Þjóðviljinn - 29.02.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 29.02.1984, Side 5
BLAÐAUKI Miðvikudagur 29. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 1983 (106. löggjafarþing) — 87. mál. Sþ. 94. Tillaga til þingsályktunar um lífeyrismál sjómanna. Flm.: Svavar Gestsson, Skúli Alexandersson. Ragnar Arnalds. Steingrímur J. Sigfússon, Helgi Seljan. Garðar Sigurðsson og Geir Gunnarssón. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að athuga lífeyriskjör sjómanna og gera tillögu um samræmingu lífeyrisrcttinda þeirra. Nefndin skal skipuð af ráðherra samkvæmt tilnefningum sjómannasamtakanna og samtaka útgerðarmanna. auk fulltrúa fjármálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og sjávarútvegsráðunevtis. Nefndin skal sérstaklega kanna mismunandi lífeyrisrétt sjómanna innan Lífeyrissjóðs sjómanna og mismunandi aðstöðu sjómanna til lífeyris við 60 ára aldur. svo og þann kostnaðarauka sem leiða kann af samræmingu lífeyrisréttinda og hvernig þeim kostnaði verður best mætt — þ. e. hvort það gerist með auknum iðgjaldatekjum lífeyrissjóðanna eða með öðrum hætti. Tillaga Svavars Gestssonar og sex annarra þing- manna Alþýðubandalagsins Kaupum allar tegundir fisks Framleiðum frystar fiskafurðir, saltfisk og skreið. Afgreiðsla fyrir Skipadeild S.Í.S., Ríkisskip og Eimskip. Fiskvinnslustöð Kaupfélags I Austur-Skaftfellinga j Höfn, Hornatirði. Sími 97-8200 — 8204 — 8207 sambandið raunar undir þá tillögu sem birt er í tölulið 3 hér á undan þar sem bent er á leiðir til þess að fjármagna aukinn lífeyrisrétt sjó- manna. Ákvörðun um þetta verður hins vegar að vera samningamál út- gerðarmanna og sjómanna - að minnsta kosti er rétt að láta reyna á málið til þrautar á þeim vettvangi. Mismunur milli lífeyrissjóða En mismunur í lífeyrisgreiðslum er ekki aðeins innan Lífeyrissjóðs sjómanna. Mismunurinn er einnig milli Lífeyrissjóðs sjómanna og al- mannatrygginganna annars vegar og annarra lífeyrissjóða hins vegar. Lífeyrissjóður sjómanna og al- mannatryggingarnar greiða lífeyri við 60 ára aldur, en aðrir lífeyris- sjóðir sem sjómenn eru aðilar að greiða ekki lífeyri fyrr en síðar. Þeir sjóðir sem hér um ræðir eru til dæmis eftirtaldir sjóðir innan Sam- bands almennra lífeyrissjóða: Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður verkamanna, Hvammstanga Lífeyrissjóur stéttarfélaga í Skagafirði Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 19. mars 1982 skipaði trygginga- málaráðherra nefnd til að kanna lífeyrisrétt sjómanna sem greiða í Lífeyrissjóð sjómanna. í nefndinni áttu sæti Hrafn Magnússon frá SAL, Kristján Guðjónsson, frá Lífeyrissjóði sjómanna og Jón Sæ- mundur Sigurjónsson deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Nefndin skilaði áliti 8. júní 1982. í niður- stöðum hennar var bent á þrjár leiðir út úr þessum vanda: 1) Að iðgjöld verði reiknuð upp á nýtt varðandi sjómenn og þau látin standa undir þeim kostnaði sem þeim er ætlað að bera. 2) Kostnaðurinn falli í ríkissjóð. 