Þjóðviljinn - 19.01.1984, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 19.01.1984, Qupperneq 15
Fimmtudagur 19. janúar 1984! ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Torfi Ólafsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Skóla- dagar11 eftir Stefán Jónsson Þórunn Hjartardóttir les (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.15 Suður um höfin Umsjón: Þórarinn Björnsson 11.45Tónleikar. 12.00 Ðagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðuríregnir. Tiikynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Brynjólfur Sveinsson biskup" eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm Gunnar Stefánsson les (18). 14.30 Á frívaktinni Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.40 Siðdegistónleikar Tékkneska tríóið leikur Pianótríó í Es-dur op. 100 eftir Franz Schubert. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynnjngar. Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur. 19,50 Við stokkinn Stjórnendur: Guðlaug Maria Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdótt- ir. 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Jórunn Sigurðardóttir. 20.30 „Krummi er fuglinn minn“, fyrri hluti Dagskrá úr verkum eftir og um Davið Stefánsson skáld frá Fagraskógi. Umsjón: Gestur E. Jónasson. Flytjendur ásamt honum: Sunna Borg, Theodór Júlíusson, Signý Pálsdóttir og Þráinn Karlsson. (Síöari hluti verður á dagskrá sunnudaginn 22. jan. kl. 14.10). 21.30 Samleikur í útvarpssal Margot Le- verett og Anna Guðný Guðmundsdóttir leika á klarinettu og píanó a. Blik fyrir klarinettu eftir Áskel Másson. b. Sónata fyrir klarinettu og píanó eftir Francis Poulenc. c. Fjórir þættir fyrir klarinettu eftir David Frank. d. Sónata eftir Leonard Bernstein. 22.15 Veðuríregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 I beinu sambandi milli landshluta I beinu sambandi milli landshluta kl. 22.35 verður skólahald til sveita á dag- skrá. Helgi Pétursson verður staddur á Varmalandi í Stafholtstungum en þar í kring eru víða akstursskólar. Bílstjórar, foreldrar og nemendur munu láta álit sitt í Ijós. Gissur Pétursson veröur í Reykjavík með skólayfirvöldum. Einnig verður út- varpað frá Akureyri og m.a. rætt um hvort flytja mætti útibú frá deildum Há- skólans norður. Víða í sveitum landsins þarf fólk að senda börn sín í heimavistar- skóla þegar þau eru 7 ára gömul. Einnig eru starfræktir svokallaöir akstursskólar þar sem börn eru allt upp í þrjár klukku- stundir á degi hverjum í bíl til og frá skóla. Þegar að framhaldsnámi er komið þurfa unglingar að flytja frá heimilum sin- um þannig að fjölskylduaðstæður breyt- ast og mikill kostnaður fylgir. Upp úr kl. 23 má fólk gjarnan hringja í síma 22260 og segja frá sinni reynslu af skólamálum til sveita. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. JS RUV 2 10-12 Morgunvaktin. Alltaf sami Kvartettinn: Arnþruður Karlsdottir handknattleikskona og lögga. Hún er auk þessa alls bæði I Öld- ungadeildinni og pólitíkinni. ÁsgeirTómas- son á að baki langan feril í blaðamennsku og hefur auk þess fengist við að snúa plötum á skemmtistöðum. Jón Ólafsson er tón- mennlaður og stjórnar kór Verslunar- skólans. Auk þess er hann í jassdeild i skóla FlH. Páll Þorsteinsson er útvarpsmaður al rás 1. Þar var hann m.a. í morgunútvarpi með Páli Heiðari og syrpustjóri í tónlistar- þáttum. 