Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 10
22 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 24. febrúar 1984 11. Reykjavíkurskákmótið - Texti S.dór. Skákskýringar Helgi Ólafsson Enn ein perlan frá hendi Jóhanns þegar hann sigraði hollenska stórmeistarann Ree Jóhann Hjartarson sigraði í gær- kveldi hollenska stórmeistarann Hans Ree og er hann fjórði stór- meistarinn sem Jóhann sigrar það sem af er þessu Reykjavíkurskák- móti. Og ekki bara það að Jóhann hafi sigrað, taflmennska hans var þannig að hann skilaði af sér enn einni perlunni á þessu móti. Skákin þróaðist uppí afbrigði sem Ree þekkir mjög vel, til að mynda sigr- aði hann sovéska stórmeistarann Beljavsky á Ólympíumótinu í Luz- ern f Sviss í skák, þar sem þetta afbrigði var teflt. En hann kom ekki að tómum kofanum hjá Jó- hanni, hann tefldi eins og sá sem valdið hefur og sigraði svo glæsi- lega að hann hafði um margar leiðir að velja til sigurs undir lokin og valdi að sjálfsögðu þá glæsi- legustu, en kannski ekki þá einföldustu. Að öðru leyti vísast í skákskýringu Helga Ólafssonar hér á eftir. Fjölmargar aðrar skákir í gær- kveldi voru mjög skemmtilegar. Karl Þorsteinsson bætti rós í hnappagatið með því að sigra Guð- mund Sigurjónsson stórmeistara einstaklega fallega. Þá tefldu þeir de Firmian og Margeir Pétursson Staðan eftir 8. umferð 1 2415 Jóhann Hjartarson A ISD 7.0 37.0 2 2460 Samuel Reshevsky S USA 6.0 34.5 3 2515 Nick DeFirmian A USA 5.5 + 36.5 4 2500 Jón L Rrnason A ISD 5.5 35.0 5 2445 Helgi Qlafsson A ISD 5.5 34.0 6 2520 Eric Lobron S FRG 5.5 34.0 7 2440 Lars A Schneider A SVE 5.5 29.5 8 2495 Tom Wedberg A SVE 5.0 + 38.0 9 2465 Margeir Pétursson A ISD 5.0 + 31.0 10 2390 Vitaly Zaltsman A USA 5.0 36.5 11 2480 Hans Ree S NLO 5.0 34.0 12 2405 Axel Ornstein A SVE 5.0 33.5 13 2535 Yuri Balashov S USR 5.0 32.0 14 2375 Karl Þorsteinsson ISD 5.0 32.0 15 2560 Efim Geller S USR 5.0 31.5 16 2450 Leonid Shamkovic S USA 5.0 29.5 17 2465 V McCambridge A USA 5.0 24.5 18 2550 L M Christiansen S USA 4.5 + 34.0 19 2435 Daniel J King A ENG 4.5 33.5 20 2495 Friárik ölafsson S ISD 4.5 33.0 21 2515 Murray Chandler S ENG 4.5 31.0 22 2520 Robert Byrne S USA 4.5 30.5 23 2445 Harry Schussler A SVE 4.5 30.5 24 2480 Lev Gutman A ISL 4.5 28.0 25 2460 P Ostermeyer A FRG 4.5 27.0 26 2450 Milorad Knezevic S JUG 4.5 26.5 27 2515 Lev Alburt S USA 4.0 33.5 28 2295 Róbert Haráarson ISD 4.0 32.5 29 2305 Holgeir Meyer FRG 4.0 31.0 30 2405 Pia Cramling S SVE 4.0 30.5 31 2350 Jonny Hector SVE 4.0 29.5 32 2470 Guám Sigurjónsson S ISD 4.0 29.0 33 2325 Gordon Taylor F CAN 4.0 26.0 34 2300 Jan Michael Nykopp FIN 4.0 23.0 35 2400 Carsten Höi A DEN 3.5 33.0 36 2330 Elvar Guámundsson ISD 3.5 29.0 37 2225 Kai Tielemann FRG 3.5 28.0 38 2220 Hilmar S Karlsson ISD 3.5 27.5 39 2305 Karl Burger A USA 3.5 27.0 40 2210 Benedikt Jónasson ISD 3.5 26.5 41 2245 Bragi Halldórsson ISD 3.5 25.5 42 2295 Bragi Kristjánsson ISD 3.5 24.0 43 2260 Asgeir bór Arnason ISD 3.5 23.0 44 2265 Magnús