Þjóðviljinn - 19.01.1984, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 19.01.1984, Qupperneq 16
PlOBVIUINN Fimmtudagur 19. janúar 1984 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umþrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Minnkun verðbólgu úr 60 í 30%: Kaupandi þarf að greiða 13% meira fyrir íbúð nú Enn syrtir í álinn hjá íbúðarkaupendum. Það kom fram á blaðamannafundi hjá Fasteignamati ríkisins í gær að minnkun verðbólgunnar muni hafa mjög slæm áhrif á fasteignaviðskipti miðað við óbreytt greiðslu- kjör. Þannig mun kaupandi þurfa að greiða 13% hærra verð fyrir íbúð þegar verðbólgan er 30% á ári en meðan hún var 60%. Greiðslukjör hafa á undanförnum árum verið þann- ig að þrír fjórðu hlutar eru greiddir sem útborgun en fjórði hluti hefur verið lánaður til fjögurra ára með 20% ársvöxtum. Á þessu tímabili hefur verðbólga oftast verið 50-60%. Nú þegar verðbólgan virðist komin niður í 20-30% nær verðbólgan ekki lengur að skerða raunvirði afborgana eins mikið og verið hefur. Þess skal getið að eftir næstu vaxtalækkun munu 20% vextir verða hæstu lögleyfðir vextir á landinu og nálg- ast það að verða raunvextir. Ekki sér þess nein merki að minnkandi verðbólga hafi áhrif á fasteignamark- aðnum. Útborgun er enn jafn há og eftirstöðvar lánað- ar með sama hætti og tíðkast hefur sl. 4 ár. -GFr Staðreyndir tala sínu máli: Launín lækka, lækka og lækka Hœkkandi verðlag og versnandi lánskjör Hinn hrikalegi vandi launafólks kernur glöggt fram á þessu línuriti. Það sýnir þróun verðlags, launa og lánskjara frá því í ágúst 1982 og fram til ára- móta 1983/84. Verðlagið æðir upp og lánskjaravísitalan sömu- leiðis. Launaflokkurinn sem þarna er miðað við er 15. flokkur hjá BSRB, en hann stendur algjörlega í stað. Línuritið birtist í Fé- lagsblaði Kennaraféiags íslands janúar 1984. Sýningamet á Akureyri Nú hafa rúmlega 8 þúsund leikhúsgestir séð My Fair Lady hjá Leikfélagi Akureyrar. Næstu sýningar á þessum vinsæla söngleik verða föstudaginn 20. janúar og laugardaginn 21. janúar kl. 20.30. Þá hefur lcikurinn verið sýndur 40 sinnum. í söngleiknum My Fair Lady túlka um 50 manns sögu Elísu með leik, söng, dansi og hljóðfæraleik. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði og samdi dansana, Roar Kvam stjórnar tónlistinni, Jón Þórisson gerði hina marg- slungnu leikmynd. Sem dæmi um umfang búninganna, sem Una Collins hannaði, má nefna að í sýningunni eru notaðir 130 búningar og 92 pör af skóm. -J.P. Hverjir eiga Sameinaða verktaka? Reginn hf. er einn af eigendum þess! Á auk þess fjórðung í Islenskum aðalverktökum Reginn hf. á 25% í íslenskum að- alverktökum á móti 25% ríkisins og 50% Sameinaðra verktaka. Auk þess gerðist Reginn stofnaðili á sín- um tíma að Sameinuðum verktök- um að einuin níunda hluta. í fréttabréfi SÍS 27. ágúst 1976 segir orðrétt: „Reginn hf. gerðist stofnaðili að íslenskum aðalverk- tökum og varð hlutdeild hans í fyrirtækinu einn fjórði. Jafnframt gerðist Reginn hf. stofnaðili að ein- um níunda hluta að fyrirtækinu Sameinaðir verktakar, sem aftur gerðist helmingsaðili að íslenskum aðalverktökum. Ríkið varð hins vegar stofnaðili að þeim fjóðungi sem þá var eftir. Samband ísl. sam- vinnufélaga hefur hins vegar aldrei átt neinn hlut í þessum fyrirtækj- um“. -óg Eftir yfirlýsingar borgarstjóra í sjónvarpi: Hækkun hjá SVR frestað um hríð „Það var vissulega rétt sem borg- arstjóri sagði í sjónvarpi á þriðju- dagskvöld, - það hafði ekki form- lega verið gengið frá 27% hækkun- inni á farmiðum SVR“, sagði Guð- rún Ágústsdóttir, stjórnarmaður í SVR, í gær. „Fargjaldahækkunin var fyrst á dagskrá stjórnarfundar morguninn eftir, og var fundarboð sent út fyrir helginga“. Á fundinum í gær gerðist það hins vegar að meirihlutinn Iagði til að fargjaldaákvörðun yrði frestað, „þar sem fjárhagur fyrirtækisins virtist betri en búist var við“. í bókun frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að ákvörðunin bíður þar til reikningar ársins 1983 eru frágegnir. Guðrún sagðist fanga þessari frestun og vonast til að hún stæði sem lengst, - 112,5% hækkun á 14 mánuðum væri alveg nóg. -ÁI Þessum tókst að ná í strætómiða áður en þeir hækka um 27%. Ljósm. eik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.