Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 3
Föstúdagur 23. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Hefst vetrarvertíð ekki fyrr en í febrúar? Hlýt að álykta sv o Rekstrargrundvöllur útgerð- arinnar er í skoðun og alls ekki lokið, fiskverði verður haldið óbreyttu fram til 1. febrúar n.k. og sett verður kvótakerfi á hvert skip. Þess vegna hlýt ég að álykta að vetrarvertíð hefjist ekki fyrr en einhverntíma í febrúar, sagði Kristján Ragn- arsson framkvæmdastjóri LIU í samtali við Þjóðviljann í gær. Að auki má svo bæta við að netaveiðar verða ekki leyfðar að þessu sinni fyrr en 15. febrúar. Kristján var spurður að því segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ hvort útgerðarmenn og sjómenn tækju því þegjandi að nýtt fisk- verð kæmi ekki fyrr en 1. febrúar í stað 1. janúar: Ja, menn hafa unað þessari lagasetningu og ég hef ekki orðið var við nein samtök meðal útgerð- armanna til að mótmæla þessu, sagði Kristján. Varðandi kvótaskiptinguna sagðist Kristján ekki hafa trú á því að hún yrði tilbúin fyrir áramót, en aftur á móti yrði ráðherra að leggja fram skýrar línur um hvern- ig fiskveiðistefnan verður í fram- kvæmd, þótt kvóti á hvert skip verði ekki tilbúinn, sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Ljóst er að ef vetrarvertíð hefst ekki fyrr en í febrúar er hætt við að hið hrikalega atvinnuleysi sem nú er í mörgum útgerðarbæjum á landinu minnki ekki í bráð. -S.dór Kristján Ragnarsson. Þúsundum hefur verið sagt upp störfum á undanförnum vikum og eru verkakonur í frystihúsum í stærstum hópi. Þessar myndir voru teknar í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar í gær en þar hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum frá og með n.k. þriðjudcgi. Síðasti vinnudagur í dag. Mynd - Magnús. Hafnarfjörður 135 sagt upp hjá BUH Öllum starfsmönnum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar 135 að tölu hefur verið sagt upp störfum frá og með n.k. þriðjudegi, en öllu starfsfólkinu var sagt upp kauptryggingu 16. desember sl. Langflest- ir starfsmanna eru konur en sjómönnum á þremur togurum BÚH hefur ekki verið sagt upp störfum. Tveir af togurum útgerðarinnar hafa stöðvast vegna bilunar, b/v Júní og b/v Apríl. Þriðji togarinn b/v Maí landaði í fyrradag í síðasta sinn á þessu ári en óvíst er hvenær togararnir halda til veiða að nýju. Sverrir Guðmundsson verkstjóri í fisk- iðjuveri BÚH sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, að mjög lítill afli hefði borist í hús nær allt þetta ár og síðustu mánuði hefði vinna verið mjög skrykkjótt þótt ekki hefðu fallið úr dagar, en lítið hefði verið um að starfsfólk næði bónus við vinnu sína. Undanfarið þrjú ár hefur Bæjarútgerð Hafnarfjarðar verið lokað frá jólum og fram yfir áramótin og tvö undanfarin ár hefur vinna ekki hafist að nýju fyrr en 12. febrúar. Enn er alls óvíst hvenær vinna í húsinu mun hefjast að nýju. -lg- Húsavík Tœplega 200 á skrá „Hér á Húsavík er allt of mikið atvinnu- leysi og sumir sem eru án atvinnu sjá því miður ekki fram á að ástandið lagist næstu vikurnar að minnsta kosti“, sagði Kári Arnór Kárason starfsmaður Verka- lýðsfélagsins á Húsavík er Þjóðviljinn sló á þráðinn í gær. „í desember hafa 58 manns verið á atvinnuleysisskrá og tvo síðustu daga hafa bæst við 130 konur úr frystihúsinu hér á staðnum“, sagði Kári ennfremur. Hann sagði að af hinum 58 atvinnuleysingjum