Þjóðviljinn - 24.02.1984, Síða 2

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Síða 2
2 SÍÐA '- bJOÐVlL'JÍNM* í’ostudágur 24. íefiruár \9S4 Albert hœttir ekki Ég átti við allt annan ramma - Launarammi ríkisstjórnarinn- ar um 4% gilti fyrir ríkissjóð en ekki hinn frjálsa markað, sem má semja um hærri prósentu svo lengi sem það kemur ekki niður á ríkis- sjóði, sagði Albert Guðmundsson. Þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu gengið hart að honum og spurt um fyrirheit hans um afsögn ef sá margfrægi rammi yrði sprengdur í samningum. Albert lét hins vegar líka að því liggja að með „rammanum" hefði hann átt við út- gjöld ríkissjóðs en ekki prósentur launahækkana. Albert sagði að menn yrðu að átta sig á því að því lengri tími sem liði, þeim mun hærri mætti pró- sentuhækkunin verða án þess að markmiðum ríkisstjórnarinnar væri raskað. Aðrir ræöumenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu voru ekki að liggja á þeirri skoðun sinni að ramminn hefði verið sprengdur þrátt fyrir hin lágu umsömdu laun. -óg Ríkið á ekki að greiða niður laun Fyrirtækin eiga sjálf að borga Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að það væri illa komið fyrir íslensku þjóðfélagi þegar ríkið væri farið að greiða niður kaupið fyrir fyrirtækin. Fjármálaráðherra sagðist vera algerlega andvígur því að ríkið færi inn á þá braut, eins og gert væri í hinum nýju kjarasamningum, að greiða niður kaupið. Fyrirtækin ættu sjálf að borga kaupið án þess að ríkið hlypi undir bagga. Albert Guðmundsson lýsti sig einnig ósammála ýmsu fleiru í af- stöðu ríkisstjórnarinnar og yfirlýs- ingu forsætisráðherra. Engu að síður ætlar ráðherrann að sitja áfram í ríkisstjórninni. óg undanþegnar söluskatti Tölvur tolli og Niðurfelling gjald- anna látin virka aftur fyrir sig til 24. nóvember Tölvur og tölvubúnaður allur hefur verið undanþeginn bæði tolli sem var 7% og söluskatti sem var 23.5% og er niðurfellingin látin gilda aftur fyrir sig til 24. nóvember sl. Þessi niðurfelling nær þó ekki til tölvustýrðra leiktækja. Ástæðan fyrir niðurfellingu gjaldanna er fyrst og fremst sú að samkeppnisiðnaðurinn þurfti ekki að greiða gjöldin og því var orðið mikið um misnotkun á þeirri und- anþágu. Samkeppnisiðnaðar-fyrir- tæki fluttu í stórum stíl inn tölvur án þessara gjalda fyrir fyrirtæki og einkaaðila sem þurftu að kaupa tölvur. Þjóðviljinn fékk þær upplýsing- ar, að tölvur muni lækka um nær 25% vegna niðurfellingar þessara gjalda. Sem dæmi nefndi sölumað- ur hjá Radíóbúðinni að Apple 2 tölva með skjá, sem kostaði 64 þús- und krónur færi niður í um 50 þús- und krónur. Þeir sem keypt hafa tölvur og greitt af þeim toll og söluskatt eftir 24. nóvember, þurfa að fá staðfest- ingu á því hjá söluaðila og fá síðan gjöldin endurgreidd hjá tollinum. -S.dór Matthías Bjarnason í umrœðum um kjör ellilífeyrisþega Finnur Birgisson skipulagsstjóri Akureyrar við tvö merk hús á skipulagssvæ'ðinu. Til vinstri er Höepfners- hús (Hafnarstræti 20) sem er í eigu KEA og hefur verið gert upp fyrir nokkrum árum, en til hægri Túliníusarhús (Hafnarstræti 18) scm er í einkaeigu og er verið að gera upp. Bæði húsin eru friðuð. Lengst til hægri sér út eftir Hafnarstræti undir Brckkunni. Ljósm.: Atli. Nýtt deiliskipulag Innbœjar og Fjörunnar á Akureyri Einhver merkilegasti bæjarhluti á landinu segir Finnur Birgisson skipulagsstjóri Akureyrar „Þetta er einhver merkilegasti bæjarhluti sinnar tegundar á landinu“, sagði Finnur Birgisson arkitekt, skipulagsstjóri Akur- eyrarbæjar, í samtali við Þjóðvilj- ann, en skipulagsnefnd Akureyrar hefur nú fjallað um tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir svonefndan Inn- bæ og Fjöru sem er óvenjulega