Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.02.1984, Blaðsíða 7
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. febrúar 1984 i BLAÐAUKI Miðvikudagur 29. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 BLAÐAUKI! Frá ráðstefnu Alþýðubandalagsins um sjávarútvegsmál Vinnsla og veiðar á sömu hendi hjá 72 af 104 togaraútgerðum Erindi Jóhanns Antonssonar framkvæmdastjóra um eignarhald og skipulag í sjávarútvegi Yfirskrift míns erindis er Eignar- hald og skipulag í sjávarútvegi. í byrjun vil ég í grófum dráttum gera nokkra grein fyrir skipulagi aöila í sjávarútvegi, skipulagi í hagsmuna- og sölusamtökum. Þá fyrst útgerðin. Allflestar útgerðir einstaklinga og félaga eru í útvegs- mannafélögum á ákveðnum af- mörkuðum svæðum, t.d. Útvegs- mannafélag Norðurlands sem nær yfir allan Norðlendingafjórðung, Útvegsmannafélag Vestmanna- eyja sem er bundið við Vestmanna- eyjar sjálfar. Þannig eru svæðin allmismunandi á stærð. Þessi út- vegsmannafélög sem eru alls átta mynda síðan Landssamband ísl. út- vegsmanna LÍÚ, sem er og hefur verið atkvæðamikil hagsmuna- samtök. Fiskverkunin sem slík hef- ur ekki í heild heildarhagsmuna- samtök, sem koma fram fyrir hönd allra fiskverkenda. Að vísu er til félagsskapur sem heitir Samband fiskvinnslustöðva, en hefur ákaf- lega lítið starfað sem hagsmuna- samtök heildarinnar. Hins vegar er hver verkunaraðferð með félag eða félög sem koma fram sem hagsmunasamtök. í mörgum til- fellum er hér um að ræða sölu- samtök í leiðinni. Verður nú reynt að gera grein fyrir þeim helstu. Síldarsöltun Síldarútvegsnefnd er skipuð á Alþingi að hluta og hins vegar skipar sjávarútvegsráðherra skv. ákveðinni tilnefningu hagsmuna- aðila þann hluta sem eftir er. Nefndin hefur haft einkasölu á salt- síld í marga áratugi en þarf að endurnýja einkaleyfi sitt árlega Samábyrgð íslands á fiskiskipum Lágmúla 9-105 Reykjavík - sími 81400 Símnefni: Samábyrgð 7 Lágmúla 9—Reykja- vík SAMÁBYRGÐIN tekst á hendur eftirfarandi: FYRIR UTGERÐARMENN: Skipatryggingar, Ábyrgöartryggingar út- gerðarmanna, Slysatryggingar sjómanna, Farangurstryggingar skipshafna, Afla- og veiöarfæratryggingar, Endurtryggingar fiski- skipa undir 100 rúmlestum, Rekstur Aldurs- lagasjóðs fiskiskipa. FYRIR SKIPASMÍÐASTÖÐVAR: Ábyrgðartryggingar vegna skipaviðgerða, Nýbyggingatryggingar. Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftir- taldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsyn- legar upplýsingar varðandi tryggingar þess- ar og taka á móti tryggingarbeiðnum: Vélbátaábyrgðarfélagiö Grótta, Reykjavík Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri Skipatrygging Austfjarða, Höfn Hornafirði Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík með samþykki saltendanna sjálfra. Saltendur hafa með sér tvö hags- munafélög sem eru svæðisskipt, það er sunnan og vestan lands og norðan og austan lands. Þessi félög tilnefna sinn hvorn fulltrúann í Sfldarútvegsnefnd. Saltfiskframleiðsla Sölusamband ísl. fiskfram- leiðenda SÍF er í senn hagsmunasamband og sölusam- band. Er í raun eini aðilinn sem selur saltfisk á erlendan markað. Félagar eru allir þeir sem afhenda SÍF fisk til sölumeðferðar. Um þessar mundir eru um 220 