Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Helgi Guðmundsson, ritari Alþýðubandalagsins, skrifar: Endurheimt kaupmáttar eða stöðvun kjaraskerðingar Aðdragandi samninga Kjarasamningarnir sem undirrit- aðir voru síðastliðinn þriðjudag voru gerðir við næsta óvenjulegar aðstæður. Ríkisstjórnin snéri sér að kjara- og réttindaskerðingu launafólks af meira afli en nokkur fordæmi eru, þegar á fyrstu tilvistardögum sín- um. Almenn launakjör voru skert um að minnsta kosti fjórðung og aðgerðir til að létta láglaunahópum byrðarnar voru varla marktækar. Hún lét sig heldur ekki muna um að afnema samningsrétt verkalýðs- samtakanna með lögum, felldi úr gildi verðbætur á laun og ógilti alla kjarasámninga er gilda áttu fram á árið 1984 eða lengur með einu pennastriki. Öll samtök launafólks samein- uðust á síðasta ári í baráttu fyrir endurheimt samningsréttarins. Ríkisstjórnin gafst upp. Samnings- rétturinn var endurheimtur og til- raunir til nýrrar samningsgerðar hófust þegar í stað. Lagt var af stað með kröfuna um 15.000.- kr. lágmarkslaun, sem þing Verkamannasambandsins hafði mótað og Alþýðusambandið tekið upp, gert var ráð fyrir bráða- birgðasamningi til 1. febrúar 1984. Svar atvinnurekenda og ríkis- stjórnar var blákalt nei. í ljósi þessa hefði vissulega mátt ætla að verkalýðssamtökin og allt launa- fólk í landinu væri staðráðið í að beita samtakamættinum til þess að endurheimta fyrri lífskjör. Raunin varð þó önnur eins og nú skal rak- ið. Undirbúningur í desember var haldinn for- mannafundur í Alþýðusamband- inu. Þá kom tvennt í ljós. í fyrsta lagi: Innan hreyfingarinnar var ekki ein- ing um kröfuna um fimmtánþús- und króna lágmarkslaun. í öðru lagi: Menn töldu verkalýðshreyf- inguna ekki íneinni aðstöðu til að knýja á um samninga með marktækum aðgerðum. Umræður á fundinum urðu að sönnu ekki miklar en um þetta grundvallar- atriði kom ekki fram nokkur á- greiningur, enda stutt þeim rökum að félagsfólkið væri ekki reiðubúið til að ganga til aðgerða. Eigi að síður var til þess ætlast að fulltrúar Alþýðusambandsins héldu áfram viðræðum og reyndu að ná einhverjum samningum. Hugmynd forseta Alþýðusam- bandsins um að félögin gerðu samningana á sínum vegum án milligöngu Alþýðusambandsins var algerlega hafnað. Formenn verkalýðsfélaganna sögðu með öðrum orðum þetta: - Við viljum nýja kjarasamn- inga en teljum óhugsandi að beita verkfallsvopninu til að ná þeim. Má með nokkrum sanni segja að formannafundurinn í desember hafi sent samningamenn Alþýðu- sambandsins berhenta og vopn- lausa á vígvollinn og það vissu at- vinnurekendur og ríkisstjórn mætavel eins og allir aðrir lands- menn. Vantaði baráttuviljann Nú má auðvitað spyrja hvort mat forystumanna verkalýðsfélaganna á baráttuvilja félagsmannanna hafi verið rétt. Þá er þeirri spurningu einnig ósvarað hvort þeir hafi yfir- leitt eitthvað gert til að skapa slík- an vilja hjá félagsmönnum. Síðast en ekki síst: Hafi þetta álit verið rétt. Hver er þá skýringin á slíkri deyfð eftir það sem á undan er gengið í samskiptum verkalýðs- samtakanna og atvinnurekenda/ ríkisstjórnar. Svör við þessum spurningum er efni í langa og lærða ritgerð sem ekki verður