Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. febrúar 1984 ÞJÓÐYILJINN — SÍÐA 27* RUV 1 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Ðagskrá. 8.15 Veðurlregnir. Morgunorð- Sveinbjörg Pálsdóttir, Pykkva- bæ talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur í laufi“ eftir Kenneth Grahame Björg Árna- dóttir les þýðíngu sína (18). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.15 „Pinghelgi" Gissur Ó. Erlingsson les seinni hluta þýðingar sinnar á smásögu eftir Frederick Forsyth. 11.40 Tónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12:45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „Klettarnir hjá Brighton“ eftir Gra- ham Greene Flaukur Sigurðsson les þýð- ingu sina (8). 14.30 Miðdegistónleikar Cleveland- hljómsveitin leikur Slavneska dansa eftir Antonín Dvorák; George Szell stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Sherman Walt og hljómsveitin „The Zimbler sinfonietta" leika Fagottkonsert nr. 8 í F-dúr eftir Antonio Vi- valdi / Mauríce André og Kammersveitin í Múnchen leika T rompetkonsed i Es-dúr eftir Joseph Haydn; Hans Stadlmair stj. / Anne- Sophie Mutter og Enska kammersveitin leika Fiðlukonsert í E-dúr eftir Johann Se- bastian Bach; Salvatore Accardo stj. 17.10 Siðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Heiðdís Norð- fjörð (RÚVAK). 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Góðlátlegur skæru- hernaður Bragi Magnússon rifjar upp endurminningar frá fyrstu hernámsárunum á Siglufirði. b. Menntunarsýki kvenþjóðar- innar í bæjum Eggert Pór Bernharðsson les úr fyrirlestri Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „Sveitalífiðog Reykjavíkurlifið", erflutturvar í febrúar 1894. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Hljómskálamúsík Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Fósturlandsins Freyja Umsjón: Hösk- uldur Skagfjörð. Lesari með honum: Birgir Stefánsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passíusálma (5). 22.40 Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngri Sig- fússon. 23.20 Kvöldgestir - þáttu • Jónasar Jónas- sonar 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfrognum kl. 01.00 til 03.00. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Pósthólfið. Stjórnendur: Valdis Gunnarsdóttir og Hróbjartur Jónatansson. 16.00-18.00 Helgin framundan. Stjórnandi: Jóhanna Harðardóttir. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2. Stjórnandi: Ólafur Þórðarson. Rásir 1 og 2 samtengdar með veðurfregnum kl. 01.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land. \ RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Einar Sigurðsson og Helgi E. Helgason. 22.25 Sallý og frelsið (Sally och friheten) Sænsk biómynd frá 1981. Leikstjóri Gunnel Lindblom. Aðalhlutverk: Ewa Fröling, Hans Wigren, Leif Ahrle og Gunnel Lindblom. Myndin er um unga konu, sem leggur mikið í sölurnar til að fá hjónaskilnað, en kemst að raun að það að frelsið sem hún þráöi er engan veginn áhyggjulaust heldur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 00.10 Fréttir i dagskrárlok fr Sj úklingaskattur hvað er nú það? í>aö er tekjuöflunarleið, sem vanhæfir ráðamenn hafa fætt af sér. a.m.k. sínu auma hugarlífi. Það er átakanlegt að þurfa að segja þetta um íslenska ráða- menn á árinu 1984. Sannleikurinn er auðvitað öllum sæmilega greindum mönn- um augljós, að þegar harðnar í ári um sinn á ekki að ganga hart að þeim, sem eiga við veikindi að stríða. Peirra erfiðleikar eru það sorglegir, sér í lagi þegar um æskufólk er að ræða. Fyrir nú utan þá staðreynd að stór- skemma annars myndarlega tryggingalöggjöf. Ég vil þó lýsa mínu persónu- lega áliti; að ég tel hana ekki búa nægilega vel að aldurhnignum þegnum okkar samfélags, heldur ekki fötluðum og vanheilum, né einstæðum mæðrum, svo að eitthvað sé tiltekið. Það er rétt eins og ríkisstjórn þessarar þjóðar sé ekki mögulegt að sjá nein skynsamleg vinnu- brögð, þegar fyrnefndir þegnar eiga hlut að máli. Þó er það svo, eins og öllum ætti að vera ljóst, að íslensk þjóð hefur aldrei fyrr