saltfiskframleiðendur virkir í sam- tökunum en hafa flestir orðið 330. Áhrifamáttur hvers framleiðanda er mældur í atkvæðum á fundum eftir útflutningsmagni liðins árs. Skreiðarverkun Lengi vel var samlag skreiðar- framleiðenda stærstur aðila og um skeið nærri eini aðilinn með sölu skreiðar og var þá félagið hagsmunasamband verslunar- greinarinnar. Uppbygging Skreið- arsamlagsins er mjög sniðin eftir uppbyggingu SÍF þ.e.a.s. að félagsformi. Samband ísl. sam- vinnufélaga hefur í vaxandi mæli sinnt skreiðarsölu. Fyrir rúmu ári var stofnuð sér deild eða félag innan Sjávarafurðadeildar SÍS, sem gætir hagsmuna skreiðarfram- leiðenda þar. Vestfirðingar hafa sérsamtök og félag fyrir fram- leiðendur á því svæði. Síðan er fé- lag sem heitir Sameinaðir skreiðar- framleiðendur sem hefur sitt eigið sölukerfi sem er ísl. umboðssalan. Auk þess eru nokkrir aðilar sem leita fyrir sér með skreið með mis- jöfnun árangri. Þannig má segja að sölukerfi skreiðar sé allsundurslitið og þar komi ekki fram neitt í heild, hvorki hagsmunafélag né heildar- samtök útflytjenda. Lagmetisiðnaður Arið 1972 ákvað þáverandi ríkis- stjórn að gera átak til uppbygging- ar lagmetisiðnaðar og sameina framleiðendur í greininni með sölu. Sölustofnun lagmetis var þá sett á stofn til að annast sölu og um leið tilrauna- og þróunarstarf fyrir greinina. Utan þessarar stofnunar standa nokkrir framleiðendur og þar af einn nokkuð stór með sitt eigið sölukerfi. Hraðfrysting Þótt útflutningur frystra sjávar- afurða sé á hendi nokkuð margra aðila eru í þessari grein tveir aðilar langstærstir. Á bak við þá eru sterk samtök sem framleiðendafyrir- tækin sjálf mynda. Því mun ég ein- göngu gera grein fyrir þessum tveim, þ.e.a.s. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Sjávarafurða- deild SÍS. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna SH var stofnuð af 15 frystihúsum árið 1942. Uppbygging SH er á margan hátt svipuð og SÍF, sem ég talaði hér um áðan, þ.e. að stærstu framleiðendurnir hafa mest ítök við stjórn. Nú eru 91 framleiðandi í SH og að sjálfsögðu misstórir. Eignarform fyrirtækja innan SH er með ýmsu móti. Þar eru bæði ein- staklingar, hlutafélög einstaklinga, hlutafélög sem sveitarstjórnir eða Jóhann Antonsson flytur erindi sitt á ráðstefnu Alþýðubandalagsins um sjávarútvegsmál vmm, v • r HrSL - ■*'! - , . !" j tstsmmitfjk.i' r l'—; , ríki hafa ítök í og allar bæjarút- gerðirnar. SH hefur selt á undan- förnum árum milli 70 og 80% fry- stra afurða frá íslandi. Sölumið- stöðin rekur dótturfyrirtæki bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þau fyrirtæki eru í senn sölufyrirtæki og framleiðslufyrirtæki. Sjávarafurð- adeild SÍS er sameign félags Sam- bands fiskframleiðenda, SAF skammstafað, og Samband ísl. samvinnufélaga. Sjávarafurða- deildin var mynduð á grundvelli samnings milli þessara aðila 1969. Nú eru 40 framleiðendur í SAF og þar með aðilar að Sjávarafurða- deild SlS. Öll frystihús Sambands- ins eða samvinnuhreyfingarinnar, þar sem samvinnuhreyfíngin er verulegur eignaraðili að, eru innan þessa félags, en auk þess nokkur önnur fyrirtæki. Sjávarafurða- deildin flytur út um 20-30% af frystum sjávarafurðum. í samein- ingu eiga SÍS og SAF fyrirtæki