Þjóðviljinn - 29.12.1983, Page 9

Þjóðviljinn - 29.12.1983, Page 9
Fimmtudagur 29. desembcr 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 furöulega kykvendi. Aftur á móti vita þeir sem kunna með ál að fara að hægt er að drepa hann mjög auðveldlega með því að slá honum all fast flötum á vegg eða gólf. Furðulegir lifnaðarhættir Heimkynni álsins eru allt frá Múrmanskströnd, með öllum ströndum Evrópu og sumstaðar langt uppí löndin, allt í kringum Miðjarðarhafið, ekki þó við Svartahaf, og allt suður á ströndum V-Afríku. Sem fyrr segirleitar áll- inn uppí ár og læki og síðan í lón og tjarnir þessara landa, þar sem hann dvelur í ferskvatni frá því að vera 2ja til 3ja ára gamall gleráll og þar til hann hefur náð fullum vexti og er að verða kynþroska. Þá leitar hann aftur til sjávar og heldur til Saragossahafsins og mun aðal klakið fara fram í hinum svo nefnda Bermuda-þríhyrningi, þar sem hin dularfullu skipstöp, án allra skýringa, hafa svo oft átt sér stað. Að því að best er vitað á klak álsins sér ekki stað annarsstaðar. Þá er líka talið að eftir að klakið hefur átt sér stað deyi állinn. Gotið á sér stað þar sem er feiknalegt dýpi eða 5-6 þúsund metrar. Tekið skal fram að hér ér aðeins verið að tala um vatnaálinn, sem við þekkj- um, en álategundir eru taldar vera um 300, sem heimfærast undir 27 ættkvíslir. Margar fleiri álategund- ir en vatnaállinn hrygna á þessum sömu slóðum. Talið er að gotið eigi sér stað uppi í sjó á um 200 m dýpi. Nýklakin eru seiðin um 5 mm og koma mjög fljótt upp undir yfir- borð sjávar. Þau eru lirfur og alveg vatnstærar, háar og þunnar eins og hnífsblað. Golfstraumurinn tekur þær svo með sér og ber lirfurnar norður og austur, áleiðis til Evrópu-stranda. Klakið fer fram í mars og apríl og í júní hafa lirfurnar þokast nokkuð áleiðis með Golfs- traumnum og eru þá orðnar 25 mm langar. Ári síðar eru þær orðnar um 45 mm og eru þá komnar norður og austur í mitt Atlantshaf. Enn líður ár og þá eru þær orðnar um 70 mm langar og komnar uppað ströndum V-Evrópu og Miðjarðar- hafslanda. Þá er lirfuskeiðið á enda og þær verða að seiðum sem taka á sig lögun álsins og þá nefnist hann gleráll, þar sem seiðin eru alveg vatnstær. Þriggja ára gömul ganga svo þessi seiði uppí ár og vötn Evr- ópu og ganga þá í þéttum torfum og það er einmitt við árósana og ströndina sem þessi seiði eru veidd og tekin í eldisstöðvar, þar sem vexti þeirra er hraðað með að ala þau í 24ra gráða heitu vatni. Það skal tekið fram að það eru hrygnurnar sem ganga langt uppí land, en hængar fara sjaldan langt frá ströndinni. Næstu árin dvelur állinn svo í fersku vatni. Hængarnir hætta að vaxa 9 ára gamlir en hrygnurnar 13 ára, eru þá orðnar fullþroska, leita aftur til sjávar, fara í torfum til Saragossahafsins til þess að hrygna og sagan endur- tekur sig. Þess má geta til gamans að áll getur orðið mjög gamall. Fiskur sem hafður var í haldi var 80 sm langur þegar hann var tekinn og þegar hann var um fimmtugt var hann orðinn 130-140 sm langur. Til er saga um ál sem var í brunni og komst þaðan ekki, að hann hafi orðið um 100 ára gamall. Liggur í dvala Állinn er ljósfælinn fiskur, bæði í sjó og vötnum. í vötnum grefur hann sig í botnleðju á daginn er fer á stjá á nóttunni og veiðir þá sér til matar. Állinn er alæta. Hann étur fuglsunga, og hann leggst á hræ, auk þess sem hann lifir á hvers- konar skordýrum sem á vegi hans verða. Yfir veturinn leggst hann í dvala með því að grafa sig niður í beran og blautan botn, hvort sem hann er í vötnum eða í sjó. Þegar svo vatn fer að hlýna á vorin, fer hann aftur á stjá. Állinn á marga óvini í náttúr- unni. Það sem honum er þó hættast eru þurrkar. Mikið af ál ferst með þeim hætti að