Þjóðviljinn - 29.12.1983, Side 3
Fimmtudagur 29. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Safnað í
brennu við
Ægissíðu
„Við byrjuðum að safna 1. des-
ember og það hefur gengið ágæt-
lega að sníkja efni í brennuna sem
verður örugglega ineð þeim stærstu
sem verður kveikt í á gamlárs-
kvöld“, sögðu krakkarnir sem við
ókum fram á við Ægissíðuna í gær.
Ungir sem gamlir um land allt
hafa undanfarnar vikur safnað að
sér alls kyns drasli til að brenna á
gamlárskvöld. Tilgangurinn er
auðvitað fyrst og fremst sá að
brenna út árið sem er að líða, að
gömlum og góðum íslenskum sið,
en einnig að losa sig og sína við
ýmislegt það sem neysluflóðið hef-
ur rekið á fjörur okkar. f>ar er af
nógu að taka enda má sjá bálkesti
rísa sem óðast þessa dagana út um
borg og bí. Vonandi hleypur eng-
um slíkt kapp í kinn að hann tendri
köstinn áður en síðasta kvöld árs-
ins leggst að. Ljósm. Magnús.
Brauð handa
hungruðum
heimi______________
Yfir tíu
milljónir
króna
söfnuðust
Alls er talið að á milli 13 og
15 milljónir í verðmæti hafi
safnast í söfnun Hjálparstofn-
unar kirkjunnar fyrir jólin.
Talningu er enn ekki lokið en
yfir tíu milljónir króna söfn-
uðust í peningum og skreið að
verðmæti 2 til 3 milljónir, að
sögn talsmanna Hjálparstofn-
unarinnar sem Þjóðviljinn
hafði samband við í gær.
Athygli vekur hve söfnun
þessi gekk vel og hve almenn-
ingur virðist reiðubúinn að
taka þátt í starfi Hjálparstofn-
unarinnar sem aðallega kem-
ur til góða í Afríku. Ef rniðað
er við söfnunina í fyrra í vinn-
ustundum, þá þurfti fjórfalt
fleiri vinnustundir nú miðað
við í fyrra til að vinna fyrir því
sem safnaðist. Safnað var
undir kjörorðinu „Brauð
handa hungruðum heimi“.
-óg
Kaup á ríkisfyrirtœkjum
F áar fyrir spurnir
engin tilboð borist
,yAstand ríkiskassans þolir ekki
afsal á tekjum frá fríhöfninniu
„Það verður að segjast eins og er að áhugi ein-
staklinga og fyrirtækja til að kaupa þau ríkis-
fyrirtæki sem við höfum auglýst laus til sölu er ekki
mikil. Enn sem komið er hefur hreyflng verið í
þessum málum. Það liggur ekkert fast tilboð fyrir
hjá okkur. Samningarnir um Siglósíld eru því ein-
angrað fyrirbæri“.
„Ég veit hinsvegar til þess að
nokkrar fyrirspurnir hafa borist um
kaup á hlutabréfum ríkisins í Flug-
leiðum, Álafossi og Landssmiðj-
unni. í flestum tilvikum er hér um
að ræða starfsmenn viðkomandi
Höskuldur Jónsson ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuncvtinu: „Eng-
in tilboð borist - því miður“.
fyrirtækja. Þetta áhugaleysi spegl-
ar það að sum fyrirtækja okkar eru
lítt fýsileg til kaupa“, sagði Hösk-
uldur Jónsson ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu þegar Þjóð-
viljinn hafði tal af honum í gær og
spurði frétta af sölu ríkisfyrirtækja.
Undanfarið hefur verið um það
rætt að selja fríhöfnina á Keflavík-
urflugvclli. Hvers mega menn
vænta í því sambandi?
„Mér sýnist nú ástand ríkiskass-
ans ekki vera þannig að ástæða sé
til að ríkið afsali sér þeim tekjum
sem fást út úr fríhöfninni. Sá
kaupsamningur sem yrði gerður
myndi því varla færa hlutaðeigend-
um þann stórkostlega gróða sem
menn virðast ætla að falli nýjum
eignaraðila í skaut.“
-hól.
Flestir atvinnulausir eiga rétt á atvinnuleysisbótum
Margir vita ekki
um bótarétt sinn
Ungt fólk og konur þekkja stundum ekki réttindi sín
- Jú það er rétt, það eru tölu-
verð brögð að því að fólk sem
verið hefur atvinnulaust um
langan tíma og á rétt á atvinnu-
leysisbótum hafi ekki þekkt
bótarétt sinn, sagði Hrafn
Sæmundsson hjá Félagsmála-
stofnun Kópavogs er Þjóðvilj-
inn leitaði fregna hjá honum um
atvinnuleysi.
- Sérstaklega er það algengt
með konur og ungt fólk sem hefur
verið atvinnulaust og á svonefndan
geymdan bótarétt, að fólkið þekk-
ir ekki rétt sinn og verður af bótum
sem það þarfnast svo sannarlega.
- Segja má að þeir sem þekkja
þennan rétt best séu þeir sem eru
virkir félagar í verkalýðsfélögun-
um og fólk þarf greinilega að vera
vakandi fyrir réttindum sínum.
Verkalýðsfélögin kynna að sjálf-
sögðu félagsmönnum sínum rétt-
indin, en það er ekki nóg, fólkið
verður sjálft að bera sig eftir björg-
inni og flestir atvinnuleysingjar
eiga skýlausan rétt á bótum úr okk-
ar sameiginlega Atvinnuleysis-
tryggingasjóði, sagði Hrafn
Sæmundsson í Kópavogi.
-óg
Hærra verð
á veitingum
Verð á veitingum í veitingahús-
um hækkar um 13.04% á gamlárs-
dag og nýársdag þar sem húsunum
er heimilt að innheimta allt að 30%
þjónustugjald þessa tvo daga.
í frétt frá Verðlagsstofnun segir
að á sk. aukafrídögum þjónustu-
fólks sé veitingahúsunum heimilt
vegna kjarasamninga að innheimta
fyrrgreint 30% gjald. Þetta gjald
var einnig innheimt á jóladag, en í
2. í jólum var þjónustugjaldið
20%.