Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Helgar- sportið Knattspyrna Síöari hluti íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu fer fram í Laugardalshöllinni um helgina og á sunnudags- kvöldið verða krýndir Is- landsmeistarar í karla- og kvennaflokki. Keppt verður í 1. deild og 3. deild karla og tveir síðari riðlarnir í kvenna- flokki en síðan verður úrslita- keppni 1. deildar og kvenna- flokks. Keppni hefst kl.10 í fyrra- málið og verður leikið linnu- laust framyfir kl. 21 um kvöld- ið. Síðan verður byrjað kl. 9 á sunnudagsmorgun. Úrslita- leikir í kvennaflokki eiga að hefjast kl. 19.12. og síðan undanúrslit í karlaflokki en úrslitaleikur í karlaflokki hefst kl. 20.38. Sjá nánar skiptingu í riðla annars staðar á síðunni, Körfubolti Tveir leikir fara fram í úr- valsdeildinni. UMFN og Haukar mætast í Njarðvík kl. 20 í kvöld og takist Haukum að sigra hafa þeir tryggt sér sæti í 4-liða úrslitunum. Kl. 20 á sunnudagskvöld eigast við Valur og KR í Seljaskóla, og með sigri þar yrðu Valsmenn öruggir í úrslit. Að þessum leikjum loknum verða aðeins tvær umferðir eftir í deildinni. Snæfell og KR mætast tví- vegis í Borgarnesi í 1. deild kvenna. Kl. 20 í kvöld og kl. 14 á morgun. Þá leika IR og Njarðvík í Seljaskólanum kl. 21.30 á sunndudagskvöldið. Þýðingarmikill leikur verður háður i 2. deild karla á Sel- fossi kl. 14 á morgun, Laugdælir og Fram bítast þá um dýrmæt stig. Handbolti Lykilleikur í fallbaráttu 1. deildar kvenna fer fram í Selj- askólanum kl. 19 á sunnu- dagskvöldið. Víkingur og Val- ur mætast þar en bæði eru í mikilli fallhættu. Frjálsar íþróttir Meistaramót fyrir 14 ára og yngri innanhúss verður haldið í Hafnarfirði og Baldurshaga í Reykjavík. Keppni hefst í fyrramálip kl. 9.30 í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði og kl. 10 á sunnudagsmorgun í Baldurs- haga. Skíði Bikarmót í alpagreinum full- oröinna fer f ram á Húsavik um helgina. Þá verður á Akureyri bikarmót fullorðinna og ung- linga í göngu og stökki og þar verðureinnig trimmót, Kjarna- gangan. Sund Unglingamót sunddeildar Ármanns verður haldið í' Sundhöll Reykjavíkur á sunn- udaginn. Lyftingar (slandsmeistaramót undir 23 ára í kraftlyftingum verður haldið í fyrsta skipti á morgun, og verður keppt í íþróttahús- inu í Hveragerði. Mótið hefst kl. 13. íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Meira en mark á mínútu A-landsliðið vann öruggan sigur á daufu B-landsIiði í mikluni markaleik sem háður var í gær- kvöldi. Lokatölur urðu 35-27 eftir að A-liðið hafði verið yfir í hálfleik 18-10. A-landsliðið sýndi oft á tíðum ágætis tilþrif. Þeirra bestir voru þeir Atli Hilmarsson og Páll Ólafs- son. Þá áttu þeir Jakob Sigurðsson og Sigurður Gunnarsson ágæta kafla. B-liðið sem virkaði á engan hátt sannfærandi var heppið að sleppa ekki með stærri skell, Gunnar Gíslason bar af í liðinu. Mörk A-liðs: Atli Hilmarsson 7, Páll Ólafsson og Jakob Sigurðsson 6, Krist- ján Arason 5, Sigurður Gunnarsson 4, Þorbjörn Jensson 3, Steinar Birgisson og Þorgils Óttar 2, Guðmundur Guðmunds- son og Guðmundur Albertsson 1. Mörk B-liðs: Gunnar Gíslason 8, Hans Guðmundsson 5, Viggó Sigurðsson 4, Pálmi Jónsson 3, Sveinn Bragason og Hilmar Sigurgislason 2, Valdemar Gríms- son 1. Naumt hjá Val Valsmenn lentu í miklum erfið- leikum með Skallagrím í 8 liða úr- slitum bikarkeppninnar í körfu- bolta í leik sem háður var í gær- kvöldi. Lokatölur urðu 89-63 eftir að Borgnesingar höfðu verið yfir í hálfleik, 33-31. Hjá Valsmönnum voru þeir Jó- hannes Magnússon og Jón Steingrímsson stigahæstir, með 16 stig hvor. Þess má geta að liðið lék án Tómasar Holton og Torfa Magnússonar. Hjá Skallagrími