heil- leg byggð frá gamalli tíð. Höfundar tillögunnar eru þeir Hjörleifur Stefánsson og Pétur Ottósson. Finnur sagði að næsta stig væri að ganga frá uppdráttum með breytingunum sem tillögurnar gera ráð fyrir en síðan yrðu þær væntan- lega kynntar bæjarbúum áður en leitað yrði samþykkis bæjarstjórn- ar. í aðalskipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir að Fjaran og Innbær- inn ásamt Hafnarstræti undir Brekku verði meðal þeirra svæða sem afmörkuð eru til varðveislu og eru tillögur að deiliskipulaginu miðaðar við það. Meðal þess sem gert er ráð fyrir er að uppfyllta svæðið milli Drottn- ingarbrautar og Aðalstrætis verði að mestu leyti opið útivistarsvæði en þó verði reist dálítil íbúðabyggð syðst við Aðalstræti. Þar fyrir sunnan komi svo akbraut upp á brekkuna. Þá verði einhvers konar atvinnusvæði á fyllingunni milli Hafnarstrætis og Drottningar- brautar norðan og austan Höepfn- ershúss. Gert er ráð fyrir nokkuð aukinni byggð í Búðargili og við Spítalaveg sem falli vel að fyrri byggð og eins á nokkrum óbyggð- um lóðum við Aðalstræti. Talin er ástæða til að varðveita 8 húsasam- stæður með um 50 húsum. Nánar verður sagt frá þessum tillögum síðar í Þióðviljanum. -GFr Fólk veltist um á veit- ingahúsum Nóg til af peningum ”Það hafa allir nóg til hnífs og skeiðar á íslandi. Hér er, sem betur fer, ekki um neina fátækt aðræða. Ljósasti vitnisburðurinn um rétt- mæti þessarar staðhæfíngar minn- ar eru skemmtistaðirnir, sem alltaf eru troðfullir um allar helgar. Þar veltist fólk um allar helgar.“ Þessi spekinnar orð mælti Matt- hías ráðherra Bjarnason á þing- fundi sl. miðvikudagskvöld. Ólafur Ragnar Grímsson dró í efa auðsældina í garði almennings. Fólk, með 8-12 þús. kr. laun á mán- uði, einstæðir foreldrar, eliilífeyr- isþegar og öryrkjar myndu fremur hafa í önnúr horn að líta en að sækja skemmtistaði. „Ég vil bjóða Matthíasi Bjarnasyni að labba með mér á morgun vestur í BUR, í fs- björninn og spyrja konurnar þar um hver kjör þeirra væru og hvort ekki sé nú gaman á skemmtistöð- unum. Slík heimsókn gæti e.t.v. opnað augu þessa ráðherra fyrir því hvernig hann og ríkisstjórn hans hefur leikið þetta fólk og forð- að honum frá því að láta sér öðru sinni um munn fara þvílíkt fáviskutal og hann hefurgert hér í kvöld“. -mhg Albert enn: BSRB fær ekki sama og ASI - Ég get ekki boðið BSRB uppá sama samning og ASÍ/VSI býður uppá, sagði Albert fjármálaráð- herra í umræðunum í þingi í gær. Albert sagðist ekki hafa haft að- stöðu til að skoða þessa samninga en hann myndi með aðstoð sér- ffæðinga gefa sér tíma til þess. Síð- an myndi hann leggja fram tilboð í ljósi þessa. -óg Samningur Alusuisse og íslenska ríkisins: Verkfall fellur undir óviðráðanlegar orsakir í hinum mjög svo umdeilda samningi svissncska auðhringsins Alusuisse og íslenska ríkisins um Alvcrið í Straumsvík eru ákvæði um að kaupskylda Álversins á rafmagni falli niður ef fram- leiðsla verksmiðjunnar stöðvast af óviðráðanlegum orsökum. Þessar óviðráðaniegu orsakir geta auðvitað verið margar og eru tilgreindar í samningnum. Eitt þessara atriða, sem feilur undir óviðráðanlegar orsakir, eru verkföll, ef starfsmenn revna að fá kjör sín bætt. Því er það að ef verkfall starfsmanna í Álverinu heldur áfram og rekstur verk- smiðjunnar stöðvast mun kaup- skylda verksmiðjunnar falla úr gildi. Að sögn Halldórs Jónatans- sonar forstjóra Landsvirkjunar kaupir Álverið rafmagn af Landsvirkjun fyrir 1,1 miljón króna á sólarhring utn þessar mundir og vegna þessa einstaka atriðis í samningnum ntun Lands- virkjun tapa þessum tekjum ef til lokunar verksmiðjunnar kemut, meðan starfsmenn eru að bæta kjör sín. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.