Þjóðviljinn - 19.01.1984, Síða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1984, Síða 1
UOÐVIUINN Það var góð stemmning á al- mennum stjórn- málafundi sem Alþýðubanda- lagið gekkst fyrir á Akureyri í fyrrakvöld. janúar 1984 fimmtudagur 49. árgangur 15. tölublað Að afloknum fyrsta samningafundi deiluaðila í Straumsvík STÖNDUM SAMAN segir Örn Friðriksson aðaltrúnaðarmaður starfsmannanna ,gEtlum að ná fyrri kaupmœtti“ - Ég vona það og trúi ekki öðru en að menn standi saman þegar á þarf að halda, sérstaklega með til- liti til áróðurs þess sem haldið hefur verið fram gegn okkur. Hann mun aðeins brýna okkur til að standa enn betur saman, sagði Örn Friðriksson yfírtrúnaðarmaður starfs- manna í Álverinu í Straumsvík í samtali við Þjóðviljann í gær. - Yfirlýsingar Vinnuveitenda- sambandsins um að kröfur okkar leiði til óðaverðbólgu, eru ekki yfirlýsing um annað en að þeir muni láta hverja þá kauphækkun sem um verður samið renna beint út í verðlagið og taka sitt margfalt til baka. Þá staðfestir þessi yfirlýs- ing þeirra, að það hefur eingöngu verið launafólk sem hefur greitt niður verðbólguna. Það sem er nýtt í þessari yfirlýsingu er að VSÍ er með þessum hætti á mjög ósæmi- legan hátt að hafa afskipti af kjara- deilu sem þeim er algerlega óvið- komandi. Því er haldiö fram að kjarakröf- ur ykkar beri vott um óvild í garð láglaunafólks. Fátt markvert gerðist á fyrsta samningafundinum í gær. Ljósm. Atli. - Verkalýðsfélögin hafa ætíð haft gott samstarf við allar samn- ingagerðir í Straumsvík. Við höf- um alla tíð rekið harða launajöfn- unarstefnu í Álverinu sem hefur leitt til þess að launabil milli starfs- manna sem upphaflega var yfir 100% er nú rúmlega 40%. Það er árangur af okkar baráttu. Lítur þú á kröfugerð ykkar sem fordæmi fyrir önnur launþega- samtök í landinu? - Við ætlum okkur ekki að segja einstökum verkalýðsfélögum né ASÍ fyrir verkum. Við höfum ein- faldlega sett okkur það markmið að ná aftur þeim kaupmætti sem við höfðum á árinu 1982 og ég veit ekki betur en það sé í samræmi við yfirlýsta stefnu verkalýðshreyfing- arinnar, sagði Örn Friðriksson. -•g- Sjá 3 Nýr fundur á morgun „Maður vonar það besta en býr sig jafnframt undir það versta“, sagði Örn Friðriksson yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík að loknum fyrsta viðræðufundi samninganefnda starfsmanna og eigenda Alversins með ríkissáttasemjara sem haldið var í gær. Á fundinum lagði samninganefnd starfsmanna sem skipuð er 23 mönnum fram kröfugerð sína sem fulltrúar eigenda fsal tóku til frekari skoðunar. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari hefur boðað nýjan fund með deiluaðilum á föstudag, en boðuð vinnustöðvun starfsmanna kemur til framkvæmda viku síðar náist ekki samningar fyrir þann tíma. -Ig- Geir Gunnarsson alþingismaður um fjármálastjórn Alberts: Skuldasöfnun erlendis meiri en nokkru sinni • Erlend lán hækka um 87.8% á milli áranna 1983 og 1984! • Mest af fjármagninu kemur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum! Tapaði Póstur og sími miljón- um á skrefa- tainingunni? - Það er sérkennilegt að heyra þessar furðulegu yfirlýsingar Al- berts Guðmundssonar í fjölmiðlum um að ströngu aðhaldi sé nú beitt gagnvart aukningu erlendra skulda. Sannleikurinn er einfald- lega sá að önnur eins skuldasöfnun erlendis og nú viðgengst hefur ekki átt sér stað í ríkisbúskapnum um fjölda ára, sagði Geir Gunnarsson alþingismaður og fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í fjárveitinganefnd Alþingis í samtali við Þjóðviljann í gær. - Við afgreiðslu fjárlaga nú fyrir jól liggur það fyrir svart á hvítu að erlend lán aukast úr 880.6 miljón- um króna 1983 í 1.653.7 miljónir á þessu ári sem er 87.8% hækkun. Miðað við verðbólguþróun hefði verið eðiilegt að reikna með 23- 26% hækkun í krónutölu á milli ára. Þetta kallar Albert Guð- mundsson aðhald í erlendum lán- tökum, sagði Geir ennfremur. Fjárlagafrumvarpið hækkaði í meðferð Alþingis um 857 miljónir króna eða um 4.9% sem er mesta hækkun við afgreiðslu fjárlaga s.l. 6 ár. Næstu fimm árin á undan hafa fjárlögin hækkað um 2.8% að með- altali í meðförum Alþingis. Innlendar lántökur aukast einn- ig á milli áranna 1983 og 1984 en þó ekki nálægt því jafn mikið og þær erlendu, eða urn aðeins 32.5%. Heildarlántökur ríkissjóðs hækka um 60.8%, mest fjármagn erlendis frá, m.a. Alþjóða gjaldeyrissjóðn- um. _ v.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.