Sólmundarson ISD 3.0 + 31.0 45 2395 Haukur Angatýsson A ISD 3.0 + 22.5 46 Lárus Jóhannesson ISD 3.0 30.0 47 2320 Dan Hansson ISD 3.0 30.0 48 Pálmi Pétursson ISD 3.0 29.0 49 Halldór G Einarsson ISD 3.0 25.0 50 2260 Guámundur Halldórs ISD 3.0 24.5 51 2375 Sævar Bjarnason ISD 3.0 24.5 52 2285 'Agúst S Karlsson ISD 2.5 27.5 53 2355 Benóný Benediktsson ISD 2.5 24.0 54 2240 Þröstur Bergmann ISD 2.0 +27.0 55 Björgvin Jónsson ISD 2.0 + 26.0 56 2275 Leifur Jósteinsson ISD 2.0 + 25.0 57 2215 Gylfi Þórhallsson ISD 2.0 25.0 58 Andri A Grétarsson ISD 1.5 + 21.0 59 2215 Haraldur Haraldsson ISD 1.5 25.5 60 2220 Arnór Björnsson ISD 0.5 22.5 Þeir, sem eiga biðskák frá í gærkveldi, eru hér merktir með plús-merki. Stigin eru fundin þannig að lagðir eru saman vinningar andstæðinga, að frádregnum þeim sem lægsta vinningatölu hefur. -eik magnaða skák, sem fór í bið. Mar- geir hefur 5 peð og hrók á móti tveimur peðum og biskupapari de Firmians. Flestir voru á því að staða Margeirs væri betri og hann ætti ekki undir neinum kringum- stæðum að tapa henni, spurning hvort de Firmian nær jafntefli. Þeir Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson voru látnir tefla saman í gærkveldi og voru þeir báðir mjög óánægðir með það, þar sem báðir stefna að stórmeistaraáfanga í mót- inu. Til þess að hljóta hann, þurfa þeir að tefla við minnst 3 stór- meistara og ná 8 vinningum lág- mark. Jón L. hefur ekki til þessa fengið að tefla við stórmeistara og er að vonum óhress. Jón sagði í stuttu samtali við Þjóðviljann í gær að það hefðu ver- ið 5 útlendingar með þann vinn- ingafjölda að þeir Helgi hefðu mátt tefla við þá með því að hnika svo- lítið til,en það varekki gert. „Mað- ur spyr til hvers er verið að halda þessi mót hér ef okkur er ekki gefið tækifæri á að ná okkur í áfanga“ sagði Jón. Helgi Ólafsson tók undir þetta og var mjög óhress. Þeir fé- lagar gerðu jafntefli í aðeins 17 leikjum. Að öðru leyti vísast til úrslita- töflunnar hér annarsstaðar á síð- j unni. Hvítt: Hans Ree (Holland) Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarbragð 1. d4 Rf6 5. Bg5 h6 2. c4 e6 6. Bh4 0-0 3. Rf3 d5 7. Dc2 4. Rc3 Be7 (Fremur sjaldséður leikur sem Ree beitti í sigurskák sinni gegn Sovét- manninum Alexander Beljavskí á Olympíumótinu í Luzern 1982. Jó- hann hafði sýnilega kynnt sér þá skák því hann lék byrjunarleikina hratt og örugglega.) 7. .. b6 9. e4 Rc6! 8. Bxf6 Bxf6 (Svartur svarar miðborðssókn hvíts með gagnatlögu. Ree hugsaði sig um dágóða stund sem gefur manni tilefni til að ætla að 9. leikur Jóhanns hafi komið honum á óvart.) 10. 0-0-0 (Skarpast, en einnig kom til greina að leika 10. e5 eða jafnvel 10. Hdl.) 10. .. dxe4! 11. Dxe4 (Ekki 11. Rxe4 Bxd4! og hvítur getur ekki notfært sér leppunina á d-línunni.) 11. .. Bb7 12. h4!? (Yfirborðskenndur leikur sem nær aldrei markmiði sínu. Einfaldast var 12. De3.) 