Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Rögnvaldur Sigurjónsson leikur verk eftir Schumann, Chopin og Liszt. Útgefandi: Fálkinn, 1983. Ný hljómplata með píanóleik Rögnvaldar Sigurjónssonar er komin út. Hún hefur að geyma tón- list eftir þrjú höfuðskáld róman- tískrar píanótónlistar: „Aufschwung" og „Warum?“, úr „Fantasiestucke“ op. 12, auk són- ötu í g-moll op. 22 eftir Robert Schumann. Þá eru tvær etýður, op. 10 nr. 1 og op. 25 nr. 1 eftir Freder- ic F. Chopin, ásamt vals op. 34 nr. 2 og ballöðu nr. 3 í As-dúr op. 47. Lestina reka tvö verk eftir Franz Liszt, Chant polonais nr. 5: „Meine Freuden" (sem reyndar er ein af sex píanóútsetningum Liszts á pólskum söngvum Chopins op. 74) og Mefistóvals nr. 1 Petta er sjötta platan sem gefin er út með leik Rögnvaldar og sannkallaður tónlistarviðburður, því þótt píanistinn sé kunnur af fjölmörgum tónleikum sínum heima og erlendis, mættu hljóm- plötur með honum að ósekju vera helmingi fleiri og vel það. Nýir tón- listarunnendur eru sífellt að bætast í hóp hinna eldri og þeir eiga rétt á að fá að kynnast leik helstu tón- listarmanna þjóðarinnar. Þeirra á meðal er Rögnvaldur og því fleiri plötur sem gefnar eru út með leik hans, þeim mun heillegri mynd fáum við af listamanninum. í bili verðum við þó að láta okk- ur nægja þessa (auk hinna fyri) og er það sú hlið píanóleikarans sem snýr að rómantíkinni. Hljóðritanir eru frá ýmsum tímum í ferli Rögnvaldar, misjafnlega vel úr garði gerðar, en koma þó aldrei í veg fyrir að áheyrandinn fái notið persónulegar túlkunar hans á efni- viðnum og hæfileika hans sem ein- leikara. Bestu eiginleikar hans koma strax fram í hinum ólíku smáverk- um Schumanns. Skapmikill leikur og áræði í Aufschwung, þar sem andi verksins er þaninn, en einlæg Lifandi tónlist á plötu Halldór B. Runólfsson skrifar Rögnvaldur Sigurjónsson og látlaus túlkun í Warum? Sónat- an í g-moll er þó aðal þessarar plötuhliðar og gefur enn gleggri mynd af leikandi hæfileikum Rögnvaldar. Snöggar hraða- breytingar og sviptingar gera hana að fingurbrjóti, sem einungis er á færi bestu píanista að hemja. En það er eins og Rögnvaldur tvíeflist við slíkar raunir, því hann fer á kostum í hinum mjög hraða- hraðari-enn hraðari í. kafla og skilur áheyrandann eftir agndofa. Andantino-kaflinn er leikinn af miklu næmi, sem hvíld eftir fyrsta kaflann, en undirbýr mann þó undir átök scherzosins og rondos- ins, hápunkt verksins. Yfirsýn Rögnvaldar er mikil og stígandin er leikin án þess hann missi nokkurn tíma sjónar af heildaráferð. Fyrir þessa sónötu eina mundi ég kaupa plötuna. Á annarri hlið leikur Rögnvald- ur etýðurnar tvær eftir Chopin og er það gullfallegur leikur. Valsinn op. 34 nr. 2 er eilítið hraðari en ég hef vanist, en persónulegar áhersl- ur Rögnvaldar eru sannfærandi og leikandi léttar. Mér finnast ball- öður Chopins einhver fegurstu og frjóustu verk sem eftir hann liggja og hér setur Rögnvaldur punktinn við Chopin með því að leika þá nr. 3 op. 47. Hann gerir henni hrífandi skil með áherslumiklu og klassísku spili, en forrn verksins er afar klass- ískt, þótt ekki vanti rómantískt flug. Ballaðan er að mínum dómi fallegast leikna verkið á annarri plötuhlið, ásamt „Meinie Freu- den“, heillandi smáverki Liszts/ Chopins, þar sem píanóleikarinn er fullkominn virtuoso, sann- kallaður „maitre du jeu“. Það fer vel á því að ljúka plöt- unni með Mefistóvals nr. 1 eftir Liszt, því rómantískasta af öllu rómantísku í píanótónlist. Rögn- valdur nær að skila hinum díaból- íska ofsa verksins með snarpri tækni og miklum tilþrifum, þótt mér finnist leikurinn örlítið ójafn- ari en í verkunum á undan. En maður er aldrei í vafa um vald túlk- andans yfir nótnaborðinu. Fyrir utan að vera heilsteypt, er í plötunni fólgin persónuleg afstaða Rögnvaldar til hljómupptöku. Hún byggist á þeirri skýlausu kröfu að upptaka varðveiti ferskleik hins lifandi flutnings, en sé ekki innan- tóm skrásetning verkanna sem leikin eru. Það nægir að varðveita verkin á nótum, en spilið eftir þeim nótum krefst annars og meira. Það verður að vera gætt lífi augnabliks- ins, persónuleika flytjandans og til- finningu hans fyrir því hve langt má teygja og sveigja túlkunina. Skorti eitthvert þessara atriða, fellur upp- takan dauð og ómerk. Hún verður flöt, köld og tilgerðarleg í versta falli. Þetta eru kröfur sem Rögnvaldur gerir til sjálfs sín og annarra kollega sinna. Þær gera hljómplötu hans sanna og leiftrandi af lífi, því hún er einungis byggð á tækni einleikarans á þeirri stundu sem hann flytur hljómleika sína fyrir hljóðnemann. Engin upptökutrikk eru notuð, engin endurtekning eða klipping til að gera honum lífið léttara. Hér er eingöngu lifandi leikur skráður á band. Vonandi er platan aðeins byrjun á frekari útgáfu á list Rögnvaldar. Eftir er hinn klassíski Rögnvaldur, barokkski og módern, kammer- leikarinn og konsertleikarinn. Hún er vel hönnuð með vönduðum skýringatexta og hinu bráðágæta málverki Atla Más af Rögnvaldi við hljóðfærið, dregið upp með fáum og öruggum pensildráttum, eftir minni. M.ö.o., vönduð og falleg hljómplata. HBR Opið til kl. 23 í kvöld Allt i jola- Nýtt í JL-portinu Hárgreiðslustofa Gunnþórunnar Jónsdóttur, sími 22500. Sólbaðstofa Siggu og Maddýjar, sími 2250Q, Munið snyrtivöruhornið. Næg bílastæði í JL-portinu tytnmnnfiíií Allar vörur á markaðsverði Nýjung! JL-grillið Réttur dagsins í dag: Grísasteik á aðeins kr. 125. Opið á verslunartíma matinn Raftæki - Rafljós og rafbúnaður. 35 nýjar gerðir af bað- og eldhúsljósum. Nýkomnir Ijóskastarar í úrvaii - verð frá kr. 168.- RAFTÆKJADEILD II. DEILD Glæsilegt úrval húsgagna á tveimur hæðum Nýkomnir norskir leðurstólar Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála VISA EUROCARD lœ'&aBBBa Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600 'A A A A A A ‘ T acoz: L3 eicJQíT: iíilILíCiúQI i-JI UL-.L. i m m m n *s IU m m u ti i i ti •,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.