Þjóðviljinn - 29.02.1984, Side 1
sjávarútvegurinn
BLAÐAUKIIII
Bræðurnir Davíð
og Níels Gíslasy nir í
vinnuskoti sínu á verk-
stæðinu. Myndir- Atli.
Komnir á þröskuld
fjöldaframleiðslunnar
Á bænum Berghól skammt utan við Akureyri hafa menn
ekki setið auðum höndum undanfarin ár. Árangur af nærri 6
ára þróun og tilraunum er nú buinn að skila sér með fram-
leiðslu á fullkomnustu og best útbúnu rafeindastýrðu hand-
færarúllum sem völ er á um þessar mundir. Það sem í upphafi
var tómstundagaman um kvöld og helgar hjá bræðrunum
Davíð og Níels Gíslasonum er nú fyrirtækið DNG sem hefur
10 manns í vinnu og er nú brátt tilbúið að hefja fjöldafram-
leiðslu á rafeindastýrðum handfæravindum í fyrstu fyrir inn-
lendan markað en síðan verður stefnt á erlenda markaði þar
sem handfæravindan hefur vakið verðuga athygli sem og hér
innanlands.
Þegar Þjóðviljamenn bar að garði í Berghóli á dögunum var
unnið að kappi í verkstæðishúsinu við bæinn. Snorri Hans-
son sem búinn er að starfa við handfæravinnsluna í tvö ár tók
vel á móti komumönnum og leiddi okkur um fyrirtækið.
Samsetningarborðið fyrir rafrásarspjöldin sem steypt eru í Danmörku en
Sigurður Jónsson félagi þeirra bræðra gerði teikningar á rafrásarkerfinu.
Það er löng þróun í þessum bún-
aði. Þeir bræður Davíð ogNíels eru
lengi búnir að vera að glíma við alls
kyns smátækjasmíði, en fyrir um 6
árum kviknaði hugmyndin að þess-
ari færavindu og síðustu 5 ár hefur
Davíð eingöngu sinnt þessu áhuga-
máli sínu. Níels er lærður flugvirki
og er einnig raftæknir. Davíð hefur
verið í læri hjá honum árum saman
og allar þeirra hugdettur og fikt
hefur gert þá að snillingum í þessari
rafeindatækni sem nú er að ryðja
sér alls staðar til rúms.
Búiö aö framleiða
um 40 vindur
Um tvö ár eru síðan fyrsta hand-
færavinda bræðranna sá dagsins
ljós en síðan þá hefur vindan tekið
miklum breytingum. Margirróðrar
hafa verið farnir út á Eyjafjörð til
að prófa vinduna og nú telja þeir
hjá DNG sig vera komna með
fullkomna útfærslu á gripnum.
Þegar er búið að framleiða um 40
vindur og hafa þær einkum verið
seldar sjómönnum á Norður- og
Austurlandi.
„Við höfum lítið þurft að hafa
fyrir því að kynna þessar vindur.
Þær hafa auglýst sig sjálfar, en
meðan þær voru í þróun og fram-
leiðslan ekki komin á fulla ferð,
þá hefur salan í fyrra og á árinu þar
á undan dugað til að halda okkur
gangandi", sagði Snorri. „Það var
síðan á Iðnsýningunni í Laugar-
dalshöll sl. sumar þar sem við vor-
um eiginlega dregnir inn með vind-
una, að hún sló í gegn. Eftir þá
sýningu hefur vart liðið svo dagur
að við höfum ekki fengið pöntun
eða fyrirspurn um vinduna og við
eigum mjög erfitt með að sinna
öllum pöntunum. Því hefur verið
lögð áhersla á að þróa framleiðsl-
una og það má segja að við séum
einmitt núna á þröskuldi þess að
hefja hina eiginlegu fjöldafram-
leiðslu. Þegar hún verður komin á
fullt skrið þá teljum við okkur geta
framleitt 25 - 30 stk. á mánuði“.
Sjá næstu síðu
Litið við að Berghóli við Akureyri þar sem bræðurnir Davíð og Níels hafa
undanfarin ár unnið að þróun mjög fullkominnar alsjálfvirkrar
handfæravindu