20. Hxf8+ Kxf8 21. De8+ Kg7 22. gxf4 meö hugmyndinni 23. Kh1 og 24. Hg1+). 20. Dxb5 Db6 21. Hxf8+ Kxf8 22. He8+ Kg7 23. gxf4 Dxb5 24. cxb5 Bc3! - þó svartur sé manni yfir á hann við erfiöleika aö etja vegna hinnar óyndis- iegu stööu manna á drottningarvæng. Timman hélt þó vel á spöðunum og eftir 32 leiki sættust keppendur á jafntefli (25. Bf 1 Ba5 26. Hc8 Kf6 27. Kg2 Ke7 28. Kf3 Bd8 29. a4 a6 30. bxa6 Kd7 31. Bh3+ Ke7 32. Bf1 Kd7 - jafntefli). I síöustu umferö mótsins hleypti Timman I sig hörku og vann Polugajevskí en Karpov varö aö gera sér jafntefli aö góðu. Loka- staðan varð því þessi: 1. Timman 7Vz v. 2.-3. Karpov og Portisch 7 v. 4.-6. Smysl- ov, Kavalek og Hort allir með 6V2 v. bridge Einsog margir vita, eru í gangi margar útgáfuraf nákvæmnislaufinu (Precision) hér á landi. Allt frá Vinarútgáfunni til Supper-dupper. Hér er enn ein útgáfan, dæmi um sagnseríu: K5 Á987 K4 Á983 ÁDG10 K7 KD975 G86 Sagnir gengu: 1 lauf (a) 1 grand (b) 2 lauf (cj 2 tíglar (d) 2 hjörtu (e) 2 sþaðar (f) 3 tíglar (g) 4 lauf (h) 4 tiglar 4 hjörtu 4 sþaöar 5 tíglar 6 lauf Pass a: Precision 16 plús b: 8 plús, jöfn skipting c: Biösögn (relay) d: 11-16 e: Biösögn, sýnir fimmlit I tígli eöa laufi f: 11-13 g: Fjórir tíglar og fimm lauf h: Eðlílegt Framhaldið var svo eðlilegar fyrir- stöðusagnir. Því miöur fyrir pariö sem meldaði spilið svona (Granville-Fleet frá Englandi) lá laufiö frekar illa og samning- urinn fór einn niöur. (Var einhver aö tala um „the luck of the irish?“) Jú, þaö vorur Irar I vörninni. Tikkanen Frelsið er réttur vor til þess að verja bönn okkar og boð. Gœtum tungunnar Munum, að alltjent er orðið til úr allt jafnt; þess vegna er það ritað með je en ekki é, og fyrra atkvæðið borið fram eins og allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.