Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 1
í blaðauka um sjávarútvegsmál segir Lúðvík Jósepsson m.a. skoðun sína á stððu sjávarút- vegs í dag og stefnunni þari Sjá 9-20 febrúar föstudagur 49. árgangur 46. tbl. /m II JP : Æmm ' •; Wáfjf • V \ Troðfullt Austurbœjarbíó í gærkveldi: SAMNINGURINN KOLFELLDUR! Um 800 manns greiddu atkvœði á móti samkomulagi ASÍ og VSÍ á Dagsbrúnarfundinum -17 voru með „Ég þakka fyrir eindregna afstöðu“, sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar á fundinum í gærkveldi þegar samningar VSÍ og ASÍ höfðu verið kolfelldir með atkvæðum nær allra fundarmanna og ályktun stjórnarinnar gegn samningunum samþykkt með sama afger- andi hætti. „Nú ríður á að við höldum saman. Strax í fyrramáliðmunum við óskaeftir samninga- viðræðum“, sagði Guðmundur J. Guðmunds- son á hinum fjörmikla fundi í troðfullu Austur- bæjarbíói. Eftir að niðurstaða kosninganna var ljós stóðu verkamenn upp úr sætum sínum og klöppuðu lengi og innilega. Stjórn Dagsbrúnar lagði fram ályktun fyrir fundinn þar sem lagt var til að samningi ASI og VSÍ yrði vísað frá og stjórn félagsins og vinnu- staðanefndum falið að óska þegar eftir viðræðum við atvinnurekendur. Snemma á fundinum kom berlega í ljós að fundarmenn sættu sig ekki við frávísunina eina heldur vildu þeir fá að fella samninginn, og bar Pétur Tyrfingsson upp tillögu þess efnis. Guðmundur J. Guðmundsson taldi hyggilegra að vísa samningum frá í stað þess að fella hann en þar sem vilji fundarmanna væri einskær samþykkti hann tillögu Péturs um að ganga til atkvæða um samningana sem verka- menn felldu síðan með tæpum 800 atkvæðum gegn 17. - lg- Sjá bls 3 Lagningadagar í Menntaskólan- um við Hamra- hlíð Stjórnin hótar launafólki -ÁXknHHn !*■>■ Uín/I a.nnnn _ *•*'» A. £. I. Þorsteinn og Steingrímur á þingi í gœr: þið samþykkið samninginn, eða við tökum aftur loforð ríkisstjórnarinnar. - Það er skilningur ríkisstjórn- arinnar að öll aðildarfélög ASÍ verði að samþykkja þennan samning, sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Ólafs Ragn- ars og Kjartans Jóhannssonar. Ásmundur Stefánsson hefur lýst því yfir að yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar um tilhliðranir séu alger forsenda þess að ASÍ hafi samþykkt samninginn. Forsætis- ráðherra lýsti því hins vegar yíir að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar yrði tekin til endurskoðunar ef eitthvcrt aðildafélaganna felldi samninginn. Sama gerði formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Þor- steinn Pálsson. Stcingrímur Hcrmannsson sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvernig bregðast ætti við, ef aðildarfélögin felldu samninginn. Hitt væri skilningur ríkisstjórnarinnar, að öll aðildar- félög ASÍ myndu samþyjckja hann. Þorsteinn Pálsson tók undir þetta sjónarmið og sagði að þá kæmi upp algerlega ný staða, ef aðildarfélög ASÍ felldu samning- inn - og þyrfti þá að skoða málið upp á nýtt. Hann kvað ASÍ hafa skrifað undir fyrir hönd aðildar- félaga sinria og hlyti að vera ábyrgt á báða bóga. Kjartan Ólafsson benti á að hér væri alvarleg yfirlýsing á ferð. Haft væri í hótunum við launa- fólk í hinum ýmsu verkalýðsfé- lögum. _ ög

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.