Þjóðviljinn - 19.01.1984, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.01.1984, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1984 Vinnu lýkur í BÚR á hádegi: Fyrsta skipið út um helgina „Það liggur ekki fyrir endanleg ákvörðun ennþá, en við reiknum með að byrja að senda minni skipin út fyrir eða um helgina“, sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri BUR í gær. Hráefnið sem undanfarna daga hefur verið í vinnslu hjá BÚR er nú uppurið og sagði Brynjólfur að vinnu lyki í fiskiðjuverinu í dag. „Ef veður helst og afli er að glæðast sem þó eru áhöld um“, sagði hann, „þá gætum við farið að vinna aftur í kringum mánaðamótin. Vinnu- stoppið yrði þá í kringum 10 daga.“ -ÁI. Eitraða rœkjan í Hollandi: Ekki í norskum umbúðum Að sögn norskra rækjuútflytj- enda var rækja sú sem varð fjölda manna að bana í Hollandi á dögun- um, ekki seld í norskum umbúð- um, heldur auglýst sem norsk rækja á matseðlum veiðingahúsa, að því er Heimir Hannesson fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis fékk upplýst hjá Norð- mönnum í gær. Eitraða rækjan var ekki niður- soðin heldur fryst og innihélt ban- eitraða sýkla, en hún var veidd við stendur Bangladesh. Norskir rækj- uframleiðendur eru mjög óánægðir með að þessi eitraða rækja væri sögð úr Norðurhöfum og óttast aö þetta mál muni hafa slæm áhrif á markaðsstöðu þeirra í Evrópu. -Ig- Slysatryggðir í frítímum Undirritaður hefur verið samn- ingur milli Samvinnutrygginga og Verkalýðsfélags Borgarness um slysatryggingar félagsmanna í frí- tímum. Má hann með réttu kallast tímamótasamningur því þetta er í fyrsta sinn sem verkalýðsfélag hef- ur komið á slíkri réttarbót fyrir fé- lagsmenn sína. Samvinnutryggingar hafa lengi talið nauðsynlegt að koma á svona tryggingum. Því var það fyrir nokkrum árum, að forystumenn Samvinnutrygginga og fulltrúar frá launþegasamtökunum fóru til Sví- þjóðar og kynntu sér fyrirkomulag þessara mála hjá sænska samvinn- utryggingafélaginu Folksam og sænsku launþegahreyfingunni. Er þessi samningur fyrsti árangur þeirrar ferðar. Samningurinn tryggir félags- menn fyrir slysum, sem verða utan vinnutíma. Tryggingarupphæðir verða þær sömu og gilda sam- kvæmt rammasamningi vinnu- veitenda og aðildarfélaga ASÍ. Án samninings sem þessa missa menn laun ef þeir eru lengi frá vinnu vegna slysa. í staðinn fá þeir greiðslur úr sjúkrasamlagi eða úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaga. En þær greiðslur eru lágar og koma engan veginn í stað launatekna. Oldungadeild í Söngskólanum Vegna mikillar aðsóknar að Söngskólanum í Rcykjavík hefur verið ákveðið að stofna til söng- námskeiða eða „öldungadeildar“ á vegum skólans. Innritun er hafin og stendur til 27. janúar n.k. Undanfarin ár hefur þurft að vísa fjölda nemenda frá skólanum og hefur það helst bitnað á „eldra“ fólki, þar sem aldurshámark inn í skólann er 30 ár. I öldunga- deildinni verða hóptímar, 4-5 ne- mendur saman í söngtímum og 8- 10 í tónmennt. Fyrsta námskeiðið hefst 1. febrúar n.k. og stendur í þrjá mánuði. Því lýkur með prófi og/eða umsögn. Kennt veröur á kvöldi tvisvar í viku, hálf önnur klukkustund söngur og hálf önnur klukkustund tónmennt. Kennarar Söngskólans verða leiðbeinendur á námskeiðum þessum. Nánari upp- lýsingar veitir skrifstofa skólans, Hverfisgötu 45, sími 27366 kl. 15 - 17.30 daglega. Vegna útfarar MagnúsarJónssonar bankastjóra verða allir afgreiðslustaðir Búnaðar- banka íslands lokaðir föstudaginn 20. janúar til kl. 13.00. Búnaöarbanki íslands. Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvala er- lendis á árinu 1985 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í fé- lagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur ertil 1. mars n.k. Félagsmálaráðuneytið, 17. janúar 1984. Þessar broshýru stúlkur eru klæddar peysum og húfum frá Ullariðnaðardeild. Mynd: KM Iðnaðardeild SÍS UUariðnaður í örum vexti Ullariðnaður byrjaði í smáum stíl á Gleráreyrum hjá Akureyri árið 1897, en þá hóf Tóvinnufélag Eyfirðinga þar starfsemi sína. Verksmiðjufélagið á Akureyri tók svo við rekstri Tóvinnufélagsins en seldi Sambandinu eigur sínar 1930. Síðan hefur gífurleg aukning orðið á öllum sviðum ullariðnaðarins, fullvinnsla aukist og framleiðslu- einingum Ijölgað mjög. Viðskipti við fyrirtæki utan Ak- ureyrar hafa einnig aukist mjög. Má nefna Gefjun í Reykjavík, Yl- rúnu á Sauðárkróki og Dyngju í Egilsstaðakauptúni. Framleiðslu- vörurnar eru einkum fatnaður. ull- arband ýmiss konar fyrir prjóna- skap og vefnað, ullarteppi, hús- gagnaáklæði, gluggatjöld