Þjóðviljinn - 29.12.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1983, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Fimmtudagur 29. desember 1983 DIOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsíngastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Friðarbaráttan á jólum Friðarbaráttan setti sérstakan svip á jólin. Með táknrænum athöfnum lagði fjöldi fólks um land allt áherslu á vilja sinn til þess að andæfa þeirri kjarnorkuvá sem ógnar öllu lífi á jörðinni. Fjölmennar blysfarir gegn kjarnorkuvá voru farnar í Reykjavík, Húsavík og á Egilsstöðum á Þorláksmessu, og voru það tilkomumikl- ar og hátíðlegar athafnir. Kirkjan hvatti landsmenn til þess að tendra friðarljós að kvöldi aðfangadags og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. „Við trúum á afvopnun en höfnumógnarjafnvægiger- eyðingarvopna. Við vonum að stöðva megi framleiðslu kjarnorkuvopna en óttumst hernaðarhyggju stórvelda. Við biðjum leiðtoga þjóðanna að leggja niður vopn. Við trúum á það hlutverk íslendinga á alþjóðavettvangi að stuðla að friði og afvopnun. Við vonum að ísland standi með þeim þjóðum sem stöðva vilja framleiðslu kjarnorkuvopna. Við biðjum leiðtoga okkar eigin þjóðar að styðja sérhverja viðleitni til friðar á jörðu“, segir m.a. í boðskap friðarhreyfinganna sem stóðu að blysförinni í Reykjavík. Hér er ekki á ferðinni venjulegt slagorðaglamur, en í þessum yfirlætislausa texta er þó þungur undirstraumur sem gætir nú hvarvetna. Þeirri nauðhyggju sem segir að sífellt þurfi fleiri kjarnorkuvopn þó nóg sé fyrir til þess að margeyða mannkyni er hafnað. Vopnastefnu hern- aðarbandalaganna í austri og vestri er einnig hafnað. Og það er gerð krafa um að íslensk stjórnvöld standi með þeim sem vilja stöðva framleiðslu kjarnorku- vopna, en ekki þeim sem vilja hefja nýjan umgang í kjarnorkuvopnakapphlaupinu. Að þessu leytinu svipar andófinu hér til þess sem hefur verið að gerast á meginlandi Evrópu. Þar snýst deilan ekki fyrst og fremst um aðildina að NATO, heldur um stefnu hernaðarbandalagsins og „nýlendu- stjórn“ Bandaríkjanna á því. í Vestur-Þýskalandi eru 65% kjósenda á móti ákvörðuninni um ný Evrópuat- ómvopn, en jafnstór hluti kjósenda er fylgjandi aðild að NATO. Fjölmargir Evrópubúar una því illa að allt ákvörðunarvald innan NATO sé í raun í Washington og treysta ekki alltof vel á stórveldi sem síðan 1812 hefur átt í árásar- og útþenslustríðum á hverjum aldarfjórð- ungi. Núverandi kjarnorkuvopnastefna hleður undir útþenslustefnu stórveldanna beggja og mer önnur ríki sífellt ver undir hæl þeirra. Þessi viðhorf sem hér hafa verið rakin að framan gera sig æ meir gildandi og hafa m.a. leitt til umskipta í öryggismálastefnu evrópskra sósíaldemókrata. Þau munu meðal annars hafa það í för með sér að einnig hér á íslandi verður farið að þrýsta að íslenskum stjórnvöldum til raunhæfra aðgerða og táknrænna á- kvarðana sem miða að því að draga úr kjarnorkuvá. Bann við kjarnorkuvopnum á íslandi, friðlýsing haf- svæðanna kringum landið fyrir kjarnorkuvopnum og yfirlýsing um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd eru of- arlega á listanum um táknrænar ákvarðanir. Og það verður farið að hlusta eftir því hvaða afstöðu