14-16 Jón Axel og Pétur Steinn sjá um tónllst og spjall. 16- 17 Jóreykur að vestan. EinarGunnar Ein- arsson nemandi I Myndlistarskólanum kynnirraulandi hetjur sem ríðasyngjandi um héruð kúrekamyndanna. 17- 18 Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson halda áfram að rifja upp 7. áratuginn. Þeirra kynslóð veit ekki betri músik og leggur eflaust við hlustir. frá lesendum Auglýsing á tóbaki og víni Lesandi Þjóðviljans fékk boðs- kortið sem mvndin er af, vegna reksturs sem hann starfrækir úti á landi. Hann hefur trúlega ekki farið í veisluna því hann sendi okkur kortið ásamt meðfylgjandi línum: 10. janúar 1984 - til Þjóðvilj- ans. Tóbaksauglýsingar og vín- auglýsingar eru bannaðar á fs- landi samkvæmt gildandi lögum frá Alþingi. Þá er bara að fara rfj/otiM /l^. f./í. ðSlátan (j ' /t t///amiOM, t /ha/mfeíé- enc/a u7 r'ceio,y, /ióét/A. uétn o/jf maÁa yéaA aé tf<‘ ’ia Se/ Jh<í ánce<jj« ciA &o/ma f<///iö/e/^a<jnaéai a/ G^/o/e/ , ÓTtíÁtaóaf 2. /meJ, /ár/ya'u/a/jfín n //t. Janúar nJ, &/'. /.9.00. r<//o/>ui /íf $ Sma S /555 /uui //. óeáSa t/ta/iaoa Þetta kallast að fara bakdyramegin að hlutunum. bakdyramegin. Það kunna þeir p.s.: Ég ætla að mæta á Hótel hjá Globus hf. eins og boðskortið Sögu því ef til vill fær maður iíka sýnir. að bragða á nautasteik frá Arg- Tryggvi. entínu. Nokkurorð til meðlagsgreiðanda Láglaunafólk þarf að standa sam- an. Svar við lesendabréfi þann 11.1. 1984. Áður en þú lætur fara frá þér þau orð, að þú efist unt sannleiks- gildi orða minna, skaltu fyrst kynna þér hvernig umræddur hópur hefur það í dag. þ.e. ein- stæð móðir með börn. Ég endurtek, að það eru ein- göngu staðreyndir sem fengu mig til að skrifa umrædda grein. Ég hefði getað sagt miklu meira. Til dæmis nefndi ég meðlag föður ekki á nafn. Ég gerði það ekki vegna þess að ég veit að feður þurfa líka að hafa mannsæmandi laun til að geta greitt meðlag með börnum sínunt. Þó ég efist ckki unt sannleiksgildi orða þinna, þá get ég líka fullyrt að sumir feður gætu borgað meira með börnum sínum. Þá erurn við líka komin að kjarna málsins, þ.e. launamun fólks í þessu landi. Hvernig væri að þú, meðlagsgreiðandi góður, reyndir frekar að standa með okkur, því þú hlýtur að vera því sammála að börn okkar eiga betra skilið. Og láttu ekki reiði þína yfir þínum lágu launum bitna á öðr- um láglaunahópi. -Einstæð móðir. i Skreiðartafla í stað oblátu Gamall maður hringdi: Ég horfi björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir skort á fé til matarkaupa. Reyndar var ég á barrni ör- væntingar nú um daginn þegar ég hafði greitt reikninga vegna síma, rafmagns, hita og fasteigna- gjalda. Þá var nefnilega ekki króna eftir til annarra nauðþurf- ta. Bjartsýni mín á rætur í upplýs- ingum sem ég fékk í gær. Sagt er að búið sé að bjarga því, að við gantla fólkið deyjurn ekki úr hungri. Það stendur nefnilega til að lofa okkur að fara í kirkju þri- svar í viku og ganga til altaris. í stað oblátunnar verði okkur látin hin nýja skreiðartafla í té. Þannig verði hungruðum íslendingum bjargað frá því að veslast upp á sama hátt og hrjáðum fbúum þriðja heimsins. Krummi er fuglinn