í Bandaríkjunum og Bretlandi sem sjá um sölu og framleiðslu fisk- rétta. SÍS á þó meirihlutann í báð- um þessum fyrirtækjum. Þetta yfirlit sýnir að hvað varðar sölu hefur tekist að mynda stórar heildir um sölu einstakra afurða, Einungis sjö tog- arar af 104 eru óbundnir vinnu- aðilum í landi. stundum með beinum afskiptum ríkisvaldsins t.d. hvað varðar Sfld- arútvegsnefnd, SÍF og Sölustofnun lagmetis. En sem innhlaup vil ég aðeins drepa á tvö atriði er snerta það sem ríkisvaldið hefur veruleg áhrif á þróun og skipulag í sjávarút- vegi. Stjórnun leyfa í fyrsta lagi, stjórnun leyfa. Um langt skeið hefur ríkisvaldið haft með höndum bein afskipti af nýt- ingu fiskimiða svo sem með leyfis- sviptingu hvað varðar einstaka fiskistofna auk fyrirmæla um veiði- Einstaklingar, fjölskyldufyrirtæki og smærri aðilar í útgerð og fisk- vinnslu eiga undirhögg aðsækja bann á ákveðnu svæði. Allt þetta hefur haft áhrif hvað varðar ák- veðna bátastærð, hvar ákveðin bátastærð er hagkvæm og hvar ekki. Það sem nú er að gerast með allsherjarkvótasetningu veiða eykur áhrif ríkisvaldsins mjög mikið í sjávarútvegi. í öðru lagi, hvað varðar fjárfest- ingu og fjármögnun. Ríkisvaldið hefur haft bein afskipti af fjárfest- ingu í sjávarútvegi alllengi, t.d. með takmörkunum og banni á innflutningi skipa og óbein afskipti með fjármögnun, t.d. ítök í stjórn FiskveiðasjóðsogByggðasjóðs. Þá má nefna að leyfisveitingar sér- hæfðra vinnslustöðva svo sem á rækju og skel hafa alfarið verið í höndum ráðherra. Rekstrargrundvöllur í þriðja lagi er það rekstargrund- völlur. Afkoma einstakra greina í sjávarútvegi í heild ræðst því að miklu leyti af ákvörðun ríkisvalds- ins í efnahagsmálum, t.d. sér í lagi gengisskráningu. Einnig hafa áhrif ákvarðanir um millifærslu fjár- muna sem oft hafa verið teknar innan greinarinnar sem er niður- greiðsla á olíu og mildun og ráð- stöfun gengismunasjóða. Eignarhald fyrirtækja Þá ætla ég að reyna að gera grein fyrir eignarhaldi fyrirtæk ja í sjávar- útvegi. Engin aðgengileg gögn eru til svo að hægt sé að draga upp heildarmynd á eignarhaldi fyrir- tækja í sjávarútvegi, hvorki nú né með tölulegum rökum til að lýsa þróun undanfarinna ára. Ég valdi þann kost að einangra mig við eignarhald á togaraflotanum og ekki síst af því að togararnir skipta mjög miklu máli í allri hráefnis- öflun fyrir frystiiðnaðinn. Uppbygging fyrirtækja sem eiga togarana,. sem eru 104, er eftirfar- andi. Bæjarútgerðir eiga 9 togara, hlutafélög, þar sem sveitarfélög eru meðeigendur, en ekki beinan meirihluta eiga 21 tog- ara, hlutafélag þar sem einstak- lingar eða önnur félög einstaklinga eru án eignaraðilar sveitarfélaga eiga 47 togara, hlutafélög sem ríkið á meirihlutahald á togara, hlutafé- lag þar sem samvinnuhreyfingin á meirihluta í, um 14 togara, og í eigu einstaklings er einn togari. Það er eftirtektarvert að opinberir aðilar eða samvinnuhreyfingin eru aðal- eigendur að meirihluta togaraflot- ans. Hlutafélagaformið er yfirgnæ- fandi eignarform að togaraútgerð, en mismunandi eftir landshlutum hverjir mynda þau hlutafélög. í Reykjavík og á Suðurnesjum er algengasta eignarformið hlutafélag einstaklinga. Þá er rétt að benda á að þar eru þær tvær bæjarútgerðir