Þjóðviljinn - 29.12.1983, Page 1
UOBVIUINN
Mikið fjölmenni
tók þátt í friðar-
blysför á Húsa-
vík og Egilsstöð-
um. Myndirog
frásögn
Sjá 7
desember
föstudagur
300. tölublað
48. árgangur
Ríkisstjórnin
gefst upp
í fyrstu lotu
• Áramótareglurnar koma
ekki fyrr en í lok febrúar
• Afleiðing uppgjafarinnar að vertíð
in hefst ekki fyrr en í mars
Kvótakerfið í strand
Ríkisstjórnin krafðist næturfunda
á Alþingi fyrir jólin til að knýja
í gegn lög um alræðisvald sjávar-
útvegsráðherra til að koma á kvót-
akerfi í útgerðinni. Aðalröksemd
ríkisstjórnarinnar var að ráðherra
yrði að fá þetta vald strax svo að
hægt væri að móta fiskveiðistefnuna
1984 fyrir áramótin. í gær tilkynnti
sjávarútvegsráðuneytið að „stefnt
væri að því að birta nýjar reglur
um stjórnun veiða á helstu
botnfisktegundum fyrir 20. febrúar
1984.“ Þessi tilkynning sýnir að
ríkisstjórnin hefur í fyrstu lotu gefist
upp á að koma kvótakerfinu á.
Alger óvissa mun ríkja næstu tvo
mánuði í málefnum útgerðarinnar
og í atvinnumálum kringum allt
land.
Stóru orðin ráðherranna á Al-
þingi fyrir jólin hafa reynst innan-
tóm á rúmri viku.
Helstu kostir r-------
kxótakerfisins
hafa verið ó- U:
nýttir
„Þessi frestur merkir að ríkis-
stjórnin er búin að eyðileggja
helstu kosti kvótakerfisins strax í
upphafi með því að taka ekki á-
kvarðanir um kerfið nú. Það voru
fyrstu tveir mánuðir ársins sem
ráðherrarnir höfðu sagt okkur að
væru lykilatriði“, sagði forráða-
maður í útgerð við Þjóðviljann í
gærkvöldi.
Óvissa
í tilkynningu ráðuneytisins kem-
ur fram að enn á eftir að ákveða
hvort miðað verður við aflakvóta
eða sóknarkvóta. Gefið er í skyn
að tekið verði mið af fleiri atriðum
en afla og úthaldi sl. 3 ár án þess að
þau atriði séu þó tilgreind.
Tilkynnt er að afli í janúar og
febrúar muni verða reiknaður inn í
kvótann síðar á árinu og sagt að
það verði þó aðeins gert að hálfu
fyrir línuveiðar.
Vertíð í mars
Þegar Halldór Ásgrímsson var
spurður hvort afleiðingin yrði ekki
sú að vertíð hæfist ekki fyrr en
mars svaraði hann: „Ég vona að
ákvæðið um að taka aðeins helm-
ing afla línubáta inní kvótann og
ufsaaflann ekki verði til þess að
bátar og togarar hefji veiðar, ekki
síst í ljósi þess að nú fæst mjög gott
verð fyrir ufsa í Þýskalandi".
Forsvarsmenn í útgerð sem
Þjóðviljinn ræddi við í gær voru
hins vegar á annarri skoðun. Þeir
töldu einsýnt að uppgjöf ríkis-
stjórnarinnar í glímunni við kvót-
akerfið hefði í för með sér að ver-
tíðin hæfist ekki fyrr en í mars.
- S.dór/ór
Sjá tilkynningu
ráðuneytisins
á síðu 2.
Ljóst er orðið að leggja þarf nýjar hitaveitulagnir um nær allt Fossvogshverfið þar sem núverandi lagnir eru ónýtar. Efnisval og aðferðir við lagnir i
hverfinu þegar það var byggt í kringum 1970 voru rangar að sögn verkfræðings Hitaveitu Rcykjavíkur. (Ljósm. - eik.)
Hitaveitukerfið í
um nœr
allt hverfið
Fossvogi er ónýtt
Hitaveitukerfið í Fossvogshverfínu í Reykjavík er orðið
svo lélegt að óhjákvæmilegt er að skipta um lagnir í öllu
hverfínu í næstu framtíð. Bilanir hafa verið mjög tíðar á
kerfínu og þess vegna er þegar búið að skipta um lagnir á
þeim stöðum þar sem ástandið hefur verið verst. Samt er
stærsti hluti kerfísins eftir og verður að skipta þar um lagnir.
Ástæðan fyrir þessu er aðferðir
og efnisval, þegar kerfið var lagt.
Þá voru notuð plaströr og þar sem
hverfið stendur í miklum halla hef-
ur jarðvatnssaggi lagst mjög að
lögnunum með fyrrgreindum af-
leiðingum, sagði Gunnar Kristins-
son verkfræðingur hjá Hitaveitu
Reykjavíkur er Þjóðviljinn spurð-
ist fyrir um málið í gær.
Margir hafa haldið því fram að
Hitaveitan hafi gert tilraunir með
nýtt efni þegar Fossvogshverfið var
byggt. Það taldi Gunnar hinsvegar
ekki vera, heldur hafi tíðkast að
nota plastefni á þessum árum.
Hann sagði jafnframt að sennilega
yrði farin sú leið að leggja nýjar
lagnir í hverfið sökum þess að nú-
verandi lagnir lægju um uppgrónar
lóðir og alltof mikið rask yrði að
grafa þær upp, þegar nýir stofnar
yrðu lagðir.
Ekki er fyrirhugað að hefjast
handa með verkið á árinu 1984,
þrátt fyrir tíðar bilanir. Endurnýj-
un í elstu hverfum borgarinnar
væru meira aðkallandi. _ S.dór
Sala ríkisfyrirtœkjanna:
Kngín hreyfing
„Ástand ríkiskassans
þolir ekki afsal á tekjun-
um frá fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli“ -
Viðtal við Höskuld Jóns-
son ráðuneytisstjóra