Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 2
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNlMiðvikudagur 29. febrúar 1984 BLAÐAUKI Önnumst frystingu á öllum sjávarafurðum Kirkjusandur h.f. Reykjavík Símar 85444-35021 r ^ TRAUST hf Sími 91-83655 Allar vélar til vinnslu á rækju bæði um borð og í landi • Þvottavél sem skilur frá steina. þvær burt sand og leir og skolar siöan rækj- una. Uppfinningar Framleiðsla Þjónusta íslensk framleiðsla ÞJÓÐVILJINN er þitt blað SAMSTARF GETUR GERT SMÁÞJÓÐ AB STÓRVELDI Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna er sölufélag 70 hraðfrystihúsa á íslandi. Sameinað afl hefur gert kleift að byggja upp iðngrein sem talin er einstök, ekki einungis hérlendis heldur á heimsmælikvarða. Framleiðni íslenska hraðfrystiiðnaðarins er mjög mikil og stöðugt er unnið að því að auka hana. I öllum frystihúsum innan vébanda SH ferfram þrotlaust starf sérfræðinga, sem vinna að því að tryggja hámarksgæðí framleiðsluvörunnar þannig að halda megi markaðsstöðu erlendis. íslenskur fiskur er seldur á hæsta verði á Bandaríkjamarkaði og víðar. Erlendir keppi- nautar taka l'slendinga sér til fyrirmyndar og líkja eftir aðferðum og skipulagi við vöru- vöndun og eftirlit. Einungis með því að halda vöku sinni og vera alltaf á undan getur íslenski hraðfrysti- iónaðurinn tryggt stööuna á markaðnum erlendis og um leiö tryggt þjóöinni möguleika á góðri lífsafkomu í landinu. Virkt gæðaeftirlit í öllum frystihúsum landsins er hagsmunamál hvers einasta (slendings og einungis með sameinuðu átaki getur þjóðin tryggt stöðu sína sem framleiðandi í þeirri samkeppni sem nú ríkir. Sölumiðstöð Hr aðf ry sti húsanna Gísli Eiríksson á Berghóii faðir þeirra Davíðs og Níelsar lýsir ferð þeirra feðga í gegnum lánakerfið sem var vægast sagt brösótt og torfarin. Fyrir framan Gísia er mótorinn úr færavindunni sem að sjálfsögðu er að öllu leyti heimasmíðaður. Mynd - Atli. Komnir á... Framhald af bls. 11 Engir snertifletir á vindunni En hvernig eru eiginleikar þess- arar eftirsóttu handfæravindu, og á hvaða máta er þessi innlenda smíði frábrugðin þeirri erlendu? Það sem tvímælalaust er stærsti kosturinn við handfæravinduna frá DNG er að á henni er hvergi að finna takka eða rofa eða aðra snertifleti sem standa útúr tækinu. Mótorinn er sérstaklega vatnsþétt- ur og stjórnkerfið, rafeindabúnað- urinn, er steyptur í gúmmímassa, þannig að þó slagi inní tækið sem ekki á að gerast, þá er öllu óhætt. Borðstokkur á trillubát er einn erf- iðasti staður sem hægt er að hugsa sér fyrir rafeindatæki og því skiptir umbúnaður þess miklu máli. Stjórnbúnaður færavindunnar er alsjálfvirkur. Það eina sem sjó- maðurinn þarf að gera er að setja línuna út og draga fiskinn af þegar hún kemur upp aftur. Vindan er sjálfstillt þannig að hún leitar botns, dregur síðan upp um 4 metra aftur niður um 3 metra, aftur upp fjóra og niður um þrjá, og þannig áfram. Með segulhaldi sem er fast við vinduna er hægt að setja sérstakar stillingar á vindunda og ákvarða nánar hversu djúpt færið á að fara og hvernig það keyptar. Einnig er sérstakur stillir fyrir átak, þ.e. hversu stórum fiski færið gegni áður en það dregur sig sjálfvirkt. Þannig geta menn safnað á línuna eins og þeim sýnist. Engin hætta er á að flækja myndist á rúllunni því sérstakur skynjari fylgist með lín- unni á inndragi og strekkir á þegar þarf. Einn stærsti kosturinn er sjálfvirknin, því með því að setja vinduna í gang, en hún gengur fyrír bílgeymi, er allt orðið klappað og klárt. Á mörgum erlendum vind- um sem hér hafa verið notaðar undanfarin ár hafa verið allt upp í 15 takkar fyrir hinar ýmsu tilfærs- lur á línunni og margar þeirra hafa ekki verið nægilega vatnsþéttar og þolað illa sjógang og seltu. Sú-ís- lenska er hins vegar steypt úr sér- valinni álblöndu frá Alverinu í Straumsvík sem þolir vel ágjöf Ægis. Var allt smídað á staðnum En það er ekki öll sagan sögð, þar sem færavindan og kostir henn- ar eru upptaldir. Auk þess að þróa tækið hafa þeir bræður ásamt starfsfélögum smíðað nánast allan búnað í færavindurnar, jafnt mót- orinn stykki fyrir stykki, rafeinda- búnaðinn og allan umbúnað og mótin sem hann er steyptur í. Um- búnaðurinn er úr sérvöldu áli eins og áður sagði og við álsteypuna er að sjálfsögðu notuð heimasmíðuð lágþrýstisteypuvél, sú eina sinnar tegundar hérlendis. Álstöngunum er hellt í deigluna og bræddur við 550 gráður. Þá er loftþrýsting hleypt á inn í deigluna sem þrýstir bráðnu álinu upp í mótin og heldur því í réttri lögun meðan storkun á sér stað. „Raunverulega er þetta orðið allt mun verklegra en okkur óraði fyrir í upphafi. Við vissum alla tíð að ef þetta starf okkar og þróunar- vinna yrði viðurkennd í peninga- stofnunum þá yrði þetta mikil framleiðsla. Okkur óraði hins veg- ar ekki fyrir því að þetta yrði svona mikið í okkar eigin höndum og við næðum um leið þeim árangri bæði í þróun og framleiðslu sem við get- um boðið uppá. Ég fullyrði að gæðastig þessarar vöru er alveg tví- mælalaust á heimsmælikvarða“, sagði Snorri Hansson. Lánamál - meiriháttar martröð „Já peningamálin", stynja þeir félagar upp, og Gísli Eiríksson fað- ir þeirra Davíðs og Níelsar sem fylgt hefur okkur eftir á ferðinni um verkstæðið, segir að það hafi verið meiriháttar martröð að fá í gegn lánafyrirgreiðslu vegna fram- leiðslunnar. „Það voru að endum ekki allir vondir við okkur, en það gekk svo hægt að við erum minnst ári á eftir en annars hefði getað verið. Þeir sem tekið hafa best á móti okkur eru þeir sjómenn sem keypt hafa af okkur vindurnar og þeir hafa um leið auglýst okkar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.