og fata- efni. Mestur hluti framleiðslunnar er fluttur út og fér vaxandi. Ullariðnaður Sambandsins hef- ur alla þætti ullarvinnslunnar til nreðferðar, allt frá litun ullarinnar og þar til varan er komin í hendur umboðsmanna eða í hillur verslana hér heima, eða erlendis. Aðstoðarframkvæmdastjóri Ullariðnaðar er Sigurður Arnórs- son en markaðsstjóri Þórður Vald- imarsson. Útflutningur Útflutningur hjá Ullariðnaði byrjaði á 7. áratugnum. Grundvall- aðist hann í upphafi á viðskiptum við Sovétríkin. Var þá einkurn um að ræða værðarvoðir og peysur. Á 8. áratugnum var einsýnt orðið að frekari aukning á útflutningi hlaut að byggjast á því að náð yrði fót- festu í fleiri löndum og fjölbreytni framleiðslunnar aukin. Var því hafist handa um hönnun og fram- leiðslu handprjónabands og á- klæða í ríkara mæli og hönnun fatn- aðar og værðarvoða aðlöguð breyttum þörfum vestræns mark- aðar. Mikilvægustu útflutningsaf- urðir Ullariðnaðar eru fatnaður, handprjónaband, værðarvoðir og áklæði. Árið 1981 nam verðmæti útflutn- ings 70,4 milj. kr. Árið 1982 122,8 milj. kr. Aukningin 74,3%. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 1983 verður útflutningurinn 216,3 milj. kr. Er þá aukningin frá 1982- 1983 76,1%. Á árabilinu 1981 til 1982 hefur verðmæti útflutningsins þrefaldast en arðsemi reksturs fjórfaldast. Skipting veltunnar þessi þrjú ár er í höfuð dráttum þannig: Fatnaður 60%, handprjón 19%, værðarvoðir 13%, áklæði 7%. Samkvæmt áætluðum tölum fyrir 1984 verður verðmæti útflutn- ingsins um það bi! 314,5 milj. kr., 45,4% aukning frá fyrra ári. Á sama tírna er gert ráð fyrir að doll- arinn hækki að meðaltali um 20%. Árið 1983 skiptist verðmæti út- flutningsins þannig á einstaka markaði, gróft reiknað: V-Evrópa 45%, Sovétríkin 38%, N-Ameríka 14%, aðrir markaðir 3%. Salan til Sovétríkjanna hefur ávallt byggst á heildarsamningum fyrir eitt ár í senn. Viðskipti við Vesturlönd hafa lotið öðrum lög- nrálum. Þannig hefur verið lögð áhersla á að afla þar heppilegra dreifingaraðila í einstökum löndum og hefur Ullariðnaður nú umboðsmenn í flestum löndum. Fjölbreyttari framleiðsla- fleira starfsfólk Hönnunarstarf hefur verið aukið mjög og mikil vinna verið lögð í gerð prjónauppskrifta. Út hafa verið gefnar tvær prjónabækur og prentaðar á 5 tungumálum. Þetta hefur kallað á fjölgun starfsfólks, sem sérhæfir sig í hönnun og sölu- málum. Starfsfólki við framleiðslu hefur og fjölgað vegna nýrra verk- efna. I byrjun og lengi framan af var megin áhersla lögð á sauðarliti. Á allra síðustu árum er farið að gera kröfur um aukið litaval. Er þvíekki eins auðvelt og áður að höfða til sérkenna hinnar íslensku vöru þótt þau séu og verði mjög mikilvæg. Af þessum sökum verður að fylgjast náið með öllum sveiflum í tísku og vera vakandi fyrri nýjungum en gæta þess um leið að halda hefð- bundum sérkennum þannig að ís- lenskar ullarvörur skeri sig frá öðr- um ullarvörum. f lok sl. árs voru 340 starfsmenn á launaskrá hjá Ullariðnaði. Á Akureyri eru starfandi þau fyrirtæki ullariðnaðarins, sem framleiða fyrir innlendan markað og verslanirnar Torgið og Herrar- fkin í Reykjavfk, Kópavogi og Hafnarfirði. Stærsta framleiðslu- einingin er Vinnufatagerð Heklu og þær deildir, sem framleiða prjónles til innanlandssölu. Hekla hefur gegnt forystuhlutverki í inn- lendum iðnaði um áraraðir en Sambandið hóf rekstur hennar 1948. Skóverksmiðja Iðunnar var stofnuð 1936. Þar eru nú fram- leiddir karlmanna- og unglinga- skór, götuskór kvenna og fjöl- breytt úrval af kuldaskófatnaði. Ið- Pels úr sérunnum lambaskinnum. Átti að birtast með frásögninni af skinnaiðnaðinum en fórst fyrir. Okkur sýnist hinsvegar að bæði standi fyrir sínu, pelsinn og stúlk- an, hvort scm þau birtast hér eða þar. Mynd: KM. Og hér er eitthvað fyrir karlmenn- ina. Mynd: KM. unn er eina skóverksmiðjan á landinu. Forstöðumaður Fataiðnaðar á Akureyri er Kristján Jóhannsson verkfræðingur. Fjölmennasti vinnu- staður landsins Iðnaðardeild SÍS á Akureyri er fjölmennasti vinnustaður á landinu. Hjá henni eru 760 starfs- menn á launaskrá og 90 rnanns að auki í Reykjavík, Kópavogi, Hafn- arfirði og Sauðárkróki. Sambands- verksmiðjurnar eru á um 30 þús. ferm. gólffleti. Árið 1983 var unnið úr 871 tonni af ull og sútaðar 580 þús. gærur. Heildarvelta deildarinnar að með- töldum sameignarfyrirtækjum var 1.130 milj. kr. og hafði aukist um 94,8% frá árinu áður. Útflutningur á ullar- og skinnavörum varð 358 milj. kr. og hafði aukist um 76,4%. -mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.