Þjóðviljinn - 29.12.1983, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 29.12.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. desember 1983 Ákæruvaldið ætlar að hrifsa drenginn Lambsdorff úr faðmi föðurins, Kohls kanslara - líkingin er tekin úr Alfakónginum eftir Goethe. Flickhneykslið í Vestur-Þýskalandi: Stjórnmálm tíl sölu þeim sem hæst býður? Síðastliðna mánuði hafa menn með vaxandi eftir- væntingu beðið úrslita í svonefndu Flick-máli i Vestur-Þýskalandi: verður Otto Lambsdorff efna- hagsráðherra látinn víkja eða ekki vegna ákæru um mútuþægni? Stjórnin í Bonn hefur nú tekið þá ákvörðun að ráðherrann skuli sitja í sínum stól áfram - en þar með eru ekki öll kurl komin til grafar. Hér er ekki um það eitt að ræða, hvort Lambsdorff og aðrir ráðherr- ar hafi þegið mútur eða ekki, ekki um það eitt hvort þessi tiltekni ráð- herra og fyrirrennari hans hafi þeg- ið fé af Flick-auðhringnum handa flokki Frjálsra demókrata og látið skattaívilnanir koma á móti. Spurt er um hið pólitíska kerfi saman- lagt, um flokkakerfið, um það hvort hægt sé að reiða sig á stjórnmálamenn eða hvort þeir séu aðeins vikapiltar stórauðvaldsins. Vikuritið Spiegel birti saman- tekt sína um „Flickmálið“ sama dag og ákæruvaldið ákærði einn ráðherra, tvo fyrrum ráðherra og tvo meiriháttar iðjuhölda fyrir mútuþægni og mútugjafir. Vikurit- ið tjaldaði því sem það átti til og byggði skrif sín að verulegu leyti á náunga sem Ramses er nefndur - en það er náungisem hafði aðgang að miklum skjalabunkum sem lög- menn og skattalögregla höfðu samansafnað í húsrannsóknum og yfirheyrslum sem staðið hafa ein átta ár. Ramses þessi er hliðstæða við þann „deep throat" sem kom svo mjög við sögu í Watergatemá- linu fræga, sem varð Nixon Banda- ríkjaforseta að falli um síðir. Flickmálinu er oft líkt við Wat- ergate, en það er reyndar alþýskt og byggir á langri hefð. Því Flick og synir eru ekki fæddir í gær. Stofnandi auðhringsins, Fried- rich Flick, var við stríðsglæpa- réttarhöld í Núrnberg eftir stríð dæmdur í sjö ára fangelsi sem einn helsti vopnaframleiðandi Hitlers. Flick var reyndar ekki sannfærður nasisti. Hann hafði jafnan áhuga á því einu, að koma sér vel við hvern þann, sem með ríkisvaldið fór, og gera það með öllum hugsanlegum ráðum háð iðjuveldi sínu. Þegar á tímum Weimarlýðveld- isins studdi Flick flesta pólitíska flokka með peningagjöfum. Og eftir að nasistar tóku völdin þá voru þeir einir um hituna. Meðan ríki þeirra stóð - um tólf ára skeið - veðjaði Flick 7,6 miljónum ríkis- marka á tvo helstu hirðstjóra Hitl- ers, Himmler og Göring. Þetta fé skilaði miklum gróða. Með hag- stæðum samningum, með því að arðræna stríðsfanga og fangabúð- arfólk í fyrirtækjum sínum, var Rick árið 1943 orðinn ríkasti mað- ur Evrópu. Veldi hans varmeira en Kruppættarinnar. Svo hrundi Þriðja ríkið sem átti að standa í þúsund ár. Flick fór í fangelsi, en honum var sleppt strax árið 1950, alllöngu áður en hann hafði setið af sér dóminn sem hann fékk í Núrnberg. Hann var 67 ára gamall og átti ekki nema lítinn hluta af auðæfum sínum frá 1943 eftir. En það sem hann átti var meira en nóg. Ekki síst vegna þess að vinir hans og „góð sambönd“ voru á sfnum stað. Ekki liðu nema nokkur