mýrarpollar og skurðir sem hann dvelst í þorna upp í þurrkatíð. Hann, sem fyrr Engarskipu- lagðar rannsókn- ir hafafariðfram hér á landi varð- andi magn og göngu álsins til íslands, enda þótt vitað sé að hann hefur veiðst hér í miklum mœli. Pétur Hoffmann sáfrœgi kappi veiddi 170 tonn af ál á Mýrunum eitt sumarið fyrir mörgum árum. Heitt jarðvatn gerirþað að verk- um, að Island er mjög heppilegt land til álarœktar segir, þarf ekki nema rétt rekju til að komast áfram. Er það vegna þess að tálknopin eru afar lítil og tálknum því síður hætt við að þorna og að auki er hann mjög slímugur að utan, sem ver roðið þurrki og húðöndun getur haldist við. Ýmis dýr sækjast mjög eftir áln- um í vötnum. Þar má tilnefna gedd- ur og nokkra aðra fiska, rándýr eins og otur og minkur sækjast líka eftir honum og jafnvel kettir, sem sitja um hann þegar hann kem- ur uppá vatnsbakkana. Þá sækjast ýmsir ránfuglar eftir álnum og er hann þeim auðveld bráð, þar sem hann er í grunnum tjörnum. í sjón- um verður hann öðrum fiskum og hvölum að bráð í miklum mæli. Það var ekki fyrr en komið var nokkuð framá á þessa öld að menn fengu vitneskju um álinn og lifnað- arhætti hans. Fram til þess tíma voru margar kenningar á lofti um tilurð álsiris. Sú algengasta var að hann yrði til með þeim hætti að hann kviknaði, svo sem af sjálfu sér, í mýrarleðju. Önnur var sú að hann væri komin af öðrum fiskum en breyttist svo í ál. Þá héldu sumir að hann ætti lifandi unga, vegna þess að menn þóttust sjá unga inní fiskinum. En „ungarnir” reyndust vera innýflisormar, spólormar. Það var svo á árunum 1904 til 1922 að Daninn Johannes Schimdt leysti gátuna um hvaðan állinn var kom- inn og hvernig lífsmunstur hans var. Þá vissu menn að vísu að állinn kom úr sjó, en vissu ekki hvaðan hann kom né hvert hann fór. Því er ekki að furða þótt ýmis- konar sögur og sagnir með blæ dul- úðar yrðu til um þennan mjög svo kynlega fisk. Slíkar sögur eru til svo tugum ef ekki hundruðum skiptir. En þrátt fyrir allt hefur áll ætíð þótt herramannsmatur og er enn. Annað eins sælgæti og reyktur áll er vandfundið. Og nú vilja menn hefja hér álarækt, en því miður virðist svo sem mörg ljón verði á veginum, nema ef rann- sóknir leiða í ljós að hægt sé að veiða glerál hér við land og rækta hann í volgu vatni og flýta vexti hans úr 13-14 árum niður í aðeins 16 mánuði. -S.dór (Heimildir: Fiskarnir eftir Bjarna Sæmundsson). Frá mótmælagöngunni í Höfn. Kaupmannahöfn Mótmælaganga íslenskra námsmanna Þann 1. desember sl. stóö Fé- lag íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn fyrir mótmælagöngu og fundi fyrir framan íslenska sendiráðið hér í borg, til að láta í Ijós ugg sinn og andstöðu við þá umræðu og þær hugmyndir sem verið hafa á lofti í málefnum Lánsjóðs ísl. námsmanna. Sú skerðing eða „frestun “ sem varð í haust á lánum til 1. árs nema hefur þeg- arsagttil sín, sérstaklega hjá fjölskyldufólki. Safnast var saman á Ráðhústorginu og gengið þaðan til sendiráðsins. Fundurinn var allvel sóttur, kringum 60 manns mættu eða um 1/4 hluti félagsmanna. í kuldanum sungu fundarmenn milli þess sem þeir hrópuðu slagorð undir styrkri stjórn Sigurðar Einarssonar fé- lagsformanns sem stýrði fundin- um. Gunnlaugur Júlíusson hélt ræðu þar sem hann reifaði þróun undanfarinna ára í málefnum námsmanna, og lýsti þeim viðhorf- um sem blasa við í dag. Hann rakti Í'á umræðu sem farið hefur fram á slandi að undanförnu um málefni L.