sem til eru á því svæði. Einnig má benda á að ísafjörður, Bolungavík og Vestmannaeyjar, þar eru hlutafélög einstaklinga sem eiga togaraútgerðirnar. Aftur á móti sker Norðurland sig nokkuð úr um þátttöku sveitarfélaga í hlutafé- lögunum, þar er breytilegt hverjir eru eignaraðilar þar eftir stöðum. Samvinnuhreyfingin er meirihluta- eigandi í hlutafélögum á smærri stöðum eins og Vestfjörðum og suðurhluta Austfjarða. Þannig má skoða eignarhaldið landfræðilega og það virðist sem hver nágranna- staður dragi dám af því hvernig hlutirnir gerast með uppbyggingu þegar togaraútgerðirnar eru settar á stofn fyrst og fremst upp úr 1970. Tengsl útgerðanna við vinnsluna Ef við tökum saman samtengingu veiða og vinnslu eða réttara sagt tengsl útgerðanna er við vinnsluna kemur eftirfarandi í ljós. Þar sem útgerðin er sama fyrirtæki og fisk- vinnslan gildir 47 af þessum 104 togurum. Útgerðin er sérstakt fyr- irtæki en eigendurnir hinir sömu og í fiskvinnslunni eru á 23 togurum. Útgerð er sérfyrirtæki og hinn að- aleigandi af fiskvinnslunni, sem er undantekningartilfelli, er í tveimur togurum. Útgerðin sérfyrirtæki, en minnihlutaaðili að fiskvinnslu er um 3 togara að ræða. Fiskverkandi aðaleigandi útgerðar, en þó með fleiri eigendum, það gildir um átta togara. Fiskverkunin hlutaeigandi að útgerð en með öðrum stórum eru 14 togarar. En engin tengsl fískvinnslu við útgerð er aðeins um 7 togara að ræða. Þannig má segja að vinnsla og veiðar séu á sömu hendi hvað varðar 72 af þessum 104 togurum. Auk þess eru 25 togarar það nátengdir að útgerð þeirra ræðst að verulegu leyti af hagsmunaviðskiptum, en einungis 7 eru á engan hátt bundnir. Fisk- kaupendur togarafisksins eru að mestu leyti frystihús, og þegar skoðað er í sölu stóru sölusamtak- anna þar sem húsin eru kemur eftirfarandi í ljós: 59 togaranna landaði fisk í frystihús Sölusam- taka SH, 36 togarar landa í frysti- húsin í þau sem eru innan Sjávaraf- urðadeildar SÍS, en 10 togarar eru óháðir þessum tveimur stóru að- ilum. Bátaflotinn Eignarform útgerða bátaflotans er nokkuð á annan veg en togar- anna. Hlutafélagsformið er að vísu algengast en eigendur hlutafjárins eru oftast einstaklingar, þ.e. er minna um að aðilar svo sem sveitarfélaga eða samvinnu- hreyfing séu þar. Margar útgerðir báta hafa orðið til þannig að sjó- menn, oft skipstjórnarmenn og vélstjórar, kaupa bát í eigin atvinnuskyni til að vera eigin hús- bændur má segja. Tenging veiði og vinnslu er eins hvað varðar báta- flotann og ekki eins og með togar- ana. En tölur í þessu sambandi er allt of mikið rannsóknarefni, það tæki nokkrar vikur að fara yfir þær, það er auðveldara með togaraflot- ann heldur en með bátaflotann. Hér er um nokkur hundruð báta að ræða en erfiðara að átta sig tölu- lega séð. Ekkert vafamál er að á undanförnum áratugum hafa orðið miklar breytingar á eignarhaldi fyr- irtækja í sjávarútvegi. Eignamenn og þeir sem vildu verða miklir „bu- isnessmenn“ þeir sækja í skjótfeng- inn gróða og ávaxta fjármagn sem best, komust að því hver af öðrum á tímabilinu frá 1940 og til og með viðreisnarstjórnarárunum að sjávarútvegurinn var fallvaltur í þessu skyni. í staðinn fyrir útgerð- armennina, eignamennina, var komið upp