íslending- ar taka á alþjóðavettvangi þegar kjarnorkuvopn og afvopnun eru á dagskrá. Það mun reka að því að stuðn- ingur við kjarnorkuvopnastefnu Reagans Bandaríkja- forseta fái pólitíska þýðingu hérlendis og þýði atkvæða- tap í kosningum. Sem vopnlausri þjóð, er státað getur af friðsamlegri baráttu fyrir sjálfstæði sínu, ber íslendingum „að kveikja friðarljós í myrkrum ofbeldis og grimmdar“ á alþjóðavettvangi, og „tendra loga vonarinnar“ með fordæmi fyrir aðrar þjóðir á heimavettvangi. - ekh. klippt Tortryggni Moggans Morgunblaðið öfundast mjög yfir góðu gengi friðarhreyfinga hér á landi einsog annars staðar. Hinar almennu og látlausu friðaraðgerðir á Þorláksmessu í Reykjavík og víðar fara svo fyrir brjóstið á Morgunblaðsmönnum, að þeir sjá ástæðu til að naggast og nudda utaní friðarsinna í fyrsta blaði eftir jól. Mogginn reynir nú einsog alltaf áður að gera friðarsinna og aðgerðir þeirra tortryggileg. Um þetta skulu nú nefnd dæmi. Hvað er viðleitni? Mogginn gerir eftirfarandi setningu úr ávarpi friðarblysfar- arinnar í Reykjavík að umtals- efni: „Við biðjum leiðtoga okkar eigin þjóðar að styðja sérhverja viðieitni til friðar á jörðu“. Þetta finnst Mogganum að vonum ótækt orðalag, enda veit hann uppá sig og flokkinn sinn skömm- ina; að styðja og hafa stutt her- skáa stefnu Reagans Bandaríkja- forseta og Pentagongenerálanna fyrr og síðar. Morgunblaðið skilur ekki boðskapinn til ríkis- stjórnarinnar og þjóðarinnar og spyr af þjósti: „Hvað er átt við með „sérhverri viðleitni“ í þágu friðar á jörðu?“. Von að Mogg- inn spyrji. Blaðið hefur nefnilega gengið allra gagna lengst í að verja stefnu Nató og það herská- asta sem uppi er hverju sinni í alþjóðastjórnmálum. Morgun- blaðið veit líka af hyggjuviti sínu, að það styður ekki sérhverja við- leitni í þágu friðar á jörðinni. Hvaða viðleitni í þágu friðar á jörðinni styður Morgunblaðið? Heyr á endemi! Þá gerir Morgunblaðið prédik- un sr. Pjeturs Maack að umtals- efni þarsem hann fjallaði um afvopnunar- og friðarmál á að- ventunni. Sr. Pjetur gerði sér- stöðu íslands í samfélagi þjóð- anna að umtalsefni og sagði stolt- . ið af þjóðerninu íslenska hafa beðið hnekki, er ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um stöðvun fram- leiðslu kjarnorkuvopna. Sr. Pjet- ur kvað þetta mál ekki vera mál- efni herstjóra úti í heimi heldur varðaði spurninguna um allt líf á jörðinni. Morgunblaðið sættir sig ekki við þessa skoðun, sem þó er sú algenga meðal flestra trúfélaga og friðarsinna. „Það eru ekki herforingjar sem ráða stefnu Islands í þessum mál- um frekar en annarra lýðræðis- ríkja, heldur stjórnmálamenn og kjósendur“. Hér fer Morgun- blaðið vísvitandi með rangt mál. Það veit vel að staðsetning eld- flauganna í Evrópu er gerð að ráði herforingjanna og þvert á meirihlutavilja þegna þessara landa. Fátt óœskilegra Hjörtur Eldjárn Þórarinsson á Tjörn gerir þessi mál að umtals- efni í leiðara jólablaðs Norður- slóðar. Hjörtur vitnar í Bruno Kreisky fyrrverandi kanslara Austurríkis sem lýsti áhyggjum af hinu kalda stríði: „Það er hættu- legt, þegar stjórnmálamennirnir eru farnir að leita ráða hjá mar- skálkum og generálum. Það cr hlutverk herforingja að heyja stríð og vinna. Þegar herforingi