ár þar til Flick hafði náð undirtökum í stærsta bílahring Evr- ópu, eftir nokkur ár til viðbótar var hann farinn að selja vopn og þar kom að hann var aftur orðinn einn ríkasti maður álfunnar. í sjálfsæfisögu sinni útskýrir hann þessa velgengni með feiknar- legri iðjusemi og viðskiptaviti sem og „meðfæddum áhuga á leikflétt- um“. Gamall félagi Flicks, Eberhard von Brauchitsch, tók við stjórn fyrirtækisins og fylgdi mjög í fót- spor hans að því er varðar áhuga á „leikfléttum“. Hann kunni manna best að nota þær gömlu aðferðir gjafa og fyrirgreiðslna. Peningar til pólitískra flokka Ein ástæðan fyrir því að arftak- inn átti auðveldan leik var sú, að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands skilur eftir nokkra eyðu fyrir þýð- ingarmiklu atriði: hvernig fjár- magna megi hina pólitísku flokka sem þessi stjórnarskrá ætlast til að séu lýðræðislegir - og geri grein fyrir tekjum sínum opinberiega. Þetta hljómar ekki illa, en fram- kvæmdin er svo annað mál. Flokkarnir eru ekki sérlega fjöl- mennir og til dæmis hefur flokkur Lambsdorffs, FDP, um 50 þúsund- ir meðlima. Félagsgjöldin duga því skammt. Flokkarnir verða að treysta á gjafir eða „frjáls framlög" - og um leið er sú hætta upp komin að „gefendurnir" reyni að beita framlögum sínum til að hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir. Svo á það reyndar að heita að gera verði grein fyrir framlögum sem nema 20 þúsundum marka eða meir. En það er auðvelt að fara í kringum þetta, og það ýtir og undir að svo sé gert, að framlög til flokka eru aðeins í litlum mæli frádráttar- bær til skatts. Afhjúpun Flickhneykslisins byrjaði dálítið bjánalega vorið 1975 á því að atvinnurekandi nokk- ur taldi sig svikinn um 110 þúsund mörk og kærði. Rannsóknar- dómari nokkur fékk illan grun þeg- ar viðkomandi vildi ekki gera grein fyrir því, hvaða peningar þetta væru og bað skattalögregluna að athuga hvort af þessu fé hefðu ver- ið greiddir nokkrir skattar. Sú rannsókn leiddi til nýrra rannsókna, og smám saman kom það í ljós hvernig peningagreiðslur til flokkanna gengu fyrst til ein- hverra nytsamlegra almannasam- taka (og með því móti urðu greiðslurnar frádráttarbærar til skatts) - og svo áfram til flokkanna sjálfra. Stundum fóru péningarnir krókaleiðir til útlanda, en það kom einnig oft fyrir að þetta gerðist gegnum kirkjuleg samtök, sem fengu að halda eftir 10% til sinna þarfa. Öll nöfn gefanda hurfu í þessari hringrás. Nú hófust miklar yfirheyrslur og bókhaldsrannsóknir, málið vatt upp á sig á hverjum degi og eru af því öllu margar spennandi sögur. En hingað til var um að ræða skattsvik fyrst og fremst og að nokkru leyti um hina pólitísku æru. Stjórnmálamennirnir voru á góðri leið með að bjarga sínu skinni með því að koma á nýrri löggjöf um fjárframlög til flokka. Mútur En þá fór að harðna á dalnum. Við húsrannsókn hjá Flick, sem hafði gefið meira til flokkanna en nokkur annar, fannst lykill að bankahólfi - í því lá samviskusam- lega færð greiðslubók. Af henni mátti ráða, að ráðherrar þeir, sem báru ábyrgð á því, að Flick- auðhringurinn þurfti ekki að greiða skatt af sölu hlutabréfa í Daimler- Benz fyrir fimm miljarði marka, þessir ráðherrar höfðu svotil sam- stundis fengið drjúgar