Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. febrúar 1984 Sitt sýnist hverjum um fyrirhugaða framkvcemd í miðbœ Reykjavíkur Söluskálar í Austurstræti Fyrirtækið Upplýsing h.f. hefur óskað eftir að fá að reisa söluskála í Austurstræti. í glugga Reykjavíkurapóteks hefur undanfarna daga verið til sýnis líkan og teikningar að hinum fyrirhugaða söluskála sem verður í eigu Kristins Ragnars- sonar, Grétars Bergmann og Gests Ólafssonar. Sýnist sitt hverjum um byggingarnar, en það er að frum- kvæði umhverfismálaráðs Reykjavíkurborgar að teikning- arnar eru sýndar. Ákvörðun um söluskálana verður trúlega tekin í næstu viku. Þjóðviljinn spjallaði við þrjá vegfarendur í Austurstræti og spurði þá álits í málinu. -jp. ■HfHteKÁtf i n fjU .. • < km m&a :'W,. í Teikningar og líkan fyrirhugaðra söluskála í glugga Reykjavíkurapóteks í Austurstræti. Vilborg Dagbjartsdóttir: „Ég er á móti því að veitingaskáli verði reistur hér í Austurstræti. Okkur vantar víð torg t.d. fyrir útifundi og hátíðahöld eins og 17. júní. Það er alltaf verið að troða í þau smáu pláss sem fyrir eru. Mér finnst meira að segja að fjarlægja mætti eyjuna sem hér er mynduð með upphækkun.“ Sverrir Porsteinsson: „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hér í Austurstræti verði reistur veitinga- skáli. Mér líst bara vel á þessa hug- mynd sem auk þess verður til þess að túnið hérna fer og er það til mikilla bóta því það er eitt moldarflag á sumrin.“ Axel Lárusson: „Mér finnst full ástæða til að lífga upp á Austurstrætið. Aftur á móti virð- ist mér þessi skáli Ijótur og ekki til að hressa upp á umhverfið. Annað er það að ekki er víst að söluskáli fyrir veiting- ar sé sniðugasta hugmyndin til að lífga upp á umhverfið. Eg tel að mun skemmtilegra væri að hafa hérna gall- erí eða annað í þeim dúr.“ Sverrir Þorsteinsson. Vilborg Dagbjartsdóttir. Axel Lárusson. Nýtt sjónvarpsleikrit eftir Andrés Indriðason frumsýnt á sunnudaginn: Hugarheimur Bjössa „Þessi blessuð börn“ verður sýnt í sjónvarpi í Noregi, Danmörku og Svíþjóð Á sunnudaginn verður nýtt leikrit sem ber heitið Þessi blessuð börn frumsýnt í sjónvarpinu. Höfundurinn, Andrés Indriðason, sendi það í samkeppni um barna- leikrit sem boðað var til af Ríkisútvarpinu í tilefni Barnaársins. Aðalhlutverkið er í höndum 8 ára drengs, Hrannars Más Sig- urðarsonar, sem túlkar tilfinning- ar jafnaldra síns eftir skilnað for- eldranna. Steinunn Jóhannes- dóttir leikur móður drengsins. Faðirinn er leikinn af Sigurði Skúlasyni sem er í verunni faðir Hrannars Más. Önnur hlutverk eru í höndum Margrétar Ólafs- dóttur og Róberts Arnfinns- sonar. Á forsýningu leikritsins fyrr í vikunni náði Þjóðviljinn tali af þeim Andrési Indriðasyni höf- undi leikritsins og Lárusi Ými Óskarssyni leikstjóra. Þeir sögðust telja leikritið skírskota til allra aldurshópa. „Aðalatburðir leikritsins gerast í hugarheimi stráksins sem segir ekki mikið en hugsar þeim mun meira“, sagði Andrés. Þeir sögðu meiningar- laust hjal fullorðna fólksins and- stæðu hugarástandsstráks. „Orð- in eru undirleikur við hans hugar- heim og annar undirleikur er fluttur og saminn af Hjálmari H. Ragnarssyni“, sagði Lárus Ýmir. Hann sagði upptöku hafa farið fram í september og aðeins tekið 4 daga. Leikarar voru valdir af höfundi og leikstjóra og voru nokkrir strákar prófaðir áður en Hrannar var valinn. Voru þeir ánægðir með frammistöðu hans. Sj ónvarpsstöðvar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafa ákveðið að taka leikritið til sýn- ingar. -jP- Hrannar Már Sigurðarson í hlut- verki Bjössa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.