fyrirtækjum í félags- legri eigu eins og dregin var mynd upp með togarana hér fyrr. Atvinnuleg þörf einstakra byggð- arlaga og viljaleysi eignamanna knúði sveitarstjórnir til þess að taka frumkvæðið í sínar hendur og hafa bein áhrif á uppbyggingu fyrirtækjanna. Hvað varðar báta- flotann hafa tekið við af útgerðar- mönnum fyrirtæki eins og ég gat um hér áðan sem sjómenn hafa myndað til að hafa atvinnu sína af. Þau fyrirtæki hafa stækkað og þróast, orðið að fjölskydlufyrir- tækjum með saltfisk og skreiðar- verkun. Þetta eignarform þekkist á smærri stöðum hringinn í kringum landið, smáar sjálfstæðar einingar, sem skapa oft mikil verðmæti. Ég hef fjallað nokkuð um eignarhald fyrirtækja sjávaraflans og skipulag hans, hagsmuni og sölusamtök. Ég vil draga þetta svolítið betur saman og tengja stöðu mála í dag og reyna að vekja athygli á hvar hagsmunir í sjálfu sér skerast. Útgerðin með mínus Afgerandi þáttur um þróun eignarhalds á sjárvarútvegi að und- anförnu hefur verið og mun verða rekstrargrundvöllur greinarinnar, sér í lagi mismunandi rekstrar- grundvöllur útgerðar og einstakra fiskverkunaraðferða út af fyrir sig. f dag er staðan sú að útgerð er og hefur verið um nokkur ár rekin með tapi. Útgerðin með mínus. Staðan er sú núna að saltfisk- og skreiðarverkun er rekin með mín- us, með tapi. Þetta eru tölulegar staðreyndir. Frysting er nú aftur á móti rekin með einhverjum afgangi, þó menn greini nokkuð á hversu mikið það er. En þessi rekstrargrundvöllur hefur haft áhrif á þann veg að þessi mínus sem er búinn að vera lang- varandi á útgerð hefur meðal ann- ars leitt til þess að samtenging veiða og vinnslu hefur orðið æ meira áberandi. Þessi rekstrar- grundvöllur bitnar mest á sjálf- stæðum útgerðaraðilum, þannig að þeir koma til með að tengjast vinnslu nánar og einnig að smáu einingunum sem við ræddum hér áðan þ.e.a.s. fjölskyldufyrirtækj- unum í saltfisk og skreið og útgerð. Mínus á saltfiski og skreið og út- gerð verður náttúrlega aldrei ann- að en mínus - ef tveir mínusar koma saman, það er ekki þannig að það sé hægt að margfalda þá saman og fá plús. Þetta leiðir til þess eins og ég sagði áðan, að nánari tengsl verða við útgerðina og þá fyrst og fremst frystiiðnaðinn, þá á ég við útgerð báta sem ekki eru þegar bundnir fyrstiiðnaðinum og mun leiða til þess að smáu einingarnar munu smám saman hverfa út og þar af leiðandi með sjávarútveginn færast á hendur fárra stórra aðila. Þeirra stóru aðila sem hafa mögu- leika á að dreifa sem mest vinnslu miðað við afkomu þ.e.a.s. að setja í salt eða setja í frystingu til salt- enda. Ef þessi þróun fer fram þá eru það fyrst og fremst stóru aðil- arnir í frystingu sem munu spjara sig á næstu misserum. Sambandið ætlar sér stærri hlut En ef við skoðum hlutdeildina þá var hún svo að aðilar innan FH ráða yfir 70% af útflutningsmagni frystingar og SÍS ræður yfír um 30%. Það er skoðun þeirra hjá Sambandi ísl. samvinnufél. að það væri ágætt markmið fyrir þjóðar- heildina að keppa að nokkurn veg- inn jafnfætisstöðu gagnvart SH. Auðvitað er þetta metnaður þeirra, en þeir skýra það rökum í þágu þjóðfélagsins í heild. Hvemig ætla þeir þá að ná þessu marki sínu og það er opinbert leyndarmál að þeir