gerð tilraun til að skrifa hér og nú. Á næstu dögum kemur á hinn bóginn í ljós hver viðbrögð félags- manna verkalýðsfélaganna al- mennt verða. Telji þeir samning- ana með öllu óviðunandi má ætla að þeim verði hafnað. Álíti menn á hinn bóginn aðstæður til að ná ein- hverju betra hljóta félögin að búa sig undir átök. Efni samningsins er í stuttu máli þetta: Almenn launahækkun til næstu áramóta verður 13% og skiptist þannig að frá undirskriftardegi hækka launin um 5%, hinn 1. júní n.k. um 2%, 1. september um 3% og 1. janúar 1985 um 3%. Þegar upp er staðið mun þetta þýða að laun verði 13.6% hærri um næstu áramót þar sem hver prósentan Helgi Guðmundsson: Mér sýnist að samningurinn sé í eðlilegu sam- ræmi við það afl sem verkalýðsfé- lögin lögðu í að gera hann. fullvíst að ekki hafi verið mögulegt að komast lengra. Helstu ókostir Meginókostir þessara samninga eru tvennskonar. í fyrsta lagi að eftir- og næturvinnulaun þeirra sem vinna á lægri dagvinnutöxtum en lágmarkslaunum hefur raskast verulega. Allir aðrir taxtar hafa hins vegar óskert eftir- og nætur- vinnuhlutfall. í öðru lagi er nú aldursmarkið til að ná fullum launum hækkað í 18 ár en var 16 ár áður. Þetta eru vissulega alvarlegir ágallar, sem þeim er að samnings- gerðinni stóðu eru fullkomlega ljósir, og draga raunar enga dul á, að því er ég fæ best séð. Samningstíminn er til 15. apríl 1985, en í honum eru uppsagnará- kvæði sem tryggja að hann getur verið laus 1. sept. og 1. janúar. í reynd má því segja að samnings- tíminn sé til 1. september. Ef verð- bólga verður meiri en gert var ráð fyrir getur verkalýðshreyfingin Áhrif samnings og félagslegra aðgerða skv. tillögum Einstætt foreldri með 1 barn Er Verður Hækkun Lágmarkslaun 10.961 12.660 T ekjutengdar barnab. 0 1.000 Mæðralaun 513 1.263 Meðlag 1.615 2.015 Samtals á mánuði 13.089 16.938 29.4% Einstætt foreldri með 2 börn Er Verður Hækkun Lágmarkslaun 10.961 12.660 Tekjutengdarbarnab 0 2.000 Mæðralaun 1.809 3.309 Meðlag 3.230 4.030 Samtals á mánuði 16.000 21.999 37.5% Einstætt foreldri með 3 börn Er Ver&ur Hækkun Lágmarkslaun 10.961 12.660 Tekjutengdar barnab 0 3.000 Mæðralaun 3.619 5.869 Meðlag 4.845 6.045 Samtalsámánuði 19.425 27.574 42.0% kemur ofan á aðra á samningstím- anum. Innihald samningsins Lágmarkstekjur fyrir fulla dag- vinnu hækka hins vegar allmiklu meira eða um 15.5% strax og síðan jafnmikið og laun almennt. Lág- markslaunin verða því 25% hærri um næstu áramót. Lágmarksíaunin voru 10.961,- kr. en verða 12.660,- kr. frá undirskrift samnings en verða 13.700,- kr. um næstu ára- mót. Þessu til viðbótar er svo gert ráð fyrir sérstökum aðgerðum vegna þeirra sem lægstar tekjur og þyngsta framfærslu hafa, í gegnum almannatryggingakerfið. Fá ein- stæð foreldri með mjög lágar tekj- ur langmestar úrbætur eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Að uppfylltu samkomulaginu við ríkisstjórnina hefur samningur- inn eins og sjá má í för með sér langmestar úrbætur fyrir þá sem lægt höfðu launin. Rétt er að leggja áherslu á að þessar aðgerðir eru miðaðar við tekjur síðastliðins árs þ.e. þeir sem höfðu tekjur innan tiltekinna marka á síðastliðnu ári koma nú til með að njóta