Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 9
1^4*1 *íi;r.*tdA •//UiV-aOVi - A'Ji.2 'Oí 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNi Föstudagur 24. febrúar 1984 Föstudagur 24. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Lagningardagar í Hamrahlíðarskóla ( dag lýkur lagningardögum í Hamrahlíðarskóla sem hafa staðið frá því á þriðjudag. Engin kennsla hefur verið í skólanum en mikið líf og hafa nemendurnir tekið þátt í miklu félagsstarfi. Er dögunum þannig háttað að nemendurnir ráða sjálfir hvað þeir gera og komu þeir með allskonar hugmyndir, margar hverjar ansi sniðug- ar. Á sýningunni var margt að sjá, t.d. var á staðnum Ljósmyndastúdíó, MH Art ensemble, Casino og Hjóna- bandsmiðlun, tehús, upplýsingarmiðstöð og margt fleira. Mikil músík var á staðnum og undu menn sér vel. Hér á eftir fara nokkrar greinar og viðtöl í sambandi við starf þeirra. Fólk Við tókum viðtal við Pálu Gísla- dóttur og Björgu Haraldsdóttur. Þeim fannst ekki nógu góð mæting en ókey. Þær unnu að engu sjálfar. Þeim fannst skemmtilegust hjóna- bandsmiðlunin og Break-dansinn, tehús fannst þeim sniðugt að hafa, einnig fannst þeim listastofan góð. Við hittum einnig þrjár sætar skvísur sem brostu mikið, þær hétu Amdís, Eygló og Sigrún. Þeim fannst ægiíega gaman, skemmti- legust videó sýningin og hjóna- bandsmiðlunin. Þær sögðu að það hafi verið sæmileg mæting og góður mórall á staðnum. Þrjár skvísur: Arndfs Jónsdóttir, Eygló Ólafsdóttir og Sigrún Eiríksdóttir. Framkvæmdanefnd lagningardagana: Talið frá vinstri, Elísabet Valtýsdóttir, Þorvaldur Böðvarsson, Heimir Pálsson, Benedikt Stefánsson og Svan- Þessir brír sætunáungar voruístarfskynninguhjáblaðinu. Þeir heita Haraldur Halldórsson, Hannes Kristjánsson og Hálfdán björn Thoroddsen ásamt fleirum sem ekki voru viðstaddir. Theódórsson. Hver verður minn (mín)? Hverjir passa saman? Hvað mesta athygli vakti á lagningardögum án efa hin tölvuvædda hjónabandsmiðlun sem þeir Vilhjálm- ur, Jón og Ágúst sáu um. Settu þeir strákar upp í einni skólastofunni tölvu og forrituðu hana á skemmtilegan hátt. Höfðu þeir það þannig að fólk gat komið og fyllt út eyðublöð sem strákamir settu inn í tölvuna og fá krakkamir svo miða frá tölvunni hvaða tíu (af starfs- mönnum og nemendum skólans) passa þeim best. Væri gaman að vita hvort strákunum hefiir tekist að koma saman pari en það er að sjálfsögðu ekki vitað ennþá. Vonuðust þeir til að góð þátttaka yrði en bjugg- ust samt aldrei við svona fjölda. Hátt á 5. hundrað manns létu skrá sig. í skólanum er u.þ.b. 800 manns. .H. Art ensemble Við tókum Kjartan P. Emilsson tali og sagði hann að M.H. Art en- semble væri til að virkja fólk í listsköpun t.d. spila á hljóðfæri eða mála. Hann sagði að áhugi hefði verið meiri en búist var við og lýsir það áhuga ; þessa fólks á list. Honum finnst undirbúningur hafa verið mjög góður og góð mæting. Kjartani finnst einnig að allir ættu að mæta á ball sem er fyrirhugað í kvöld í skólanum og spilar skólahljómsveit fyrir dansi, vænt- anlega Iög fyrir breakdansara. I dag opnar Alþýðubankinn útibú á Akureyri í Q&æjarins AÐ RÁÐHÚSTORGI 5 Viðskiptavinir athugið að afgreiðslutími okkar er, kl. 9.15-16.00 auk þess er opið á fimmtudögum milli kl. 17.00 og 18.00 Lokað milli 13.00 og 14.00 ATH! OPEÐ í HÁDEGINU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.