12. .. Hb8! (Nú þarf hvítur að mæta hótuninni 13. - Rxd4 o.s.frv.) 13. Bd3 g6 14. Dg4 Bg7 (14. - Rxd4 kom til álita. Þá gengur ekki 15. Bxgó vegna 15. - Bxf3 16. gxf3 fxg6 og hvítur hefur enga sókn fyrir manninn. Leikur Jóhanns er hinsvegar mun traustari og örugg- ari.) 15. Be2 Re7 16. h5 g5 17. Re5 Rf5 18. Bf3 c5! (Fyrirboði þess sem koma skal. Það virðist ekki gæfulegt að gefa kost á opnun d-línunnar en Jóhann hefur metið stöðuna hárrétt; með þessum leik nær hann að rífa upp kóngsstöðu Hollendingsins.) 19. dxc5 (Kemur til móts við áætlanir svarts. En spurningin snýst um það hvort hvítur eigi betri leik.) 19. .. Dc7! 20. Rd7 Bxc3 21. bxc3 bxc5 19/xi\84 REYKJAVÍKUR l/SKÁKMÓTIÐ\l &♦♦♦♦♦♦ f g h (Skiptamunsvinningur hvíts er dýru verði keyptur. Hér hugsaði hann sig lengi um og lék síðan...) 22. Rxf8 Da5! 23. Kd2 Rd4! (Stórskemmtilegur leikur sem segir e.t.v. meira en mörg orð um feikna stuð sem er á Jóhanni í þessu móti. Hann átti kost margra væn- legra leiða en kýs að bæta riddaran- um í sóknina þó hann sé heilum hrók undir. Og enn lagðist Ree í þunga þanka, klukkan tifaði misk- unnarlaust....) 24. Kel Rxf3+ 25. Kfl (Eða 25. gxf3 Dxc3+ 26. Kfl (ekki 26. Ke2 Bxf3+! 27. Dxf3 Hb2+ og vinnur). Bxf3 Textaleikur leiðir til svipaðrar niðurstöðu.) 25. .. Da4! (Fremur óþægilegur leikur, því svartur hótar ekki aðeins hróknum á dl, heldur einnig 26. - f5 og drott- ningin hrekst frá völdun c4- peðsins.) 26. Hd6 f5! - og í þessari gjörsamlega vonlausu stöðu gafst Hans Ree upp. Stór- kostleg skák hjá Jóhanni og ekki á hverjum degi sem stórmeistari á borð við Ree er jafn rækilega tek- inn í karphúsið. Úrslit úr 8. umferð Úrslit í 8. umferð Reykjavíkurskákmótsins í gærkveldi urðu sem hér segir: 01 HansRee, Jóhann Hjartarson 0-1 02 DeFirmian,Margeir Pétursson Bið 03 JónL. Árnason,HelgiÓlafsson Vi-Vi 04 Tom Wedberg, Larry Christiansen Bið 05 Axel Ornstein, Samuel Reshevsky 0-1 06 Yuri Balashov, V. Saltzmann, Vi-Vi 07 Lev Gutman, Eric Lobron 0-1 08 Lars A. Schneider, Murray Chandier 1-0 09 Evfim Geller, Pia Cramling 1-0 10 RobertByrne,E. King V2-V2 11 Leonid Shamkovich, Lev Alburt 1-0 12 Guðm. Sigurjónsson, Karl Þorsteinsson 0-1 13 McCambridge, Johnny Hector 1-0 14 BragiKristjánsson,FriðrikÓlafsson 0-1 15 P. Ostermeyer, Elvar Guðmundsson 1-0 16 M. Knezevic, K. Tielemann 1-0 17 Harry Schiissler, Carsten Höi 1-0 18 Haukur Angantýsson, Magnús Sólmundarson Bið 19 G. Taylor,LárusJóhannesson 1-0 20 ÁsgeirÞórÁrnason, DanHansson V2-V2 21 Hilmar Karlsson, Karl Burger V2-V2 22 Holger Meyer, Halldór G. Einarsson 1-0 23 JanM. Nykopp,Guðm. Halldórsson 1-0 24 Róbert Harðarson, Pálmi R. Pétursson 1-0 25 Benóný Benediktsson, Benedikt Jónasson 0-1 26 Bragi Halldórsson, Ágúst Karlsson 1-0 27 HaraldurHaraldsson, Sævar Bjarnason 0-1 28 Leifur Jósteinsson, Andri Áss Grétarss. Bið 29 ÞrösturBergmann,Björgvin Jónasson Bið 30 Arnór Björnsson, Gylfi Þórhallsson 0-1 Margeir Pétursson átti í höggi við Ornstein þegar þessi mynd var tekin en í gær tefldi hann við de Firmian og biðskák þeirra sem tefld verður í dag er mögnuð (Ljósm. -eik-)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.