3) Lögum um Lífeyrissjóð sjó- manna verði breytt þannig að rétt- urinn til lífeyris við 60 ára aldur verði felldur niður og hann þar með aðeins bundinn við almanna- tryggingarnar. Tekið skal fram að hér er aðeins verið að benda á fræðilega mögu- leika en ekki tillögur til þess að leysa vandann. Flutningsmenn til- lögu Alþýðubandalagsins telja að síðasta leiðin komi ekki til greina - gera béri ráðstafanir til þess að allir sjómenn fái þennan rétt sem hér er um að ræða. Næsta skref í þessu máli má segja að hafi verið stigið með yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins í ágúst 1982 í tengslum við kjarasamninga Far- manna- og fiskimannasambands íslands um nefnd til að meta þann kostnaðarauka sem það hefði í för með sér að allir sjómenn ættu líf- eyrisrétt við 60 ára aldur. Nefndin var skipuð í desember 1982 og hún hélt tvo fundi 20. desember það ár og 25. apríl 1983. Á fundum nefnd- arinnar kom fram andstaða ríkis- valdsins við að taka á ríkissjóð þann kostnaðarauka sem viðbótar- réttur þessi til lífeyris hefði í för með sér. Eftir að núverandi ríkis- stjórn var mynduð hefur svo ekkert þokast enn í þá átt að samræma lífeyrisrétt sjómanna. Þess ber þó að geta að greiðslur hafa komið úr gengismunasjóði í lífeyrissjóðina og hafa þeir hjálpað mjög til í þess- um efnum. En tilviljunarkenndar greiðslur úr þeim sjóði leysa ekki vandann í þessum efnum; hér þarf að koma á reglu sem tryggir öllum sjómönnum sambærilegan rétt. Það er aðalatriðið. Til marks um það vandamál sem hér er uppi skal vitnað til skýrslu Sambands almennra lífeyrisjsóða þar sem greint er frá því að á árinu 1982 hafi Lífeyrissjóður Vest- mannaeyja ákveðið að hefja greiðslur ellilífeyris til sjómanna við 60 ára aldur „með sama hætti og Lífeyrissjóður sjómanna og skuldfæra greiðsluna á ríkissjóð". Af ofangreindu má sjá hve erfitt vandamál er hér á ferðinni - og við lausn þess verða allir aðilar að leggjast á eitt: Þar ber fremst að nefna sjómenn og útgerðarmenn, en hitt er jafnljóst að afskipti ríkis- valdsins af málinu á liðnum árum fela í sér viðurkenningu þess á skyldum ríkisins í þessum efnum. Samræmingin verður því ekki tryggð nema ríkisvaldið leggi einn- ig fram sinn skerf. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst. - Guðrún Helgadóttir er fulltrúi Alþýðubandalagsins í allsherjar- nefnd Sameinaðs þings. Hún sagði blaðamanni Þjóðviljans að það skýrðist næstu dagana hvaða undir- tektir málið fengi í nefndinni. Mál- ið hefði verið sent ýmsum aðilum til umsagnar sem væru nú að skila niðurstöðum sínum. Þá ætti nefnd- inni ekki að vera neitt að vanbún- aði til þess að ganga frá málinu. hefur um árabil haft á boöstólum fjölbreytt val af viðurkenndum lyfturum. Hér sérð þú nokkra. Þeir eru býsna fjölhæfir og skila sínu með sóma við óiíkustu skil- yrði. Þeir auka framleiðni fyrirtækisins svo ekki sé talað um þægindin. Þú finnur örugglega lyftara við þitt hæfi hjá Steinbock gaffallyftarar Lyftigeta frá 800 kg upp í 7 tonn Fáanlegir rafmagns-, gas- og diseldrifnir Handlyftivagnar og staflarar frá BT, Sviþjóö Kalmar gámalyftarar. Sænska trölliö. Lyftigeta allt aö 42 tonn Utilyftarar fra Manitou. Lyftigeta frá 2 tonnum upp i 8 tonn n EKKI ER MINNST UM VERT að við leggjum metnað okkar í fyrsta flokks varahluta- og viðgerðarþjónustu. III tPI I i m mM mSi ‘Mm !. m Pétur 0 Nikulásson TRYGGVAGÖTU8 SÍMAR 22650 20110 Snorri Snorrason skipstjóri á B.V. Dalborgu EA - 317 DALVÍK. Poly-is stáltoghíerar, Framleiddir í yfir 50 stærðum og gerðum . . . J- HINRIKSSON HF. ° ° Súðarvogi 4, - Slmar 84380, 84677 Jvíér líkpr mjög veí Við ftízrana, 1-160 Iqj. Tg er dnn á bátnxim oggengur rrjög veí að jasta peim, sitja veí, skera vel og mjög gott að Seigja með peim. yfir he fmugur rœkjubáta í Sámarfirði nota Toíy-ís U erana. Guðmundur Ásgeirsson skipstjóri M.B. Dröfn BA-28.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.