minn Rás 1 kl. 20.30 Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi verður á dagskrá út- varpsins í kvöld kl. 20.30. Dag- skráin verður úr verkum eftir skáldið og jafnframt úr greinum sem skrifaðar hafa verið um Da- víð. Davíð Stefánsson fæddist í janúar 1895 í Fagraskógi við Eyjafjörð. Hann bjó lengst af á Akureyri og lést þar árið 1964. Fyrsta bók Davíðs var Svartar fjaðrir og vakti hún mjög mikla athygli. Engin ljóðabók hefur selst í fleiri eintökum hér á landi. Fjöldi ljóðabóka kom út eftir Da- víð Stefánsson. Einnig skrifaði hann leikrit og er Gullna liliðið þekktast þeirra. Skáldsaga hans Sólon Islandus kom út árið 1940 og hefur Sölvi Helgason, aðalp- ersóna sögunnar, síðan verið landsmönnum kunnur. Margt hefur verið skrifað og skrafað um Davíð Stefánsson. Skáldið frá Fagraskógi er safn endurminninga samferðamanna hans. Fjöldi greina hafa verið birtar í ýmsurn ritum. Þar má nefna afmælisgreinar í tilefni af fimmtúgsafmæli skáldsins árið 1945 t.d. eftir Halldór Laxness í bókinni Af skáldum. Kristján Eldjárn var einn þeirra sem skrif- aði afmælisgrein um Davíð sex- tugan, sú grein birtist í Skírni árið 1955. Umsjónarmaður þáttarins í kvöld er Gestur E. Jónasson. Flytjendur ásamt honum eru: Sunna Borg, Theodór Júlíusson, Signý Pálsdóttir og Þráinn Karls- son. Framhald verður á þættinum kl. 14.10 á sunnudaginn. -jp KRAKKAR ATHUGIÐ! í kvöld kl. 19.50 er í útvarpi þátturinn Við stokkinn, þar sem örugglega er eitthvað skemmti- legt fyrir ykkur. Strax á eftir kem- ur svo þátturinn Halló krakkar í umsjón Jórunnar Sigurðardótt- ur. Unt að gera að hlusta á út- varpið í kvöld. Pennavinir óskast Hæ, hæ. Ég heiti Hannes og er 13 ára töffari í Fossvoginum. Mig langar til að eignast pennavini, krakka á aldrinum 12-14 ára. Áhugamál mín eru: Æskan, dýr og Rolling Stones- sérstaklega Mick Jagger. Hannes A. Jónsson Kjalarlandi 18 108 Reykjavík. bridge „Gömlu" kallarnir í bandarískum bri- dge, Kaplan og Kay gera það gott þar vestra. Vinna hvert mótið á fætur öðru og hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitum bandariska meistaramótsins. Hér er spil með þeim, sem kom fyrir á HM 1978 í New Orleans í tvímenning: ÁK96 G7 ÁD5 KD765 G107 D43 G942 10873 G104 Á982 32 86 10852 K6 3 ÁKD954 Besta par S-USA, Chagas og Assum- paco voru með spil N/S og sögðu þannig á spilin: Austur Suður Vestur Noröur Kaplan Assump. Kay Chagas Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Allir pass. Útspil Kaplans var hjartaátta og Chag- as lét kóng. Eins og sjá má eru 9 slagir „beinharöir", en í mótum sem þessum (OL, HM, EM) hefur það nú frekar tak- markað gildi (í tvímenningskeppnum, þar sem hver slagur er gulli meira). Og til að bæta spiliö bað Chagas um tígulþrist í 2. slag. Lét kóng, en Kaplan drap á ás og á augabragði lá spaðaþristur á borðinu. Kay drap á kóng og hugsaði sig um og spilaði svo spaðasexu til baka, drottning og meiri spaði. Einn niður. Fallegt. Tikkanen Gallinn við hina upplýstu toppa er sá að þeir halda að af- gangur þjóðarinnar búi við stöðugt niyrkur. Gœtum tungunnar Sagt var: Þeir hafa birt aðvar- anir. Rétt væri: Þeir hafa birt viðvar- anir. (Á íslensku er sagt að vara við, ekki að vara að.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.