hækkaðra mæðra/ feðralauna, barnabótaauka og hækkaðs meðlags. Hefur tekist að snúa vörn í sókn? Nú er að sjálfsögðu ástæða til að spyrja: Hefur með þessu samkomulagi tekist að endurheimta þann kaup- mátt launa sem launafólk bjó við fyrir valdatöku nú verandi ríkis- stjórnar? Það þarf ekki mikinn speking til að sjá að svo er ekki. Hefði það átt að takast hefði þurft að hækka öll laun um rösk- lega 40%. Hms vegar eru fyllstu rök til að álíta að tekist hafi að koma í veg fyrir að kjörin skertust enn frekar eins og þó hefur stefnt í svo sem öllum er kunnugt. Samningurinn er talinn fela í sér að launafólk haldi þeim kaupmætti sem orðinn var á síðasta ársfjórðungi ársins 1983, auk þess sem áður greinir um úrbætur fyrir þá sem allra lakasta stöðu höfðu. Við þær aðstæður sem raktar voru fyrr í þessari grein má telja sagt launaliðum samningsins upp með eins mánaðar fyrirvara. Sérstaða Dagsbrúnar Engum þarf að koma á óvart þó að Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar skyldi snú- ast gegn samkomulaginu og lýsa því yfir að hann myndi mæla gegn samþykkt þess í Dagsbrún. Innan verkalýðshreyfingarinnar og í fjölmiðlum hefur hann gert grein fyrir sérstöðu Dagsbrúnar sem meðal annars felst í því að margir Dagsbrúnarmenn eru á lág- markslaunum, en hafa getað aukið tekjur sínar með yfirvinnu. Samn- ingurinn þýðir að heildartekjur þessa hóps hækka ekki jafnmikið og iágmarkslaunin þar sem eftir- og næturvinnan hækkar um 5% en dagvinnulaunin hins vegar um 15.5%. Margir félagsmenn Dagsbrúnar, sem vinna nákvæmlega sömu störf og félagsmenn ýmissa annarra fé- laga, jafnvel á sama vinnustað, hafa undanfarin ár búið við lakari kjör en starfsbræðurnir í öðrum fé- lögum. Það er að sjálfsögðu sanngirnismál að slíkt ástand verði leiðrétt. Það væri raunar eftir öðru um afstöðu ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda til verkalýðssam- takanna og láglaunahópanna í þjóðfélaginu ef hún neitar að fram- kvæma hinar félagslegu úrbætur, einungis vegna þess að verka- mannafélagið Dagsbrún leitar leiða til að leiðrétta sjálfsagða hluti í sínum kjarasamningum. Sainstaða um aðalatriði Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur enginn ágreiningur verið um það að nauðsyn bæri til að lagfæra kjör láglaunahópanna umfram það sem almennt gerðist í þjóðfé- laginu, þó menn kunni að greina á um leiðimar. Ekki er kunnugt um að þeir aðilar sem ekki samþykktu samninginn á formannafundi Al- þýðusambandsins séu andvígir þeirri megin stefnu hans eða hygg- ist kollvarpa henni með tilraunum til sérstakra leiðréttinga. Eins og skiljanlegt er þá þykir mörgum sem almenna launahækk- unin sé harla lítil upp í þá geysilegu kjaraskerðingu sem allur almenn- ingur hefur orðið fyrir á undan- fömum mánuðum. Ég hlýt að varpa fram þeirri spumingu hér hvort einhver hafi trúað því í alvöru að umtalsverðar leiðréttingar fengjust án átaka á vinnumarkaðnum. Þeirri spum- ingu verður auðvitað hver að svara fyrir sig. Mér sýnist hins vegar að samn- ingurinn sé í eðlilegu samræmi við það afl sem verkalýðsfélögin lögðu í að gera hann. hágé. Fréttimar semfólk talar um

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.