Í.N., ogfjallaði um þáerfiðleika er stjórn sjóðsins hefur átt að und- anförnu við að stríða til að uppfylla fjárþarfir sjóðsins. Að lokum hvatti hann námsmenn til að halda vöku sinni, og standa saman gegn þeim skerðingaráformum sem höfð eru uppi. J.M. Coetzee: Dusklands. Secker & Warburg 1983. J.M. Coetzee fæddist í Höfða- borg 1940 og hlaut menntun þar og í Bandaríkjunum. Fyrsta skáldverk hans var þessi bók, sem kom út í Suður-Afríku 1974 og er nú endur- prentuð „In the Hearth of the Co- untry“ kom út 1977, sú skáldsaga hlaut bókmenntaverðlaun í heima- landi höfundar og „Waiting for the Barbarians“ (1980) hlaut Geoffrey Faber verðlaunin og fleiri. Fluttar voru á fundinum kveðjur frá deildum SÍNE í Danmörku auk þess sem fulltrúar frá Lundi komu yfir sundið og sýndu þannig sam- stöðu sína í verki. Sigurður formaður afhenti síðan sendiráðsritara ályktun þá er sam- þykkt var á fundinum, og kom hann henni rétta boðleið til viðtak- enda. Á eftir bauð námsmannafélagið fundarmönnum í kaffi niður í Jóns- hús, enda veitti ekki af að þíða fundarmenn upp eftir kuldann utanhúss. Um kvöldið var síðan haldin kvöldskemmtun í Jónshúsi í tilefni dagsins. Húsfyllir var og neyttu gestir þar prýðilegs matar, sem var fram reiddur af Gunnlaugi Sigurðs- syni veitingamanni. Fjölmargt var til skemmtunar og fróðleiks s.s. upplestur, hljóðfæraleikur, ljóða- lestur, ræðuflutningur og að síð- ustu rifjaði Jón Helgason fræði- maður upp eitt og annað frá stúd- entsárum sínum í Kaupmanna- höfn, m.a. frá starfsemi stúdenta- félagsins gamla.undanfara náms- mannaíélagsins, sem varð 90 ára gamalt á þessu ári. Ályktunin Útifundur íslenskra náms- manna, haldinn við Sendiráð ís- lands Kaupmannahöfn þann 1. des. 1983, ályktar: Þær blikur sem eru á lofti í mál- um Lánasjóðs ísl. námsmanna, og þar með lánþega, hafa valdið ugg meðal námsmanna. Fyrirsjáanleg er töluverð fjárvöntun eftir ára- mót, nú þegar námsmenn þurfa í auknum mæliá lánum sjóðsinsað halda vegna lækkaðs kaupmáttar launa. Fari svo fram sem horfir, að lán verði skert verulega, hefur það fyrst um sinn tvennt í för með sér: A) Fjöldi fólks flosnar úr námi. í því sambandi skal það ítrekað að menntun er undirstaða nútíma þjóðfélags, hvort sem það er á sviði atvinnulífs, menningarmála, þjón- ustu eða lista. Menntun er fjárfest- ing sem er arðbær fyrir hvert „þjóðfélag. Verði slakað á þeim þætti, munu afleiðingar þess sýnai sig, þegar frá líður, í hægari fram- þróun þjóðfélagsins. B) Námverðuraftur forréttindi hinna efnameiri. Það er eitt af „principmálum“ flestra vestrænna samfélaga að allir hafi jafnan rétt til náms. Það er krafa okkar til ríkisstjórnar og al- þingis íslendinga að staðinn sé vörður um það mikilvæga og sjálf- sagða atriði að allir hafi jafnan rétt til náms, óháð því inn í hvaða fjöl- skyldu þeir fæðast. Útifundur námsmanna, haldinn við íslqnska sendiráðið í Kaup- mannahöfn 1.12.1983, skorar á al- þingi og ríkisstjórn að leysa fjár- hagsvanda Lánasjóðs íslenskra námsmanna, og láta ekki skammsýnissjónarmið ráða ferð- inni við ákvarðanir í þessu máli. ar b Tvær novellettur birtast undir titlinum „Dusklands“, The Viet- nam Project og The Narrative of Jacobus Coetzee. Báðar sögurnar fjalla um sama efni, yfirgang og út- þenslu þjóða, sem stefna að því að þvinga trú sinni og framfaratrú upp á aðrar þjóðir og einnig lýsing á hetjuskap landkönnuða og ævin- týraþrá. Önnur sagan gerist 1970, hin 1760, inntak annarar sögunnar er Vietnam, hinnar baráttu Bú- anna við innfædda í Suður-Afríku. Persónurnar eru Eugene Dawn og Jacobus Coetzee, sem telja sig báðir vera að færa frumstæðum þjóðum og samfélögum blessun trúar sinnar og framfaratrúar með kúgun og rnorðum og þar með af- neita þeir jafnframt forsendum eigin boðskapar og ala þar með dulvitaða sektarkennd, sem af- skræmir trú þeirra og líf. Höf- undurinner spará orðog stíll hans mjög hnitmiðaður, innsæi hans og næmi er einstakt. t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.