Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 3
BLAÐAUKI Miðvikudagur 29. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 framleiðslu best upp. Þannig hefur þetta unnist.“ „Það sem vakti einna mesta furðu fyrir mér, sagði Davíð, sem hafði gefið sér tíma til að líta upp frá rafeindatæknibúnaðinum, „að opinberir iðnlánasjóðir gátu ekki veitt lán til þessarar framleiðslu vegna þess að þetta var langt kom- ið.í framieiðslu en ekki bara hug- mynd. Menn virðast ekki fá styrk nema þeir ætli að þróa einhverja hugmynd. Mér datt hins vegar ekki í hug að óska eftir styrk fyrr en ég þóttist viss um að huginyndin sem við vorum búnir að ganga með í kollinum var farin að sýna sig í ein- hverjum raunverulegum verkbún- aði sem gagn var af. Það eru svona hlutir sem ég get ekki skilið", sagði Davíð, og skyldi engan furða. Anna ekki eftirspurn Færavindan frá DNG kostar í dag 55.000 kr. Það er að sögn fram- leiðenda alveg sambærilegt verð og jafnvel lægra en á erlendum vind- um. Sú reynsla sem fengist hefur á hina íslensku vindu á undanförnum árum hefur verið góð og er vitnis- burður triilukarla víðs vegar um land bestur þar um. Eftirspurn eftir vindunni er meiri en þeir félagar á Berghóli geta annað, en það stend- ur allt til bóta þegar fjöldafram- leiðslan kemst á fullt skrið á næstu vikum. Vindan hefur þegar verið kynnt erlendis og vakið mikla at- hygli og þar eru miklir sölumögu- leikar vísir". En innlendir aðilar verða látnir ganga fyrir fyrst um sinn, svo sjáum við til hvað verður með útlöndin", sögðu þeir félagar þegar við kvöddum og þökkuðum fyrir góðar móttökur. -Ig- lHtSf Þannig lítur handfæravindan sjálfvirka út. Fiöturinn sem Snorri Hansson bendir á er ljósaborðið þar sem hægt er að stilla inn hina ýmsu verkmögu- leika vindunnar. Myndir - Atii. Það er ekki nóg að smíða og setja saman handfæra vinduna sjálfa, heldur þarf líka að smíða ýmis tæki sem notuð eru til að framleiða ýmsa hluti í vinduna. Hér er það bræðslupotturinn fyrir álið, þar sem umbúnaðurinn er steyptur. Þetta er allt heimasmíðað og steypan fer fram með svokallaðri lágþrýstiaðferð og mun þetta vera eina tækið sinnar tegundar hérlendis. 1. skipper405 2. skipper 406 3. skipper411 4. skipper R 136 5. simrad LC 128 6. simrad LC 156 SMABATAEIGENDUR VEUA SKIPPER/SIMRAD FISKILEITAR- OG STAÐARÁKVÖRÐUNARTÆKI VEGNA AFKOMUNNAR VEITUM ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ÖLL VIÐGERÐA- OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA Friðrik A. Jónsson hf. SKIPHOLTI 7 - BOX 362 - 121 REYKJAVÍK SÍMI 14135 - 14340

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.