Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 10
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. febrúar 1984 "" 1 ir ..i BLAÐAUKI Skúli Alexandersson alþm. harðurgegn kvótafyrirkomulagi fiskveiða „Margar leiðir til, en kvótinn sú versta“ - Ég tel þessar kvótareglur mjög neikvæðar. Sú mikla óvissa sem þær skapa gagnvart tekju- og atvinnuör- yggi þæði sjómanna og fisk- verkunarfólks er engum boð- leg. í stað þess að láta útgerð- um það eftir hvenær kvótinn er tekinn, þá átti að skipuleggja veiðarnar í megindráttum fyrir árið, svo menn vissu að hverju þeir ganga í því miði að tryggja sem besttekjuöryggi, segir Skúli Alexandersson alþingis- maður og framkvæmdastjóri fiskverkunarstöðvarinnar Jökuls á Hellissandi í samtali við Þjóðviljann. Skúli hefurá þingi gagnrýnt stefnu sjávarút- vegsráðherra í fiskveiðimálum og því tók Þjóðviljinn hann tali og spurði til hvaða aðgerða ætti að grípa að hans mati við stjórnun fiskveiða á yfirstand- andiári. - Ég hef talið einfaldast að í upp- hafi árs séu fyrirskipuð ákveðin tímabil á árinu sem ekki skuli sótt- ur fiskur í sjó á alla línuna. í fyrsta lagi yrði það jólastoppið í desemb- er og jafnvel frameftir janúar. f öðru lagi páskastoppið eins og ver- ið hefur með bátana og setja þá um Skúli Alexandersson: Fiskveiðistefnan komin í sjálfheldu og ofstjórnun. YFIR 50 ÁR í FARARBRODDI D9900 Caterpillar, Cat ogCBeru skrásett vörumerki CAT PLUS Fyrsta Caterpillar díeselvélin var framleidd árið 1931. Það var D9900 gerðin. Síðan þá hefur caterpillar framleitt yfir 2 milljónir véla, sem samtals framleiða 500 milljón hest- öfl. Á síðustu sex árum hafa þeir selt fleiri vélar, en öll hin árin. Fimmtíu ár stöðugrar framleiðslu- próunar hafa leitt til minnkaðrar eldsneytiseyðslu og aukinna afkasta, samfara stöðugt léttari, fyrirferða- minni, áreiðanlegri og endingar- betri vélum. Af þessum sökum hefur vélasala Caterpillar stöðugt aukist. í dag býður fyrirtækið, sex megin- gerðir díseselvéla, í stærðum frá 85 -1500 hestöfl (63-1119 kw). Heildarframleiðslulínan telur 189 útfærslur véla frá 4 strokka — 16 strokka. Framleiðslulínan tekur yfir 52 gerðir sjóvéla og 31 gerð trukk- véla. Að auki eru boðnar 28 gerðir díeselrafstöðva frá 50 kw til 940 kw til notkunar á sjó og í landi. [hIheklahf ■ Laugavegi 170-172 Sími 21240 leið ákveðið löndunarstopp á tog- arana. í lok vertíðar á síðan að gera dæmið upp miðað við áætlaðan heildarfla á árinu og setja á annað stopp ef fiskur í sjónum virðist vera jafn lítill og spáð er. Slíkt stopp kæmi þá til framkvæmda síðari hluta sumars. Tryggja atvinnu - Ef farið væri eftir slíkri ákvörðun um fyrirfram ákveðin stopp, þá er tryggð atvinna hjá sjó- mönnum og fiskverkunarfólki. Eins og staðan er í dag, þá veit enginn hvernig staðið verður að veiðunum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að allir eiga að standa sameiginlega undir þeim skelli sem minnkandi afli á árinu þýðir, ef svo verður sem spáð er. Þetta á ekki eingöngu að bitna á kjörum og atvinnuöryggi sjó- manna og fiskverkunarfólks eins og kvótakerfið einmitt býður uppá. Hér verður útgerð og fiskvinnsla og auðvitað ríkisvaldið, að ég tali ekki um verslun og banka, að taka á sig stóran hluta. Það eru aðrir hópar í þjóðfélaginu sem hafa ver- ið að eyða þeim tekjum sem sjó- menn og fiskverkunarfólk um allt land hefur skapað með vinnu sinni. Það er samfélagsins alls að taka á þessum vanda, en vísa þessu fólki ekki beinlínis út í atvinnuleysi eins og kvótakerfið boðar. Fólk verður að fá að vita fyrir- fram hvenær veiðar verða stöðvað- ar hverju sinni, svo það geti gert sínar ráðstafanir. Með ákveðnum stoppum væri fyrirfram búið að ganga frá því að um leið og at- vinnufyrirtæki þá fengi verkafólk greidd laun áfram, ekki atvinnu- leysisbætur heldur mannsæmandi laun. Við slíkar aðstæður og við nú búum við þá er það ríkisstjórnar- innar að sjá um slíkar greiðslur bæði úr atvinnuleysistryggingar- sjóði og einnig með beinu framlagi til að mæta þeim skelli sem annars bitnar á þessu fólki. Það hefur ekki staðið á slíkum ráðstöfunum hing- að til þegar hallæri hafa verið í landbúnaði og kartöflurækt svo ég nefni einhver dæmi. Vandamálið er það, að með því að fara út í þennan kvóta, þá ræður hver fyrir sig, t.d. gæti einn verið að byrja veiðar þegar annar er bú- inn með sinn kvóta. Skipulags- leysið í kringum þetta getur orðið algert. Enginn sparnaður Meginmarkmiðið með aflakvót- anum á að vera það að veiða hæfi- legt magn með æskilegri stærðar- dreifingu og á sem ódýrastan hátt. Ef að um það er að ræða að það sé ekki meiri fiskur í sjónum en af er látið, þá eru ekki miklar líkur á því að flotanum takist að stytta veiði- tíma sinn til að ná þessum heildar- afla. Þessi kvóti kemur því ekki að gagni sem sparnaðarstjórnun nema að það sé vitað mál að það sé nægi- legt til af fiski í sjónum og menn þurfi ekki að búa sig í það að slást um síðasta fiskinn við félaga sína. Ég tel því að með þessum kvóta sé ekki stefnt að því að fá ódýrari rekstur á flotann. Varðandi þetta um hæfilegt magn af fiski, þá er hægt að velja Tryggja verður stöðuga atvinnu hjá fiskverkunarfólki, en það getur revnst erfitt með kvótakerfinu. "

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.