verið betur búin að tækjum til lands og sjávar en einmitt nú. Stundar erfiðleikar afsaka ekki afglöp og aulahátt. Það hefði hins vegar verið til fyrirmyndar, ef ráðamönnum þjóðarinnar hefði auðnast sú viska og drengskapur, að bjóðast til þess að gefa eftir eins og 20% af sínum launum til þeirra, sem lægst laun hafa og eiga bágast að öðru leyti. í leiðinni hefðu þeir sem stjórna þessari þjóð fengið aukið traust landsmanna, og átt auðveldara með að sætta fólk við stundar erfiðleika við að koma dýrtíðinni niður á við með gát, en þó í öruggum skrefum. Ég vil svo lýsa yfir þeirri skoðun minni, og fjölmargra annarra, að ég tel að forusta verkalýðsins hafi algerlega brugðist þeim, sem hafa lægstu launin, og er mitt félag V.R. síst undanskilið. En ég verð þó um sinn að trúa því, að leiðsögumenn launafólks taki til höndum og leiðrétti hörm- ungarvinnubrögð gagnvart þeim, sem eiga hvað erfiðast með að lifa í okkar fagra og töfrum prýdda landi. Verið þið sæl að sinni. Gísli Guðmundsson Óðinsgötu 17 Útvarp föstu- dag kl. 20.40: Bríet í Kvöld- vökunni KVÖLDVAKAN býður upp á tvo þætti í útvarpinu í kvöld, en hún hefst klukkan 20.40. Fyrri þátturinn heitir: „Góðlát- legur skæruhernaður“. Bragi Magnússon rifjar upp endur- minningar frá fyrstu hernámsár- unum á Siglufirði. Síðari þátturinn heitir: ,JVlenntunarsýki kvenþjóðarinn- ar í bæjum“. Eggert Þór Bern- harðsson les úr fyrirlestri Bríetar Bjarnhéðinsdóttur „Sveitalífið og Reykjavíkurlífið“, en fyrir- lesturinn flutti Bríet í Reykjavík árið 1894. Bríetu þarf vart að kynna fyrir alþjóð, svo kunn sem hún er fyrir starf sitt að kvenfrels- ismálum. En þessi fyrirlestur er fyrsti fyrirlesturinn, sem kona flutti opinberlega á íslandi og merkur fyrir þær sakir. Leikstjóri myndarinnar í kvöld er hin þekkta sænska leikkona Gunnel Lindblom sem margir kannast við úr myndum Ingmars Bergmann. Sjónvarp föstudag kl. 22.25: Sænsk bíómynd SALLY OG FRELSIÐ heitir sænsk bíómynd, sem sjónvarpið sýnir kl. 22.25 í kvöld. Hún var gerð árið 1981 og leikstjóri er Gunnel Lindblom. Myndin er um unga konu, sem leggur mikið í sölurnar til að fá hjónaskilnað, en kemst að raun um það, að frelsið sem hún þráði er engan veginn áhyggjulaust heldur. Þýðandi er Hallveig Thorlacius. Sjónvarp föstu- dag kl. 20.50: rokkið Edda Andrésdóttir verður með SKONROKKIÐ í sjónvarp- inu í kvöld klukkan 20.50 og kennir eflaust margra músík- stefna í þættinum. Edda starfar annars í félagsmiðstöð unglinga í Kópavogi. Edda Andrésdóttir skop ------—---------- ' ■ - .S.JF - Heyrðu. manni, geturðu ekki stolið lýsisflöskunni minni líka? bridge Oft veröur maður vitni aö „hörmulegri" spilamennsku, en sjaldan hefur umsjón- armaður séö aðra eins meöferö á einu spili í félagskeppni. Þetta spil kom fyrir hjá Bridgedeild Skagfirðinga um daginn. Við skulum aöeins segja, að sagnhafi var vel viö aldur: X X x x XX ÁDxxxx ÁDx K10 Gxx XXX DGxxx KGx XX 96x ÁD10x Á10x Austur hóf leikinn með því að vekja á 2 spöðum (veikt, 6 litur og 6-1 Ohp.), Suður (okkar maöur) sagði pass, Vestur pass og Norður (sem er gamall keppnishund- ur og gefst seint upp) sagði 3 hjörtu, Austur pass og Suður skellti sér á 3 grönd, sem voru pössuð út. Vestur spilaði út spaða, tekið á ás og meiri spaða spilað, sem sagnhafi fékk á gosa. Inn í borðið á laufkóng, út með lágan tígul og tíunni svinað. Vestur fékk á gosa, spilaði laufadrottningu til baka og það þarf ekki að orðlengja þetta, sagn- hafi fékk 6 slagi og varð þrjá niður. Eftir útspilið og spaðann í 2. slag, er ekki ýkja erfitt að fá 9 slagi á þetta spil. Við spilum einfaldlega lágu hjarta í 3. slag og stingum upp gosa, ef Vestur set- ur lítið. Nú, ef Vestur kýs að setja dömu- na í milli, má hann það okkar vegna, við fáum okkum 9 slagi í rólegheitunum. Stundum er erfitt að vera áhorfandi. Tikkanen Það eru til tvær tegundir frelsis. Önnur leyfir að maður mót- mæli hinni. Gœtum tungunnar Sagt var: Þarna var byggður vegur í fyrra. Rétt væri: Þarna var lagður vegur í fyrra. Eða: ...gerður vegur...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.