er spurður verður svarið á hern- aðarvísu“. Hjörtur leggur útaf þessum orðum í leiðaranum og varar ís- lensk stjórnvöld við að þiggja ráð af herfræðingum. Bendir hann á hugmyndina um radarstöðvarnar frá bandarískum hernaðaraðilj- um. „Hugmyndin hlýtur að vera þaðan komin enda þótt hún sé borin fram á íslensku af manni úr okkar röðum“. Andstœtt kristnu siðgœði f stórmerku viðtali Péturs Pét- urssonar við Olaf Sundby erki- biskup Svía í aðfangadagsblaði Morgunblaðsins er einnig vel grundvölluð andstaða kristinna manna og trúfélaga við gjöreyð- ingarvopnin. Sú afstaða er í hróp- andi mótsögn við málflutning Morgunblaðsins í ritstjórnar- greinum nær færi gefst. Sundby segir: „Að framleiða, geyma og beita þessum vopnum er andstætt kristnu siðgæði“. Sundby talar hér um „grundvallarlífsviðhorf" og hann bendir á að Alkirkju- ráðið hefur lagt til að fyrsta skref- ið í afvopnunarmálum sé „algjör stöðvun vígbúnaðar á því stigi sem hann nú er. Það er þessi leið sem hefur verið vísað frá af Vest- urveldunum með staðsetningu Pershing kjarnorkueldflauganna í Vestur-Þýskalandi“. Erkibiskup Svía segir nauðsyn- legt að fá fram „fordæmingu á ógnarjafnvæginu, sem er í raun og veru það öryggiskerfi sem haldið er dauðahaldi í“. Og þegar hann er spurður út í þær aðdrótt- anir sem við þekkjum best úr Morgunblaðinu, að friðarhreyf- ingar og kirkjan séu handbendi Kremlverja, segir Olof Sundby: „Þetta er oft runnið undan rifjum þeirra sem ekkert geta eða vilja ekkert leggja á sig til lausnar þess- um ógnarlegu vandamálum". Frekja og forrœðishyggja í sjálfu sér væri ekkert óeðli- legt að kirkjuna og Morgunblað- ið greindi á um grundvallarlífs- viðhorf, og Morgunblaðið gagnrýndi kirkjuna á þeim nót- um. En því er ekki að heilsa, heldur eru skrif Morgunblaðsins alltaf í þessum frekjutóni í garð kirkjunnar manna og forræðis- hyggjan skín alls staðar í gegn. Morgunblaðið þykist alltaf hafa vit fyrir kirkjunni og hennar fólki, vita betur heldur en hún hvað sé kristnu siðgæði samboðið og hvað ekki. Þessi forræðishyggja ásem betur fer ekki sjnn líka í nágrannalöndum okkar - og þarf að fara alla leið austur í Kreml til að heyra þennan tón og sjá slíkt forræðisnöldur við kirkju og trúfélög. Gleðileg tímanna tákn íslenska þjóðkirkjan átti hve drýgstan hlut að máli er jólahá- tíðin sem nú er gengin um garð varð að voldugri friðarhátíð - með skýlausum boðskap til for- ráðamanna þessa lands, sem þeir ættu að skilja öðruvísi en skrif Morgunblaðsins gefa tilefni til að halda. í Reykjavík mátti hvar- vetna sjá friðarljósin tendruð á aðfangadagskvöld að boði bisk- ups til áherslu þeim friðarkröfum sem almenningur og kirkjur hafa sett fram. Hræðslan og óttinn við tortím- ingu mannkyns er hafin yfir alla flokka og trúfélög. Og vel má hafa í huga það sem biskupinn sænski segir í viðtalinu sem áður er til vitnað: „Kirkjurnar hafa ásamt friðarhreyfingunum átt sinn mikilvæga þátt í því að finna þessum ótta og áhyggjum al- mennings farveg. Hlutverk henn- ar og mikilvægi friðarstarfsins á eftir að aukast enn meir og það eru gleðileg tímanna tákn“. Það þarf enginn að hafa vit fyrir slíkri kirkju né neinum öðrum kirkj- um. -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.