fjárupphæð- ir til flokks síns. Þar með var komið upp mútumál: grunur um bein áhrif á pólitíska ákvörðun með fjárframlögum. Svo bíða menn eftir því, að dóm- stólar gefi, með sínum venjulega hægagangi, svar við þeirri spurn- ingu hvort Vestur-Þýskaland hafi verið til sölu hæstbjóðanda, eins og segir í samantekt Spiegel. Lambs- dorff heldur fram sakleysi sínu, en almenningsálitið virðist hafa fellt sinn dóm. Annað mál er, hvað menn eru reiðubúnir að fyrirgefa stjórnmálaforingjum sínum með skírskotun til hinnar gamalkunnu afsökunar „svona var það og er það enn“. Eða þá að menn segja sem svo: slæmur er Lambsdorff, en kannski eru fuglar eins og Franz- Josef Strauss verri - en hann væri líklegur eftirmaður Lambsdorffs á ráðherrastóli. Bókin í bankahólf- inu kann meðal annars að greina frá því, að Strauss hafi á sl. áratug fengið frá Flick um eina miljón marka. Og má sjá minna grand í mat sínum. (ÁB byggði á DN). KarlablaÖ œtlar að breyta um yfirbragð Karlablaðið Playboy hef- ur oftar en ekki verið milli tannanna á mönnum vegna >ess hve iðnir stjórnendur jess blaðs hafa gjarna ver- ð við það að selja unga og sæta kroppa og láta fylgja með nokkuð dólgslegt karlahjal í bland við yfir- borðslegt frjálslyndi. Smekkur fyrir þessari vöru hef- ur verið minnkandi. Playboy hef- ur farið úr 5,7 miljónum eintaka 1980 niður í 4,1 miljón á þessu ári og auglýsingamagnið hefur minnkað eftir því. Nú ætla stjórn- endur blaðsins að svara þessari þróun með því að breyta nokkuð um ritstjórnarstefnu og á hún að vera meira í ætt við það sem þeir halda að sé karlmennska áttunda áratugsins. Og hvað er þá átt við? f fyrsta lagi verður dregið úr þeim áhersl- um sem lagðar hafa verið á bera bossa og brjóst og kornungar stúlkur. Það á að höfða til manna sem láta sér fátt um slíkar ljós- myndasyrpur finnast og eru „sterkari, áræðnari og fylgnari sér“ en þeir karlar sem Playboy hafði hingað til í huga. Blaðið ætlar að vera leiðarvísir slíkra manna. Um leið á að taka tillit til þess að jafnréttishreyfingin hefur haft mikil áhrif. Taka á upp nýjan ráðleggingarþátt um karla og Breytingarnar eru m.a. í því fólgnar að kynbomban er ekki átján ára stúlka „úr næsta húsi“ heldur fimmtug sjónvarpsstjarna, Joan Collins. konur og þá einkum um sambúð- arvandamál. Og það á ekki að leggja áherslu á „leikfélagann“ eins og í gamla daga, heldur á konuna sem „áhugaverðan og heilsteyptan einstakling“ (mikið var). Playboystjórar munu að sönnu aldrei viðurkenna að þeir séu með þessum breytingum að láta undan kvennahreyfingum eða eitthvað í þá veru. Þeir segja sem svo, að nú sé allt á ringulreið með sambúð kynjanna og þeir verði að leggja sitt fram til að koma einhverju viti í hana aftur! Nú - að sjálfsögðu ber mönnum ekki saman um það, hvernig til tekst. Kynbomba síð- asta heftis er ekki átján ára stelpa, heldur fimmtug leikkona og sjónvarpsstjarna, Joan Col- lins. Og svo er aukin ráðgjöf til lesenda um fjárfestingar og önnur fjármál, um tölvur og tæknibrellur ýmiskonar. Gleymi menn því ekki, að blöð eins og Playboy eru fyrst og síðast yfir- stéttablöð - og svo þeirra sem eru að dreyma sig inn í þann félags- skap. (byggt á Spiegel)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.