stefna í það að þeir ætla sér stærri hlutdeild í útflutningi frystra afurða og þeir eru vel í stakk búnir til að ná þessu marki sínu. í fyrsta lagi hefur verið um velgengni í sölumálum bæði á Ameríku- markaði og Bretlandsmarkaði að ræða. Þróun og stjórnun f öðru lagi hafa þeir meira heldur en hinir samkeppnisaðilarnir SH lagt áherslu á þróun og eftirlitsstörf sinna húsa og nákvæmni og náð betri árangri í sölustarfi. Það er ekki einungis hægt að finna þá út í velgengni t.d. á Ameríkumarkaði, starfseminni í Ameríku, heldur líka í starfsemi sem þeir hafa hér. Þessi velgengni er á margan hátt að mínu mati vegna þess að það er oft betri stjórnun hjá SÍS og meiri hreyfanleiki á mönnum innan Sjáv- arafurðadeildar SÍS en t.d. SH. Ég nefni sérstaklega vegna þess að það hefur oft verið barist innan þessa flokks að það verði endurnýjunar- regla í opinbera geiranum, svo sem bankastofnunum og öðrum, verði sett sérstakt hámark á hvað menn megi vera þar lengi, að innan fél- agsskaparins SAMT og sjávaraf- urðadeildar SÍS gildir sú regla að hver maður má ekki vera lengur en þrjú ár í stjórn. Þannig endurnýjast apparatið alltaf af sjálfu sér og það hefur að mati manna þar skilað verulegum árangri. En það sem hjálpar SÍS hvað mest í þessu öllu saman að mati manna er sú staðreynd að sé horft á rekstrarafkomu sjávarútvegs- greinannam.a. eins og ég talaði um hér áðan, mun útgerðin hafa verið rekin með mínus um alllangt skeið en vinnslan með plús. Þetta hefur þýtt það að innan þeirra byggðar- laga hafa orðið nánari tengsl eignarhalds og reksturs í heild og það hefur þurft að passa upp á það að frystihúsið hafi plús alltaf. Ef við höldum áfram og skoðum sjávarútveginn áfram þ.e.a.s. sölu- samtökin, söluliði og ýmsa þjón- ustuliði svo sem olíu og flutninga- liði. Allir þessir liðir eru innan Sambands ísl. samvinnufélaga þ.e.a.s. samvinnuhreyfingin ræður yfir öllum þessum geira má segja. Þannig að það má segja þó að mín- us sé í veiðum og vinnslu að þá geti samvinnuhreyfingin í þessu hag- kerfi sínu verið með eigin milli- færslur sem leiðir til þess að hlut- irnir eða salan ganga upp í heildina. Glíma milli SH og SÍS Það er þess vegna ekki eins al- varlegt fyrir samvinnuhreyfinguna þótt það sé mínus í veiðum og jafnvel vinnslu ef hún einungis get- ur rétt hallann í þjónustuliðunum. Slíku kerfí ræður SH ekki yfir og meira að segja er það talsvert eitur í þeirra beinum að viðurkenna þörf á millifærslu. Og svo er alltaf möguleiki fyrir SÍS að verða algjör- lega sjálfstætt þó að þeir hafi sýnt tengsl við SH í gegnum t.d. LÍÚ og SÍF þá er möguleiki fyrir SÍS- geirann svokallaðan að kljúfa sig alveg út frá hinum aðilanum þ.e.a.s. að mynda sín eigin útgerð- arsamtök og fara út í saltfiskverkun og verða algjörlega óháður því hvað gerist hjá öðrum. Ég hef farið hér yfir eignarhald og skipulagsatriði samtaka í sjávar- útvegi og í lokin staðnæmdist ég við það sem verður áberandi á næst- unni þ.e.a.s. glímu, ef svo má orða það, SÍS og SH. En hversu hat- römm sú glíma verður er erfitt að segja fyrir um, en hún mun setja vafalaust sitt mark á eignarhald í sjávarútvegi og skipulagsmál greinarinnar á næstu árum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.