var Guðmundur Kr. Guðmundsson stigahæstur með 23 stig og Hafsteinn Þórisson j 13 stig. -Frosti . Karl kom mjög við sögu Karl Þórðarson, Skagamaðurinn kunni, kom mjög við sögu þegar Laval tryggði sér sæti í 16 - liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Laval lék þá seinni leik sinn við 3. deildarlið Caen sem hafði unnið þann fyrri 1-0. Karl skoraði mark Laval, sem vann 1-0, liðin voru þá jöfn og vítakeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara. Laval vann hana og Karl skoraði úr einni spyrnunni. Cannes, lið Teits Þórð- arsonar, burstaði Bastia óvænt 6-1 og er einnig komið áfram. Teitur náði ekki að skora í leiknum. Breiðablik úr Kópavogi hefur átt góðu gengi að fagna í innanhússknattspyrn- unni undanfarin ár og er íslandsmeistari í karla og kvennaflokki. llm helgina verður Sigurður Grétarsson fjarri góðu gamni en hann leikur nú í V.þýska- landi. Það veikir stöðu Blikanna óneitanlega og Þróttarar eru nú taldir líkiegast- ir til að ógna veldi þeirra í karlaflokki. Myndin að ofan er einmitt úr úrslitaleik þessarra tveggja félaga í fyrra sem Breiðablik vann 8-6 eftir framlengingu. Sigurður á þarna í höggi við Þróttarann Þorvald Þorvaldsson. Hverjir sigra - hverjir falla? Eins og sagt er frá í Helgarsporti, fer síðari hluti íslandsmótsins í innanhúss- knattspyrnu fram um helgina í Laugardalshöll. Það er rétt að rifja upp hvernig liðunum er skipt í riðla en nú verður leikið í 1. og 3. deild karla og tveimur riðlum í kvennaflokki. 1. deild karla A-riðill: FH, Þróttur R, Skallagrímur og Siglufjörður. B-riðill: Akranes, Víkingur, Þróttur N. og Keflavík. C-riðill: Týr, Fram, KR og ísafjörður. D-riðiIl: Fylkir, Njarðvík, Breiðablik og Valur. 3. deild karia A-riðill: HSS, Einherji, Víkingur Ó. og Bolungarvík. B-riðill: ÍR, Augnablik, Súlan og Efling. C-riðill: Snæfell, Grótta, ÍK og HV. D-riðill: Leiknir F, Selfoss, Stefnir og Tindastóli. Kvennaflokkur A-riðill: ísafjörður, Stokkseyri, Akranes, KA og Hveragerði. B-riðill: Breiðablik er komið í úrslit. C-riðill: Ármann/Skaftafellssýslu, KR, Valur og Efling. Fyrir fimm vikum var keppt í 2. og 4. deild og b-riðli kvennaflokks. Efstu lið riðlanna í 1. deild fara í undanúrslit en neðstu lið þeirra falla í 2. deild. Sigurvegarar í riðlum 3. deildar fara upp í 2. deild en neðstu lið falla í 4. deild. Sigurvegarar í A- og C-riðlum í kvennaflokki leika til úrslita um meistaratitilinn ásamt Breiðabliki. vs Þórsarar töpuðu Grótta sá til þess að Þórsarar komast ekki taplausir í gegnum forkeppni 2. deildar í handbolta. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Eyjamenn í miklum baráttuleik með 22 mörkum gegn 21, eftir að Þór hafði haft yfir í hálfleik 15-11. Leikurinn var allan tímann mjög sveiflukenndur, Þór komst í 8-3 en Seltirningar náðu að jafna 16-16. Staðan varð síðan 17-17 í heilar tíu mínútur. Gróttumenn reyndust síðan harðari á endasprettinum og sigurðu 22-20 eins og áður sagði. Hjá Gróttu vöru þeir Sverrir Sverr- isson, Jóhannes Benjamínsson og Ragnar markvörður Halldórsson bestir. Þorbergur Aðaisteinsson var tekinn úr umferð allan leikinn svo að hann sást varla. Gylfi Birgis- son og Ragnar Hilmarsson voru einna bestir. Þá varði Sigmar Þröstur í marki Þórs af stakri prýði. Mörk Gróttu: Sverrir Sverrisson 7, Jó- hannes Benjamínsson 5, Gunnar Lúð- víksson 3, Hjörtur Hjartarson, Jóhann Pótursson og Svavar Magnússon 2 mörk hver, Axel Friðriksson 1. Mörk Þórs: Gylfi Birgisson 6, Ragnar Hilmarsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 4 (4 viti), Karl Jónsson, Þór Valtýsson og Páll Scheving 2 mörk hver, Óskar Brynj- arsson 1. -Frosti Kristinn til Ólafsfjarðar Kristinn