væru flestir verkamenn en þar væri einnig að finna nokkra iðnaðarmenn, skrifstofu- fólk og opinbera starfsmenn. Þá væru ó- komnir 10-15 vörubifreiðastjórar sem væntanlega tilkynntu sig atvinnulausa innan tíðar, en það hefði verið venjan um þetta leyti undanfarin ár. „Nei, hér er atvinnuástand afar bágbor- ið og þá er ég ekki að tala um tímabundið atvinnuleysi. Fólk hefur líka flutt héðan frá Húsavík í miklum mæli undanfarin misseri og það segir líka meira en margt annað“, sagði Kári Arnór Kárason á Húsavík. - v. Akureyri Aldrei fleiri án atvinnu Um síðustu mánaðamót voru 194 atvinnulausir á Akureyri og hefur sú tala heldur hreyfst uppá við það sem af er mánuðinum. Að sögn starfsmanna Vinnu- miðlunarinnar á Akureyri er þetta hæsta tala sem skráð hefur verið til þessa en atvinnuleysisdagar í nóvember jafngiltu því að 142 hefðu verið án atvinnu allan mánuðinn. Tölur um atvinnuleysi eru ekki teknar saman fyrr en við mánaðamót á Akureyri, en í lok nóvember voru þar 129 karlar og 65 konur á skrá. Flestir voru verkamenn, 77 talsins og 42 verkakonur, en aðrir voru úr öllum starfsgreinum. Uppsagnirnar hjá Slippstöðinni á Akureyri, sem mikið hafa verið til umræðu, koma ekki til fram- kvæmda fyrr en í mars á næsta.ári. Njarðvík 70 á skrá Þjóðviljinn fékk þær upplýsingar á bæj- arstjóraskrifstofunni í Njarðvík að þar væru um 70 manns á atvinnuleysisskrá og að ekki væri búist við að margt fólk bættist við alveg á næstunni a.m.k. Þetta atvinnu- lausa fólk er nær allt af bátunum og úr frystihúsinu. Reykjavík 635 atvinnu- , lausir - mest fiskvinnslufólk I gær voru 635 á atvinnuleysisskrá í Reykjavík og hafði fjölgað úr 351 frá 1. desember s.l. Langstærsti hópurinn eru starfsmenn ísbjarnarins og Hraðfrysti- stöðvarinnar, rúmlega 210 manns þar af 48 sjómenn, en öllu þessu fólki var sagt upp nú um miðjan mánuðinn. Gunnar Helgason forstöðumaður Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar sagði að fjöldi atvinnulausra nú væri svipaður og á sama tíma í fyrra, en þá var í gildi róðrarbann. Á skránni eru 369 karlar og 266 konur úr öllum starfsgreinum, þó er minna um iðnaðarmenn en oft áður á sama árstíma, en sem dæmi má nefna að 48 verslunarkonur eru atvinnulausar og 27 verslunarmenn. -ÁI. Siglufjörður 30 án atvinnu „Sem betur fer er þetta þokkalegt hér á Siglufirði, aðeins 30 konur frá Siglósíld á atvinnuleysisskrá en þær komu inn um miðjan desember“, sagði Þórólfur Tómas- son á bæjarskrifstofunum á Siglufirði. „Hinir nýju eigendur Siglósíldar taka við húsinu um áramótin og það er reiknað með að framleiðsla þar geti hafist um miðjan janúar. Frystihúsið hér er í fullum gangi, var m.a. að fá rækju í nótt og því ekki útlit fyrir stöðvun þar á næstunni“, sagði Þórólfur ennfremur. Hann kvað ástæðuna fyrir allgóðu at- vinnustigi á Siglufirði m.a. vera þá að nýj- um stoðum hefði verið skotið undir iðn- aðinn á staðnum og því verið hægt að forða hinu árstíðabundna atvinnuleysi sem víða sækti nú að. Keflavík Um 200 eru án atvinnu Hér í Keflavík eru nú 170 manns á atvinnuleysisskrá og við vitum að það á eftir að bætast töluvert við, þannig að ég tel að um helgina verði talan komin yfir 200 manns, sagði félagsmálafulltrúinn í Keflavík í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að hér væri urn fólk úr frysti- húsunum, bátasjómenn og iðnverkafólk að ræða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.