Björnsson, fyrrum leik- maður með Val og ÍA, hefur verið ráðinn þjálfari hjá 3. deildarliði Leifturs, Ólafsfirði, í knattspyrnu. Kristinn hefur undanfarin ár leikið í Noregi og hann lék tvo landsleiki um miðjan síðasta áratug. Áfram í Þór Það er endanlega orðið ljóst, að Bjarni Sveinbjörnsson og Jónas Róbertsson verða kyrrir á Akur- eyri og leika með Þór í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Þeir eru hættir við að fara til Noregs og spila með Nybergsund í 3. deildinni þar eins og jafnvel stóð til. -K&H/Akureyri NM unglinga í bad minton í Höllinni Karl Þórðarson Hálfri miljón deilt Um aðra helgi, 2.-4. mars, verður Norðurlandameistaramót unglinga í badminton haldið í Laugardais- höllinni í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem mót þetta fer fram hér á landi og verða þátttakendur 45 frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, íslandi og Færeyjum en Færeyingar taka nú í fyrsta skipti þátt í Norðuriandamóti Hrólfur Jónsson landsliðsþj álf- ari hefur valið ísiensku keppend- urnasem taka þátt og eru þeir eftir- taldir: Elísabet Þórðardóttir, Guð- rún Júlíusdóttir, Þórdís Edwald og Snorri Ingvarsson úr TBR, Þór- hallur Ingason og Árni Þór Hall- grímsson frá Akranesi og Haukur P. Finnsson úr Val. íþróttaráð Reykjavíkur úthiut- aði í gær háifri miljón króna úr styrktarsjóði sínum til íþróttafé- laga i Reykjavík. Stærstan skerf fengu körfuknattleiksdeild Vals og handknattleiksdeild Víkings en í sínum greinum urðu þessi félög íslands-, Reykjavíkur- og bikar- meistarar á árinu 1983. í hlut hvorrar deildar féliu 100 þúsundir króna. Sex aðilar skiptu hinum 300 þús- undum milli sín og komu að sjálf- sögðu 50 þúsund í hlut. Þetta voru Skíðadeildir Ármanns, KR og ÍR fyrir langt og árangursríkt starf að eflingu skíðaíþróttarinnar meðal Reykvíkinga, Sundfélagið Ægir í tilefni af kjöri íþróttamanns Reykjavíkur, Guðrúnar Femu Ág- ústsdóttur, og fyrir ágætt starf að sundmálum, íþróttafélagið Ösp fyrir ágætan árangur og dugmikið íþróttastarf fyrir þroskahefta og Körfuknattleiksdeild ÍR fyrir mikið og gott unglingastarf. Þá fengu sex einstaklingar sér- stakar viðurkenningar. Bjarni Friðriksson, júdómaður úr Ár- manni fyrir frábæran árangur í íþrótt sinni, Einar Ólafsson íþróttakennari og ÍR-ingur og Atli Helgason prentari og KR-ingur fyrir löng og góð þjálfarastörf, hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Jón Halldórsson fyrir sundiðkun, en þau hafa sótt sundlaugarnar í Laugardal svo að segja daglega í áratugi, og Jóhannes Markússon flugstjóri fyrir íþróttaiðkun, en hann hefur skokkað reglulega á Melavellinum í ein 15 ár. - VS Kyndug nöfn knattspyrnuliða: Hitatchi og Mazda féllu í 2. deild! Þegar litið er á nöfn knattspyrnufé- laga víðs vegar um heim kemur margt kynlegt í Ijós. Hvergi eru nöfnin þó eins kunnugleg og í 1.dcildarkeppninni í Japan. Þar varð lokastaðan 1983 eins og hér segir: 1. Yomiuri, 2. Nissan Motors, 3. Fujita, 4. Yamaha, 5. Yanmar Di- esel, 6. Mitsubishi, 7. Furukawa, 8. Honda, 9. Hitatchi og 10. Mazda! Samkvæmt þessu hljóta Hitatchi og Mazda að hafa fallið í 2. deild. í Suður-Ameríku rekst maður líka á nöfn sem hljóma kunnug- lega. Everton er t.d. í fimmta neðsta sæti 1. deildarinnar í Chile, en Rangers er talsvert ofar í töfl- unni. Liverpool er einnig til þar í landi. Þá leikur lið að nafni Barce- lona í efstu deild í Ecuador en ekk- ert þessara félaga hefur náð frægð á borð við alnafna sína í Evrópu. Ekkert eru þeir síðri í afríkanska eyríkinu Máritíus. Þar eru Slökkvi- liðið og Skátafélagið í tveimur efstu sætum 1. deildarinnar um þessar mundir! -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.